Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1907, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1907, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minns I 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — 1= Tuttugasti og íyesti ákgangub. =1-.=— |= RITSTJÓKI: SKÚLI THORODDSEN. =»■ Uppsögn skrifleg, ógild nema komið s'e til útyef- anda fyrir 30. dag júní- mávaðar, og kaupandi I samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 28. Bessastöbum, 15. JÚNÍ. 19 0 7. Útlönd. Til viðbótar við útlendu fréttirnar i símskeytuDurn, tkal þessara tíðinda getið: Danmörk. Ný látinn er í Kaupmanna- böfn merkur þingmaður, K. L. Fogtmann að nafni. Dönsk kona, frú Gadd að nafni, hef- ir nýlega verið sæmd rússneskri heiðurs- orðu fyrir hreysti og hugrekki. Hún var gipt rússneskum sjóliðsforingja, er harðist í ófriðnum miili Rússa og Japana. Kona hans fylgdi honum og dvaldi með hon- um í Port-Arthur. Hún stundaði særða menn með mestu urahyggjusemi og var einu sÍDni stödd í all-hættulegri sjóorustu. Dess konar orður hafa að eins fimm kon- ur fengið áður. Mjög margir rússneskir flóttamenn komu í fyrra mánuði til Esbjærg. Þeim hefir verið vol tekið af dönskum jafnað- | armönnum. 11. maí brann þriðji hluti þorpsins j Kristrup, sem er í nánd við ítanders, til j kaldra kola. Eldurinn hefir valdið miklu tjóni og 50 fjölskyldur eru húsDæðislausar. Svíþjóð. ‘26. maí síðastl. voru liðin 200 ár frá fæðingu náttúrufræðingsins Linné. Hefir því verið mikið um hátiðaböld, eink- um í bænum Upsala, þar sem Lrané dvaldi j lengi, sem prófessoi við háskólann þar. Bretland. Bússneskir uppreisnarmenn korau í maímánuði (il Lundúna, til þess að halda þar fund. Allt af eru leyni- lögieglumenn frá Rússlandi í hæluuum á þeim. Mikla undrun og eptirtekt hefir það vakið, að ein af frægustu leikkonum Breta, Ellen Terry að nafni, hefir nýloga giptst ungum AmeríkumanDÍ. Hann er 32 ára, en hún yfir sextugt. Hún á uppkomin börn, sem eru eldri, en rnaður liennar. Stærsta farþegjaskip í heimi er nýlega hlaupið af stokkuuum í Englandi. Það heitir „Adriatic“. Lengd skipsins er 690 fet, breidd 75 fet og dýpt 50 fet. Það er 25000 smálestir og h'»fir rúrn fyrir 4000 farþegja. Nýlega dvaldi í Lundúnum frægasti kafari heimsins. Hann heitir Speedy. Hann stÍDgur sér úr 130 feta hæð og hef- ir fengið 134 orður, fyrir íþrótt sina. 63 mannslífum hefir hann bjargað og fong- ið jafn margar orður fyrir það. Rússland. Mikla gremju hefir það vak- ið hjá rússneskum ættjarðarvinum, sem mj-ndað hafa féiög víðs vegar um landið, að Stolypin hefir bannað þeim að halda samkomur sínar. Þeir hafa dreift, fiug- ritum um allt Rússland til að mítmæla og ávíta þetta atferli. Eldur kom nýlega upp á járnbrautar- stöð í Czarskoje Selo í nánd við þau her- bergi, er keisarinn dvelur í, þegar hann er þar staddur. Húsbúnað’num, sem var mjög verðmætur, var bjargað og settur í geyrnslu í rammbyggðri höll þar í nánd. Otal verðir voru settir til að gæta hans, dag og nótt. Samt sem áður var öllu stolið og skrifað á miða: „Næ9t sækjum við keisarannu. VerkmannadagÍDn 1. maí síðastl. neit- uðu 93 þús. verkamenn að vinna í 236 verksmiðjum í Pétursborg. I Ríga neit- uðu 15 af 25 þúsundum að vinna. Lög- reglumenn ætluðu að þröngva mönnum til vinnu, en var ekki hlýtt. Einn lög- reglumaður var skotinn til bana, þegar átti að setja tvo verkaraenn í fangelsi. Ekki hofir vorkinönnum vorið hognt í neinni borg í Rússlandi, fyrir framkomu sína 1. mai, nema í Ríga. Þar á að reka 15 forsprakka í útlegð til (Jralfjallanua, en 200 hafa orðið að borga sekt. Allt af lielzt sama stjórnleysið í Odessa. Einkum verða GyðÍDgar fyrir miklum á- rásum, sem fyr. Þeir eru meiddir og drepnir daglega og skotið á hús þeirra. Allir halda sig inni i húsum og öllum búðum er lokað. Lögreglumenn livetja blóðhundana miklu fremur til þeirra ó- dáða, en hegna þeim fyrir það. Frakkland. Ekkert varð úr miklu upp- þoti, sem menn höfðu búizt við, verk- manuadaginn 1. maí. Þó höfðu margir safnast saman hjá verkmannasamkundu- húsinu i Paris og ienti þeim í deilum við lögregluna, 700 manns voru hneppt- ir í varðhald. Ungur maður frá Rússlandi hleypti nýlega úr skammbyssu, frá þakinu af götuvagni, á herdeild, sem gekk þar fram hjá. Samferðamenn hans hentu honum niður á götuna og þyrptist skríllinn þar utari að honum og misþyrmdi honum, svo hann beið bana af. Haldið var að hann væri stjórnleysingi. Ný látinn er i Prakklandi merkur rit- höt'undur, I. K. Huysmann að nafni. Þýzkaland. Snemma í maímánuði vildi það slys til, að gufuvagn og rafuiagns- j vagn rákust á, í nánd við Berlin. 2 menn j biðu þegar bana, en 4 hlutu banasár, 15 I urðu meira eða minna særðir. I 3. fyrra mánaðar kom upp eldur í nánd við höfnina í Hamborg. Mörg vörugeymslu- hús brunnu. Skaðin rnetinn 4 millj. mörk. 4. sama mánaðar kviknaði einDÍg í vörugeymsluhúsuni í borginni Breinen. úegna hvassviðris breiddist eldurinn tölu- vert út. Skaðinn er metinn 6 millj. mörk. Herrétturinn í Slesvík kvað nýlega upp dóm ytír Petersen undiiforingja, fyrir j svivirðilega meðferð á nýliðum. Hann var dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Peter- sen þessi er vondur maður og grinnnur. Sem dæmi má nefna, að hann eitt sinn neyddi nýliða, sem í ógáti hafði lirækt á gólfið, til að sleikja það upp. Belgía. Mikið uppþot var hjá áheyr- endum á þingfundi í borginni BrússeL Astæðan til þess var, að stjórnÍD hafði tekið burt frumvarp um stj'tting vinnu- tíma. Lauk ekki óróaouin fyr en forseti var neyddur til að slíta fundi. Indland. Uppþot og óeyrðir eru í mörg- um héruðum á Indlandi. Yirðast stúdent- ar þar vinna mikið að æsingum gegn Eng- lendingum. Bretar hafa sent her á móti uppreisnarinönnum og hefir foringi þeirra verið handtekinn. Margir halda þó, að það verði til að æsa uppreisnarmenn enn þá meir. Yirðast horfurnar vera þar all- ískyggilegar, þó að ekki horfi til eins al- mennrar uppreisnar og 1857. Ræningjar og þjófar eru á hverri þúfu og onginn ó- hultur um líf og limu. 34 ræningjar hafa þegar verið hándteknir. Bandaríkin. Læknafundur var nýlega haldinn í borginni Washington. Prægur tæringarlæknir, Knoph að nafni, kom með þá tillögu til lækna, að stytta tæringar- veikum sjúklingum, sem lægju fyrir dauð- anum, ptundir, með svefnlyfi. Sjálfur kvaðst hann gjöra það og áliti það helga skyldu allra lækna að fylgja dæmi sinu. Mexieo. I öndverðum maímánuði kvikn- aði i koparnámu við Yelardena í Mexico. 107 manns biðu bana, en 17 komust lífs af. Brazilia. Stjórnin í Braziliu hefir bann- að Louis frá Orleans, sem er ný kominn til höfuðborgarinnar að stíga fæti sínum þar á land, þrátt fyrir það að hann er Braziliskur borgari. Hann er barnabarn keisarans Dom Pedros, sem var rekinn frá rikjutn 1889. Hervörður hofir verið settur til að gæta straDdarinnar í höfuð- borginni og varna honurn landgöngu. •........",.... JC>ing,málaívin(lvix* var haldinn í Stykkishólmi 5. júní. Þingmaðurinn hafði haft mikinn viðtúnað og ætlaði alls ekki að láta sigurinn ganga úr greip- um sér. Fundarboðið var orðið þannig, að ekki var hægt að skilja það öðruvisi on svo, að fundurinn væri eÍDungis haldinn fyrir Stykkishólm. En þrátt fyrir það þótt Lárus léti stnala fylgifiskum sínum úr Helgafellsveit, var samþj'kkt svolátandi tillaga, samhljóða blaðaávarpinu: rFundurinn krefst þess, að i ráðgerðri millilanda nefnd um sambaDdsmál vort við Dani, verði ekki samið á öðrum grundvelli en þeim, að Island sé frjálst sambandsland við Danmörku, og að kveðið verði á um það með sambands- lögum, er ísland taki óháðan þátt í, hver málefni hljóta að vera sauieigin- leg mál þess og Danmerkur, en að Is-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.