Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1907, Page 4
60 Þ JÓÐYTLJINN XXI., 15.-16. Til þess að frainkvæma verkið, telur hr. Thalbitzer, að eigi rnuni veita af 2 —3 árum, þar sem örðugtmuni,aðfá þann rrann- afla, að verkinu verði lokið á 1—2 árum. j T>egar verkinu er lokið gerir hr. Thal- bitzer ráð fyrir, að áveitan fari árlega fram á tímabilinu frá 1. maí, er frost ter úr jörðu, til júníloka, en síðan só vatninu aptur veitt á að haustinu, er heyönnum er lokið, en standi þá eigi lengur á, en þar til frost fara að kotna. Ritsímaskeyti tii „I’,;óv.“ ' Kaupmannahöfn 29. marz ’07. Dönsk flskiskip til íslands. All-mörg fiskiskip, frá Thyborön og Esbjærg, leggja af stað til íslands til fiskiveiða, einhverntíina í næsta mánuði (apríl). Mælt er, að bjargráða-eiinskipið „Yest- Iysten“ eigi að fara með þeiin. (Thyborön er all-stórt fiskihverfi við mynni Limafjarðar á vesturströnd Jót- iands, og Esbjærg er alkunnur verksmiðju- bær á vesturströndinni, er hefir bióm- gast mjög á seinni árum, og eru þaðan mjög tíðar eimskipaferðir til Englands, ti! þess að koma helztu afurðum Dana, smeri og eggjurn, á brezka markaðinn. Virðist koma þessara mörgu fiskiskipa óræk bending i þá átt’na, að Danir hafi í buga, að fara að sinna fiskiveiðum hér við land mun meira, en verið hefir, og munu fáir telja það miklar gleðifréttir, slikur sægur sem hór er fyrir af fiski- veiðaskipum ýmsra þjóða.) Kaupmannahöfn 2. apríl 1907. Danska heilbrigðisráðið. Heilbrigðisráð Dana hefir nú sagt af sér störfum, en formaður þess gegnir þó störfum, sem fyrir koma. — Dómsmála- ráðtierrann vefengir það, að afsögnin só lögleg. Fra Rússlandi. — Ritstjóri myrtur. Ritstjóri í Moskva, Jollas að nafni, sem var lýðveldismaður, hefirverið myrtur. | Frakkland og Maroeeo. i Frakkar hafa lýst borgina Udsehda i j Marocco i herhaldi, til þess að hafa trygg- j ingu fyrir því, að bætt verði fyrir yfir- ! gang, sem frakkneskum þegnum ersýndur. | -------~~ j Frá ísalirði hafa „Þ,jóðv.“ horizt þessi tíðindi: Kuldar og I harðindi, og mjög hætt við, að ýmsir bændur i I Norður-ísafjarðarsýslu verði ílla staddir með fóð- j ur handa skepnum sínum, ef svipuð tíð helzt til j lengdar. •Síðan um miðjan febrúar hafa sjómenn mjög j litið úr bitum borið, með þvi að fiskfátt hefir j verið, og tíðin afar óhagstæð og hættuleg. — Haf- j ísinn hefir sézt úti fyrir öllu Vesturlandinu, en j er þó eigi mjög nærri iandi. Fyrsta daginn í góu héldu ýmsar konur á I ísafirði um 80gamalmennumsamsæti, ogskemmtu j þeim á ýmsan hátt. — Þar voru ræður baldnar, | kvæði sungin, leikið á horn, lesnar upp sögur j o. fl., og skemmti gamla fólkið sér prýðis vel. j Berklaveikrahælisdeild er nýlega stofnað á ísa- firði, fyrirforgöngu héraðslæknis Daviðs Sch: Thov- j steinsson, og hafði þegar verið lofað 300 árstil- lögum, er síðast fréttist. Leikfimisfélag er nýlega stofnað í kaupstaðn- um, og eru félagar þegar 40—50. Sjónleika iiefir félag eitt á ísafirði sýnt, í vetur: „Meinlokuna“, „Frænku Cbarlesar11 og „Hinn þriðja". Lögregiuþjónssýslanin á ísafirði er nýlega veitt Háttdóri múrara Ólafssyni, og er hann jafn- frarot heilbrigðisfulltrúi bæjarins; en sótari kaup- staðarins er nýlega skipaður Júlíus húsmaður Símonarson. Laun ljósmóðurinnar hefir bæjarstjórnin hækk- að úr 100 ki’. I 250 kr., að því er yfiistandandi ár snertir. (Jr Arnessýslu er „Þjóðv.“ ritað 26. marz þ. á.: „Kalla má, að stöðug iunigjöf hafi verið, síðan með jólaföstu komu. — Heyskoðanir nú afstaðnai’, og munu flestir geta gefið útifénaði til sumars í neðri hluta sýslunnar; en i efri hluta sýslunnar er lakar ástatt, enda reiða menn sig þar fremur á útibeit. Gæftaleysi ómunaloga mikið, svo að að eins befir verið farið 3—4 sinnum á sjó á Eyrabakka, og á Stokkseyri, og varla orðið fiskvart. Nú er komin ofsa hláka, og beljandi hafald- an fellur upp á alla sanda, en vatn-elgur hið efra. Barnaveiki er að gera vart, við sig i Ölfusi, og þegar nokkur börn dáin, og er betia að hafa gát. á þeim vogesti í sveit, sem mikil umferð er um, bæði til sjávar og sveita. Snjóílóð banar manui. Unglingspiltur, ekki tvítugur, fórst 15. marz þ. á. í snjóflóði í grennd við Birnustaði í Mýra- hreppi. ■— Piltur þessi hét Halldor Guðmundsson, Engilbertssonar, er áður var í Önundarfirði. IslenzUI fáninn. Fuudafélag Húsvikinga i Suður-Þingeyjarsýslu hefir nýlega sampykkt, að styðja tillögu stúdenta- félagsins um íslenzkan sérfána. í sömu stefnu gekk ályktun fundar, er hald- inn var fyrir skömmu að Hólum í Hjaltadal. Ilafisinn larinn. Frá Seyðisfirði fréttist 30. marz, að allur hafís væri þá horfinn frá Austurlandi. 154 Gat það verið, að þetta væri maðurinn, sem ’nann var að leita að? Hann vildi ganga úr skugga um það. Stanhope gekk nú inn í lyf jabúðina, og þó að monn þessir þekktust ekki, horfðu þeir þó mjög einkennilega hvor á annan. Stanhope fékk ákafan hjartslátt. • „Afsakið“, mælti hann við ofurstann. „Ef mér skjátl- ast eigi, þá eruð þér maðurinn, sem eg hefi verið að leita að í nokkrar vikur“. Ofurstinn átti eigi von á slíkri kveðju, en áttaði sig þó brátt, og mælti fremur alúðlega: „Jeg er Deering, ofursti, og á heirna i Brevoort- House, og þar getur hver hitt mig, sem vill.“ „Og nafn mitt er Stanhope White“. Ofursfanum var að líkindum kunnugt um, hver mað- urinn var, og hneigði sig þvi ofur-kurteislega. „Mér er sönn ánægja að því, að kynnast yður“, mælti hann. „Nafn föður yðar kannast eg auðvit.að við, og tel mér það heiður að kynnast syni hans“. „Þér hafið þá þekkt föður minn?“ Ofurstinn blés út úr sér þykkum reykjarmekki, því að hann hélt á vindli. „Það er í raun réttri ekki nema eðlilegt“, mælti hann. „Hver þekkti eigi föður yðar?“ Stanhope fölnaði i framan, og mælti í skyndi: „Jeg á við hvort þér þekktuð hann persónulega. — Komuð þér t. d. eigi á heimili hans sama morgunin sem hann dó?“ Ofurstinn glotti kuldalega. „Þann rnorgun hafa óefað margir komið til hans, 163 þýðingu. — Jeg tel réttast, að þið hættið nú samtalinu í kvöld, eða sýnist þér eigi, sem mér, Stanhope?“ Stanhope var nokkra bríð að jafna sig, eptir geðs- bræringuna, en lét þó strax undan, er hann sá hið al- varlega augnaráð vinar síns. „Ef þér sýuist það réttast“, nöldraði honn i barm sér. „Jeg er ef til vill orðinn nokkuð æstur“. „Eina spurningu gætirðu þó lagt fyrir ofurstann, sem mér virðist. geta haft talsverða þýðingu“, mælti Hollister. „Hvenær fór ofurstinn brott úr húsi föður juns um morgunirm?“ „Það er nú það sem við vitum“, svaraði Stanhope. „Klukkan var kringum tíu, er hann sást þar, og þér stóð- uð víst stutt við ofursti, að því er mér skildist?“ „Að eins nokkrar minútur“, svaraði Deering. „Er þetta nú allt og sumt, sem þið viljið fá að vita?“ „Já, í kvöld“,svaraði Stanhope. „En á inorgun árdegis vil eg gjarna fá að tala við yður, því að ýmislegt, sem að máli þessu lýtur, er mér enn óljóst". „Sem yður þóknast“, anzaði Deoring. „Þérfenguð nafnseðilinn minn. — Jeg á hoima í Brevoort-House. Hollister hafði eigi augun af manninum, er hneigði sig nú hævorsklega, og gekk iit úr herberginu. En jafnskjótt er Deering hafði látið aptur á eptir sér, sneri Stanhope sér að vini sínum. „Hvers vegna vildirðu ekki, að samtalinu væri hald- ið áfram?“ mælti hann. „Hvers vogna vildirðu eigi, að hann svaraði þeirri spurningu minni, hvort hann hefði verið fjandmaður, eða vinur, föður míns sáluga. „TTann liafði þegar svarað henni“. „Það er ómögulegt; ekki heyrði jeg það“. ,, Jog

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.