Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1904, Blaðsíða 2
ÞjOB V[ ljinn . xvm, 24. U4 iflisling arnir. Norður-ísafjarðarsýsla og kaupstaður sóttkvíað. Snemma í síðastl. maímánuði sýktist norðmaður einn af mislingum á hval- veiðistöðinni Langeyri í Norður-ísafjarð- arsýslu, og var þá gerð ráðstöfun til þess, að sóttkvia Langeyrina, svo að veikin bærist eigi þaðan; en sóttkvíun þessi virðist hafa verið ærið ófullnægj- andi*, því að 19. maí fréttist til ísafjarð- ar, að sex væru orðnir veikir í Eyrar- dal, næsta bæ við hvalveiðÍ9töðina, enda má og vera, að veikin hafi borizt þang- að, áður en þessi svo kallaða sóttkvíun byrjaði. Héraðslæknis var eigi vitjað til sjúkl- inganna i Eyrardal, enda kvað hann hafa ímyndað sér, að veikin þar væri 9vo nefndir „rauðir hundar“, sem eitthvað hafði brytt á í héraðinu, og fór hann því eigi inn i Alptafjörð, fyr en 6. júní, er fólk var tekið að sýkjast á ýmsum bæjum í Álptafirði, og veikin einnig korain í næstu firðina, Seyðisíjörð, Hest- fjörð og Skötufjörð. Um sama leyti sýkt- ist einnig kvennmaður einn á ísafirði, sem var ný korninn innan úr Álptafirði; en longra var útbreiðsla mislinganna eigi komin 12. júní, néma hvað eitt sjúkdóm9- tilfelli kvað hafa komið fyrir í Nauteyr- arlæknishéraði, og hafði sá sjúklingur einnig fengið veikina í Álptafirði** Mislingarnir voru mjög vægir, svo sem opt er, þegar sóttir byrja Menn sjá af þessu, að mislingarnir hafa haft ærinn tíma, til að út breiðast, og þar sem talið er, að mer.n geti geng- ið með veikina jafn vel í 10—20 daga, áður en þeir sýkjast, þá er sízt að vita, hvort á land veikin kann þegar að hafa borizt, jafn tíðar sem samgöngur eru úr Isafjarðarsýslu í önnur héruð, bæði á sjó og landi. Engu að siður hefir þó stjórnarráðið 9. júní ályktað, að sóttkvía alla Norlfur- Isafjarðarst/du oy Tsafjarðarkau/tstað, og er þetta skýrar ákveðið í auglýsingu, er landritarinu gaf út á Isafirði 11. júní, þar sem segir: „1. Enginn má á sjó eða landi koma í Norður- ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað nema hann ætli að staðnæmast þar. 2. Enginn má fara burtu af hinu sóttkvíaða svæði nema með sérstöku leyíi héraðslæknis, og verður slíkt leyfi alls ekki veitt, nema því að eins, að hlutaðeigandi hafi annað hvort haft mislinga áður, eða verið í sóttkvíunar- húsi að minnsta kosti 20 daga samfleytt áð- ur, í báðum tilfellum að viðhöfðum þeim varúðarreglum, sem héraðslækni þykirþörfá vera: þann einn farangur mega menn hafa með sér sem héraðslæknir ákveður. 8. Allir vöruflutningar frá hinu sóttkvíaða svæði *) Menn þeir, er vör/1 una höfðu á hendi, höfðu t. d. látið hana niður falla í uppstigning- ardagshretinu, eins og líka mjólkur ílát hvað hafa gengið milli Eyrardals og Langeyrar óhindr- að. meðan veikin var á Langevrinni. **) Við engan þessara sjúklinga var sótt- kvíun beitt, og getur því veikin gengið frjálsum fetum innan héraðs. En hafi sú sóttkvíun þótt ógjörningur, er þá sennilegt, að sóttkvíun alls héraðsins reynist framkvæmanlegri? *■ " —™. —— ——— — ---—l- til annara hafna og staða á Islandi eru bann- aðir, nema þeir vöruflutningar, sem læknir og lögreglustjóri leyfa, t. d. timbur, þakjárn kol o. fl. þess háttar. 4. Sérstaklega skal það brýnt fyrir skipshöfnum, á öllum fiskiþilskipum, opnum bátum og flutningaskipum t'rá hinu sóttkvíaða svæði, að hafa engan samgang á sió við skip úr öðrum héruðum landsins, eða við önnur skip yfir höfuð. 5. Eiskiskip, hvort heldur eru innlend eða út- lend. mega því að eins leggja afla á land á hinu sóttkvíaða svæði, og taka þar vistir sínar, að sbipið se andir strangri gæzlu lög- reglustjóra eða umdoðsmanns hans, frá því er það kom á höfnina og þar til það fer það- an, og fari öll vlðskipti skipsmanna við fólk úr landi fram undir eptirliti þess manns. Útgerðarmaður greiðir allan þann kostnað, sem slík gæzla hefir í för með sér. 6 Þeir, sem brjóta |á moti banninu og hinum fyrirskipuðu reglum, sæta refsingu samkvæmt • lögum 81,. janúar 1896 eða eptir atvikum hegningu samkvæmt 298. gr. hinna almennu hegningarlaga 25. júní 1869“. Sóttkvíun þessi gerir fjölda manna afar-mikið óíiagræði og skaða, eins og gefur að skilja, og nær það eigi að eins til héraðsbúa sjálfra, heldur og til fjölda manna í næriiggjandi sýslum, sem stadd- ir eru í ísafjarðarsýslu yfir vorvertíðina, en eru nú kyrrsettir þar, margir farnir frá bjargarlitlum heimilum, og mega ekki senda heim til sín fiskmeti, eða aðra björg, meðan sóttkvíunin stendur yfir. Þetta væri þó sök sér, og eigi nema ljúf skylda að sætta sig við, ef nokkur von vœri um það, að mislingunum yrði með sóttkvlaninni hægt frá öðrum héruðum landsins: en um það eru allir, sem til þekkja, álgjörlega vonlausir. Fyrst er nú það, að áður en sótt- kvíunin er gjörð, geta mislingarnir vel hafa borizt út fyrir hið sóttkvíaða svæði, og í öðru lagi má það teljast nær óðs manns æði, að ætla sér að sóttkvia jafn víðáttu mikið hérað, sem Norður-ísafjarð- arsýsla er, með 20—30 fjallvegum í næstu sýslufélög, og þar sem innlend og útlend skip eru daglega að koma og fara hóp- um saman. Mennirnir eru nú því miður eigi all- ir svo löghlýðnir, sem þeir ættu að vera, og engin tök á því fyrir lögreglustjórn- ina, eins og hér á landi háttar, að sótt- kvia jafn viðáttu mikið svæði, sem þörf væri á, ef sóttkvíunin ætti að verða ann- að, en hlægilegur hégómi, landssjóðin- um til stórvægilegs kostnaðar, og þeim, sem löghlýðnir vilja vera, til ómetanlegs óhagræðis. Hið litla sýnishorn, sem ritstjóri blaðs þessa sá af bessari svo nefndu sóttkví- un síðustu dagana, sem hann var á Isa- firði, áður en „Laura“ fór þaðan 13. júní, gefur oss heldur eigi miklar vonir um það, að hún verði að liði. — Á Skutils- firði lágu þá yfir 30 þilskip (innlend og útlend), og sáum vér eigi betur, en að skipsmenn gengju þar i land, rétt eins og þeim sýndist, og færu allra sinna ferða, enda þótt einn eða tveir menn, til settir af lögreglustjóra, og án nokkurs lögreglueinkennisbúnings, væru eitthvað að banda á móti, eða sussa að þeim. Lík varð og raunin á, að því er vörð- inn á Breiðadalsheiðarveginum snertir, og þrír mikilsvirðir hrepp9tjórar, sem staddir voru á ísafirði 12. júní, og rit- stjóri „Þjóðv.M átti tal við, luku allir upp einum munni um það, að sóttkví- unin væri hlátt áfram óframkvœmaweg, og ekkert vit í því, að fara af stað með hana Ú r Xorð u r-ísalj arðarsýslu er „Þjóðv.“ ritað 12. júní síðastl.: „Hér hefir haldizt gott tíðarfar, síðan um hvítasunnu, og bátfiski vorið gott hjá þeim sltipurn, er skelfisk hafa haft til beitu; en mikið mein er það, að síld hefir enn ekki fengizt á fjörðunum, þar sem vel er um fisk í Djúpinu, ef beituna vantaði ekki. Fyrir skömmu fengu Bolvíldngar dálitið af síld, er veiðzt hafði í reknet, fyrir utan mvnn- ið á Isafjarðardjúpi, og var þá almennt hlaðafii, svo að sum skipin komu að eins með fiskbolina í land. —• Heldur hefir þótt brydda á þvi í vor, að ýmsir formenn hafi lítt sinnt akvæðum fiski- veiðasamþykktarinnar, um bann gegn skelfisks- beitu í Út-Djúpinu, og er mönnum það að vísu stór vorkunn, eptir langvarandi aflaleysi í vetui', og þar sem eigi er kostur neinnar annarar beitu, er neitt aflist á; en ekki verður því neitað, að óviðfelldið er það, að vita menn daglega brjóta lögin hópum samm, og ættu Djúpmenn því sem allra fvrst að breyta fiskiveiðasamþykktinni, og heimila skelfisksbeitu í Út-Djúpinu, t. d. frá 15. maí til septemberloka, enda ætti Út-Djúpsmönn- um eigi að vera það ókleyft, að afla sér skel- fisksbeitu á þoim tima, og ósanngjarnt, að meina opnum bátum að nota hana á sömu miðum, sem „motor“-bátarnir beita henni, og síldbeita mjög stopul að vorinu, eins og raunin hefir á orðið á yfirstandandi vorvertíð. Svo er að sjá, sem hér verði í sumar mikil samkeppni, að fá fiskinn keyptan, og mikið mein, hve lítið er til af þeirri vöru, þar sem fiskverð- ið verður ágætt. — Enski Ward er þegar farinn að fala hálf-þurran smáfisk, sem að undanförnu, og komin hingað þrjú seglskip, til þess að taka við fiskinum. — Norskur maður, Frísvold að nafni, hefir einnig keypt hér blautan fisk, og borgað 7—10 aura í peningum fyrir ósaltaðan þorsk, smáan og stóran, og hafa ýmsir sjómenn í Isa- fjarðarkaupstað sætt því góða verði, þótt mörg- um hafi fallið það miður, að fá sitt verðið hvern daginn, annan daginn t. d. 10 aura, en hinn daginn jafn vel ekki meira, en 7 aura. — Full- yrt er, að verzlunin „Edinborg“ ætli einnig að kaupa þurran fisk hér í sumar, sem að undan- förnu, og svo munu hinir kaupmennirnir einnig vilja fá sinn skerfinn, sem eðlilegt er. Gufubáturinn „Guðrún“, er annast strand- ferðirnar hér um Djúpið, varð í morgun fyrir því slysi, inni á Vatnsfjarðarvík, að gat kom á gufuketilinn, og er óskandi, að gert yrði við gufuketilinn sem allra-bráðast, svo að ferðirnar teppist ekki til lengdar. súttkvíunin, sem landstjórnin hefir fyrir skip- að, að því er snertir Norður-ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað, rnœlist hér almennt rnfóg ílla fyrrr, þar sem öllum er augljóst, að ómögulegt er, nð frarn fylgja, banninu svo rœkilega, nð til gagns verði, þar sem um jafn stórt hérað er að ræða; en þar sem ritstjóri „Þjóðv.“ er öllu þessu mislingamáli nákunnugur, og sltýrir væntanlega ýtarlega frá því í blaði sínu, sleppi eg að minn- ast. frekar á það“. tMarkaðsfréttir frá 1. júníj. Sáltfiskur hefir verið í mjög háu verði undanfarið og stendur en allhátt þótt verðið hafi lækkað nokkuð. Sem stend- ur er stór fiskur óhnakkakýldur 71,00 smáfiskur 55.00 og ísa 54,00. Ymsir hafa þó selt fyrir fram fisk ímaíogjúní

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.