Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 5
XXI.; 3.-4.
Þjóðviljin.s .
13
Botnvörpuveiðagufuskip forst. — Menu drilkkna.
Botnverpingur, er kom til Reykjavíkur 28. jan-
úar, flutti þá fregn, að enskt botnvörpuveiða-
gufuskip frá Hull, „Imperialist“ að nafni, hefði
nýlega fatizt á Breiðaflóa, út af Grundarfirði, og
menn allir farizt.
Bát frá skipinu hafði rekið. — Fregnin ann-
virs Iremur óljós.
Pról' i stýrimannafræði.
Tveir íslendingar hafa nvlega iokið prófi i
stýrimannat'ræði við sjómannaskólann í Bogö í
Danmörku. — Heitir annar þessara manna Guð-
■mundur Þorvnrðarson, og er úr Gullbringusýslu,
«n hinn Þórólfur Beck, og er frá Eskifirði. Pilt-
arnir hafa báðir hiotið mjög góðan vitnisburð.
Prestakail óveitt.
Prófastur Þorvarður Þorvarðarson á Víðihóli
hefir sótt um Mýrdal9þingin í Vestur-Skaptaíells-
sýslu. — Aðrir hafa ekki sótt.
Stórmanulega geflð.
Bærinn Álasund í Noregi hefir sent til Akur-
eyrarkaupstaðar tvö hús, sem gefin eru, til að
bœta úr vandræðum, er stafað hafa af húsbrun-
anum á Oddeyri. -- Hús þessi komu til Akur-
•eyrar um áramótin, og er annað húsið BO-j-lB
álnir að stærð, en hitt 12—9 álnir, og eru hús-
in einlypt.
Þessari gjöf fylgdi einnig ýmis konar rúm-
fatnaður, og nokkur nauðsynlegustu búsáhöld,
svo sem diskar, bollar o fl.
SambandsSög
t y i v
Ungmennafélög á íslandi.
1. gr.
Félagsmenn geta þeir einir orðið, sern
byggja stefnu sína á kristilegum grund-
velli, eru bindindismenn, og hafa undir-
skrifað skuldbindingaskrá fólagsins.
2. gr.
Stefnuskrá fólaganna er þessi:
1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá
æskumönnunum til þess, að starfa fyrir
sjálfa sig, land sitt og þjóð.
2. Að temja sér að beita starfskröftum sín-
um i félagi og utan félags.
| 3. Að reyna af fremsta megni að styðja,
viðhalda og efia allt það, sem þjóðlegt
er og ramm-íslenzkt, og horfir til gagns
og sóma fyrir hina íslenzku þjóð.
í Sérstaklega skal leggja stund á, að fegra
| og hreinsa móðurmálið.
3. gr.
Tilgangi sínum hugsa félögin sér að ná
með því að halda fundi, þar sem fram
fari fyrirlestrar, er haldnir séu af félags-
I mönnum, eða öðrum þar til fengnum
í mönnum, umræður, npplestur, íþróttir og
annað það, sem að líkamlegri og andlegri
eflirg og atgerfi lýtur.
4. gr.
Öll þau félög, sem þessari stefnuskrá
vilja fylgja, skulu einnig hafa þessi at-
riði sameiginleg:
1. Sameiginlega skuldbindingarskrá sam-
þykkta af sambandsþingi.
2. Þriggja manna stjórn: formann, ritara
og gjaldkera, kosna til eins árs í senn.
3. Að halda aðal-fund um hver áramót.
4. Fuudi skal byrja og enda með þvi að
syngja oinhver vel valin ættjarðar eða
f ra m s ókn arkvæði.
5. Allir reglulegir ungmennafélagar inn-
an sambandsins skulu þúast.
5. gr.
Hvert félag kýs úr sínurn flokki 1 full-
trúa fvrir hverja 50 fólaga, eða færri, á
sambandsþÍDg, sem haldið skal annað-
hvort ár, og í fyrsta skipti á Akureyri
árið 1908.
Þau félög, sem hafa færri reglulega
félaga, en 10, og ekki halda að n.innsta
kosti 6 reglulega fundi á ári, hafa ekki
rétt til fulltrúakosningar.
6. gr.
Fulltrúaþingið hefir á hendi meðferð
allra sambandsmála, og tekur ákvarðanir
um framkvæmdir þeirra.
Það endurskoðar og samþykkir alla
reikninga sambandsins, og nefir æðsta úr-
skurðarvald i öllum félagsmálum, 9em
undir það verða borin.
Það kýs þrjá menn i stjórn sambands-
ins, sem sé formaður, ritari og gjaldkeri.
7. gr.
Sjái þingið sér fært að haf'a verksvið
félaganna viðtækara en ákveðið er í stefnu-
skránni, gjtur það tekið ákvarðanir í þyí
efni tneð þingssamþykktum.
8. gr.
Stjórn sambandsins hefir á liendi fram-
kvæmd allra sambandsmála félaganna milli
þinga, eptir þeim reglum og innan þeirra
takmarka, sem lög sambandsins, og þings-
samþykktir, setja.
Hún undirbýr málefni sambandsins
til fulltrúaþinga, og ákveður þingstað og
þingtíma. Hún getur og boðað til auka-
þings, ef henni virðist brýn nauðsyn bjóða,
98
„Þess gjörist alis engin þörf“, svaraði Dalton. „Jeg
skal sjálfur —“
Meira mælti hann ekki, því að i þessu vetfangi kom
dóttir hans, og varpaði sér fagnandi í faðm honum.
Stanhope horfði angurblíðum augum á stúlkuna, sem
hann unni. „Jeg sé, að þór þarfnist eigi hjálpar minn-
ar, eins og nú er komið“, mælti haun. „En þogar jeg
er farinn, getið þér innt föður yðar eptir því, hvers vegna
eg skil s 70 snögglega við yður, og hvers vegna við verð-
um að láta, sem við sóum hvort öðru ókunnug, ef við
hittumst eptirleiðis“.
En er hann var að íara, heyrði hann, aö Dalton
mælti eitthvað hálf-reiðilega, og nam því staðar á þrep-
skildinum.
„Sett auglýsingu í blöðin! Yeslingur, hvað hefirðu
gert? Hvernig hljóðaði hún? Talaðu! Segðu mér efni
hennar orðréttu.
María varð svo lirædd, að hún þorði ekkert að segja.
„Talaðu“, mælti hann aptur. „Jeg get ekki þolað
þenna drátt. Hvaða nafn nefndirðu — Dalton eða Evans?“
„Dalton, Daltonu, stamaði hún. „Jeg vissi ekki, að
þetta væri rarigt af rnér. — Jeg var svo hrædd um, að
eitthvað væri að þér; — liorfðu okki svona á mig!“
„Segðu mér orðrétt, hvað þú auglýstir. — Jeg óska
einskis annars“.
María horfði vandræðalega kringum sig, því að hún
mundi ekki glöggt, hvað í auglýsingunni hafði staðið, og
varð henni þá litið framan í Stanhope.
„Spurðu hann“, mælti hún. „Hnnn hlýtur að hafa
lesið hana í blaðinu“.
Stanhope dró blaðið upp úr vasa sínum.
qi
þór mig áðan, hvort faðir minn væri bólugrafinn? Þér
þekkið ef til vill einhvern annan, sem er bólugrafinn?“
Stanhope fann, að blóðið sté upp í kinnar honum.
Hafði hann gleyrnt því, i hvaðú erindum hann var kominn?
Var það ekki rangt gert af honum, að hugsa að eins um
sorg hennar?
„Aður en eg svara spurningu yðar, vildi eg gjarna
fá að vita, hvort þér þekkið nokkurn slíkan mann?“ mælti
Stanhope, all-gætilega.
„Það gjöri eg að visu ekki“, svaraði hún. „En þeg-
ar faðir minn var nýfarinn, korn bólugrafinn maður hór
inn i herbergið, og spurði eptir honum. Jog hélt, að
þér hefðuð ef til vill heyrt getið um þetta, og haftgrun
um, að maður þessi stæði í einhverju sambandi við föð-
ur minn“.
Stauhope brá mjög, er hann heyrði þetta. „Þór
getið rétt til“, mælti hann, all-skjálfraddaður. „En getið
þér lýst manninum fyrir mér?“ .
„Hann var mjög hár, og herðabreiður, og augun
voðaleg, svo að jeg var dauðhrædd við hann“.
„Fór hann strax brott aptur, er hann eigi hitti föð-
ur yðar heima?“
„Já; en hann litaðist þó fyrst um i herberginu, horfði
forvitnislaga á mig, og rak svo upp viðbjóðslegan hlátur“.
„Og var það ekki rétt á eptir það, ©r faðir yðar
hvarf?“
„Jú; jeg hitti hann hér, er eg kom aptur inn, og
stóð gamla konan, sem þér sáuð ný skeð, þá h^á honum.11'
Hann hefir þá verið kominn hér í húsið, er faDirr
yðar hljóp at stað. •— Ef til vill -“