Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.10.1904, Blaðsíða 3
xvili , 40. Þ JÓf) VII.J1 N S 159 Bessastöðum 11. okt. 1904. Tiðarfar einatt mjög óstöðugt, sífelldir storm- ar og rigningar, svo að ýms haust-verk bænda ganga eðlilega í seinna lagi. Strandferðaskipið „Ceres“ kom til Reykja- víkur að kveldi 4. þ. m., norðan og vestan um land. — Frá Biönduósi varð skipið að fara, sak- :ir norðan-roks og kafaldshriðar, án þess að geta skipað þar upp vörum, og á leiðinni frá ísafirði varð það að hleypa inn á Patreksfjörð 2. þ. m., sakir veðurs og kafaldsþykkviðris, Og sama kaf- aldsþykkviðrið tafði það einnig á Stykkishóimi. Með skipinu var mesti fjöldi farþegja, einkum verkafólk, og ýmsir skólapiltar; enn fremur frá .Seyðisfirði consúll Hansen, til þess að semja við stjórnina, fyrir hönd ensks félags, um leigu bronnisteinsnámanna í Þingeyjarsýslu; frá Akur- ■eyri: Páll Briem amtmaður, til þess að taka við hinu nýja starfi sínu, sem einn af forstjórum „Islandshanka11 í Reykjavík, ekkja síra Magnús- .ar sál. Jónssonar í Laufási, ungfrú Emilía Sig- hvatsdóltir, bankastjóra, o. fl.; frá Isafirði frú Guðrún Brynjólfsdóttir', frá Stykkishólmi Agúst Bjarnason heimspekingur o. fl. o. fl. Með skipi þessu kom og ritstjóri „Þjóðv“., sem dvalið hafði á ísafirði um hríð. ís’enzkt, botnvörþuveiðafélag var sett á lagg- irnar 28. f. m., er nefnist „Fiskiveiðafélag Faxa- flóa“, og voru í stjórn þesskosnir: AwyMsfkaup- maður Flygenring í Hafnarfirði, alþm. Björn Kristjánsson í Reykjavík, og Arnbjörn Ólafsson í Keflavík. Stofnféð er ætlast til, að sé að minnsta kosti 25 þús. króna, og upphæð hvers hlutar 500 kr., er greiðist fyrir 1. des. næstk. — Félagið ætlar að kaupa, eða leigja, botnvörpuveiðagufuskip, og mun hafa í huga, að reyna að bn-gja Reykjavík með fiskmeti, sem föng eru á. ' Póstgufuskipið „Laura“ lcom til Reykjavíkur aðfaranóttina 7. þ. m., og fer 12. þ. m. til Breiða- flóa og V estfjarða. — Með skipi þessu kom ráð- herrann, hr. H. Hafstein, úr utanför sinni; enn fremur úrsmiður Sigurður Á. Kristjánsson frá ísa- firði, o. fl. Kaupfar straudaði í Vogavik hér i sýslu 2. þ. m., fermt 'timbri til verzlunar P. J. Thor- steinssonar & Go i Hafnarfirði. — ’Skipstjóri á skipi þessu var Vaardahl, er áður var skipstjóri á „Reykjavíkinni11. — Menn björguðust allir. Aunað skipstraudið varð í G-rindavik aðfara- nóttina 9. þ. m.; þar strandaði gufubáturinn „Oddur,“ frá Eyrarbakka, í ofsa-roki og brim- róti. — Menn björguðust þó allir. Þegar ráðherrann kom úr utanför sinni, færði hann Tryggva gamla, móðurbróður sínum, komm- andörkrossinn danska. — Vér höfum Iheyrt ýmsa gera skop að þessu, en eigi er það þó annað, en það, sem all-títt er í heiminum, að gleðja börn og gamalmenni, er menn koma úr langferðutn. Útlendar fréttir, er bárust með „Lauru“, bíða næsta nr. blaðsins. — Að eins skal Jþess hér getið, að landi vor Níels R. Finsen, hinn heimsfrægi höfundur ljóslækningastofnunarinnar í Kaupmannahöfn, andaðist þar 24. sept., að eins tæpra 44 ára að aldri. s0T EgiaKíi-l-eleiír. Verðið á China-lífs-elexír hefir, svo sem hinum virðulegu neytendum er kunnugt, verið hækkað upp í 2 kr. fyr- ir flöskuna, sakir hinnar miklu toll- hækkunar, en í raun og veru er hann þó ekki eins dýr, eins og áður, þegar flaskan var seld á 1 kr. 50 a., þar sem tekizt hefir með nýrri vélum að ná langtum kröftugri vökva úr jurtunum, en fyr. r China-lífs-elexírinn er alls ekk- ert leynilegt læknislyf, og eigi er heldur látið í veðri vaka, að svo sé. Hann er að eins bitter-tegund, til að bæta melt- inguna, og bæði menn, sem þekkingu hafa í slíkum efnum, og neytendurnir, hafa með fjölda vottorða staðfest gagn- semi hans í mörgum hættulegum sjúk- dómstilfellum, og það er að eins fátt þeirra vottorða, sem almenningur hefir fengið vitneskju um í blöðunum. I Dan- mörku, og í öðrum löndum, er öllum verzlunarmönnum leyft að selja hann, og bindindismönnum er í Danmörku leyft að neyta hans, með því að í honum er að eins afar-lítið af áfengi, sem nauðsyn- legt er, til þess að hann geymist ó- skemmdur. Kgl. danske heilbrigðis- ráðið segir: China-lífs-elexírinn er eigi auðið að leysa sundur, svo að hvert efni hans sé sór, en í honum eru að eins efni, sem gagnleg eru fyrir heils- una“. China-1 ífs-elexírsins ættu allir að neyta daglega, bæði sjúkir og heilbrigðir, með þvi að hann er styrkjandi fyrir öll liffæri líkamans, og sönnun um ágæti hans er það, að hann hefir hlotið gull- medalíur, þar sem hann hefir verið látinn á sýningar, nefnilega í Amsterdam, Antwerpen, Brússel, Chica g o, í Lundúnum. og í Paris. C h i n a-1 í f s-e 1 e x i r i n n er hvívetna viðurkenndur, sem ódýrasti og bezti bitt- er með þvi að lögurinn er hinn kröpt- ugasti og sterkasti lögur, sem til er. Sér- hverjum er vill neyta „bittersnaps“ með máltíðum, án þess að fylgja notkunar- reglunum, ráðum vér til þess, að blanda 164 armál hennar, og til þess að reyna, að blekkja hann, fór hún því að skellihlægja. „Það er þvættingur, sem þér farið með“, mælti ihún. „Hvernig getur maður, sem er jafn gamall, sem :síra Ching, verið sonur minn?“ „Síra Ching hefir niu um tvítugt“. „Hann er eldri“. „Nei“, svaraði Drage „engum er kunnara utn aldur hans, en mér. Hafið þér gleymb, að þér áttuð son, sem Píers lávarður, þessi Greoffrey Roche, var faðir að?“ „Til þess að bæta fyrir syndir yðar létuð þór hann læra til prests“, mælti Drage enn frernur, „og sáuð hann ekki, fyr en þið hittust hór, og vissi hann þá ekki, að þór voruð móðir hans, — Dn til þess að hann skyldi ekki gleyma því, að hann ætti móður senduð þér honum irýtinginn, og eru nú mörg ár siðan“. „Þetta eru ósannindi“, svaraði frú Westcote. „Jú, svo er. sem eg segi. Síra.Ching sagði ung- frú Lametry, að móðir hans hefði sont honum rýtinginn“. „Hann er glataður“, pískraði frú Westcote, föl, sem nár. „Já liann er glataöur“, svaraði Drage, mjög hreyk- inn. Hann framdi morðið, eptir áeggjan yðar“. „Nei, nei! Sýnið meðaumkun. Hann er saklaus“. „Hann er ekki saklaus, heldur sekur“, svaraði Drage. „Þór sögðuð honum frá því, hve ílla Píers lávarður hefði leikið yður, og þá varð hann föðurmorðingi“. „Nei, nei!“ veinaði frú Westcote. „Nei, nei“. „Jú, hann gekk til bókaherbergisins, er hann hafði fengið að vita, að Piers væri faðir hans. Þér laumuð- ust á eptir, án þess hann vissi, og stóðuð á hleri. 161 „Jeg hefi ekki falið hann, og inér var ókunnugt um það, að hann væri í hfisi þessu“. „Þór hólduð má skó, að hann væri alvog týndur?“ mælti Drage ertnislega. „Já, það hólt jeg. Jeg hefi ekki sóð hann í mörg ár“. „Ekki, síðan þér voruð ásökuð um morðið?“ „Nei, ekki siðan“, „Hvers vegna er yður svo annt um að ljúga svona, til einskis gagns, frú Westcote? Þér vitið vel, að yður var fenginn rýtingurinn aptur, er þór höfðuð verið sýkn- uð“. „Nú, þótt svo hefði verið?“ mælti hún stælt. „Þá er jeg hræddur um, að þór verðið settar í varð- hald, frú Westcote“. „Sett i varðhald? Pyrir hvaða glæp?“ „Fyrir morð Píers lávarðar“. “Það eru svívirðileg ósannindi! Jeg hefi aldrei snert eitt hár á þess manns höfði“. „Þór voruð þó í bókaherberginu um nóttina er rnorðið var framið, ept.ir kl. 12, og þýðir ekki að þræta fyrir það, þar sem þór sáust, er þór fóruð þangað“. „Hver sá mig?“ „Hr. Kynsam“. „Honum hefir þá missýnzt það, þvi að jeg kom ekki út fýrir herbergisdyr minar þá nótt“. Drage fór nú að leiðast þetta, og spratt á fætur, ragnandi og mælti: „Jeg fer nú að verða þreyttur á þessum útúrdúr- um og lygum. Hlustið nú á Clara Vaux, frú Westcote, frú Greoffrey Roche, eða hvað yður þóknast að kalla yður.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.