Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.04.1905, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.04.1905, Qupperneq 2
62 Þjóbviljtnn. XiX., 16. hvoru hér og hvar, og eru mest brögð að því í Kaukasus, og búist 'par við al- mennri uppreisn þá og þegar, fullyrt, að 1 milj. Georgíumanna, og l1/, railj. Arm- eninga, séu til taks, að gripa til vopna, er leynimiðnefndin á Rússlandi ákveði. Lögreglumeon í Pétursborg þóttust nýlega veiða vel, er þeir handtóku 12 menn, sem ráðið höfðu ineð sér, að veita bana Vladimír stórfursta, Bolyr/in, innan- ríkisráðherra, og Jrepow, alræðisinanni í Pétursborg; en maður kemur í manns stað, enda sízt brestur á þeira, sem fúsir eru til hryðjuverkanna á Rússlandi um þessar mundir. Nolken barón, sem varpað var að sprongikúlu i Warsohau, sbr. síða9ta nr. „Þjóðv.u, hlaut alls 120 sár, en þó ekk- ert til óiífis; einn lögregluþjónn, sem var við, er sprengingin varð, dó af sárum, og af öðrum varð að taka annan fótinn. — Þrir menn aðrir urðu og mjög hættu- lega sárir, og vagnstjóri barónsins missti heyrnina. — Saumastúlka, er var á gangi þar í nánd, er sprengikúlunni var varp- að inn í vagn barónsins, missti sjónina. Það var pólskur járnsmiður, 18 ára að aldri, Okojeia að nafni, er sprongikúl- unni kastaði, og var hann þegar tekinn fastur. — — — Austræni ófriðurinn. Enda þótt Rúss- ar beri sig enn mjög mannalega, og lát- ist munu senda 4—6 hundruð þúsund- ir hermanna til Mandsjúríisins að nýju, þá er þó almennt álitið, að þetta muni að eins fyrirsláttur, til þess að reyna, að ná sem beztum friðarkostum, enda þykj- ast nú ýms blöð sannfróð um það, að Rússar hafi falið Roosevelt, Bandaríkja- forseta, að reyna að miðla málum, ann- aðhvort einn, eða þá j. sameiningu við Loubet, forseta frakkneska lýðveldisins. Mælt er, að ófriðurinn hafi kostað Rússa um 2 miiljarða rúbla, og að þeir hafi misst alls um 435 þús. manna, þeg- ar herteknir menn eru með taldir. ....... Þingmálafundirnir í vor. — — Þó að enn sé eigi kunnugt, hvaða frumvörp stjórnin ætlar sér, að leggja fyrir alþingi, bendir þó þegar margt á það, að alþingi verði í sumar óvanalega tíðindaríkt, og eigi að fjalla um fjölda mála, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir þjóðina. Frumvörp fátækramála- og landbún- aðar-nefndanna, sem þegar er kunnugt um, fara fram á stórvægilegar breyting- ar í ýmsum greinum, og er afar-áríðandi, að þingið viti sem glöggast um vilja kjósandanna, áður en þeim málum er til lykta ráðið. Ekki mun heldur af því veita, að þingmálafundirnir ýti duglega við þing- mönnunum, að því er snertir landsrétt- indaniálið, svo að þingið láti það eigi ganga mótmælalaust, að danskir ráðherr- ar sletti sér fram í islenzk sérmál, og kippi þannig fótum undan hérlendri þingræðisstjórn. öugni alþingi i þessu máli i sumar, i stað þess að halda fast við það skýlau sa skilyrði alþingis, að skipun ísl. sérmála- ráðherrans sé ísl. sérmál, dönskum ráð- herrum allsendis óviðkomandi, báerhætt við, að komandi kynslóðir súpi lengi seyðið af því dáðieysi alþingis. Þá er og ritsímamálið afar þýðingar- mikið stórmál, og öll aðferð ráðherrans í því máli hin athugaverðasta. Sér er um mái að ræða, sem segja má, að varði fjárhag hvers einasta manns- barns í iandinu, flestum öðrum málnm fremur, og skiptir því eigi litlu, að val- in sé heppilegasta aðferðin í því máli, sem þjóðfélaginu er kostnaðarminnst í bráð og lengd. Tjáir sizt, að láta hagsmuni erlends stórgróðafélags ráða gjörðum alþingis í þessu máli.: Þá er það og ekki síður íhugunarefni, live gjörsamlega núverandi stjórn landsins hefir sýnt sig óhæfa til pess, ad þrœða veg réttlœtisins í gjörðum sínum, og gæta hlut- drœgnislaust laga og réttar í landina, svo sem ástandið á Snæfellsnesi o. fi. ber nóg- samlega vott um. Kjósendur hafa því að þessu sinni alveg sérstaka hvöt til þess, að nota þing- málafundina í vor sem allra rækilegast. „Þjóðv.a mun í næstu nr. sínum minn- a9t rækilogar ritsímamálsins, ogfieiri mála, er mestu varða. Stofnun geðveikrahælis. Fátækramálanefndin hefir samið frum- varp um stofnun geðveikrahælis hér á landi, er hún ætlast til, að stofnað verði á einhverri bújörð, i grennd við Reykja- vík, eða Hafnarfjörð. — Nefndin ætlast til, að geðveikrahæli þetta hafi alls rúm fyrir 22 sjiíklinga, og áætlar stofnunar- kostnaðinn alls 68 þús. króna, en árleg útgjöld 12 þús. Af ársútgjöldunum gerir nefndin þó ráð fyrir, að landsjóðurinn þurfi eigi að leggja fram meira, en6290 kr., þar sern hitt geti fengizt, sumpart með arði af búskap, en sumpart af meðgjöf með sjúklingun- um, sem hún ætlast til, að ákveðin verði 45 aur. á dag, ef sjúklingurinn er þurfa- maður, en 90 aur. daglega, ef hann á efni, eða aðstandendur, er ko9ta veru hans á spítalanum. Nefndin gerir eigi ráð fyrir, að sér- stakur læknir verði skipaður við stofnun þessa, en vill fyrst um sinn láta nægja, að læknirinn, sem næstur býr, hafi eptir- lit með geðveikrahælinu, gegn 600 kr. árlegri þóknun úr landsjóði. Yæntanlega dylst engum, hve bráð- nauðsynlegt það er, að geðveikrahæli verði sem allra fyrst komið á stofn hér á landi, þar sem meðferðin á slíkum vesalingum hefir víða verið til mestu þjóðarhneisu4 enda engin von, að slíkir aumingjar geti notið þeirrar hjúkrunar á heimilum ein- stakra manna, sem mannúðarskyldan heimtar, og sveitarsjóðum, og einstökum mönnum, í flestum tilfellum ofvaxið, að kosta veru þeirra á geðveikrahælum er- lendis. Það er því enginn efi á bví, að frum- varp þetta fær góðar viðtökur hjá þjóð Og þingi, að því er aðal-stefnu þess snertir. A hinn bóginn getum vér eigi neitað þvi, að oss virðist frv. þetta fara allt of skammt, að því er snortir sjúklinga-fjöld- ann, sem gert er ráð fyrir, að geðveikra- hælið geti tekið, þar sem tala brjálaðra sveitarómaga hér á landi varalls 72 árið 1902, og mun enn vera nokkuð svipuð, auk þess er skýrslurnar telja 52 geðveika sveitarómaga, og 30 fábjána. Það virðist því varla mega fara skemmra, en að hafa hæli fyrir 50—60, og tiáir eigi að horfa í það, þó kostaað- ur landssjóðs verði þá nokkuð meiri, enda láttir það og á sveitunum, og ógjörning- ur, að ætla sveitaniefndum, að sjá um ráðstöfun brjálaðra vesalinga á sama hátt, sem hingað til hefir tíðkazt. Sú ráðstöfun getur opt og tíðurn eigi orðið á annan hátt, en þann, að „slegið er utan um“ þessa aumingja, eða þeir geymdir í böndurn, og er sú meðferð sorglegri, en svo, að hún megi nokkurs staðar eiga sér stað framvegis. Hér er um olnbogabörn þjóðfélagsins að ræða, sem þjóðfélagið verður að láta sér farast vanzalaust við, og létta hörm- ungarnar, sem kostur er. Yerum því einhuga um, að reisa geð- veikrahæli, sem fullnægi þörfum þjóðfé- lagsins nokkurn veginn, og þvoum burt þann blett, sem nú hvilir á 'þjóðinni, út af óhæfilegri meðferð margra slíkra vesal- inga. Yeitt prestakall. Prófastur Kjartan Helgason í Hvammi í Dala- sýslu hefir fengið veitingu fyrir Hruna í Árnes- sýslu, samkvæmt yfirlýstum vilja safnaðarins. — Aðrir voru þar ekki i kjöri Scttur málícerslumaður. Oand. jur. Ouðm. Egqerz, þessi, sem er að sýna sig i Snæfellsnessýslu, er nú settur málflytjandi við yfirdóminn. Sektaðir botnverpingar. Enn á ný hefir „Hekla“ náð í þrjá botnverp- inga, í grennd við Vestmannaeyjar, og voru tveir þeirra sektaðir um 80 pund sterling hvor, en hinn þriðji um 60 pund, auk þess er afli, og veiðar- færi, var gert upptækt. Um Stokkseyrar-pre8takall verða i kjöri: Síra Helgi Árnason ( Ólafsvik, síra PðU Stephensen á Melgraseyri, og cand. theol. Qnsli Skúlason. Úr SkagaljarðarsýHlu er „Þjóðv.“ ritað 16. marz síðastl.: „Tíðin er hér nú inndælis-góð, og þó að tíðin hafi í vetur verið nokkuð umhleypingasöm, og stormar við og við, með bleytum, þá má vetur þessi þó teljast

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.