Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Síða 2
58 Þjóðvil.ttnn. XXI., 15.—16. Á suður-afrikanskri sýnÍDgu, er haldin var ný skeð í LundÚDum, var stolið fimm gullstÖDgum, sem taldar voru 160 sterl- ÍDgspunda virði. 22. marz síðastl. var Horace Eayner, er myrt hafði James Whiteley, stórkaup- mann, — sbr. 7.-8. nr. „Þjóðvw. þ. á. — dæmdur til dauða í Lundúnum, og gat dómarinn þess jafn framt, að glæpi hans væri svo varið, að honum væri ekki til neÍDS, að sækja um náðun. — — Frakkland. Til nýjunga má það telja, að kvennmenn eru nýlega farnir að gjör- a>ít ökumenn á strætavögnum í París; on að undanförnu hafa karlmenn einir haft þann starfa á höndum í París. Þegar Oasimír Períer, fyrrurn forseti Frakklands, andaðist — sbr. 12. nr. „Þjóðvw. þ. á. —, vildi stjórnin, að útför hans væri gjörð á ríkis kostnað; en þar sem Casimír Perier hafði í lifanda lífi óskað, að út- förin væri sem viðhafnarminnst, vildu ættingjar hans eigi þiggja boð stjórnsr- innar. Yerkmenn við rafmagnsverksmiðju í Paris hættu um lítinn tíma vinnu í marz- mán., og olli það mörgum miklu óhagræði, og peDÍngatjóni, þar som leíkliús, og skommtistaðir, urðu að hætta störfum, sum blöðin gátu eigi komið út, eins og vant var, o. s. frvr. — Dró þvi til þess, að verksrniðjueigendur sáu sér eigi annan kost vænni, en að hækka laun verkamanna, svo sem þeir höfðu farið fram á. — — Spánn. Mikla eptirtekt hefir það vak- ið, hve mjög iólksflutningar frá Spáni fara í vöxt, enda eigi annað sýnna, en að fólki þar fari fækkandi, ef líku fer fram. — 7. marz þ. á. lögðu t. d. sjö hundruð fjölskyldur (verkmenn) af stað frá Andalusíu, til þess að taka sér ból- festu á Havaji-eyjunum, og kvað þeir fá þar jarðeignir með mjög hagkvæmum kjörum, svo að þeir verði sjálfseignar- arbændur að þrem árum liðnum. — — Ítalía. I marzmáDuði fé!l skriða á borgina Montemurra, svo að nokkur hluti borgarinnar sökk í aur. 17. marz þ. á. kviknaði í bómull í Genua, og brunnu 15 þús. „ballaru, og er skaðinn metinn 1 milj. líra (um 700 þús. íranka). f Dómsmálaráðherra Itala, Micólo Gallo að nafni, andaðist nýlega, snögglega, fannst örendur í herbergi sinu. — Hann var nafnkunnur stjórnmálamaður, og talinu einna líklegastur, sem eptirmaður Gíolitti's, i sem nú veitir it.ölsku st]órnÍDni forstöðu j I dómsalnum í Barí gjörðist nýskeð j sá atburður, að ung stúlka, Antonia Port- rellí að nafm, sem kært hafði mann nokk- urn, er hafði fíflað hana, dró upp skamin- byssu, og skaut harm til bana. — Stúlk- an ætlaði síðan að skjóta sjálfa sig, en var tekin, áður en hún ferigi þvi fram gegnt. — — — Balkanskaginn. í Serbiu er all-mikil óöld, og mori> eigi fátið. s;o að koinið kvað hafa til mála, að Bretar og Búsoar taki í íauu ana. — Myndi þó mörgum virðast, :om Rússum s'æði næst, að hugsa um sínar eigin sakir. Um morð Petkov/s, foi sætisráðherra í Bulgaríu, er getið var í 12. nr. „Þjóðv“. þ. á., eru nú komnar gleggri fregnir. — Porsætisráðherrnnn var á gangi, í Belgrad, ásamt þrem öðrum ráðherrum, er Petrow, bankastarfsmaður, kom á móti þeim, og hleypti af skammbyssu. — Kom fyrsta skotið í handlegginn á verzlunarmálaráð- herranum, en annað í öxlina á forsætis- ráðherranum, og ætlaði hann þá að forða sér inn í vagn, en hné niður örendur, áður en hann komst inn i vagDÍnn. — Hinir ráðherrarnir drógu upp skammbyss- ur, og hleyptu á morðingjann, en eigi er þess þó getið, að hann yrði sár, og var haDD síðan tekinD fastur. —Þykisthariu hafa framið morðið i „þjóðarinnar nafniw, en neitar þvi, að nokkurir hafi verið í vitorði með sér. I héraðinu Katarína í Makedoníu hafa grískir menn nýlega myrt 15 Bolgara, og ýms hafa þar fleiri ódáðaverk framin verið. Mikil brögð eru að bænda-uppreisninni í Rumeníu. — Hún hefir breiðzt yfir meg- inpartÍDn af Moldau, og er nú einnig byrjuð í Valakíinu. H&fa bændur viða brennt hallir stóreignamanna, rænt og ruplað, og framið ýms hryðjuverk, og hefir því fjöldi Gyðinga flúið land. — Þeir eru umboðsmenn landsdrottna, og þykja hafa misbeitt þeirri stöðn sinni, og haft fé af bændum, er flestir munu eiga við sultarkjör að búa, enda landið að mestu í eign fárra auðmanna, og atkvæða- rétti til þings svo háttað, aðbændurhafa nauða litil áhrif getað haft á skipun þings- ins; og þó að stjórn Karls konungs hafi aptur og aptur lofað að bæta kjör bæDda; hefir það þó jafnan farist fyrir. —----- Rússland. Þegar rússneska þingið hófst 5. marz síðastl. urðu nokkur upp- þot í Pétursborg, eða lögreglumenn þótt- ust að rainnsta kosti hafa tilefni til þess, að skerast í leikinn, og urðu nokkrir menn sárir. f 31. rnarz þ. á. andaðist Podjedonos- zeru, er lengi var forseti „synodunnar helguu. — HanD var orðinn áttræður. — Hafði hann lengi ráðið mjög raikln um stefnu rússnesku stjórnarinu.nr, og þótti ihaldssamur í meira lagi. — Aelxander II. gerði hann að kennara sona sinna árið 1860, og varð það byrjunin til þess, hve j voldugur hann varð, og þótti einkurri brögð að því á ríkisstjórnarárum Alexanders keis- ara 111.; og enda þótt Pobjedonoszev hefði verið valdalaus nokkur árin síðustu. t 21. marz andaðist Lamhsdroff greifi, er var ntsnrikisráðherra Rússa í sex ár, frá 1900—1906. Hsnn spyrnti, sem haDn gat, gegD ófriðnum við Japana, en fékk engu ráðið, þar sem Nicolaj keisari, og : þeir, sem inestu réðu við hirð hans, vildu fyrii' hvern mun sýna Japönum í tvo heimaria. ; 7. marz brutust ræningjar, er klæddir \ voru, sem stúdentar, inn i háskólann i Moskwa, og rændu þaðan 50 þús. rúl'lna. Nýlega umkringdu 150 lögregluþjrnar fjöllistaskólann i Pétursborg, og tóku þar fasta 15 stúdenta. — Þar fundust 12 tund- urvélar, skotvopn og „dynamit14. Nokkrir liðsforingjar hafa uýlega stofn- rð félag, og orðið ásáttir um það, að láta alls eigi nota sig til þess, að fullnægja dauðadómum, eiga þátt í ofsóknum gegn Gyðingum, eða berjast gegn þjóðinni, en styðja fremur byiltingaflokkinn að mál- um. — Getur stjórninni orðið að þessu all-mikið óhagræði, og fer því ef til vill nokkru gætilegar. Nýlega réðu 500 drukknir bændur í héraðinu Porsedgevriloff á veitÍDgahús, j og skarst lögregluliðið i leikinn, og hlutu 8 menn bana, en 2 urðu sárir. Stefnuskrá sú, er 6tolyp'm-ríðaneytið hefir birt þinginu, heitir öllu fögru, um umbætur á hag bænda, tryggingu per- tónufrelsis, urn aukna sjálfstjórn sveitar um takmörkun á rétti yfirvaldanna, til &ð reka meon i útlegð o. s. frv. — En frem- ur þykir allt á huldu, og urðu andstæð- ingar stjórnarinnar því ásáttir urn, að taka henni þegjandilega, og var tillaga hægri- manna, er lýsa vildi trausti á stjórninni, felld, eptir að jafnaðarmaðurinn Zeretelí hafði farið mjög liörðum orðum um ýms- ar aðgjörðir stjórnarinnar, hordómana, tálmun á prentfrelsi o. fl. — — — Þýzkaland. Bankagjaldkeri í Speier, er drogið hafði sér 700 þús. rigsmarka (um 630 þús króna) af fé bankans, var nýlega tekÍDn fastur í Paris. í Bremen er nýlega reist likbreDnslu- hús, er kostaði 133 þús. rígsmarka, og fer líkbrennsla þar fram ókeypis. t I marz þ. á. andaðist i Naumburg j einn af nafnkunnari mönnum Þjóðverja, j Heinrich v. Bötticher, 73 ára að aldri. — Hann var lengi liægri hönd Bismarck’s, meðaw Bismarck var rikiskanzlari Þýzka- lands, og hélt ráðherraembætti sínu til ársins 1897, er hann varð borgmeistari í Magdeburg; en lausn frá þvi embætti fékk hann i fyrra. Bankagjaldkeri í Aabenraa var nýlega fekinn fastur, sakir 12 þús. rígsmarka sjóðþurðar. Aðfaranóttina 10. marz gjörðist sá at- burður i Dresden, að maður nokkur skaut til bana konu síria, 5 börn sin, og síðan sjálfan sig. — Sjötta barnið særði hann. — Mælt er, að maðurinn hafi gripið til þessa ódæðis, sakir báginda sinna, að sjá sér og sínurn borgið. 25. marz varð námuslys í Lothringen,. og voru 67 lík dregin upp úr námuDni, en 12 mjög meiddir. I Hamborg var verkfall i marz, og voru því fengnir pangað sænskir og norsk- ir verkamenn, til að afferma skip. Tvö gufuskip frá Hamborg týndust í febr., og drukknuðu alls 34 menn. — — Maroeco. Uppreisnarhöfðinginn Raisula hefir að Dýju safriað liði, brennt, og rænt, ýms þorp, og háð nokkrar oru<tur við lið stjórnarinnar, og hefir talsvert mannfall orðið af liði beggja. — — — Persaland. Dýrgripir Peisn keisara voru nýlega virtir, og hljóp virðingin upp á 180 millj. króna. — í gömlu kór-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.