Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.04.1907, Page 3
XXI. 17.
Þj ÓBYILINN.
67
I»in gr oís-áskorun
hafa kjósendur í Neshreppi innan Enn-
;is nýlega sent til ráðherrans.
Kjósendur í Neshreppi hafa enn frem-
ur sent þingmanni sinum „dánumannin- j
uniu Lárusi Bjarnasyni áskorun um að I
segja af sér þingmennsku, svo tímanlega,
að hægt verði að ganga til kosninga fyr-
ir næsta þing, ef ráðhorrann verður ekki
"við áskorun þeirra.
Því miður verður liklega hvorugum
þessara áskorana sinnt, en vonandi hugsa
kjósendur i Snæfollsnessýslu þeim Hann-
-esi og Lárusi þegjandi þörfina við næ9tu
kosningar.
Úi' Dýrafirði.
er „Þjóðv.“ ritað 29. marz síðastl.: „Það eru
-engar hreytingar á fróttum héðan, hvað snertir
tíðarfarið, síðan um jólaföstu má heita, að hafi
verið sama lotulausa ínnistaðan fyrir allar skepn-
•ur, þá sjaldan blota hefir gert á vetrinum, hef-
ir á sama sóiarhring gert snjókomu ofan í, með
frosti, og tekið strax fyrir þau litlu snöp, sem
komið hafa á_stöku stöðum, enda heyrist nú nokk-
uð víða mikið um kvörtun um heyskort, það
,má lengi ganga að ámæla mönnum fyrir van-
hyggni með of mikinn ásetning, en þegar Uross
geta nálega ekkert létt úr á allan veturinn frem-
ur en kýr og lömh, og allt verður að standa
við fulla gjöf um og yfir 20 vikur, þá er ekki
að furða þó sneyðist um hey á slægnalitlum
jörðum og þar um víðast einvirkja fyrir vinnu,
því um hjú og kaupafólk er lítið að tala nú orð-
ið á mörgum stöðum, og sá búskapur bænda,
sem hér á sér víðast stað, getur ekki borgað þá
rándýru vinnu,,sem einstakir menn kunna að gefa
kost á, ef annars nokkurt handarvik fæst unnið.
Svo er fyrirkomuiagið um land allt, þegar hver
maður, sem i brækur klæðist setur upp 14 kr.,
máske upp að 20 kr. á vikuna, og fæði og þjón-
ustu þar að auki, þá er heystráið komið í sæmi-
iegt verð hjá bóndanum, sem fær opt ekki meira
en 1 og 2 hesta af þurkuðu heyi, eptir mann-
ió° <gMu) SPIRITUS i6°.
Ivorn-Spiritus (Kristai tœr) fæst hvergi annars staðar, en í YÍllVGrzl-
un Ben. S. Þórarinssonar Laugaveg 7. Reykjavík. Jafngóður spiritus
hefir aldrei fyrr til landsins komið. Eeynslan er sannleikur.
inn á dag, þvi á snöggum slæjum eru engin
uppgrip, enda þótt fullvel að verki verið, þannig
er nú víða ástandið, þegar vel er að gáð, en
einyrkinn, sem opt er, verður að vera sjálfur við
atla heyvinnuna, slátt, rakstur, bindingu og hirð-
ingu. Hann gotur ekki afklofið að fá hey fyrir
margar skepnur í vondum vetri, nema þá að
setja ekkert á, eða sama sem ekkkert, og á hverju
á þá að lifa? Þó bágt þætti fyrir 80 árum, þá
er líf og búskapur margra manna orðin hungurs
líf hjá því sem þá var, og allra verst síðan báta
fiskiríið var eyðilagt, því þá fengu nllir eitthvað
frá sjó, og margir að miklum niun. Það eru
hinar sýnilegu og áþreifanlogu framfarir aí þil-
skipunum, sem allur fjöldinn af aluienningi hef-
ir á Vestfjörðum; það eru að vísu nokkuð margir
menn, sem stunda afla á þilskipum, og hafa gott
af þ ví, en hvað er sú tala stór-á móti þeirri, sem
engin tök hafa á að fara frá heimilum sínum
allan þann tima, sem afli er stundaður á þil-
skipum, og sem ekki hafa ráð á neinum manni
að fara fyrir sig, það er eitt af þvi marga, sem
þyrfti að fá nákvæmar skýrslur um, og myndi
þá sjást bezt, hvort talan yrði ekki ærið stór,
þeirra, sem alls ekkert hafa af sjáfar afla að segja
og ekkert af að lifa nema fáar skepnur með iít-
illi fyrir vinnu, þá yrði að likindum ljósara
hvað sterkt er gjaldþol sumra manna, sem verða
þó að bera þjóðarbyrðina að sínum hluta, opt
miklu meira en nokkur tök eru til. Byrði
þjóðarinnar er fleira en skattar og gjöld til
landssjóðs, það er hið allra minnsta brot af öll-
um útgjalda bálki íslenzku þjóðarinnar, vestir
og ranglátastir eru þeir tollar, sem kaupmenn
leggja á sínar vörur, þvi tollana leggja þeir ekki
einungis á þær tollskyldu vörur, heldur og á
allar þær nauðsynjar, sem óhjákvæmilega verður
að kaupa, en það er Jöggjafarvaldinu ofraun að
ráða við.
Það má líklega teija með framför, að mótor
bátum er heldur að fjölga hér, einkum i Þing-
eyrarhrepp, enda er þess von þar, þar standa
Haukdælir fremst. í flokki með dugnað og mann- I
> dáð flestum fremur, og verið er að smíða einn
í mótorbát fyrir verzlunarstjóra Carl Proppé á
; Þingeyri og nokkra aðra, sem eru í félagi með
f honum: Pyrir smíðinni er Lárus skipasmiður
Björnsson, sem lært hefii hjá hagleiksmanninura
í Bjarna Þorkelssyni í Reykjavik, og verður sá
j bátur allur með þilfari, fagurt skip og mikiö,
j eptir því sem þeir bátar. gerast, vandaður mjög
j að efni og smíði, enda bera allar smíðar Lárusar
vott um mjög vandaðan og verklegan frágang,
þótt enn sé hann ungur að aldri.
Það hörmúlega slys vildi til, mánudaginn 11.
marz, að Guðmundur bóndi Engilbertston áBirnu-
stöðum í Núpssókn í Mýrahrepp, missti son sinn,
er Halldór hét, nærri fullra 19 ára að aldri, á
þann hátt, að pilturinn var á heim leið innan af
sveit, og hafði snjóhongja fallið á hann ofan utan
til í hamrinum milli Arnarness og Birnustaða,
en þar er mjög tæp leið og hefir hann orðið að
ganga undir hengjunni; ofsaveður var þann «lag
af suðri með rigningu fram i rökkrið, en þá hleypti
á kafaldshríð, og hefir vatn verið komið í snjó-
inn. Tveim nóttum síðar fór faðir piltsins að
leita hans og sá staf hans uppistandandi þar ná-
lægt og hund hans lifandi, sem ekki hefir vil jað
yfirgefa hann, en sagt er að ofan á líkinu hali
verið nær tvegga álna þykkur snjóskafl, s«un
sprungið hafði og fallið á hann ofan, en hund-
I urinn hefir líklega runnið á undan og því ekki
orðið fyrir hinu sama.
Bessastaði'• 17. april 1907.
Tíðarfar. Góð vorveðrátta hefir verið undan-
farna daga, alveg rigningarlaust og heiðríkja
stundum.
2 fyrirlestra um páfann og katólska guðs-
menn hélt Þorsteinn Björnsson, cand. theol. ný-
legá í Reykjavík. Var gerður hinn bezti rómur
að máli hans.
A skirdag vígði ,,kristilegt félag ungra manna“
nýtt samkomuhús við Skólastræti. Var þar
margt manna samankomið. Ræður héJdu: dó-
Cent Jón Helgason og síra Friðrik Priðriksson.
168
hættan var svona yfirvofandi, því að hann hlyti þá að
ihafa gert einhverjar ráðstafanir sér til varnar.
„Og þú ímyndar þér, að fjandmaður hans hafi fal-
•izt í svefnherberginu allan tímann“, mælti Stanhope.
_Já, að honum óaðvitandi“, svaraði Hollister. „1
stað þess að fara beint út, hefir hann farið inn í svefn-
herbergið, er hann gekk brott, og hefir faðir þinn eigi
veitt því eptirtekt, þar sem hann var þá önnum kafinn
• og var annars hugar. — En þegar hann kom aptur úr
kirkjunni, hefir hann rekizt á fjandmann sinn, og eigi
getað forðað sér“.
„Sé þetta rétt“, svaraði Stanhope, „ætti faðir minn
alls eigi að hafa farið inn í svefnherbergið allan þenna
tíma. — Þetta er eigi óhugsandi; hann frestaði aldrei
því sem gjöra þurfti, og hefir því klætt sig brúðguma-
fötunum þegar, er hann kom frá morgunverði. — Svo
hefir hann ritað bréfin, og þegar jeg vitjaði hans, stóð
hann upp frá skrifborðinu sinu, greip hattinn og glófana
sina, og varð mér samferða, án þess að mæla orð frá
munni“.
„Hann hlýtur að hafa ímyndað sór, að fjandmaður
hans væri löngu farinn brott úr húsinu“.
„En hvernig gat ofurstinn skotið úr skárnmbyssunni
hafi hann fengið vesliugs föður tnínum hana fjórum kl.
tímum áður?“
„Faðir þinn lrefir ef til vill hafnað gjöfinni“, mælti
Hollister, „og ef til vill hefir ofurstinn að eins fekið
skammbyssuna upp, og látið hana svo renna ofan í vasa
sinn, og það þyki mór Hklegast“.
„Og þegar menn æddu inn á skrifstofuna, er skotið
heyrðist“, mælti Hollister enn frernur, „hefir hann getað
165
Var nú baráttunni loks lokið? Átti hún nú eigi að
fá að halda þessu heimili? Mátti hún nú eigi fylgja löng-
un hjarta síns, og setja upp gullhringinn, sem Stanhope
hafði gefið henni?
En hvar var Stanhope, og hvernig gat staðið á þvi,
að hann var að tala við fjandraaun föður hennar?
Það greip hana einhver hræðsla, og hún lagði eyr-
un að, ef einhver hávaði heyrðist.
Þegat- klukkan var langt gengin til ellefu, kom Flora
heim; en það var komið miðnætti, er hún heyrði Stan-
lrope koma upp stigann.
En hann var ekki einn! Hver gat það venð, sem
með honum var?
Glat það verið, að það væri bólugrafni maðurinn?
Hún spratt upp, og gekk fram að hurðinni í gang-
inum, en brosti þá að hræðslunni í sjálfri sár, því að hún
heyrði, að Stanhope nefndi þá nafn Hollister’s aptur og
aptur
Hvað Hollister gat verið að vilja, þegar orðið var
svona framorðið; vissi hún ekki; en ástvinur hennar var
heill á húfi, og fór hún því að hátta, og var nú afar-
þakklát í huga.
Hún sofnaði brátt, og drevmdi um töfrandi ástar-
sælu; en vinirnir sátu nú í herhergi Stanhope’s, og töl-
uðu þar um alvarleg málefni.
Eins og áður er getið, bafði Hollister látið í ljósi
þá skoðun sína, að hr. White hefði ekki verið einn, er
hann andaðist, en að Deering væri valdur að dauða hans.
Þetta hafði fyrst haft mikil áhrif á Stanhope, en
hann var nú farinn að jafna sig, og hlustaði nú með at-
hygli á röksemdir þær, er vinur hans hafði fram að færa.