Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1906, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1906, Síða 2
62 Þ jó ð v i XX. 16.-17. islvert, aS Fornleifafélagið sér urn þessar rannsóknir, því að allt þess háttnr verður ur þvi örðugra viðfangs, sem lengra líður frá, og getur jafn vel munað um hvert árið, þar sem breytingar eru nú orðnar miklu tíðari, en áður, bæði að því er húsa- skipun, og ýmis konar umbætur á jörð- um, sriertir. Auk þessarar ritgjörðar hr. Br. Jöns- sonar (bls. 1—51), hefir hann ritað um fjóra hella (bls. 52—55), sem allir eru i beinni línu miili Rauðnefsstaða og Stór- ólfshvols í Rangárvallasýslu, og heita: Þorleifsstaðahellir, Vatnsdaisbellir, Þóru- núpshellir og Efrahvolshellir. — Hellar þessir hafa verið höggnir i móhelluberg, sem þó er svo eitlaborið, að íllt hefir | verið að vinna það, enda eitlarnir úr J blágrýti. — í Þorleifsstaðahelli sést, að þar hefir á vesturveggnum verið útliöggv- in mynd, í un'/jörð, og hyggur hr. Br../., að það hafi verið dýrðlingsmynd; en þvi miður er nú ekki annað af myndinni heilt, en umgjörðin, og neðri hluti likneskjunn- ar; höfuðið, og allt ofan á brjóst, fallið j burt, og þykir hr. Br. J. það mikill skaði. Enn fremur eru greinar, eptir Br. J., um forn gerði hjá Þorleifsstöðum (55—56) og um forn gerði hjá Eauðnefsstöðum (bls. 56-57). Þá er og í Árbókinni skýrsla frá Jöni forngripaverði Jakobssyni um muni, er Forngripasafnið eignaðist á árinu 1904 (bls. 58—59), og hefir safnið það ár eign- azt alls 95 muni, svo að munir þess voru þá í árslokin alls 5174 að tölu. Loks er félagatal, og aðrar skýrslur, er að hag félagsins lúta. Árbókinni fylgir aðstöðu-uppdráttur landnáma í Árnesþingi austan Hvítár, og uppdráttur af ýmsum rústum o. fl., er hr. Br. J. befir athugað. ,Að koma ull í fat, og mjólk í mat‘, sagði gamla fólkið, að hvert konuefnið yrði að kunna, og um annað var svo t:ð- ast lítið, eða ekki hugsað. Svipaðar skoðanir virðist og aðventist- inn, hr. Davíð Ostlund, hafa, því að í _Frækornuma, 15, marz síðastl, farast honum þannig orð: „Kona, sem ekki getur matreitt, saum- að, né i það heila tekið(!) leyst af hendi nokkur innanhúss-störf, ekki einu sinni hin allra-vanalegustu, hefir engan rétt, til að gipta sig, og sá maður, sem gipt- ist slikri konu, gjörir sig sekan um svo léttúðarfulla breytni, að hann með réttu getur nefnst vitstola“. Það er nú auðvitað gott og blessað, að konuefni kunni eitthvað til þessa, sem Östlund nefnir, eins og víða hagar, en fjarstœða er það þó, að vilja gera þess konar þekkingu að eins konar hjúskapar skilyrði, eins og helzt virðist vaka fyrir hr. D. Östlunds, því að bæði er nú það, að fh st þessara starfa eru fremur auðlærð, enda engan veginn Sjálfsagt, að gipta konan eigi endilega að vera eldabuska, saumastúlka, og aðal-vinnukoDan á heim- ilinu, þó að svo sé því miður of víða. r. z: n .v. Frá sjónarmiði*þeirra manna, erhlot- j ið hafa góða menntun, verður það á hinn j bóginn að vera aðal-atriðið, að konuefnið sé skynsamt, og vel menntað, svo að maður og kona geti skipzt, á skynsam- legum hugsunum. — Hitt, sem hr. D. Östhind nefnir, eru auka-atriði, enda eigi hætt við því, að sú kona, er skynsemi og menntun hefir, geti eigi fljótt tamið sér matreiðsluna — nógar eru matreiðslu- bækurnar! — og innanhússstörfin, ef heim- ilisástæðurnar heimta það. Vér viljum því snúa setningu hr. D. Ösllund’s nokkuð við, og segja: Illa fer þeirn mennt.amanni, er giptist heimskri konu, og menntunarsnauðri, þó að hún kunni að matreiða og sauma. UJeimboðið1 og stúdentafélagið. Stúdentafélagið í Reykjavik hélt fund 28. marz síðasti., til þess að ræða um al- j þingisheimbcðið til KaupmaDDahafnar, og ! varð þar niðurstaðan sú, að fundurinn j felldi tillögu, sem fór, meðal annars, fram j á það, að skora á alþingismenn að þiggja ! boðið, en samþyklcti á hinn b’oginn áskor- j un til þingmanna þeirra, er boðið þiggja, j að nota förina, til að lýsa yfir því, að ís- I lendingar vUji halda úfram cumbandi við | Dani, ef Islendingar fái jafnrétti, og drott- | invald, á borð við þá. Tveir þingmenn úr stjórnarflokknum j (Lárus H. Bjarnason og leotor Þórhallur Bjarnason) tókir þátt í umræðunum á fimdi þessum, og voru þvi báðir mjög fylgjandi, að toðið væri þegið. Alþingismennirnir Bfórn Kristjánsson og síra ólafur Ólafsson bemdu þeirri fyrirspurn til þingmaDnanna úr stjórnar- flokknum, hvort ætlast væri til þess, að stjórnmálaóskir Islendinga væru bornar fram í utanför þessari, og ef svo væri, hvort stjórnarliðið ætlaði þá að bera fram nokkrar kröfur fyrir Islands hönd, og þá hverjar? En fyrirspurnum þessum vildu þing- menn stjórnarliðsins ekki svara einu orði. Hvort þögn þessi hefir stafað af ó- einlægni, eða af því, að stjórnarliðið hef- ir enn eigi íhugað málið; eða ætlar sér ef til vill alls eigi að hagnýta heimboð- 'ð i politiskum tilgaDgi, látum vér ósagt. En það er ljóst, að þessa-i spurningu þarf að svara. Frá ísafirði er „E>jóðv.“ ritað 28. marz síðastl.: „Síðan 16. þ, m. hefir tíðin verið mjög mild, öðru hvoru þýðviðri og leysingar, svo að jörð má nú heita auð, og í Inn-Djúpinu or alauð jörð, út að Ögur- hólmunum. — Sjaldróið fremur, sakir storma, og afli misjafn. — Fiskiskipin eru nú að búa sig til ferðar, en ekkert þeirra farið út enn, nema „Katie“, er lagði út i byrjun þ. m, og hofir enn ekkert fiskað.“ Sött um lausn. Héraðslæknir .Túltus Hallddrsson á Blönduósi hefir sótt um lausn frá embætti. Slátrunarhús bænda. Fulltrúar Mýra-, Boi garfjarðar-, Kjósar- Ar- ness-, Rangárvalla- og Vestur-Skaptafellssýslna héldu ftind i Reykjavík síðustu vikuna í inarz- mánuði. t.il þess að ráðgast um stofnun slátrunar- húss i Reykjavík, og voru fulltrúar þessir ein- huga á því, að bændur komi sér upp vönduðu slátrunarhúsi í Reykjavík, þar sem allt starf sé framkvæmt af mönnum er hafa næga sérþekk- ingu í öllu or að slátrun, og vandaðri meðferö afurðanna, lýtur. Gert er ráð íyrir, að slátrunarhúsið taki tif starfa á árinu 1907, og «r enginn vafi á þvi, að fyrirtæki þetta verður bændum arðvænlegt, sé því, sem vænta má, hyggilega stjórnað. Fulltrúarnir, sem fundinn sóttu, voru: Guðm. Ólafsson á Lundum í Mýrasýslu, Jön Björnsson ; i Bæ í Borgaðfj.sýslu, Björn Bjarnarson í Gröf j í Kjésarsýlu, Agiist Helgason í Birtingaholti og j Vigíús Guðmundsson í Haga, háðir fyrir Arnes- I sýslu, Sigurður Guðmundsson í Helli og Þórður j Guðmundsson í Hala, báðir fyrir Rangvellinga i og Páll Ólafsson á Heiði, í Vestur-skaptafells | sýslu. j Ur Arnessýslu | er „Þjóðv.“ ritað 24. marz þ. á.: „Voturinn i hefir þótt hér í harðara lagi siðan á nýári, eií | nú er kominn bezti bati. og jörð óðum að koma : UPP> sem betur ier enda sumir orðnir heyknapp- j ir i efri hluta sýslunnar, og er svo jafnan í hörð- um vetrum, að lágsveitirnar duga betur, því þar er síður byggt upp á útiganginn. Aflabrögð með betra móti í veiðistöðunum hér í sýslu. — Ameríkuhugur enginn, en því miður virðist Reykjavikursóttin leggjast æ þyngra og þyngra á unga fólkið . . . .“ Úr Dýralirði er „Þjóðv.“ ritað 19. marz síðastl.: „Tíðarfar optast fremur kalt og stirt um góuna, en í dag kveður hún loks með frostleysu, og sunnan-stormi. Fanndýpi hefir sjaldan verið hér mikið, en vetr- arfari svo hátt-að, að fénaður hefir mjög sjaldan — og víða alls okki — fengið l _ia björg, svo að bestam hefir orðið að gefa fulla gjöf. Þilskipin á þingeyri eru nú flest farin úr vetrarlagi, þó að stormar; og frostkuldar, hafi verið all-miklir, og er þetta nokkru fyr, en venja hefir verið hér að undanförnu, og þykir sumum það of snemmt, því að sú er trú gamalla manna, að gyðinga- (eða páska-) tunglið nái all-opt-ast þvi harðasta af vetrinum, svo annað hvortfyrri, eða seinni, hluti þess sé harður, og er það, bæðí fróðleikur, og ánægja, að veita því eptirtekt, hve veðra-merki forfeðranna reynast tiðast áreiðan- leg. séu þau rétt skilin, og ef ekki er hafís við land, því að hann brevtir veðráttufarinu mjög rnikið. Eitt af fiskiskipunum á Þingeyri kom ný- lega inn, til að leita sér aðgjörðar, hafði fengið all-mikið áfall, svo að skjólhorð skipsins hafðí brotnað. — Það var að eins með nokkur hundr- uð af fiski: Fjiirkláðinn. Aí grein, sem alþm. Guðjón Guðlaugsson birtír í „Lögréttu“ 4. apríl síðastl., er svo að sjá, sem töluverð brögð séu að fjárkláða á sumum stöð- um í Strandasýslu, svo að hr. Mgklestad eigi þar œrið verkefni fyrir höndum. Að Fjalli 1 Sœmundarhlíð í Skagafirði hefir kláða einnig nýlega vart orðið í tveim kindum. Ur Strandasýslu (Steingrímsfirði) er ,.Þjóðv.“ ritað 19. inarz þ. á.: „Alþingis- maður vor, hr. Guð/bn Guölaugsson, hefir gengið borserksgang hér í héraðinu, til að fá menn til að kaupa nýju stjórnarblöðin („Norðra“ og „Lög- réttu“), og virðist þó vera lítil þörf á þessum mál- gögnum, sem ekki sýnast eiga annað erindi, ein að syngja ráðherranum lof og dýrð, og verja J gjörðir hans, gegn réttmætum aðfinningum ó- I háðra hlaða.“ [ Luust lwknishéniö. Nýja lœknishéraðið á Bildudal er nú auglýst til umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 12. maí. Kauptúnið Bíldudalur er í töluverðum upp- gangi, og þangað eru siglingar miklar, svo að vonandi er, að þangaö veljist góður læknir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.