Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1907, Blaðsíða 2
70 Þ JÖÐTILJINN mýktina öllu erleudu, sem alþýðan sýn- ir þeim. Einkunnarorð fyrir lýsingu á þessu lundarfari Islendinga gætu verið þessi: „Tvisvar hefir hundur þinn runnið til Róms og mundi renna hið þriðja sinn“. Uppruni þess er auðþekktur. Það er brennimark ánauðarinnar. Afleiðingin er auðsæ. Hún er lítils- virðing. Nú væri eigi all-lítið undir því kom- ið, er hinir dönsku gestir koma í sumar, að íslendingar sýndu þeim höfðinglega gestrisni, að þeir yrðu alúðlegir og örlátir húsbændur á heimili sinu, en ekki auð- mjúkir þrælar. Fleiri hafa auðsjáanlega tekið eptir þessum skaplesti tslendinga en jeg og bera kviðboga fyrir því, að Bjarni verði sannur að skreitni, fyrir vísuna: „Kongs- þræiar islenzkir aldregi voru“. Það sé jeg á visum Stefáns G. Stefánssonar, helzta skálds Yestur-íslendinga. Þær eru svo: Þeir sögðu áður íllt um hann sem upphafs-lið í prett og tjóuum'. Og niðri fyrir flostum brann, hvað fast i sig hann læsti klónum. Þeir sku ’ann Auð með eigin sjón — og af því fór þoim iika’ að volgna — sem átti marga milljón, að miklu leyti frá þeim stolna. En bærinn hafði búizt um, þvi hezta tjaldað á hans götum. Með fólk i þvögu’ og þyrpingum, öll þjóðin gekk í spari-fötum. Og kropið hafði þegn og þing, með þakkargerðum, við hans stóla, og blessun fyrir blóð-pening — hans bóta-gjöf til kirkju’ og skóla. En þakklætið ei þangað rann, né þrotin björg, sem á bann sníkti. — Að geta orðið eins og hann, var óskin, sem hjá flestum rikti! Því sérhvert vald og upphefð er oss öfundsvert, hvað ljótt sem grunar — og annars vonzka er verst sem þér þinn vesaldómur fyrir munar. Að stela aldrei fólki frá. Er fornyrði, og ílit að sanna. En það. som falsið fellur á, er fyrirlitning þorra manna. — Nú fanst mér grenja glópur hver, sem gapti uppi’ á stétt og haugi: „Sko, allt vort fjas um flekk á þér var fyndni tóm — og sagt í spaugiu. Námsmenn vorir i Khöfn bera kvíð- boga fyrir því sama. Jeg hef heyrt, að þeir hafi nýlega leikið gamanleik, sem lýtur að þessu. Er þar hennt gaman að þessari þjóðaratiðmýkt. Meðal annars er lítið siglt skáld látið flytja konungÍDum kvæði. Þar í er þetta: Glamntr í gómstáli, gneistar af hugbáli, verður að vátáli vegurinn ginnháli. Fimbul fónandi flytjum sónandi, hvelt og hrynjandi, hljóuistef drynjandi. Heilsar mildingi. mætum sildingi, dýrum döglingi. dönskum öjlingi kona, mey, móöir, maður, son, bróðir, aular og fróðir, íllir og góðir. Jöfur er kostflestur og kynbeztur, eldi áls hlesstur sem æðsti prestur. Fjáður fær sigur með fimbulvigur, hraustur, hár, digur og hermannligur. Fylkir hinn fulldanski! fáikinn er kykvendi. Enginn etur hann. ekkert getur hann. Sjáðu svífandi segulblaktandi Dannebrog drottnandi dingla yfir íslandi. Votling hvað veldur, vatn, loft, jörð, eldur, grasið, grjót, keldur, garðar og sjálfheldur dæsi og háhlymji, hvæsi og þrárymji, þræsi og gljáglymji, glæsispá ymji. Yel sé þeim, sem minna mörlandann á, að hann getnr sýot gestum sínum fulla hæverzku, þótt honum vaxi ekki rófa. Eysteinn. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.“ K.höfn 16. apríl. Rússland. Þrætan milli Stolypins og Golivins er útkljáð. Bretland. I gær var hafinn nýlendumálatund- urinn i Lundúnum. Við þá athöfn hélt Bannerrnann ræðu. Fundin sækja allir ráðaneytisforsetar brezku nýlendanna: Botha héit ræðu á hollenzku og vottaði Englendingum holl- ustu Transwaals búa. Svíþjóð. I fyrra var stofnað félag i Gautaborg, er ætlar aö reka fiskiveiðar við Island. Þet.ta félag sækir um 50 þús. kr. úr ríkis- sjóði. Danmörk. A. T. Möller hefir höfðað mál gegn Tuliniusi. Konungshjónin fara til Kristjaníu í lok þessa mánaðar. Khöfn 18. apríl kl. 6 e. m. Frá Danmörku. I dag var rikisþinginu slitið. Ekki var neitt útkljáð um sveitarstjórnarlaga- frumvarpið og tolllagafrumvarpið. Hannes Hafstein og Jón Magnússon korriu hingað á þriðjudaginn. Hafstein var i konungsboði í gær. Umbótaflokksmenn hafa tilnefnt. í milli- landanefndina: A. Thomsen, forseta ífóiks- þinginu, og A. NlelseD, enuurskoðunar- mann ríkisreikninganna. Sameinaða eimskipafélagið ætlar að senda nýtýzku gufuskip, með rúmi fyrir 100 fatþegja, til íslands, um leið og „Birma“ fer. Frá Mexieo. Mikill landskjálfti í Mexico. Margir menn hafa týnt lífi og margir hlotið meiðsli. XXI., 18. Khöfn 18. apríl kl. 10 e. m. Frá Danmörku. 34 þingmenn úr ríkisþinginu hafa gef- ið sig fram til Islands fararinnar. Þeir eiga að vera 17 úr landsþinginu, en 23 úr fólksþinginu. Meðal þingmanna úr fólksþinginu má nefna: A. Thomsen forseta, Anders Niel- sen, endurskoðuDarmann ríkisreikning- anna, Bluhme kommandör, Blem ogZahle. Meðal þingmanna úr landsþinginu: Bramsen fyrverandi ráðherra, AlfredHage, Goos og Madzen Mygdal, endurskoðun- armann ríkisreikninganna. Skrifstofustjóri ríkisþingsins verður með. Jafnaðarmenn hafa ekki ákveðið onn þá, hvort nokkur úr þeirra flokki taki þátt í förinDÍ, eða ekki. Khöfn 19. apríl kl. 7. f. m. Jafnaðarmenn ætla ekki að vera með í Islandsförinni. Þeir hafa tilnefnt í millilaudanefnd- ina P Knudsen. Dauöasyndin. Leikfélag Reykjavíkur er nú að leika leik með þessu nafni. Er höf. þýzknr og heitir fullu nafni Otto Ernst Schmidt, en höfundar nafn han3 er Otto Ernst. Efni leiksins er barátte ungs gáfu- manns við þjóðlygar og hræsni. Eru það trúmálÍD, sem höf. tekur hér til meðferð- ar og liggur efnisvalið í því, að Þjóðverj- ar eru langtum þrÖDgsýnni en vér í þeim málum og óþolsfyllri. Hér álandimundi liggja miklu nær að taka eitthvað atinað ástfóstur þjóðlyga og hræsni. Þó berum vér svo mikil kennzl á trúaróþol, að vér getum vel skilið verkið. Er og leikritið vel gert að öllu leyti. Mannfélagið læt- ur ekki á sér standa að heyja féránsdóm yfir honum og gera manoorð hans og at- vinnu upptækt. Þá drýgir haon dauða- syndina til þess að þjarga lífi konunnar sinnar. En dauðasyndin er að selja sannfær- ing sína. Dauðinn einn máhreinsa tuinn- ing þess manns, sem slíkt hefir gert, það er að segja ef hann býr sér sjálfur bana. Og dauðinn þaggar niður samvizkubit hans af því að dauðinD þaggar allt. En heillar æfi starf til yfirbótar er hið eina, sem getur þvegið skugga dauðasyndar- innar af sál maDnsins. — Þetta er sýnt í leikuum, Jens Waaye leikur þenna mann mjög vel og víða ágætlega. Skal jeg nefna sem dæmi, þegar hann er að selja sig, er reiðin verður öllu öðru yfirsterk- ari. Þetta varð svo eðlilegt hjá leikand- anum að áhorfendum hnykkti við, alveg á sama hátt eins og verður, þegar menn sjá einhvern verða ofsareiðan í alvöru. Quðrún Indriðadbttir leikur konuna mjög vel. Verður ekki á betri leik kosið en hjá henni, þar sem bamið er að deyja og hún vanmegnastí bardaganum. Tengda- foreldrarnir eru rétt vel leiknir. Það gera þau Þóra G-uðjohnsen og Jón Kristjánsson. Hlutverk hennar er lítið, en laglega Jeyst af hendi. Hann hefir ekki getað náð vel alvarlegu sniði verzlunarherrans, sem er guðsþjónum þóknanlegur og sér um sinn J

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.