Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Qupperneq 1
Verö árganqsins (minnst S2 arkir) 3 kr. 50 aur.; irlsndú 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- alarlok. 1 L'ppsögn skri/leg, ögild J nema komin sétilútge/- anda fyrir 30. dag júní- 6 mánaðar, og kaupartdi samhliöa uppsögninni — - |= NÍTJÁNDI Í88AN8CS. =jt ' ^Matiö^ ^ ^ 4—|r>«|= RIT S T.T ÓRI: SKÚLI THOBvDDSEN. =M-«- J__________________________________ ÞJOÐVILJINN M 41. Bessastösum, 7.. OKT. 19 0 5. Ifna og lldavélar selur Ipristjdn gorgrímsson. iesfi þjóðraeðis-voði. — <«f>0 — Enda þótt 31. gr. stjórnarskrárinnar segi, að alþingismenn séu að eins bundn- ir við sannfæringu sina, en eigi við regl- ur frá kjósendum sínum, munu þó flest- ir líta svo á, sem það sé engu að síður siðferðisleg skylda alþingismanna, að virða vilja kjósenda sinna, og fara eptir kon- ura, eigi sízt er um stórmál þjóðarinnar ræðir. Það er líkt um þá, eins og um hvern þann urnboðsmann, er hefir ótakmarkað umboð. Lagalega getur hvor um sig skuld- bundið umbjóðanda sinn; en engum mun þykja sá umboðsmaður reynast vel, er breytir þvert á móti þvi, er hann veit, að umbjóðandi hons vill vera láta, né heldur sá þingmaður, er virðir vilja kjós- enda sinDa vettugi. En eins og umbjóðandinn verður að s;etta sig við gjörðir umboðsmanns sins, meðan er umboð hans er eigi apturkall- að, svo verða og kjósendurnir að súpa seyðið af gjörðum þingmanna, er nota hið Ótakmarkaða urnboð, sem þingmennskan veitir þeim, til að breyta þvert á móti vilja þeirra. A hinn bóginn dettur e«gum hyggpn- ULn manni i hug, að trúa aptur umboðs- manni, er reynzt hefir honum illa, og á sama hátt verða kjósendur að haga sér, að því er þá þingmenn snertir, er brugð- izt hafa trausti þeirra. Kjósendur verða að varast, að trúa þeiin mönnum fyrir þingmennsku-umboði aptur, hversu fagurlega sem þeir kunna þá að tala, rétt á rneðan verið er að ginna út atkvæðin. „Brennt barn forðast eldinn14, og slík- um mönnum ætti kjósendum að vera v«rkunnarlaust að sjá við, og hafDa þeim þvi afdráttarlaust, jafn skjótt er færi býðst. Auðvitað eigum vér hér eigi við það, er þingmaðurinn fer í bága við vilja kjós- andanna í einhverju smámálinu, er litlu varðar. En í stórmálunum, er varðaheill lands- ins, eða sjálfstæði, verða kjósendurnir að vera vel vakandi, og krefjast þess hik- laust, að farið sé eptir vilja þeirra, en hitt eigi látið sitja í fyrirrými, að þókD- ast vilja valdhafanna. Þá þingmenn, er virða eiriskis vilja þjóðarinnar í slíkum málum, má alls ehki endurkjósa. Og kjósendur geta gert meira, og þeir eiga að gera meira, er svo ber undir. Þeir eiga að lýsa vanþóknun sinni á athæfi þingmannsins þegar i stað, án þess að biða kosninganna, og skora. á hann, að leggja tafarlaust niður þingmennskuDa, svo að þeir eigi kost á því, að kjósa sér þegar annan þingmann, er virðir óskir þeirra, og fylgir því fram á alþingi, sem þeir vilja vera láta. Því betur sem þjóðin vakir yfir því, að þingmennirnir séu bergmál skoðana hennar á alþingi, þvi nær komumst vér því takmarki, að það verði í raun og veru þjóðin sjálf, eða meiri hluti hennar, sem ræður málum sínum. A hinn bóginn er það beint rothögg alls þjóðræðis að þingmenn skoði sig, sem einskonar óháða smá-kónga, meðan er kosningatími þeirra stendur yfir. Þeir telja sig þá að engu leyti þurfa að fara að vilja þjóðarÍDnar fremur, en þeim þóknast í þann eða þann svipinn, íþyngja henni með álögum, að henni'forn- spurðri, virða sjálfstæðiskröfur hennar að vettugi, er svo býður við að horfa o. s. frv. Slíkar skoðanir mega því fyrir engan mun ná að festa rætur. En gjörðir síðasta alþingis, bæði í rit- símamálinu, undirskriptarmálinu o. f 1., sýna ljóslega, að meiri hluti alþingis, stjórnarliðið, er á mjög hættulegri braut i þessu efni, þvi að aldrei hefir meiri hluti þingsins fótum troðið, og lítilsrirt, vilja þjóðarinnar greinilegar, en stjórnar- liðið gjörði. Það er því brýn nauðsyn, að tekið sé fljótt, og alvarlega, i taumana, svo að eigi sé lengra gengið inn á þessa óheilla- brautina, sem þjóðræðmu hér á landi staf- ar svo afar-mikill háski af. Kjósendur þeirra þingmanna, er lítils- virtu vilja þeirra í stórmálum þjóðarinn- ar á síðasta alþingi, og roöttu meira, að gera vilja ráðherrans, þurfa því að taka þá pilt-a rækilega til bæna, og skoraáþá, ad lefjgja tafarlaust niður þingmennskuna. Þjóðin verður að sýna það sem ótví- ræðlegast, að hún metur þjóðræðið svo mikils, að hún lætur ekki að sér hæða, þegar því er misboðið. Og það er lofsvert, að í ýmsum kjör- dæmum hafa menn þegar brugðið rösk- lega við, og krafizt þess, að þingmenn- irnir afsöluðu sér umboðinu, sem þeir misbeittu svo herfilega. Það sýnir, að menn eru vakandi, og skilja vel, hvað i húfi er, og hver iífs- nauðsyn það er þjóðfélagi vorn, að þjóð- ræðiskröfunni sé fullnægt. Á því byggist framtíð landsins öllu fremur, og það verður bæði þing og stjórn að viðurke^na í verkinu. Burt með alla ráðherra-þjóna af þing- inu, er lítilsvirða vilja þjóðarinnar! Og burt með hverja þá stjórn, er eigi lætur vilja þjóðarinns^ stjórna gjörðum sínum. Það er hlutverk kjósendanna, að kenna þingi, og stjórn, þessi fræðin, svo að þau aldrei gleymist. Frá útlöndum (eptir Marconiskeytum 25.—29. f. m.| Marokkomálið. Um það mál eru á döfinni samningar með Frökkum og Þjóð- verjum, en þykir all óvænlega áhorfast. Færa Þjóðverjar sig æ lengra upp á skaptið nfeð kröfur sinar, og rekur hvorki né gengur með samningana. Friðarfundur. Rússakeisari ráðgerir að boða þjóðhöfðingja á annan friðarfund í Haag. Vill Booseirelt forseti að hann gangist fyrir því, með því að hann hafi boðað til fyrra fundarins, 1898. Sprenging í Kína. Þegar kinverska umbótanefndin var að leggja á stað frá Peking, í ferð, er fyrirhuguð var, um heiminn til að kynna sér stjórnarfyrir- komulag annara landa, var sprengd kúla i járnbrautarvagni beim, er nefndinni var ætlaður. Misstu 4 naenn líf og tuttugu urðu sárir. Wu Ting Fang, fyrverandi sendiherra Kínverja í Washington, særð- ist litið eitt, ea sá er verkið vann, tætt- ist i sundur. Sprenging þessi veldur þvi, að menn eru hræddir um líf manna við hirðina og annara embættismanna. Gyðingar á Póllandi. Laugardaginn 23. f. m. umkringdi lögreglan skemmti- garða alruennings i Varsjá og lokaði þeim. Þar voru nokkur þúsund Gyðinga að ganga sér til skemmtunar, með því að þá var sabbatsdagur þeirra. Var leitað á hverjum manni oig 200 teknir höndum. Roosevelt forseti er að undirbúa boð- skap til sambandsþingsins, verður þar farið fram á alsherjar umbætur og endur- skoðun á lifsábyrgðarmálum og eptirlit með þeim, svo og um járnbrautarfargjald og flutningsgjald. Enn fremur um við- skipti Bandaríkjastjórnar við Venezuela. Þjóðfundur á Rússlandi. 18. f. m. komu sveitanefndir og borgarafulltrúar úr öllu Rússaveldi saman á þjóðfund í Moskva. Samband Ungverja. Framkoma Aust- urríkiskeisara gagnvart nokkrum ung- verskum fulltrúum, er nýlega sóttu fund hans, hefir sameinað alla ungverska flokka gegn þjóðhöfðingja sínum. Foringjar sam-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.