Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1904, Blaðsíða 2
158
xvm., 40
ið. Þá myndi hefjast nýtt auðmannaveldi á ís-
landi. í líka átt og hér var áður, En þessi
kaupmálagjörð og hjónalag minnir mig ásjálfrátt
á það, sem Björnstjerne Björnson'lætur Óla gamla
segja við dóttur sína, er honum þótti hún hafa
helzt til mikil mök við „húsmannsdrengin11: „Það
dugir fjandann ekki að byrja á ástinni“ o. s. frv.
(„Kátur piltur“). Köld heimshyggjan ræður þar
lögum og lofum, líkt og þegar einhver stjórnin
er að reisa sér „valdakastala“, sem lengi á að
standa óbrotgjarn. En —
„hásætið veltur, þá minnst varir alla“.
segir Jón Ólafsson.
5. Ovinir œðarfuglsins. Eptir Guðm. Bárðarson.
Það er góð hugvekja handa þeim, sem æðar-
varp* stunda, og æðarvarpi vilja konla á. Helztu
óvinir fuglsins eru: hafísinn, fuglavargurinn
ósvartbakur, hrafn, kjói, örn, fálki, máfur og
skúmur), skyttur og veiðimenn, tóan og ekki
sízt — varpbændurnir sjálfir, með þvi að taka
mjög egg frá fuglinum, svipta hann dúninura,
áður en hann má missa hann, og fara -óþarfa
ferðir í varplöndin, og gjöra honum ónæði. íxiðuri.
Bjarni Jónsson.
•..............e
Fréttaþráður í vændum.
Loks er nú svo langt komið, að Tnor-
nena fr&ttaþráðarfélagið miklau hefir tekizt
á hendur, ad leggja fréitaþráð frá Hjalt-
landseyjum, yfir Færeyjar, til Austfjarða,
annaðhvort til Seyðisfjarðar eða Reyðar-
fjarðar, og á þráðurinn, ef eigi banna
sérstök forföll, að vera full-lagður 1. okt.
1906.
Samningur um þetta efni var undir-
ritaður í Kaupmannahöfn 26. sept. síðastl.,
og er þar gert ráð fyrir þvi, að ríkissjóð-
ur Dana veiti félaginu í þessu skyni 54
þús. kr. árlega í 20 ár, og landssjóðurís-
lands 85 þús. á ári um jafn langt ára-bil,
en félagið leggi á hinn bóginn fram 300
þús. króna til fréttaþráðariagningar frá
Austfjörðum til Reykjavíkur, og mun það
álíta, að það borgi sig betur, en að leggja
sæsímann alla leið til Reykjavíkur.
Að öðru leyti er Islendingum ætlað,
að sjá að öllu leyti um lagningu frétta-
þráðarins hór á landi, annast viðhald
hans, og greiða kostnaðinn við rekstur
hans.
Þetta skrið, sem nú er loks komið á
nauðsynjamál þetta, kvað vera afskiptum
Breta stjórnar að þakka, er mælt er, að
bundið hafi framlengingu einkaleyfis, er
„norræna fréttaþráðarfélagið miklau hafði,
að þvi er fréttaþráð milli Bretlands og
Jótlandsskaga snertir, því skilyrði, að fé-
lagið kæmi fréttaþræði til Islands, og er
því bagalegt, að vér íslendingar skyldum
nú ekki eiga oss ötulan talsmann erlend-
is, er svona bar vel i veiði.
Að vísu ber ofan nefndur samningur
þa.ð með sér, að hr. H. Hafdeiu hefir
verið þar nærstaddur, þar sem hann, auk
danska samgöngumálaráðherrans, hr. Chr.
Hage, og stjórnar „norræna fréttaþráðar-
félagsins miklalí, hefir sett nafnsittund-
ir hann; en afar-slœlega virðist hr. H.
Hafstein hafa gætt þar hagsmuna lands
vors, þar sem danska sumgöngumáluráð-
herramnn er þur einum geymdar réttur til
þess, að ákveða verð á hraðskeytum milli
Islands og útlanda, án þess vér Islend-
ingar eigum nokkurt atkvæði um það,
ÞjÚf) Vif.JINN .
enda þótt oss sé ætlað að leggja fram
alls 700 þús. til sæsímalagningarinnar.
Slík frammistaðaaf hálfu ráðherra vors
má því vissulega teljast allt annað, en
glæsileg.
Hitt furðar oss síður, enda skiptir
það lítt máli, að samningur sá, er hr.
H. Hafstein nú hefir undir ritað, t'er í
þveröfuga átt við það, er hann barðist
rnjög öflugloga fyrir á alþingi 1901, og
síðan á síðasta alþingi, þar sem hann
mátti þá oigi heyra annað nefnt, en að
sæsíminn lægi alla leið til Reykjavíkur.
Yitanlega verður og samningur þessi
því að eins gildur, að alþingi samþykki
hann, þar sem hann leggur landinu
stórum meiri byrðar á herðar, en síðasta
alþingi ætlaðist til.
Að öðru leyti mun „Þjóðv.u siðar
minnast nákvæmar á þetta mál.
Ur Onundarlirði (í Vestur-ísafjarðarsýslu)
er „Þjóðv.“ ritað 21. sept. síðasti.: „Tíðin hef-
ir í þ. m. verið all-rysjótt; enda er það sízt að
furða eptir öll góðviðrin, sem hér hafa haldizt
frá hvítasunnu til ágúst-loka. — Heyskapur hef-
ir í sumar yfirleitt orðið í betra meðallagi, svo
að likur eru til þess, að fjársala verði í haust
með minna móti. — Bátfiski varð fremur rírt
hér á íirðinum síðastl. vorvertíð, þar sem bátar
þeir, er frá Kálfeyri gengu, söltuðu að eins úr
7—12 tn. yfir vertíðina, frá sumarmálum til
sláttar; en auk þess fengust um hundrað af stein-
bít til hlutar. — Danskur maður, Thomsen ,að
nafni, hefir stundað kolaveiðar hér á firðinum í
sumar, og lánazt það all-vel. — Af rauðmaga
var og stungið all-mikið hér á firðinum, á svæð-
inu frá Veðrará að Holtsoddanum
Frá Flateyrarverzlunarstað gengu í sumar að
eins 8 þilskip til fiskiveiða, og aflaði „Stjarnan“,
eign hr. Kjartans Rósinlcranzsonar, um 20 þús.
þorska, en „Flateyrin“, skipstjóri Páll Rósin-
kranzson, fékk 100 tn. hákarlslifrar, og rúm 12
þús. þot-ska, og „Greir“, skipstjóri Ingibjartur Sig-
urðsson, um 500 tn. hákarlslifrar“.
Sýslu m t* n n sein Ixett i ð
í Rangát-vallasýslu er veitt yfirdómsmálfærslu-
manrti Einari Benediktssyni frá 1. okt. síðastl.,
og er hann seztur að á Helluvaði, við Ttri-
Rangá.
Drukknuii.
Báti hlekkist á í lendingu við Málmey á Skaga-
firði 25. ágúst síðastl., og drukknuðu þar fimm
menn, en þrem var bjargað. — Bátur þessi var
frá G-rafarósi, og var í fiskiróðri. — Formaðurinn
hét Þórður Baldvinsson.
Frá ísafirði
er „Þjóðv.“ ritað 1. okt. þ. á.: „Eptir að norð-
anveðrinu, sem stóð fyrstu vikuna í september-
mánuði, slotaði loks 8- sept., hélzt bærileg tíð í
3—4 daga. en síðan gerði hálfs-mánaðar suðvest-
an hvassviðri, með sífelldum blotum, eða stór-
rigningum, og loks kom svo ofsa-norðanhret síð-
ustu daga septembermánaðar, or dyngdi niður
miklum snjó, bæði á hæðum og iáglendi. — All-
ur septembermánuður hefir því verið almenn-
ingi mjög óhagstæður, ekki sízt þar sem menn
hafa eigi getað leitað sér bjargar til sjávarins,
og þar sem þeir munu nú vera sára fáir, er láns-
traust hafa í verzlunum, þá eru horfur allt ann-
að, en glæsilogar hjá almenningi, ef afli skyldi
bregðast í vetur.
Héraðsfundur var haldinn hér 24. sepit., til
þess að fjalla um íiskiveiðasamþykktarbreyting-
una, er samþykkt var á auka-sýslunefndarfund-
inum 5. sept. Fundurinn varð mjög fámennur,
sakir ótíðarinnar, og varð niðurstaðan sú, að af-
nema alla skelfisksbeitutakmörkun, og verður því
að bera málefni þetta að nýju unáir samþykki
sýslunefndarinnar.
Mikil óánægja er hér í héraðinu, sem von er,
út af vaxandi yfirgangi útlendra botnverpinga,
er hvað eptir annað hafa gjör-sópað Aðalvíkina,
og álkantana í utanverðu Djúpinu, með botn-
vörpum sínum, án þess danska varðskipið veiti
fiskiveiðum vorum minnstu vernd, og'er vonandi,
að dansk-íslenzki „flökku-ráðherrann“ láti það
málefni sem allra-bráðast til sín taka, og hlutist
til um, að danska stjórnin sendi fallbyssubát, er
öðru hvoru sé á vakki hér úti fyrir Yestfjörð-
unum, svo að fiskiveiðar eyðileggist ekki, og
menn neyðist jafn vel til þess, að fara að flýja
landið“.
Úr miltisbrandi
andaðist nýlega Arni bóndi Arnason í Þorkels-
gerði í Selvogi. — Hann hafði misst hest úr
miltisbruna, og gert hann til, ásamt fleiri mönn-
um, en með því að hann hafði bólu, eða rispu,
á andliti, barst sóttkveikjan þangað, svo að and-
litið bólgnaði allt upp, og beið Arni bana af. —
Hann var maðurábezta skeiði, hafði verið hrepp-
stjóri í Selvogshreppi, og þótt nýtur drengur.
Útbú íslandsbanka á ísafirði,
er tók til starfa 1. sept. síðastl., hefir
þegar haft all-mikið að gjöra þann stutta
tímann, sem liðinn er, og var eigi trútt
um, að helzt væri kvartað undan því, að
bankastjórnin H Reykjavík hefði feng-
ið útbúinu of litið fé, til að byrja með;
en úr þessu er nú að likindum þegar
bætt, sem þörf er á.
Meðal starfa þeirra, er útbúið hefir á
hendi, en lítið mun enn hafa kveðið að,
er sá einn, að taka á möti sparisjóðsinn-
lögum til ávöxtunar, og er líklegt, að hér-
aðsbúar veiti því einnig nokkuð að starfa
í því tilliti.
Samkvæmt upplýsingum, er forstjóri
útbúsins, hr. Helgi Sveinsson, hefir góð-
fúslega látið oss í té, greiðir útbúið 3 kr.
60 a. í ársvexti af hundraðinu, og verður
þó rentan í raun og veru ögn hærri,
þegar þess er gætt, að rentan er lögð við
höfuðstólinn tvisvar á ári, 30. júní og
31. des.
Kost eiga menn og á því, að taka út
allt að 1000 kr. af sparisjóðsfé sínu i
senn, án uppsagnar, og er það stórum
frjálslegra, en tiðkazt hefir við sparisjóð-
ina hér á landi.
Kostur er það og einnig, að spari-
sjóðsbókin er látin af hendi ókeypis, er
menn leggja fyrst fé inn í útbúið, og
það er eisri, fyr en menn taka út aptur
alla innieign sína, og hætta viðskiptun-
um við útbúið, að útbviið reiknar sér 25
aura fyrir bókina.
Mannalát. Ný frétt er hingað
lát frú Hölmfríðar Porsteinsdöttur, konu
Arnljöts prests OJafsson&r á Sauðanesi. —
Hún sigldi í surnar til útlanda, til að
leita sér lækninga, og andaðist erlendis.
25 sept. síðastl. andaðist í ísafjarðar-
kaupstað Magnús húsmaður Ouðhrands-
son, maður á bezta skeiði, og lifir hann
ekkja hans, Helgu Helgadóttir, og tvö
börn þeirra hjóna i æsku. Banamein
hans var berklaveiki (brjóst-tæring), og
flýtti það fyrir dauða hans, að hann varð
að ganga að vinnu, t:l að sjá sér og sín-
um borgið, og var hanrr að lokum borinn
til heimilis sins dauðvona, og er loitt, að
hér á landi skuli eigi vora til neitt sjúkra-
hæli, er liknað geti slikum sjirklingum.