Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1907, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN.
111
XXI., 28.
Otto Monsted*
danska smjörlíki
er bezt.
hag sem vildi’ og heillir lýða
hverra, 9em að til fekk náð.
Yesturlandsins brúða blóm,
sárt er þig und svörð að hylja,
sú er bót, að herrans vilja
npp þú ris við alvalds hljóm.
Lifðu sæl i ljóma bliðum,
laus við þrautir bak við hel.
Drottins til i friði fríðum
Farðu kæra Guðný vel.
Sighv. Gr. Borgfirðingur.
Qtteimspekisprófi.
lauk Páll Sigwðísson stud. theol. 29. f. m., með
ágætiseinkunn.
Próf i rafmagnsfræði
lauk nýlega Guðni. Jðnasson Hlíðdal í Þýzka-
dandi með ágætiseinkunn.
Próf í læknisfrœði
hefir Hrefna Finnbogadóttir tekið í Chicago.
.Það er fyrsta íslenzka kona, sem það próf hefir
tekið.
JFyrri Iiluta lœknisprófs
hefir Gunnlaugur Claesen tekið með 1. ein-
kunn.
Bessastaðir 15. júní 1907.
Tíðin hefir verið köld undanfarna daga, en
heiðskírt og sólmikið daglega.
Skipaferðir. Thorefélagsskipið „Sterling11 fór
morður um land þann 9. þ. m. með um 50 far-
þegja. Flestir voru þeir fulltrúar á stórstúkuþing,
sem í ár á að haldast á Akureyri/
„Lára“ fór til Vesturlands daginn eptir. Meðal
ifarþegja var ritstjóri þessa blaðs, til ísafjarðar.
Borgarafundur var haldinn í Beykjavík 5.
þ. m. Blaðamannnfélagið hafði boðað til fundar-
ins og var umræðuefni: raflýsingamálið. Eptir
allmiklar umræður var samþykkt svohljóðandi
tillaga, frá Ara ritstjóra Jónssyni:
„Fundurinn skorar á hæjarstjórnina að
kjósa nokkra sérfróða menn i nefnd, til þess
að segja álit sitt um raflýsingatilboð það, er
fyrir bæjarstjórninni liggur, og ráða málinu
ekki til lykta, fyr en borgarar bæjarins hefðu
útt kost á að kvnna sér álit þeirrar nefndar.
Bæjarstjórnin fór ekki eptir þessari tillögu,
en samþykkti á fundi þann 7. þ. m, að taka
tilboði frá Thor Jensen, Eggert Claesen & Co.
Það var samþykkt með 8 atkv. gegn 4.
1. þ. m. lézt úr tæringu i Reykjavik Helgi
Sigurður Þórðarson frá Hólabrekku. Hann var
um tvítugt.
Nýr Faxaflóabátur er væntanlegur bráðlega !
frá Englandi. Hann á að heita „Reykjavík9 * 11, en i
verður miklu stærri og hraðskreyðari en sá fyrri. j
Nefndin, sem gengsi fyrir samskotum til
standmyndar Kristjáns konungs, hefir falið Einari
Jónssyni að búa til myndina.
Reykvíkingar héldu „Vestmannafagnað11 þann
8. þ. m. i Báruhúsinu í R.vík. Þar vor haldn-
ar ræður og sungin ættjarðarkvæði og höfðu menn
hina beztu skemmtun af.
...rf, ■ , i i i . i I .Tff ii.mii.in L ■ ■-
THE
North British RopeworK C?y. L^.
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og fxrir
Manila, Coees og tjörukaðal,
allt úr bezta efni, og sórlega vandað.
Biðjið þvi ætíð um KJx*kcalci..y
fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim,
sem þór verzlið við, því þá fáið þér það,
sem bezt er.
12
.„Þetta hefi eg aldrei heyrt“, svaraði frú Moore.
.„Mór er ókunnugt um, að hann hafi nokkurn sinni átt
■börn“.
„Það er mér þó nær að halda! En hvernig var það?
Það var víst dóttir, en ekki sonur; já nú man jeg það;
dóttir var það“.
Frú Moore stakk þessu hjá sér, og ásetti sér, að
komast betur eiptir öllu þessu við tækifæri.
Meðan er þessu fór fram, skemmti Friðrik Musgrave
:sér við dansinn, og gekk síðan inn 1 hliðarherbergi, er
var áfast við dans-salinn, og fylgdist Susie þangan með
honum, og fór að inna eptir lifnaðarháttum hans, og
f ram tí ðarhorf um.
„Mér er engin launung á því“, mælti hann, „að
mig fýsir mest af öllu að verða frægur sjónleikahöfund-
ur, en þvi miður fellur töðurbróður mínum það eigi sem
bezt“.
„Þið eruð ef fil vill opt sinn á hvorri skoðun?“
imælti unga stúlkan.
„Ekki get eg beiint sagt það“, svaraði Friðrik „í
raun og veru semur okkur ágætlega. — því er nú þann-
ig háttað um hann, að hann er jafnan á öðru rnáli, en
eá, er við hann úalar. — TTm visindalega starfsemi mína
er honum lítið gefið, og jeg hygg nú reyndar, sannast
að segja, áð þó að mér væri boðið, að vera forsætisráð-
herra, og jeg þæði það„ myndi hann ekki vera ánægð-
ur með það“.
„Semur ykkur þá ekki ílla, fyrst lundareinkenni
ykkar eru svona ólík?“
„Ó nei“, svaráði Friðrik. „Jeg er farinn að venj-
ast öllum kenjum hans, og læt hann því ráða. — Stund-
9
Rectorinn kvaddi nú, en í stað þess að fara rakleið-
is heim til sín, fór hann til næstu póststöðvar, og sim-
ritaði — á sjálfs sín ábyrgð — til Friðriks Musgrave, sem
staddur var í Lundúnum.
Hann hefði getað sparað sór þá fyrirhöfn, því að
þegar símskeytið kom þangað, er Friðrik átti heima, var
hann að skemmta sér með kunningjum sínum, og er hann
kom heim til sín löngu eptir miðnætti, var föðurbróðir
hans dáinn fyrir nokkrum kl.tímum.
Annar kapítuli.
Hvert augnablikið í lífi voru færir oss nær gröf-
inni. — A hverri sekúndunni fæðist einhver, og ann-
ar deyr.
Yér getum eigi hryggzt með hverjum, sem hrygg-
ur er, nó glaðst með hverjum, sem glaður er. — Það
myndi taka of mikinn tíma.
Það var óheppilegt, að Friðrik Musgrave skyldi sitja
að miðdegisverði, í hóp kunningja sinna, þegar föður-
bróðir hans dó.
En það var jafnan glatt á hjalla í húsi Moore’s hers-
liöfðingja, er gestir voru boðnir, því að hjónin höfðu bæði
yndi af heimboðum.
Kona hershöfðingjans, seinni konan hans, var tutt-
ugu og fimm árum yngri, en hann, og var Susie, stjúp-
dóttir hennar, fullra 18 ára að aldri. — Frúin var stjúp-
dóttur sinni rnjög góð, þó að hún ætti sjálf fjögur ung
börn. — í heimboðunum var þvi jafnan eitthvað afung-
um, efnilegum karlmönnum, sem eigulegir þóttu, og gætti