Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Síða 1
Verð árgancfsvns (minnst
52 twkir) 3 kr. 30 cwr.;
erlendis 4 kr. SOcmr., og
i Ameriku doll.: 1.50.
Borffist fyrir júmmá/n-
aðarlök.
ÞJOÐVILJINN.
— |= Nítjándi Aböanqur. =|- -—
| Vppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
\ anda fyrir 30. dag júní-
I mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 7.
BkSSASTÖDUM, 16. I’EBR.
19 0 5.
Ifna og lldavólar
selnr
pristjdn Jorgrímsson.
Danska nýlendu-sýningin.
Er ráöherrann snúinn?
Svar Reykjavíkur-nefndarirmar til að-
al-sýningarnefndarinnar í Kaupmanna-
höfn, er getið var um í 5. nr. blaðs vors,
hefir vakið mikið umtal.
Menn benda á, að í nefndinni sé syst-
ir ráðherrans, frú Þörunn Jönassen, og
að hinir, sem í nefndinni eru, séu flestir
alda-vinir ráðherrans, sem engum skyldi
til hugar koma, að vildu haga sér öðru
vísi í máii þessu, en ráðherranum er
þóknanlegt.
Hér við bætist og, að stjórnarmáltólið
„Reykjavík“, er fyrst talaði eindregið gegn
sýningunni, er nú farið að snúast, og
telja henni margt til gildis.
Þetta þykir hvorttveggja benda á það,
að ráðherranum sé snúinn hugur, því að
væri hann nú eins eindreginn gegn sýn-
ingunni, eins og hann var, þegar hann
sagði sig úr dönsku sýningamefndinni,
og heimtaði þá úrsögn sina birta í dönsk-
um blöðum, þá er næsta ótrúlegt, að
þetta ofan nefnda skyldulið hans hegðaði
6ér, sem það gerir.
Miklu trúlegra, að það léti sér þá um
ekkert annara, en að sýna Dönum, að
ísl. ráðherrann hefði svo mikið fylgi, og
álit hér á landi, að sýningin væri dauða-
dæmd, þar sem hann hefði lýst á henni
vanþóknun sinni, og sagt sig úr nefnd-
inni.
En nú er engu líkara, en að nánustu
venzlamenn ráðlierrans, og vinir, hafi
gjört samsæri gegn honum í því skyni,
að draga úr áliti hans í augum Dana, og
vilji sýna, að sýningin geti fram
farið, hvað sem honum líði.
Allir, sem til þekkja hér á landi,
vita þó, að slíkt samsæri er blátt áfram
óhugsandi, þar sem jafn auðsveipið mál-
tól, sem „íteykjavíkin“, á hlut að máli,
og venzla- og vina-fólk ráðherrans.
Það er því naumast neinn vafi á því,
að svar Reykjavíkur-nefndarinnar, og
snúningur „Reykjavíkur“, sé í fyllsta sam-
ræmi við vilja ráðherrans.
En hvernig má það vera?
Ekki getur ráðherranum verið annt
um það, að styðja að þvi, að sýningin
verði, sé hann henni andvigur enn.
Honum‘hlýtur því að hafa snúizt hug-
ur; annað virðist óhugsandi.
Og hvað er það, sem valdið hefir
þeim sinnaskiptum hans?
Menn vita, að úrsögn hans úr dönsku
sýningarnefndinni hefirverið tekin óstinnt
upp í Danmörku, svo að þung orð hafa
fallið í hans garð, og að danska sýning-
arnefndin i Kaupmannahöfn hefir skorað
á hann, að skipta skoðun sinni, og ganga
inn í nefndina aptur.
Það er þá þetta, sem hefir gert hann
hjartveikan, ráðherrann.
Og þá er eitt af tvennu, að hann hef-
ir beðið forláts, eins og góðu börnin, og
gengið í nefndina aptur, eða hitt, sem
sennilegra er, að hann hefir að vísu eigi
gengið inn í nefndina, en lofað henni, að
styðja málið engu að síður, sem bezt
hann gæti.
Þetta er skilningurinn, sem almennt
er lagður í snúning „Reykjavíkur“, og
svar Reykjavíkur-nefndarinnar.
Yegna álits ráðherrans, bæði hér á
landi og erlendis, væri þó óskandi, að
þessi skilningur almennings væri ekki
réttur, og hljóta menn því að bíða þess
með óþreyju, að ráMierrann taki semfyrst
af öll tvímœii í þessu efni.
Hvort af tvennu væri, að ráðherrann
hefði gengið inn í nefndina aptur, eða
lofað að styðja hana á annan hátt, getur
Islendingum á sama staðið, því að hvort
sem væri, hefði hann lítillœlckað sig fyrir
Dönum, og styddi málefni, sem öllum
þorra þjóðarinnar er afar-andstætt.
Eptir öll þau smánaryrði, sem dönsk
blöð hafa ausið yfir Islendinga, út af
þessu sýningarmáli, skyldu menn ætla,
að ráðherra íslands yrði manna síðastur
til þess, að krjúpa á kné, og kyssa vönd-
inn.
Og svo bíðum vér því fréttanna með
óþreyju, sem aðrir.
ti.1.'1BM11EEE i1 ".i l<
Otiönci.
Voðalegt blóðbað í Pétursborg.
Þau tiðindi bárust með gufuskipinu
„Firda“, er kom til Reykjavikur 13. febr.,
að 21. janúar siðastl. hefði fjöldi verka-
manna í Pétursborg gengið til keisarahall-
ar þeirrar, er „Yetrarhöll“ nefnist, til
þess að leita fulltingis keisara, og stjórn-
ar hans, út af verbfalli, er þá stóð þar
yfir. — Nicólaj keisari var eigi í borg-
inni, er þetta gerðist, en Vlademír, frændi
keisara, er mun hafa talið þetta byrjun til
uppreisnar, tók það óheillaráð, að láta fall-
byssuskot dynja á mannfjöldanum, er safn-
azt hafði saman á torginu, fyrir framan
höllina. — Biðuþar margar þús-
undir manna bana, og margar
þúsundir urðu sárar, jafnt konur,
sem karlar ungir, sem gamlir.—
Lýðurinn varð, sem von var, óður og upp-
vægur, og héldust róstur, og manndráp,
þann dag allan, og daginn eptir.
Mælt er, að Nicolaj beisari hafi fyrst
haft í huga, að flýja land, og leita til
Danmerkur, ásamt ættmönnum sínum, er
honum barst fregn þessi, en réð það þó
af, að hann fékk Irepoff hershöfðingja,
sem er íll-ræmdur grimmdarseggur, alræð-
isvald í Pétursborg.
Síðan atburðir þessir gjörðust, hafa ver-
ið uppþot í ýmsum borgurn á Rússlandi,
en fregnir eru fremur ógreinilegar, og
biða því næsta nr. blaðsins. — — —
Svo fór, sem „Þjóðv.“ gizkaði á (sbr.
4. tölublað þ. á.), að Combes-ráðaneytið
myndi ekki eiga langan aldur, þar sem
mótstöðumenn þess réðu forseta-kosning-
unni í fulltrúa-þinginu 10. janúar síðastl.,
enda er ráðaneytið nú farið frá völdum,
og heitir sá Nouvíer, er veitir hinu nýja
ráðaneyti forstöðu.
Landsverk frœðingur
er cand. polyt. Jón Þorláksson skipaður frá 1.
febr. síðastl., í stað skólakennara Sig. Thoroddsen’s.
Lækna-skipun.
Höfða-læknishérað er 16. jan. veitt Sigurjóni
Jónssyni, lækni á Mýrum.
Læknirinn í Fljótsdalshéraði, hr. Jónas Kristj-
ánsson, er settur, til að gegna læknisstörfum i
Hróarstunguhéraði til april loka, er cand. med.
Þorv. Pálsson tekur við embættinu.
Eidur uppi.
Úr Bárðardal, og Mývatnssveit, hefir sézt eld-
ur i Dyngjufjöllum, að því er skýrt er frá í
blaðinu „Norðurland11 21. janúar síðastl.
Úr Snæfellsnessýslu (Skógarströnd)
er „E>jóðv.“ ritað 18. janúar síðastl.: „Tíð var
hér góð, og hagstæð, næstl. sumar, til rétta, er
algjörlega skipti um, og gerði stórfelldar rign-
ingar, og sunnan rok, og stundum kafaldshríðar.
— Þeir, sem hey áttu úti í réttum, eiga það á
túnunum enn. — Eldiviður (mór) ónýttist og að
mestu hjá fólki, svo að til báginda horfir. — Með
jólaföstu batnaði tíðin aptur, og hefir nú verið
góð um tíma“.
Skemmdir af brimi.
Aðfaranóttina 8. janúar urðu miklar skemmd-
ir af brimi í Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu, enda
var þar þá norðaustan ofsa-rok, með frosthörku
mikilli, sama rokið, er olli mannskaðanum mikla
á ísafjarðardjúpi daginn fyrir. — Sjór gekk langt
á land upp, eyðilagði 5 báta gjörsamlega, og
braut ýmsa aðra báta, meira eða minna, auk þess
er talsverðar skemmdir urðu á húsum o. fl.
Mannlaust liskiskip,
er lá á höfninni á Patreksfirði, rak þar í land
í ofsa-veðri 27. janúar síðastl., og brotnaði svo,
að talið er, að ekki verði við það gert. — Skipið
var eign „Isl. Handels & Fiskeri 0o“.
Úti varð
um mánaðamótin síðustu maður suður á Mið-
nesi. Hann hét Sigurður Qíslason, rúmlega tvít-
ugur, og var frá Melabergi.
í Sauðaness-prestakalli
verða í kjöri: prófastarnir Arni Jónsson á