Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Síða 3
XXI., 15.—16.
I? J Ó ÐTILJIN.V.
59
■ónunrii er rúbin-steinn, sem er á stærð
YÍð hænuegg. — Belti, sett demöntum,
sem vegur 18 pd., er talið uokkurra millj.
króna virði. — Einn dýrgripurinn er sverð,
og eru slíðriri al-sett demöntum, og er sá
gripur metinn 9 millj. króna; og margt
er þar fleira góðra gripa. — — —
Bandarrkin. Afskapleg flóð voru i
Vestur-Virginíu í marzmánuði, og gerði
þ>að 100 þús. manna atvinnulausa, en 30
þús. húsnæðislausa. — Eignatjónið er met-
ið 10 millj. dollara.
Einn milljóna-eigandinn í Bandaríkj-
unum, Jasper Newt.on Smith að nafni, hefir
nýlega reist lieljar-mikið likneski af sjálf-
um sór, þar sem hann hefir kosið sér
grafstæði.
Annar milljóna-eigandinn i Bandaríkj-
unurn, Frederik Weyerhauser *»ð nafni,
hvarf í öndverðum marzniánuði, og hefir
ekkert til hans spurzt. — Hann er talinn
„timbur-kongur“ Bandamanna, þviað hann
á meira skóglendi, en nokkur annar.
Vatnsveitingar í Flóanum.
Danski verkfræðingurinn Karl Ihal-
bitzer, er dvaldi hór á landi síðastl. sumar,
til þess að raunsaka, hvernig vatnsveit-
ingxtm yrði haganlegast komið við í Fló-
anum, og á Skeiðunum, í Arnessýslu,
hefir í marzmánuði þ. á. látið prenta skýrslu
um rannsóknir sinar.
Að stærð eru Skeiðin, og Eióinn, aust-
an frá Þjórsá, og vestur að Hvítá og
Olfusá, milli Vörðufells og sjávar, alls
ulli 8^/a ferhyrnings miia. — Svæði þetta
er að mestu ein flatneskja, að eins með
örfáum hæðum, og skiptir Merkurhraun
þvi í tvennt. — Meginhlutinn af sv.eði
þejsu er Flóinn, sem er ein flatneskja,
nema umhverfis Villingaholt, og haliar
mót suðri; hallinn all-viðast frá 1: 800
til 1: 500.
Að því er áveitu á Skeiðin snertir,
regir hr. Thatbitzer, að hún geti eigi
komið til neinna mála, fyr en sandfokið,
sem þar er, sé teppt; en til þess sé áveit-
nn eigi einhlit, heldur verði að rækta
þar mel o. f 1., sem hagkvæmast sé. —
En er til áveitunnar komi, verði hagan-
legast, að veita vatni úr Þjórsá.
Að því er til Flóa-áveitunnar kemur,
gerir hr. llialbitzer áætlun um, að hún
muni kosta 600 þús. króna, og telur hann
hentugast, að veita vatni úr Hvitá, er
tekið sé beint fyrir norðan Brunastaði,
þvi að þar standi vatnið svo hátt, að
vatninu megi þá einnig veita umhverfis
bæinn Heyki.
Rannsóknir hr. Asgeirs Torf'asonar, sem
skýrt er frá í ritlingi hr. Thalbitzer’s,
sýna, að í jökulvatninu er mikið af kalí
og fosfori, enda hefir reynzla manna hér
á landi, þar sem jökulvatn hefir verið
notað til áveitu, einnig sýnt, að það reyn-
ist mjög vel.
Að því er framkvæmd fyrirtækis þessa
snertir, segir hr. Thalbitzer, að allt veltí
á þvi, að féð fáist með þolanlegum kjör-
um, og að fólki fjölgi svo í Flóanum, að
að menn geti hagnýtt sér hin auknu gæði
landsins.
Jarueigendam í Flóanum telur hann
vera það um megn, að leggja frám fótil
áveitunnar af eigin rammleik, og muni
því hyggilegast, að landið leggi frara fóð,
gegn því að fá eignarráð yfir nokkurum
hluta landsins. — Sanngjarnt telur hann.
einuig, að sveita- og sýslusjóðir leggi
fram nokkurn hluta kostnaðarins, þar sem
þeim aukist tekjur, er fyrirtækið sé kom-
ið á laggirnar. — Tillag þetta ætlast hann
þó eigi til, að nemi miklu, enda gerir
hann yfir höfuð eigi grein fyrir því, hve
mikið hverir málsaðilar leggi fram.
Til þess að fjölga fólki i Flóanmn,
gjörir hr. Karl Thalbitzer það að tillögu
sinni, að landssjóður gefi þeim mönnum,
er vílja taka sér bólfcstu í Flóanum, kost
á landi til eignar, með vægum borguuar-
skilmálum, eða heiti þeim, er land taka
þar til ábúðar, hagkvæmum leigukjörum
fyrstu áriu, því að eigi sé þessaðvænta,
að fyrirtækið svari vöxtum, ef eigi sé
séð fyrir fólksfjölguninni. — Hr. Tíial-
bitzer tekur i því efni svo djúpt í árinni,
að liann gerir jafn vel ráð fyrir þvi að
vextirnir hafist naumast upp obeiniíriis,
þótt langt sé litið fram i tímann, ef eigi
sé séð fyrir því, að fólkinu fjölgi þar,
sem þörf gjörist.
Það virðist því sízt vanþörf á þvi, að
ínál þetta só rækilega athugað, allt vel í
garðinn búinn, og að engu flanað, ef það
á að verða að þeim notum, sem til er
ætlast. — En víst er um það, að hór er
um það fyrirtæki að ræða, er veitt getur
afar-mörgum fjölskyldum viðurværi, og
því fýsilegt að koma því í framkvæmd.
164
heyrði það nú reyndar heldur ekki“, svaraði Hollister,
„en jeg sá það þeim mun betur. Hann sneri bakinu að
þór, en ekki að mér, er þú barst upp spurninguna, og
lýsti sór þá svo napurt, og dauðlegt hatur í andliti hans,
að jeg var í engum minnsta vafa um, að það var fjand-
maður föður þíns, er hjá okkur stóð. — Hefði samtalinu
verið haldið áfram, hefði það eftil orðið enn augljósara, að
hann var sekur, og það kaus eg ekki.“
„Að hann væri sekur? Við hvað áttu, Hollist.er?
Nú ert það þú, sem ert æstur, en ekki jeg. — Hvaða sök
áttu við?“
„Heyrðu mér nú, Stanhope11, mælti Hollister. „Nei;
horfðu ekki á dyrnar, því að jeg 'iæt þig okki fara hóð-
an, fyr en jeg er þess fullvís, að hann er farinn burt úr
húsinu. — Jeg er sannfærður um, — að svo miklu leyti
sem maður getur verið sannfærður um hlut, sem maður
hefir eigi séð með sínum eigin augum —, að þessi maður
hefir eigi að eins komið með skainmbyssuna, heldur hefir
hann einnig hleypt úr henni skotinu, er varð föður þín-
um að bana. — Faðir þinn hefir verið myrtur, og Deer-
ing ofursti ei morðingi hans.
XXVII. kapítuli. Nœturhjal og afleiðingar þess.
María var svo heppinn að koma heim, áður en Flora
og Stanhope, komu. — Hún fiýtti sór nú, að náíbréfin,
sem hún hafði skilið eptir á skrifborði Floru.
Henni fannst nú litla, snotra herbergið sitt vera
einskonar höfn friðarins, er hún lengi hafði þráð.
Tilfinningarnar brutust nú fram, sem hressandi tára-
istraumur.
153
Að svo mæltu kyssti hann á enni hennar að skiln*
aði, ýtti henni hægt frá sér, og flýtti hún sér þá brott.
En er hún opnaði útidyrahurðina, og sá, að vagn
Stanhope’s stóð enn hjá lyfjabúðinnþhinu megin viðgötuna,
varð henni eigi litið bylt við.
Hún sá, að tveir menn stóðu þar, og voru að spjalla
saman, annar þeirra var Stanhope, en hinn maðurinn var
— fjandmaður fÖður hennar, bólugrafni maðurinn, er
henni stóð eigi lítill ótti at.
Hún sá menn þessa síðan setjast upp ivagninn, og
vagnion aka brott.
En er Maria hafði náð sór, eptir þettr, og kyrrð
var komin á á torginu, heyrði hún, að hvislað var að
henni: „Jeg hefi látið dyravörðinn fara að útvega vagn,
dóttir góð! Segðu ökumanninum, að aka svo hratt, sem
unnt er, svo að þú sért komin heitn áður en hr. Whioe“.
XXVI. kapítuli. Sókn og vörn.
Eins og áður er getið, hatði Stanhope látið aka sér
til Markham-torgs, til þess að vita, hvort hann gæti eigi
komizt á snoðir um, hvar maður sá væri niður kominn,
er hann hugði, að einn gæti gefið upplýsingar um atvikin
við dauða föður hans.
En er hann hringdi útidyrabjöllunni á húsinu nr.
6 við Markham-torg, og nýi dyravörðurinn, Kurtis, kom
til dyra, en eigi frú Braun, þóttist hann vita, að þar
myndi engar upplýsingar fáanlegar.
En er hann ætlaði að fara að aka af stað aptur
heimleiðis, sá hann risavaxinn mann, mjög bólugrafinn
i andliti, standa í dyrunum á lyfjabúðinni.