Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1905, Side 3
XIX., 2.
ÞjóWiljinn.
7
því til leiðar, að „Landmandsbanken11 í Kaup-
mannahöfn tekur þá framvegis fullu verði.
Sömuleiðis auglýsir stjórn Landsbankans, að
bankinn greiði frá byrjun þ. á. 33/4°/0 ársvexti af
sparisjóðsfé, og eru það betri kostir, en „tslands"
banki“ befir boðið enn, sem komið er.
Hoettur prestskap.
Síra Magnús Helgason á Torfastöðum, sem í
vetur er kennari við Flensborgarskólann í Hafu-
arfirði, í stað Jóhannesar Sigfússonar, befir nú
sagt af sér prestskap, og verður því óefað kenn-
ari við Flensborgarskólann framvegis.
Fríkirkjusöfnuðurinn i Reykjavík
hefir aukizt stórkostlega, síðan sira Ólafur
Óla/sson varð prestur hans, enda er bann sköru-
legur kennimaður, og mikils metinn. — Setn dæmi
þess, bve fríkirkjumönnum fjölgar, getur „Fjallk.“
þess, að 23. des. síðastl. bafi 69 fjölskyldur geng-
ið í söfnuðinn, 27. des. 21 fjölskvlda, og 31. des.
-B7 fjölskyldur, er allar bafa sagt sig úr þjóð-
kirkjunni.
í ráði er nú einnig, að kirkja fríkirkjusafn-
aðarins verði stækkuð að mun á binu ný-byrj-
aða ári.
Setudómari skipaður.
Cand. jur. Guðm. Eggerz hefir verið skipaður
setudómari í máli sira Heiga Arnasonar i Ólafs-
vík gegn Stykkishólms-„dánumanninum“.
Ljósið slokknað.
„Verði ljós!“, kirkjublaðið, sem þeir síra Jón
Helgason og cand. theol. Haraldur Níelsson bafa
gefið út, hætti að koma út nú um áramótin.
Aumt er það, að íslenzka þjóðkirkjan skuli
þess eigi megnug, að geta haldið lífinu í einu
litlu blaði, er ræðir málefni þjóðkirkju-kristin-
dómsins.
]\orrænn skólaíundur.
Kennarar, og kennslukonur, á Norður-
löndum halda fund í Kaupmannahöfn
8.—11. ágúst næstk., til þess aðræðaum
ýms skóla- og kennslu-málefni.
Fundur þessi verður níundi norræni
skólafundurinn, sem haldinn er, og var
síðasti fundurinn haldinn i Christjaniu
árið 1900.
„Bc'vncli er biistólpi44 o. s. frv.
Með þessari gömlu, og góðu, fyrirsögn
hefir _Þjóðv.“ borizt grein um búnaðar-
málefni, eptir hr. Bjarna Jónsson kenn-
ara; en grein þessi er lengri, en svo, að
blað vort geti tekið hana, enda ætti
hún fremur heima i „Freyu, eða í bún-
aðarritinu.
Aðal-efni greinar sinnar innibindur
höfundurinn að lokum i þessum heilræð-
um:
„Það þarf að auka garðrækt og gras-
rækt.
Það þarf að rata meðal-hóf í heyá-
setningu.
Það þarf að gæta þess, að útgjöldin
fari ekki fram úr tekjunum.
Það þarf að lifa sem mest á afurð-
um búanna.
Heimilisiðnaðurinn má ekki falla
niður með öilu.
Það er farsælast, að hafa sem iengst
sömu vinnuhjúin.
Það þarf að fara vel með jörðina, til
þess að geta farið vel með skepnurnar.
Það þarf að gjöra dvalarhreppinn að
framfærslubreppi.
Sveitarfélagið verður að fóstra þá
mannúðlega, sem þurfandi eru.
Efnameiri bændur verða að efla sinn
hag meðþvi, að styrkja hina efnaminni“.
Höfundurinn telur víst, að landbún-
aðurinn geti orðið „sannarlegur vitaz-
gjafi“, ef alls þessa sé gætt eptir megni.
Heilræðin eru og góð, enda flest, eða
öll, margsinnis áður prédikuð. — En
meinið er, að það er hægra að kenna
heilræðin, en halda.
„Jeg sé ráðið, takið þið þrælinn, og
riðið honumu, sagði maðurinn forðum, er
tilrætt varð um liklegustu ráðin, til þess
að ná styggum hesti; og svipað er um
það, að ekki nægir, að segja mönnum, að
„auka grasræktina og garðræktina“, sem
allir vita, að þörf er á, heldur er vandinn
einmitt sá, að finna líklegustu ráðin til
þess.
Að auka sem mest framleiðsluna, með
sem minnstum kostnaði, til þess að geta
mætt óhjákvæmilegum, vaxandi þörfum
og kröfum, það er galdurinn.
Og ekki verður því neitað, að all-
miklu fé, er nú árlega varið úr lands-
sjóði, til þess að styðja og efla landbún-
aðinn á ýmsar lundir, og ekki sízt tilað
hvetja menn til aukningar á grasrækt-
inni, enda góðar horfur á þvi, að ýms
störf landbúnaðarfélagsins beri viða góða
ávexti, svo að mestu skiptir, að halda nú
vel í horfinu, og þá fjölgar óðum sæti-
legu jörðunum, og þeim landbændunum,
sem þolanlega bjargast.
S t alia.
Járnsmiður Kristján heitinn Arngrimsson á Isa-
firði, sem var all-vel hagorður, kom einu sinni
á bæ, og hitti sro á, að fólkið var allt í háa-rifr-
ildi, og varð honum þá þessi staka af munni:
212
Mannsandlitiö á veggnum.
Maður er nefndur Benidikt Oddsson, er lengi bjó í
Gjarðey á Hvammsfirði. — Hann var áður í húsmennsku
i íRúffeyjum á Breiðafirði, ásamt konu sinni, Ingibjörgu
Þorlcelsdbttur, og byggðu þau sér þar bæ upp úr gömlum
rústum. En er grafið var fyrir undirstöðum, kom þar upp
hauskúpa, og varð umtal nokkurt um það, hvort hún væri
af rnanni, eður sel.
Benidikt lét síðan hauskúpu þessa í bæjarvegginn,
er hann hlóð hann, og vissi kona hans eigi, hvar hann
hafði látið hana.
Skömmu síðar, er Benidikt var fjarverandi, og kona
ihans ein heima, vaknar hún eina nóttina, verður litið til
veggjar, og sér þar þá mannsandlit, er einblínir á hana.
— Jngibjörg reyndi að sofna aptur, en verður eigi svefn-
eamt, og í hvert skipti, er hún leit upp, sér hún sama
andlitið.
Þegar Benidikt kom heim daginn eptir, innti kona
hans hann eptir, hvað orðið hefði af hauskúpunni, og kom
það þá i ljós, að hún hafði verið látin inn í vegginn ein-
mitt þar, er Ingibjörg sá mannsandlitið.
Ekki varð siðar neitt vart við þetta, og Ingibjörg for-
tekur, að hún hafi nokkuð verið að hugsa um hauskúp-
una, áður en hún sofnaði kvöldið áður.
209
„Þetta er skrifað 16. júlí 1667“, mælti Dacre enn
fremur.
„Kynlegt er þetta“, mælti eg, „en það sannfærir mig
þó ekki, því að hvernig geturðu sannað, að þetta sé sami
kvennmaðurinn?“
„Jeg kem nú að því“, svaraði Dacre, „því að frá-
sögnin heldur áfram, og skýrir frá því, hvernig hún hag_
aði sér, meðan á pintingunum stóð. Hlustaðu nú á: „þeg-
ar böðullinn kom inn, þekkti hún hann strax, því hann
bar snæriehönk á hægri handleggnura. Hún virti hann
mjög nákvæmlega fyrir sér, og rétti fram hendurnar“.
„Kannastu nokkuð við þetta?“ spurði Dacre.
„Það er alveg, eins og fyrir mig bar í draumnurn“,
mælti eg.
„Henni sást í engu brugðið“, las Dacre áfram, „er
hún starði á tréhestinn, og hringina, sem höfðu margan
liminn skaðskemmt, og valdið ótal kvalafullum ópum.
En er hún sá mennina, er komu með allt vatnið, mælti
hún brosandi: „Það hlýtur að vera komið hingað með
öll þessi ósköp af vatni, til þess að drekkja mér í því?
Jeg er sannfærð um, að það getur eigi verið ætlun yðar,
góðir hálsar, að láta jafn litla manneskju, eins og jeg er,
gleypa öll þessi kynstur“.
„Og síðan — „. „Á jeg að lesa áfram?“ spnrði Dacre.
„Nei, í guðanna bænum, hættu, hættu!“
„Bíddu samt ögn“, mælti Dacre. Hér kemur máls-
grein, er mun sannfæra þig um, að það er sama stúlkan,
sem við er átt: „Valmennið Perot ábóti, er eigi kenndi
sig mann til þess, að vera sjónarvottur að pintingunum,
er skiptabamið hans átti í vændum, flýtti sér, mjög ótta-
sleginn, út úr hvelfingunnl“.