Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 3
■XXI. 13.- -4. Þ J Ó Ð V IL J X N N 11 hugfaet, að ísland getur aldrei orðið í I sannleika frjálst sambands land Danmerk- - iur, nema sérmál þess og sérmálastjórn j "verði algerlega laus við öll afskipti og smök við alríkisstjórnina dönsku. — Dað er aðal-atriðið i öllu þessu máli. Á gamlársdag 1906. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannaböfn 17. janúar ’07 Trá Danmörku. Á _Beskytterenu (varðskipi Dana við Færeyjar) verður Brtiun yfirforingi í ár. en næstur honum er Ruedinrjer. f Rostrup, grasafræðingur, er dáinn. Iunanrikisráðherra Dana (Sigurd Bergí aetlar að ferðast til Grænlands á komanda ■surnri. (Hr. Bruun, er ritsímaskeytið getur um kvað eigi vera Daníel Bruun, sem fferðazt hefir á Islandl, og mjög margir ÍSlendingar kannast við, heldur annar maður. Rostrup, grasafræðingnr, var kenn- ari við landbúnaðarháskóla Dana. — Hann var fæddur 28. janúar 1831, og varð því rtæpra 76 ára að aldri. Greinar hr. Mylíusar 'Eriksen's o. fi. hefir vakið eptirtekt Dana á því, hve af- ar-óheppileg einokunar-verzlunin ér, sem og stjórn landsins, sem að mestu leyfci er rihöndum verzlunar-umsjónarmannsins þar, og mun hr. Sigurd Berg því vilja kynna sér ástandið sjálfur, áður en ráðist er í fyrirhugaðar breytingar). Vextir lækka á Bretlandi. Englaodsbanki hefir lækkað útláns- vexti úr 6 % ofan í h%. Fellibylur á Filippseyjum. Fellibylur hefir geysað á Fiiippseyj- um, og hafa 100 menn beðið bana. Landskjálftar á Jamaica Bærinn Kingston á Jamaica hetir eyði- lagzt af jarðskjálfta, og eldi, sem kom upp. — Eitt þúsund manna hafa beðið bana, en 9 þús. eru húsnæðislausir. (Borgin Kingston er höfuðborgin á eyjunni Jamaica, sem er ein af vestur- indversku eyjunum, og var ibúatalan í Kingston alls 40—50 þús. — Eyjan Ja- maica er háð Bretum, siðan 1655, og er ibúatalan urn 700 þús., og er mjög mik- ill hluti þeirra svertingjar. — Gjörðu svertingjar uppreisn árið 1865, og var hún kúguð með all-mikilli grimmd. Bjargarskortur kvað vera inikill í j borginni, og því þegar verið sendar þang- að vistir. — Mælt er, að svertingjar hafi framið ýms grimmdarverk, og rænt og ruplað svo að ástandið í borginni hafi yfirleitt verið mjög hörmulegt). K.höfn 22. janúar ’U7 Þýzkur þegnréttur í Slésvík. 11. janúar var fullgjör samningur milli Þjóðverja og Dana, að þvi er snertir kjör- þegnamálið, og samkvæmt þeim samn- ingi er börnum Slésvískra kjörþegna tryggður prússneskur þegnréttur. (Hér er átt við það, að þegar Danir urðu að láta hertogadæmin af hendi við Prússa og Austurríkismenn, samkvæmt friðarsamningunum iYínarborg2.ág. 1864, var ákveðið, að íbúarnir yrðu að kjósa j innan ákveðins tíma, hvort þeir vildu heldur verða þýzkir þegnar, eða halda dönskum þegnrétti, og hafa þeir, sem eigi kusu fyrri kostinn, en héldu þó á- fram, að hafa bólfestu í hinum her-numdu löndum, einkum í Norður-Slésvík, opt og tíðúm verið hart leiknir af prússnesku stjórninni, og börnum þeirra hefir verið synjað um þegnréttindi. — Þessum á- greiningi mun nú vera lokið með ofan nefndum samningi.) Vaxtalœkkun á Þýzkalandi. Eptir ritsímaskeyti, er íslandsbanka barst 22. janúar, hafa þýzkir bankar lækk- að vexti af víxillánum úr 1% ofan í 6%, og af öðrum lánum úr 8% niður í 1%. Skipstrand. Enskt botnvörpuveiðagufuskip. „King Ed- ward VII.“ að nafni, strandaði á Miðnesi 12. jan- úar þ. á. — Menn björguðust allir. Skipið kvað hafa verið ferð búið til Englands, oe var því með all-mikinn afla. Frá Akureyri. Ritsímafréttir þaðan 17. janúar segja slæma tíð, og aflalaust á Eyjafirði. Sóttvarnir, sem beitt hefir verið gegn skar- latsóltinni, eru hættar. Úr Skagalirði or „Þjóðv.“ ritað 5. janúar þ. á.: „Tíð er bér afar-stirð, og hefir verið, síðan með jólaföstu komu. — Stöðugir rosar, og umhleypingar, með jarð- bönnum, og áfreðum, svo að iiorfur eru ískyggi- legar, þar sem svo snemrna þarf að taka fjölda af hrossum, en fyrningar engar, eða mjög litlar, frá fyrri árum“- 100 „Ef til vill dyravörðurinn“, svaraði Stanhope. „Hurð- in á herbergi hans er einatt opin“. „Þá verður að múta honum“, anzaði Dalton. „Það verður að gefá bonurn fimm, — tíu — eða jafn vel tutt- ugu dollara — að eins að hann fáist, til að þegja. — En sögðuð þér ekki, að þér skylduð sjá dóttur mínni fyrir verustað? Jeg tek því boði yðar, og dóttir min verður fljót að týgja sig til ferðarinnar, því hvorugt okkar má vera hér næstu nóttu. Stanhope varð svo hissa á þessari snögglegu breyt- ingu, að honum varð orða vant, og hneigði sig þvi að eins, til þess að sýna, að hann væri þessu samþykkur. „Þér skuluð eigi þurfa að biða okkar lengi“, mælti gamli maðurinn. „Verið þér hér á verði, og innan fimm mínútna komnm við aptur til j’ðaru. Hann, og dóttir bans, fóru nú inn í annað herbergi. „En vagn þurfum við að ná iu, mælti Stanhope. „Koffort jungfrúarinnar verðum við að hafa með olíkiir'h „Jeg sé um þetta að öllu leytiu, svaraði Dalton. „Bíðið okkar nú hérnau. Maria gaf Stanhope hýrt auga, og fór svo með föð- ur sinum. En rétt á eptir kom gamli maðurinn aptur, gekk að koffortinu, þar sem fjársjóðnrinn var geymdur, tók upp fatnaðinn. og fór svo brátt aptur." og hélf þá á dá- litlum posa. St.anhope þófcti nú vandast málið. — Áð hann lið- sinnti dóttur Dalton’s, er hún var, sem einstæðingur, var mannúðarskvlda; en nú, er faðir henDar var kominn heim aptur, furðaði hann á því. að faðir hennar skyldi vilja trúa sér fyrir því, að sjá henni fyrir verustað. 89 að honum gengi, tók hann lykil upp úr vasa 9Ínum, kast- aði honum til mín, og flýtti sér út“, mælti María enn fremur. „Jeg flýtti mer ut a eptir honum, en hann var þá þegar horfinn inn i mannþyrpinguna, og síðan hefi eg ekki til hans spurt. —Þetta finnst mér alit vera hvað öðru kynlegra og hræðilegrau. „En fór hann þá berhöfðaður?“ spurði Stanhope, „Vitið þér, hvort hann hafði peninga á sér?“ „Faðir minD hafði einatt nóga peninga“, mælti hún i lágum róm, og gaut jafn framt augunum í eitt hornið á herberginu, þar sem stóð fornfálegur kassi. Hattinn sinn hafði hann gripið, er hann stóð upp, því að hann var einatt vanur, að láta hann Hggja á borðimi hjá sér, en lét aldrei hengja hann á snaga, og aldrei mátti eg snerta á neinu, sem á borðinu var“. Stanhope virti muni þá, er á borðinu voru, nákvæm- lega fyrir sér. „Faðir yðar hefir verið að fást við rafmagnstilraun- ir“, niælti hann. -Nú — haldið þér það? Þá er þetta að líkindum rafmagnsvél? Viljið þér ekki lita á hana?“ Hún leið nú hljóðlega yfir í hinn enda herbergisins, og var þar tjaldað fyrir annað hornið. — Hún ýtti tjald- inu ögn frá, og Stanhope beygði sig, til þess að líta á hlut þann, er bún vildi sýna honum. „Snertið ekki á þessu!u mælti hfm, og rétti fram höndina, til að aptra honum, en kom þá við tjaldið, svo að það féll aptur niður, og sá hann því ekki hlutinn svo glöggt, sem hann vildi. „Afsakið!" mælti hún. „Jeg kom of fljótt við tjald- ið; en faðir minn —“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.