Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1907, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1907, Blaðsíða 5
ÞjÓRVlLJINN 21. XXI., 5.-6: og í Svíþjóð, og i Mið-Evrópu, komizt upp í 800 millimetra. VeðráttufarJ .Almenn vetrarveðrátta á Norðurlöndum. Khöfn 29. janúar ’07. Dönsk blöð og ísl. stjórnmál. Blöðin „Vort Landu og „Kjöbenhavn11 ræða um þingrof, og nýjar kosningar, áð- ur en næsta alþingi hefst. (Orðunin á ritsímaskeyti þessu erall- | .ógreinileg, en lýtur að líkindum að þvi, j að blöð þessi telji þingrof sennilegt, þar j sem ritsímaskeytið kemst svo að orði: j „Bladene Vort Land, Kjöbenhavn, tilorde- | ,,tager Altingsoplösning" o. s. frv.) Konungskoman. Mælt er, að skipverjar á „Birma“ verði menn úr sjóhernum. — Foringi skipsins verður Garde, kommandör, en næstur hon- ;um kapt. Kjær. Híkispingskosningar á Þýzkaiandi. Við fyrstu kosningar uiisstu jafnaðar- menn nitján þingsæti, og vann frjálslyndi ; flokkurinn („líberaliru) flest þeirra. í Norður-Slósvik óx atkvæðatala danska flokksins um 5G0 atkvæði (rniðað við kosninguna næst á undan). Voðalegt námuslys. Meira, en 100 menn, farart. í gær varð sprenging i námu við .Saarbrúcken, og týndu meira en hundr- að menn lífi. (Saarbrúcken er borg, sem stendur á bökkum árinnar Saar (frb. Sar) í héruð- um Prússa við Bliin, og eru þar kola- námirr). Kaupmannahöfn 5. febrúar ’07 Frá Danmörku. Blað jafnaðarmanna. „Socialdemokra- ten“, mælir einnig með þingrofi,, og tjáir sig meðmælt þjóðlegu sjálfstæði Islend- inga. f Látin eru Adolph, etazráð, og frú Blicher-Clausen (Franz Adolph, etazráð, var um langa hrið formaður stórkaupmanna-félagsins. — Hann var aðal-maðurinn í félagi því, er keypti verzlanir Gram’s sáluga á Vestur- landi, og enn rekur verzlun hér á landi). Frá Noregi. Eptir svæsnar umræður í störþingi Norð- manna hlaut Micheisen meiri hluta, 64 at- kvæði gegn 59. (Hér er að öllum likindum um van- trausts-yfirlýsingu til stjórnarinnar að ræða, og hefir þá Michelsen’s-ráðaneytið náð þessum litla meiri hluta.) Snjóflóð. Snjóflóð hafa orðið mörgum mönnum að bana i Alpalöndunum. Frá Rússlandi. Bjfltingamenn hafá drepið leynilög- reglustjórann í Warschau. Namuslys. í Virginiu í Bandaríkjunum hefirspreng- ing í námu orðið 30 mönnum að bana. Samíal daiMs blaðamanns við Einar sýslumann Benediktssoni Fregnriti blaðsins „Politíkenu i Kaup- mannahöfn hefir í desembermánuði siðastl. átt tal við Einar sýslumann Benedildsson, um stjórnmál Islands. Kallar blaðið hann „foringja land- varnarmanna“, og getur það vel verið misskilningur fregnritans á einhver)um orðum hr. Ein. Benediktssonar, eða ef til vill að eins tilgáta hans, þvi að ekki vilja landvarnarmenn í Reykjavik kannast við, að svo sé Eptir skýrslu fregnritarans hefir hr. Ein. Benediktssyni sagzt svo frá, aðland- varnarmenn vilji fá landstjóra, holzt ein- hvern danskan priuz, og hafa lagastað- festingarvaldið í landinu sjálfu, en sjái þó ekki, að það sé að neinu leyti hættu- legt, að lagastaðfestingarvaldið sé í hönd- um konungs, að því er sumar tegundir mála snertir, þar sem hún fari þá fram á ábyrgð islenzkra rúðherra. Eins og menn sjá af þessu, er það landstjórafyrirkomulagið, sem vakir fyrir hr. Einari ítenediktssyvi, eins og Bene- dikt sálugi Sveinsson, faðir hans, hugsaði sér þvi komið fyrir, og a'þiugi sanifiykkti áður nokkrum sinnum. A hinn bóginn mótmælir „Ingó’fnr“, blað landvarnarmanna, þessum ummælum hr. E. Ben. mjög eindregið, og er þvi auðsætt, að landvarnarflokkm inn í heild sinni hefir enn eigi komið sér saman um ákveðna stefnuskrá, að því er snertir fyr- irkomulag æðstu stjórnarinnar innan lands, enda gerist þess í raun og veruallseng- íd þörf, frá sjónarmiði vor íslendinga, þvi að fyrirkomulagi sérmálastjóinar vorr- 110 Stanhope stundi þungan, beygði sig ofan að kaldri höndinni á henni, og mælti: „Þér vitið eigi, hve góður faðir minn var mér. — Ef þér hefðuð þekkt það, myndi yður skiljast, að mér ber að hlýða honumu. „Jeg get ekki verið hór í húsinu leDgur“, svaraði María, og duldist honum eigi, að heDni virtist rökfærsla hans eigi vera fullnægjandi. „Það eru ekki auðæfi föður mins, sem barnla mér“, mælti hann, alveg utan við sig. „Jeg hefði engu siður hlýtt boði hans, þó að hann hefði verið fátækur. Það voru ástæður —u En út í þá sálrna taldi hann þá ekki rétt, að fara frekar. Mana er hlustað h«fði á allt þetta, tók nú höndina rír lófa honum. „Það er mjög vingjarnlega hugsað af yður, að vera að koma með aliar þessar skýringar1*, mælti hún, _en mér nægir, að vita þá ákvörðun yðar, er þér gátuð um í byrjuninni. En hvers vegna sögðuð þór mér þetta ekki fyr?u Lengur gat httn ekki stjórnað tilfinningum sínum. — Hún þr%rsti höndunum að brjósti sér, tárin komu fram í augu henni, og runnu hægt og hægt niður kinnarnar. Stánhope, sem eigi hafði betri stjórn á geðshrær- ingum sinum, faðmaðí hana nú að ser. ,.Þú elskar migu, inælti hano. „Þú þjáist, eins og jeg, Maria, María!u „Já, jeg rnn þér, eg þjáist, eins og þú. Jeg get játað það í þetta eina skipti. — En nú fer jeg — fer héðan alfarinu. 103 aði frú White honum mjög glaðlega, og leit svo út a3 glugganum, og er Stanhope varð litið bangað, sá hauý bjarthærða unga stúlku, og sté blóðið þá ósjálfrátt til höt-' uðs honum. „Nýja vinan min", mælti hún, og benti Stanhope á uogu stúlkuna, „Hún heitir María Dalton, og það er frú Delapaine að þakka, að hún er hingað komin11. Stanhope vissi naumast, hvort þetta var vaka, eða draumur, en hneigði sig þó, og tautaði eitthvað, sem. svar. Frá sjónarmiði Stanhope’s, fór því svo fjarri, að hon- urn væri ánægja að því, að sjá hana aptur, að hann bjóst þvert á móti við því, að samveran myndi auka sálarstrið hans, og gera hann leiðan á lífinu. Hálf-timinn, er þau sátu yfir borðum, fann=t bonum aldrei ætla að liða. Hann var fáorður, og hlýddi að eins á samræðltr þeirra, sern i draumi. En hvernig á þvi stóð, að María var þangað kom- in, var honum óraðin gáta, „Jeg er frú Delapaine mjög þakklátK, mælti frú, White, all-glaðlega. „Jeg bað hana ný skeð, að útvega mér stúlku, er gæti verið mér, sem svstir, og vina, í ein- stæðingsskap mínum, og kvaðst hún þá þekkja unga stúlku, er væri vel til þess fallin, og lét þessa hugljúfu, ungu stúlku koma til mín. — Hún koui hingað í gær- kveldi, og betri vinstúllfu get eg ekki kosið mér". Hvernig á þvi stóð að öðru leyti, að örlögin höfðu látið þessar ungu manneskjur hittast þarna við borðL, vac frú White auðvitað alveg ókunnugt urn. Frú White þurfti nú að' vikja sór eitt.bvað út úr f

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.