Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 2
10
ÞJÓÐVIJLINN.
XXI. 3—4.
Lögréttumenu vilja ekki láta nefna
það í ávarpinu, og fara sem mest á bug
við það í sambandslögunum, það sé að
eins stjórnarskráratriði, sem þeir vonist
eptir að geta sýnt samvinnufúsleik sinn
í að breyta, er þar að komi, en sem ekki
beri að halda að þjóðinni nú þegar.
Með þessum fyrirvara skrifa þeir undir
ávarpið. Það er til þjóðarinnar kemur,
þá þurfa hvorki „Lögréttumenn1' né aðrir
að halda breytingu þessa ákvæðis að hennb
hún heldur henni sjálfsagt að þeim, sem
um þetta mál fjalla, svo mikíð áhugamál
er henni orðið, að fá þetta ákvæði numið
burt úr stjórnlögum sínum, og ekkert
mun henni kærara, en að fá skýrt bann
lögleitt, gegn öilum afskiptum alríkis-
stjórnarinnar af sérmálum vorum.
Samvinnufúsleikur „Lögréttuu í fyrir-
varanum til breytingar á þessu ákvæði,
virðist því miður ekki ýkja mikill eptir
því, sem þeim farast orð í 55. tölubl.
Þar þykir þeim vel viðunandi að láta
rikisráðsákvæðið standa óbieytt í stjórn-
arskránni, fái þeir viðnrkenningu Dana
fyrir því, að orðin ,í ríkisráðiu þýði: „i
viðurvist ríkisráðsinsu án þess að ráð-
herra íslands sé meðlimur rikisráðsins, eða
beri ábyrgð fyrir öðrum en alþingi, eða
grundvallarlög Dana gildi á Islandi. Fá-
ist þessi viðurkenning telja þeir sérmál-
um vorum borgið, fyrir afskiptum dönsku
alrikisstjórnarinnar. Eða er ekki svo?
En hvernig eiga nú Islendingar að
fá þessa viðurkenningu á „gildan háttu,
eins og „Lögréttau að orði kemst, úr því
að ákvæðið má standa óbreytt í stjórnar-
skránni eða með oiðabreyíingu í „viður-
vist ríkisráðsin8u og ekki má nefna þetta
atriði á nafn í sambandslögunum, eða að
minnsta kosti ekki banna beint afskipti
rikisráðsins af sérmálum vorum?
Þessu svarar _Lögréttau ekki; en að
líkindum á það að nægja að fá þessa yf-
irlýsingu,eða viðurkenning frá Dana hálfu,
i ástæðunum fyrir sambandslögunum.
Ekki skil jeg, að íslendingar telji þaira-
ig lagaða viðurkenning næga tryggrag
fyrir sérstöðu sinni og sjálfstæði, á sér-
málasviðinu, yfirlýsingar einstakra stjórn-
málamanna eru þó allt annað en samþykkt
lög, og enginn segir mér, að þær séu jafnt
skuldbindandi fyrir eptirkomendurna. I
ávarpinu er það að vísu skýrt tekið fram,
að íslendingar séu einráðir með konungi
um sérmál sín, með þvi sambandslagaá-
kvæði æt.ti þá íslendingum að vera borgið
fyrir afskiptum ríkisráðsins af sérmálun-
um. En hví vill þá „Lögréttau halda
rikisráðsákvæðinu í stjórnarskránni? Það
virðist mér að eins til að draga úr trygg-
ingu sambandslaganna i þessu efni, og
opna sérmálasvið vort upp á víða gátt
fyrir lögskýiingum og vafningum um
þetta atriði.
Yæri ríkisráðsákvæðið aptur á móti
numið burt úr stjórnarskránni og þessi
ákvæði ávarpsins tekin upp í sambands-
lögin, þá væri tiyggingin auðvitað meiri
fyrir hlutlrysi alríkisstjórnarinnar um sér-
mál vor. En þó get jeg ekki bundist
þess, að minnast í þessu sambandi á það
ákvæði 1. gr. stjórnarskrárinnar, að Is-
land hafi stjórn sí.na oq löggjef út affyrir
sig. Orð ávarpsins segja ekki öllu rneira.
En öllum er kunnugt, hve mikils danska
stjórnin hefir metið þetta aða! sjálfstjórn-
ar ákvæði stjórnarskrárinnar. Ætli þeir
gætu ekki leyft sér að lögskýra sambands-
lögin á líkan hátt, ef ekki væri rikara
þar að orði kveðið um þetta atiiði; þótt
einhverjar yfirlýsingar væru til gegn þeirri
lögskýring.
Litum til reynzlunnar.
Skilningur „Lögréttuu á rikisráðsá-
kvæðinu, er nákvæmlega hinn sami,sem
alþingi 1902 og 1908 hélt fram, og sá
skilningur var alls ekki gripinn úr lausu
lopti, hann studdist við skýrar yfirlýs-
ingar dönsku stjórnarinnar ‘sjálfrar.
I ástæðunum fyrir frumvarpinu, er
Albertí lagði fyrir alþingi 1903 lýsir hann
því skýrt yfir í sambandi við ríkisráðs-
ákvæðið, er liann telur „stjórnarfarslega
nauðsynu, að þegar það frumvarp sé orð-
ið stjórnarlög, þá geti ekki komið til máJa,
að nokkur danskur ráðrjjafi fari að skipta
sér af nokkru því, sem er sérmál Islunds.
Eptir því lá beinast að skilja orðin „i
ríkisráðiu alveg eins og þingið skildi þau
og „Lögréttau vill nú fá Dani til að skilja
þau, enda samþykkti alþingi fiumvarpið
moð þessum formála, þótti víst mörgum
þingmönnum sem hér væri umbeintlof-
orð að ræða frá stjórnarinnar hálfu.
En hvernig fór?
Sérmál íslands hafa, er til Hafnar
hefir komið, sætt nákvæmlega sörnu með-
ferð og dönsk alríkismál, að því einu frá
teknu, að þau eru ekki rædd á ráðgjafa-
samkomu, sem sjálfsagt má þakka mót-
mælum ráðherra vors, þau ganga í gegn-
um hendur allra dönsku ráðherranna, og
skipun fyrsta ráðherrans íslenzka er bag-
að á sama liátt og aldanskra ráðherra.
Svoria tryggjandi hafa oss þá reynzt
yfirlýsingar dönsku stjórnarinnar, í þessu
sjálfstjórDaratriði voru.
Hér ber þvi allt að sama brunni.
Það þarf að take það skýrt fram í
sambandslögunum fyrirhuguðu, að alrík-
isstjórnin danska inegi engin afskipti
hafa af sérmálum vorum, þau má hvorki
bera upp „í ríkisráði“ eða „í viðurvist
ríkisráðsinsu. Sé þetta ekki gjört með
Ijósum og ótviræðum orðum má vel vera^
að Danir telji það eptir sem áður _stjórn-
arfarslega nauðsyn“, að uanskir ráðgjafar
fjalli um sérmál vor, meðan lagastöðusíað-
festÍDgarvaldið ekki er flutt heim til ís-
lands; auk heldur, ef það stendur þar ó-
breytt, og hvað vinnum vér þá með nýj-
um sambaudslögum? Ef til vill það, að
seinni villan verður argari hinni fyrri,
eins og _Fjallkonanu réttilega að orði
kemst.
Það er ekki rétt af „Lögréttu“ að ögra
lescndum sínum með því, að danska rík-
isráðið muni fá kon.ung til að ónýta gerð-
ir alþingis eða islenzku sérmálastjórnar-
innai, þótt ráðherra íslards beii sérmál
vor upp fyrir konungi utrni ríkisráðs, eða
með öðrum orðum, að ríkisráðið' hafi að’
lögum ekkert um þau að fjalla. Sé „Lög-
rétta“ sjálf hrædd uin þetta, getur sá ótti
ekki sprottið af öðru en því, að annað-
hvort gjörir hún ráð fyrir' svo frámuna-
leguþroskaleysi og vanhyggju hjá íslenzka
löggjafarvaldinu, i meðferð stjórnmála Is-
lands, að það neyði alríkisstjórnina til að'
grípa fram fyrir höndur þess, eða þá hún
vænir Dani þess ójafnaðar, gagovart oss,.
sem nokkurri þjóð verður mestur sýndur,.
að virða að vettugi lög hennar og rétt-
indi, þvert ofan í skýra samninga eg sátt-
mála. En ef vér ætlum Dani ekki sann-
gjarnari en svo í vorn garð, þá má spyrja,.
hvers vegna vér séum þá nokkuð að hugsa
til að rétta hlut vorn gagnvart þeim með'
nýjum samningum. Ekkert væri sjálf-
sagðara en að reyna að losast algerlega
við ofbeldismennina. Vel má vera, að"
Svíar hafi einhvern tíma beitt liku of—
ríki við Norðmenn eins og „Lögréttau
gefur í skyn, en hvernig lauk líka við—
skiptum þeirra þjóða?
Vér getum ekki varið sjálfstæði vort
með öðru en orðuin einum, þess vegna
ríður oss lífið á, að fá sem skýrast ákveð-
ið að lögum um landsréttÍDdi vor og rétt-
arstöðu, gagnvart sambands þjóð vorri,.
vér megum ekki láta nokkru því atriði
óhreift í samningum vorum, er á einhvern
hátt snertir þessa réttar stöðu vora, og:
allra sízt má oss bresta einurð eða hrein—
skilni, er um afskipti ríkiaráðsins af sér-
málum vorum er að ræða, þetta deilu-
atriði vort við Dani, er bakað hefir oss
langa og straDga baráttu. Lög, sem skýrt
og skorinort levsa þennan langreirða hnút,
verða traustasti sambandsliðurinn millil
vor og Dana, og engin mun lá íslend-
ingum, eða telja það óþarfa tortryggni
gegn Dönum, þótt þeir treysti þeim lög-
um betur, sem tryggingu fyrir sjálfstæði '
sínu, en yfirlýsingum þessarrar eða hinn-
ar stjómarinnar, eða stjórnmálamanna hjá
Dönum, sem eptirkomendurnir þykjast ef
til vill litt bundnir við.
Gagnvart þeim, sem sifellt eru að klifa>
á þessari eptirlitsþörf af Dana hálfu af
gjörðum vorum, skal það tekið fram, að1
svo virðist sem þeir hafi í raun og veru
litla trú á því, að við séum færir um að
vera sérstök þjóð sjálfri sér ráðandi. Ef
vér á airaað borð treystum oss tiI að ráð&
sérmálum vorum án þess að abbast upp
á Dani, þá situr það sannarlega illa á
oss að gefa Dönum nokkuð undir fótinn
með frekara eptirlit með gjöiðum vorum
en þvi, er felst í samvinnu sérmálastjórn-
ar vorrar við konunginn.
Það skal ’vel vanda, er lengi á að
stanaa. Vér viljum allir og ekki síztjafn
mætir og rnerkir menn, og þeir Lögréttu-
menn eru, að hin fyrirhuguðu sambands-
lög greiði sem skýrast og röggsamlegast
úr öllum ágreiningsmálum vorúrn við'
Dani, þessvegna vænti jeggóðraliðsmanna,.
þar sem þeir eru, er Iram í sækir, þólt
nokkuð bori á milli í bráðina.
Ef vel á að fara, verða allir íslend—
ingar, cr um mál þetta fjalla, að hafa það-