Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.01.1907, Blaðsíða 7
XXI., 3.-4: Pjcbvi:..: :n \ 15 víkurhreppi árið 1820, og þar bjó hann inörg ár. — Hann var kvæntur Sœunni dóttur Hannesar prests Arnórssonar í Vatnsfirði, sem dáin er fyrir nokkrum árum. —- Varð þeim hjónum tveggja barna aviðið, sem bæði eru löngu dáin. A seinni árum var Halldór sálugi niörg ár í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit, j en síðan löngum i Æðey. -- 29. nóv. i'. á. amJaðist að Skriðu í i Eyjafjarðarsýslu húsfreyjan Steinunn H. \ Friðfinnsdóttir, 69 ára að aldri. — Hún j var gipt Jöni bónda Jónssyni á Skriðu, j og bjuggu þau hjón þar lengi góðu búi — Börn þeirra, sem lifa, eru: Árni bóndi i Lönguhlið, Friðfimmr, bóndi að Skriðu, Guðmundur, bóndi að Þríhyrningi, Frið- björg, gipt Magnúsi bónda Friðfinnssyni í Dagverðartungu, Steinunn, gipt Friðfinni j bónda Pálssyni að Skriðu, og Margrét, ' sem enn er ógipt. Bessastaðir 29. jannar 1907. Tiðarl'ar. Ltosar, og rigningar, hafa haldizt hér syðra um hríð, svo að jörð var marauð, og hagar nægir, unz snjó dyngdi niður 27. þ. m. Diinska varðskipið „Islands Falk“ kom til Reykjavíkur 10. þ. m. Uin islenzka náttúrui'egurð fiutti cand. mag. Bjarni Jónsson frá Vogi fyrirlestur í Báruhúð 12. þ. m., og sýndi þar um 100 skuggamvndir írá ýmsum stöðum hér á landi. Fyrirlesturinn var mjög fjölsóttur. „Vesta“ lagði af stuð frá Kaupmannahöfn 16. þ. m., aukaferð til Reykjavíkur. ; T ld. þ. m. andaðist á Landakotsspitalanum í Reykjavik JÞórður Bárusson Knudsen, um sex- tugt. — Hann gegndi lengi sýsluritarastörfum I i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, fyrst hjá Guðm. sáluga Pálssyni sýslumanni, og siðan lijánúver- andi sýslumanni þar, Sigurði þórðarsyni í Arnar- holti. — Hann var maður ókvæntur. ý Látin er i þ. m. jungfrú María Stephensen, 23 ára að aldri, fædd 1883, dóttir Þorvaldar prófessors Thoroddsen i Kaupmannahöfn, en kjördóttir Stefáns á Akureyri, og konu hans, Onnu Pálsdóttur, sagnfræðings Melsted. — Hún lá veik í Reykjavik, af brjósthimnuhólgu, síðan um hátíðar í fyrra vetur, og upp úr þeim veikind- um fékk hún berklaveiki, en hresstist þó nokk- uð á siðastl. vori, svo að tiún gat farið til Dan- merkur, og var þar á berklahælinu við Vejle- fjord, on fékk eigi bata. — Lát hennar fréttist til Reykjavíkur, með ritsímaskeyti, 1.7. þ- m., en hvaða. dag í þ. m. hún hcfir andazt, höfum vér eigi frétt. María sáluga var gáfuð, og efnileg stúlka, og mjög vel menntuð. llm Eggert Olaí'sson hélt Jón sagnfræðingur Jónsson fyrirlestui- i Bárubúð 23. þ. m.—F.yr- irlestur þenna flutti liann samkvæmt tilmælum „Ungmennafélags Reykjavikur“, og birtist hanti að likindum bráðiega á prenti. Tiiugaveikin virðist nú, sem betur fer, fremur vera í rénun i Reykjavík. — „Lögrétta“, 24. þ. m., gctur þess þó, að síðustu vikuna hafi þó sýkzt 4 i Skuggahvorfi, og einn i Vestur-bæn- um. íslcnzkt botnv8rpuveiðagul'iiskip, sem smiðað hefir verið í Englandi í vetur, kom til Reykjavík- ur 23. þ. m. — Skip þetta, sem kvað vera eign nokkurra manna i Reykjavik,heitir „Jón forseti11, og var Halldór Jónsson, skipherra. yfirmaður þess, or það kom til Reykjavíkur. Ilönnuicgt slys. Það slys varð í Gutenberg- prentsmiðjunni 22. þ. m., að unglingspiltur, And- rés Ögmundsson að nafni, sem var að fást þar við hreifivél, varð fastur við vélina, eða leðurreimi í henni, og dró vélin hann að sér, og brotnaði vinstri upphandleggurinn í tveim stöðum, áður en vélin varð stöðvuð. — Enn fremur meiddist hann dálítið á höfði, og á hægri handlegg, en þó eigi að mun. Pilturinn var óðar fluttur á sjúkrahúsj og batt Guðmundur landlæknir Björnsson þar sár hans. Hann hafði áður fengizt við hreifivélar í bátum, að því er mælt er, og því mun Gutenberg-prent- smiðjan bafa fengið hann til start'sins. „Rauðir liundar“. Veiki sú, er svo er nefnd, hefir verið að stinga sér niður í Reykjavík, en kvað þó vei'a væg. Hafnl'irðingar og HeilsiihœLislelagið. Fundur var haldinn í Hafnarfirði 15. þ. m., til þess að ræða um tillög til liins fyrirhugaða borklaveikra- hælis. Aðstoðarlæknir Þórður Edílonsson brýndi fvrii' fundarmönnum, hve afar-áriðandi stofnun heilsuliælis handa berklaveikum mönnum væri, og var því nœst samþykkt að stofna félagsdeiLd, og kosnir stjórnendur: Páll sýslumaður Einars- son, Sigfús kaupmaður Bergmann, og læknir Þórður Edílonsson. Félagsmenn í Hafnarfirði voru, er síðast fvéttist, orðnir alls 272, er heitið höfðu alls 3C0 árs- tillögum; en hvert þeirra er 2 kr., sem kunnugt. er. Auk þess hefir „Kvennféiag Hafnfirðinga" •gefið 100 kr., og einn maður (Finnur. Gíslason) 25 kr. Uin lieilsuliæLi beiklaveikra héldu Reykvík- ingar fund 23. þ. m., og flutti Steingi ímur lækn- ir Mattlnasson þar fyrirlestur um tæi ingarbak- teríuna. Sem deildarstjórar 'fyrir Reykjavíkur kaup- stað voru, eptir tillögu stofnunarnefndarinnar, líosnir: bankagjaldkeri Þórður J. Tlioroddsen, formaður, kaupmaður Einar Árnason, ritari, og bæjarfulltrúi Hannes Hafliðason, féhirðir. — Sem 96 St,anhope þóttist eigi í vafa nm það, að þetta væri hr. Dalton, og heilsaði honnm þvi hæversklega. Stanhope ætlaði að fara að skýra honurn frá, hvern- ig á þvi stæði, að hann væri hér staddur; en hann varð fyrri til ináD, og mælti all-gremjulega, þó að honum yrði auðsjáanlega ögn léttara um hjartaræturnar: „Hver oruð þér? Hvað hafið þér að gjöra á heimili minu? Hvar er dóttir mín?" „Séuð þér hr.'Daiton, sem mér segir hugur um, leyfi eg mér að skýra yður frá því, að dóttir yðar er nú að búa sig, þar sem hún ætlar um tíma að dvalja hjá ekkju, sem jeg þekki. — Hún bjóst ekki við yður svona bráðlega, en breytir nú að likindum þessari fyrirætlun sinniÁ Gfamli maðurinn varð engu ánægjulegri á svipinn, er hann heyrði þetta, en flýtti sér inn til dóttur sinnar, og skimaði þó í allar áttir, áður en hann lokaði hurðinni á eptir sér. Hann starði einnig all-mikið á unga, laglega, mann- inn. „Hvernig stendur á atskiplum yðar af máli þessu?“ spurði Dalt'in. „Jeg kynntist jungfrú Dalton í Bay Ridge1" svaraði Stanhope. „En erindi mitt hingað var þó eicthvað annað, en að hitta bana, og átti jeg þess enga von, að sjá hana hér. — En þegar eg heyrði, hvernig á stóð, taldi eg mér skylt, að bjóða henni aðstoð mina“. Einlægnin, og hreinskilnin, skein út úr Stanhope, er hann inælti þetta, svo að eigi var nein ástæða, til efa, að Iiann segði satt. n.Jeg er yður mjög þakklátur“, svaraði Dalton stutt- 93 En jeg hefi ekkert traust á gömlu konunni, og held því vörð við dyrnarÁ Stanhope Varð all-hissa, en gjörði þó. eins og hún mæltist til. — Lykillinn gekk vel að kofforlinu, og er hann lauk því upp, brá honurn í brnn, er hann sá þar ekkert anmið, en gamlan fatnað, sem var mjög snyrtilega biotin n. Eptir vísbendingu Mariu tók hann fötÍD, og rak þá augun í dýrmætan fjársjóð: Gull, silfur, bankaseðla, banka- vaxtamiða og ríkisskuldabróf. Stanhope flýtti sér, að láta fatnaðiun aptur ofan á fjársjóð þenna, eins og hann væri hræddur um, að vegg- irnir hefðu augu, eða ræningjar kynnu þegar að hripsa eitthvað. „Koffortið megið þér ekki skilja liór eptir“, mælti haun, og rótti Maríu aptur lykilinn. „Við verðum að taka fað með okkur“. „Jeg hefi aldrei litið í koffort þetta, þegar faðir minn hefir verið heiuiaK, mælti María, „og ekkert vitað, hvað i því var; en er íaðir minn hafði verið tvo daga fjarverandi, lauk eg því loks upp. — Virðist yður það ekki bending um það, að hann búist við, að verða lengi fjarverandi, þar sem hann hefir skilið svo mikið fó ept- ir hjá mér?“ Stanhope taldi þetta vott þess, að faðir hennar hefði viljað láta hana vera sem byrgasta, ef ske kynni, að hann yrði lengur burtu, en hann hefði ætlað sér. María féllst fúslega á þessa skoðun Stanhope’s, og þót.ti honum vænt um, að komast að raun um, hve mjög hún unni föður sínum, og virti hann, þrótt fyrir dular- fullu skýin, er virtust hvila yfir lífi hans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.