Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Side 3
XIX., 12. Þjóðviljinn. 47 X. Um skýrslur um alidýrasjúkdóma. Yerður eitt af þessum þýðingarlausu pappírslögum hér á landi, sem nóg er af undir. XI. Um verðlaun fyrir iitjiutt smj'ór. Að lækka verðlaunin að miklum mun. Óheppilegt, meðan srnérbúin eru ekki betur á veg komin, en enn er. — Und- arlegt, að slíkt frv. kemur frá svo nefndri „iandbúnaðarnefnd". XII. Um að lög 6. nóv. 1897 umný- býli skuli úr qildi numin. Sú tiliaga nefndaiinnar ætti engan byr að fá. Það er þakklætisvert, að iandbúnaðar- nefndin hefir þegar gefið almenningi kost a, að kynnast þessum lagasmiðum sínum, sem þurfa ilest rækilegrar íhugunar, og eru að sumu ieyti fremur íiaustursleg. — „Þjóðv.“ mun við tækifæri athuga sum þessara lagásmíða nákvæmar. Úr 8uður-Þingeyjarsýslu er „!->jóðv.“ ritað L8. frbr. síðastl.: „Ýmsum hér virðist, sem „Þjóðv.“, að í-áðherrann fari eigi sem heppilegast með völdin. Sundurlyndið, og ósamkomulagið, í landinu er öllum til skaða, og eitt hið fyrsta, sem ráðherrann átti að gera, var því, að reyna að efla friðinn í landinu, svo sem með því, að taka nokkurn veginn jöfnum hönd- um úr háðum flokkum í stjórnina, og til annara embætta og starfa, sera hann skipar. — Hefði ráðherrann haft það svona, þá er trú- legt, að margt hefði farið betur, og þá hefði hann sýnt, að hann vildi frið, vildi, að allir beztu kraptar ynnu saman að heill og hamingju fóstur- jarðarinnar í bróðerni; og þessi aðferð var reynd- ar sjálfsögð, þar sem allir voru að mestu sam- mála i aðal-atriðunum. — En ætli ráðherrann sér að sitja, og vinna í trássi við — segjum — tæpan helming þjóðarinnar, þá eflir hann ófriðinn í laudinu, og vinnur ekki vel að heiil og hag þjóðarinnnar“. liiisbruai. Aðfaranóttina 11. marz síðastl. brann til kaldra kola íbúðarhús Péturs formanns Níelssonar í Hnífs- dal í Norður-ísafjarðarsýslu. — Húsið var nýtt, allt úr timbri, og kvað hafa verið vátryggt fyrir 2500 kr.; en innanstokksmunir voru óvátryggðir, og varð litlu bjargað, nema einhverju af rúmfatn- aði, enda engin slökkviáhöld til. — Fólkinu varð nauðulega bjargað. — Um upptök brunans-hefir eigi heyrzt. Skemmtiíor til íslands. Danskir búfræðingar ætla að bregða sér til íslands í næstk. júnímánuði, og ferðast um Ar- nessýslu, og ef til vill norður í land. — í nefnd þoirri, er gongst fyrir þessu ferðalagi, eru: Vesl- ermann prófessor og Feilberg umsjónarmaður, er hefir áður forðazt hér á landi. Fundinn örendur. Frá lsafirði er ritað 15. marz þ. á.: „Að kvöldi 14. þ. m. fannst Kristján Hjálmarsson, alþekktur óroglumaður, örendur á ísnum her a Pollinum, hafði verið mjög við óreglu seinustu dagnna, nótt og dag, og furðaði marga, hvað hann entist, eptir háttalagi hans. —Hefir áreiðanlega slokkn- að út af í ölæði“. „Verzlunarinannafélag44 ísafjarðarkaupstaðar og sýslna, er nafnið á fé- lagi, er stofnað var i ísafjarðarkaupstað í febr. síðastl., og er tilgangur þess, að gæta hagsmuna verzlunarstéttarinnar. Úr Önundarlirði er „Þjóðv.“ ritað 6. marz síðastl.: „Sumarið, sem leið, var hér eitt með beztu sumrum, frá hvíta- sunnu fram í september, að því er tíðarfar snerti, svo að heyskapur varð í góðu meðallagi. Haust- ið mun á hinn bóginn hafa verið eitt hinna bág- ustu, sem menn muna, sifelldir stormar og úr- fellir, svo að bændur gátu naumast komið að sér eldsneyti, og matbjörg, til vetrarins. — Sjóróðr- ar voru litlir; í firðinum var litið um fisk, en ómögulegt að sækja til hafs, sakir storma. — Um hátíðarnar var all-gott veður, og reru þá Flateyringar 27. des., og fiskuðu dável, 2—3 hundruð á skip. — Fjárbaðanir byrjuðu hér 10. —11. janúar, og hafa staðið yfir til þessa; þykja sumum bændum þær óþarfar, þar sem enginn vissa var fyrir, að hér væri nokkur fjárkláði. — Fremur hefir verið sjúkalt hér í firðinum, og hafa eigi all-fáii dáið. í síðastl. júnímán. and- aðist húsfrú Q-uðrún Jónsdóttir, kona Kristjáns bónda Bjarnasonar á Þórustöðum, og í nóv. ljós- móðir Bergljót Jónsdóttir á Kroppstöðum; enn fremur hafa látizt Ð. Kristjánsdóttir í Neðri- Breiðadal, Sveinbjörn Halldórssonk Þorfinnsstöðum, Kr. Jónsson á Kirkjubóli í Valþjófsdal, o. fl. — Er það ærið tilfinnanlegt fyrir fátæka menn, að sækja lækni héðan úr firðinum, þar sem sumir eiga jafn vel yfir tvo firði, og heiði, að sækja; en bót er það þó í rnáli, að vér höfum dugleg- an, og all-góðan lækni, Andrés Féldsted. Politískur fundur var haldinn á Flatevri 17. febr., og mælist það ílla fyrir, að þingmaðurinn, ’nr. Jóh. Ólafsson, skyidi ekki sækja fundinn, þar sem gott veður var fundardaginn. Var því þó kaldið fast fram fyrir kosningarnar síðustu,hví- líkt hagræði það væri, að hafa þingmanntnn innan kjördæmis. — Sumir gizka á, að það hafi aptrað fundarsókn þingmannsins, að hann vissi, að allir eru hér móthverfir þegnskylduvinnunni, sem honum er annt um“. Frá ísalirði er „Þjóðv.“ ritað 15. marz þ. á.: „Gæftir óru nú ákaflega stirðar, en þegar gefur er þó einatt nokkur fiskreita, og telja sjómenn, að fiskur muni nú genginn inn í mitt Djúp. — 2. þ. m. fiskuðu Hafna-menn t. d. 1—2 hundruð á skip, og 3. þ. m. öfluðu Bolvíkingar almennt mjög vel. í þessari viku, 13, þ. m., fiskuðu menn úr Höfn- um, og af Snæfjallaströnd, 60—80 á skip, af mjög góðum fiski; þá reru og 20 skip úr Bolungar- vik, og varð þar hæðst 7 kr. til hlutar“. 40 Jörgen hrökk við, og sér þá standa hjá sér mann einn, hávaxinn, í mnnkabúningi. Maður þessi var alvarlegur á svip, og hrukkur komn- ar í andlit honum, en þó var svipurinn fremur þýðlegur, augun hýr, og góðleg, og röddin einkar viðfelldin, er hann mælti: „öóðan daginn, Jörgen! Guðs friður fylgi þér!“ Það lá við, að Jörgen stykki í lopt upp af kæti, en í stað þess hneigði hann sig virðulega, og kyssti á hönd munksins „Leonhard! Velæruverðugi faðir!“ mælti hann. „Hverj- um gat til hugar komið, að þér væruð hér staddur? Jeg hugði, að þér væruð enn í Tyrol, í náttúru-fegurðinni þar? sem kristnir menn aðrir“. „Nú, það verður varla sagt, að jeg sé kominn til heiðingja, þar sem fyrsti maðurinn, sem eg hitti hér i Cattaro, er eitt af skriptabörnunum mínum“, svaraði munk- urinn brosandi. „ Jeg kom hingað í gær, og á að vera hór herprestur, í stað Anton’s, sem eigi þolir loptsiagið“. Það lifnaði heldur en ekki yfir Jörgen, er hann heyrði þetta. „Þór farið þá með oss?“ mælti hann. „Guði sé lof, að þá er maður þó ekki eins einmana í þessari eyðimörku, sem þeir kalla Krivoscie, ekki fallegra, en það nafn er, enda er þar ekkert, nema grjót, ræningjaskríll, og geit- fénaður, en lítið um mat, og þvi siður, að nokkuð fáist, sem unnt er að væta kverkarnar í; og þó að maður legg- ist rólega til svefns að kvöldi, þá er sízt að vita, nema maður vakni höfuðlaus að morgni“. „Sorglegt ástand, ef svo væri“, svaraði munkurinn. 37 ist mér á hinn bóginn líkust björtum vordegi, en að vísu vordegi — með óstöðugu april-veðri“. Ofurstinn skellihló að samlíkingu þessari. „Þú hefir þá þegar tekið eptir því“, mælti hann. „Já, hún er dutlungaíull, eins og apríl-dagur, regn og sól- skin á sömu mínútunni! En jeg get fullvissað þia um það, að sólskinið er yhrgnæfandi, takist þér að eins, að ginna það fram úr skýjunum. Flýttu þér nú, að finna bana. svo að ekki verði neitt úr þessum ágreiningi. Þið sættist, víst bezt, ef þið eruð ein“. Að svo mæltu kvaddi ofurstinn tílvonandi tengda- son sinn vingjarnlega, og gekk burt. Q-erald hafði að vísu alls eigi hugkvæmzt, að hann þyrfti að biðja nokkurrar afsökunar, en svona greini- lega bendingu gat hann þó eigi látið, sem vind um eyru þjóta, enda sá hann og, að það var satt, sem ofurstinn sagði, að óheppilegt væri, að nokkurt ósamræmi kæmi þegar upp á railli þeirra. Hann sneri því að hliðarherberginu, þar sem hann þóttist vita, að ungu stúlkurnar myndu enn vera. Svo var, sem koma hans kæmi eigi á óvænt, því að hann varð þess áskynja, að einhver þaut burt, sem hræddur fugl, og sá ljósleitan kjól hverfa inn um dyrnar á næsta herbergi. Auðsætt var þó, að flóttinn var eigi í alvöru, því að auk kjólsins, sást einnig smágjör fótur í dyrunum, og leyndi það sór því eigi, að sá, sem fótinn átti, stóð á lileri. Daníra var þar í herberginu, og sneri Q-erald því máli sínu að henni, og mælti:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.