Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Blaðsíða 6
126
ÞjÓÐVILJIN N
XXI., 31.-32.
maí 1859. — Foreldrar hans voru: Krist-
ján Arngrímsson, bóndi að Krumshólum,
og Steinunn Hansdóttir, og ólst Magnús
sálugi upp að Krumshólum, unz hann var
um tvítugt, og fluttist til ísafjarðarkaup-
staðar árið 1882.
2. nóv. 1889 kvæntist hann eptirlif-
andi ekkju sinni, Margréti Grunnlögsdótt-
ur, og eignuðust þau alls 5 börn, og eru
’þrjú þeirra látin, en tvö á lífi: Grunnlaug-
ur, á 14. ári, og Una, á 13. ári.
Magnús beitinn Kristjánsson var at-
orku- og dugnaðarmaður, og verkmaður
mikill, bæði á sjó og landi. — Stundaði
hann, meðal annars, formennsku á opn-
um bátum, og fórst það vel úr hendi. —
Hann var og sparnaðar- og fyrirhyggju-
maður, og komst því einatt fremur vel
af í efnalegu tilliti. — Keisti hann sér
snoturt íveruhús í ísafjarðarkaupstað, tvi-
lypt og járnvarið, 9—j—14 al. að stærð, og
bjó hann þar til dánardægurs.
Siðustu ár æfinnar var Magnús heitinn
mjög beilsutæpur, og dró það, sem eðli-
legt var, úr starfsþreki hans og lífsgleði.
Má að Magnúsi heitnum telja rnikla
eptirsjá, ekki eldra manni.
Frá ísafirði
er „Þjóðv.“ ritað 26. júní þ. á.: „Tíðin hefir
verið hér fremur köld, og í nótt, sem leið, snjóaði
á fjöllin. — Vogna kuldanæðinganna, og þurr-
viðranna, er grasspretta enn mjög skammt kom-
in, svo að kýrnar gera enn lítið gagn. —• Síðan
á hvítasunnu hafa a/iabrögð verið í betra lagi
íytri verstöðunum við Djúp. — í Bolungarvík hafa
sumir vélabátarnir saltað úr 70 tn., síðan á pásk-
um, og í Hnífsdal hefir einn vélabáturinn jafn
vel saltað úr 110 tn.; á hinn bóginn hafa þó
sumir vélabátar að eins saltað úr BO—40 tn., og
svipaður afli er á sexæringa fvélalausa), sem úr
Bolungarvík ganga; en þoir eru nú fáir, þar sem
vélabátunum fer æ fjölgandi. — Hrognkelsaveiði
var lítt stunduð við Djúp í vor. og var þó all-
mikil hrognkelsagengd um Djúpið; notuðu flest-
ir frysta sild framan af vorinu, en síðan hefir
jafnan fengixt ný síld til beitu. — Kúfisk var
einnig beitt að mun, og færðu Önfirðingar
mikið af honum norður að Djúpi“.
Úr Sléttuhreppi (Norður-lsafjarðarsýslu)
eru þessi tíðindi 24. júni siðastl.: „Vetrar-
afli brást gjörsamlega að heita mátti, svo að þeir,
sem mest öfluðu, höfðu að eins saltað úr 4 tn.,
er vika var til páska. — Vorvertíðin hefir á
hinn bóginn lánast fremur vel, og hafa mótor-
bátarnir, sem nú ganga fimm úr Aðalvíkinni,
saltað úr 40—50 tn.; en á róðrarbáta er mestur
afli úr rúmum 20 tn.
Eggjatekja varð mikil, en spilltist þó mjög
i norðanhretinu litlu fyrir miðjan júní, er snjór
kom á allar sillur, þar sem bjargfuglinn verpir.“
Drukknun
Síra Sveinn Eiríksson á Ásum í Skaptártungu
drukknaði í Kúðafljóti 19. júní síðastl. — Hann
var einn á ferð, og ætla menn, að hannbafirið-
ið yfir fljótið nokkru ofar, en vaðið er, og fannst
hann rekinn á eyri skammt þaðan, sem oghest-
urinn, er hann hafði riðið.
Síra Sveinn var fæddur 4. ágúst 1844, varð
stúdent 1878, og tók embættispróf á prestaskól-
anum árið 1876, og vígðist sama ár til Kálfa-
fells á Síðu, en fékk veitingu fyrir Sandfelli í
Öræfum 1878, fyrir Kálfafellsstað 1887 og Ás-
um í Skaptártungu 1892.
Frá 1886—1891 var síra Sveinn Eiríksson
þingmaður Austur-Skaptfellinga, en tók þó
ekki mikinn þátt í þingstörfum. Ekkja hans er
Guðríðwr Pálsdðttir, prófasts Pálssonar í Hörgshlíð
(ýl861), og meðal barna þeirra hjóna eru
stúdontarnir Páll og Qásli.
Misliugar.
Frézt hefir, að mislingar geri vart við sig í
Stykkishólmi, og fór fíwðm. Björnsson, landlækn-
ir, þangað með „Vestu“ 2. þ. m., til þess að
gera ráðstöfun gegn útbreiðslu veikinnar, ef
gjörlegt þykiv. ____________
Gcðveik stúlka drekkir sér.
Unglingsstúlkan Sigriður Guðmundsdóttir frá
ísafirði, dóttir Guðm. sáluga Ebenezerssonar á
ísafirði og eptirlifandi ekkju hans Kristjönu
Quðmundsdóttur á Isafirði drekkti sér 1. júli þ.
á. — Hún hafði verið á geðveikrahælinu á Kleppi
síðan snemma í júnímánuði, og hafði komist þar
út um glugga, meðan er hjúkrunarkonan var að
stunda annan sjúkling. — Stúlkunni var veitt
eptirför, en steypti sér fyrir marbakka, áður en
hún náðist, og var lík hennar slætt upp sam-
dægurs.
Stúlka þessi var eínileg og myndarleg, áður
en hún sýktist á geðsmununnm á síðastl. vetri.
Stórstúkuþing Ooodteinplara
var haldið k Akureyri 18.—22. júní, og sóttu
þingið alls 50 fulltrúar, og voru sjö a£ fulltrú-
unum konur.
Helztu samþykktir stórstúkuþingsins voru
þessar:
Skorað var á alþingi, að samþykkja á yfir-
standandi sumri lö^, um bann gegn vínsölu á
strandferðaskipum, samhljóða frumvarpi því, er
neðri deild alþingis samþykkti 1905.
Saraþykkt var að skora á lækna landsins, að
beita sór fyrir bindindismálið, sem og á „Presta-
félag hins forna Hólastiptis11, að veita bindindis-
vinu'ii þjóðarinnar fylgi til þess, að gera áfengi
landrækt.
Væntanlega atkvæðisgreiðslu um aðflutnings-
bann, sem fram á að fara á næsta sumri, var
ákveðið að undirbúa í öllum hreppum landsins
sumpart með fyrirlestrum, en sumpart með flug-
ritum, er útbýtt sé ókeypis.
Skorað var á alþingi, að lögleiða kennslu í
áfengisfræði — áhrifum áfengis á mannlegan
likama — við alla barnaskóla landsins, og að
24
Og þar sem tekjurnar voru ekki meira, gat það oigi
koniið til neinna mála, að hann færi að festa ráð sitt.
Þegar Friðriki var orðið þetta vel ljóst, féll hon-
um það ílla.
Ekki var hann sömu skoðunar, sem hr. Breffit, að
þvi er það snerti, að frænka hans væri dáin. Honum þótti
það mjög skiljanlegt, að ekkert hafði til hennar spurzt,
þar sem hún vissi vel, að faðir hennar myndi aldrei hafa
fengizt til þe99, að kannast við rnann hennar, sem tengda-
son sinn.
Friðrik sá, að haun varð að hætta, að gera sér all-
ar vonir um Susie Moore, og bakaði það honum mjög
mikla sorg.
Þegar Friðrik kom aptur til Lundúna, fór hann íyrsta
kvöldið í klúbbinn, sem hann var vanur að koma í, og
hittist þá svo á, að Moore, hershöfðingi, var fyrsti mað-
urinn, sem hann rakst á.
Horshöfðingiun rétti honum höndina, setti upp sorg-
arsvip, vottaði honura hluttekningu sína, og mælti: „Mér
hefir fallið ílla, að frétta sorgartíðindin, sem yður hafa
að höndum borið, góði Musgrave minn! Það kom alveg
óvænt! Þér hafið líklega naumast getað kvatt föðurbróð-
ur yðar?“
„Jeg kom ekki til Oxford, fyr en nokkurum kl.tim-
um eptir lát hans“, svaraði Friðrik. „Jeg hafði engan
grun um veikindi hans, og fékk ekki hraðskeytið, fyr en
eg kom heim um nóttina úr heimboðinu hjá yður, og kom
því of seint, þó að jeg færi með fyrstu járnbrautarlest-
inni. — Föðurbróðir minn dó hér um bil um sama leyti,
sem vér vorum að leika gamanleikinn á heimili yðaru.
„Þetta þykir mér leiðinlegt, já afar-leiðinlegt“, mælti
29
að vita, hvaða tilfinDÍngar bærðust i brjósfci hans, og væri
karlmannlegra, að bera mótlætið stillilega. — Gæti og
verið, að hann hefði ásett sér, að velja sér nú lífvænlega
stöðu. „Föðurbróður hans hefir farÍ9t ílla við hann“,
rnælti hún að lokum.
„Hver getur dæmt um það, barnið gott?“ svaraði
hershöfðingjafrúin. Hvernig geta menu væDzt þess, að
gamli maðurinn tæki hann fram yfir einkadóttur sína,
þar sem hann hafði valið sér þá lífsstöðu, sem honum
var ógeðfelld“.
„En hann átti ekki að leyna hann því, að hann
ætti dóttur“.
.Átti hann ekki sjálfur að koma9t eptir því, áður
en hann fór að gjöra sér vísa von um, að verða eiuka-
erfingi föðurbróður síns. — Það er ómögulegt að kenna
í brjóst um mann, sem ætlar öðrum, að gera allt fyrir
sig, en nennir sjálfur eigi að h.eifa á sér litla fingur-
urinn“.
Það var auðsætt að frú Moore gerði sér allt far um
að tala svo um fyrir Susie, að hún væri eigi um of hrif-
in af Friðriki Mu9grave, þó að hún færi að visu fremur
varlega í sakirnar.
Það sást ekki á Susie, hvað henni bjó í skapi, því
að húu svaraði að eins ofur-rólega: „Hann dansar mjög
vel, og þykir mér því leitt, að hann getur ekki verið á
dansleikjunum“.
Enginn stafur sést í neinuru lögum um það, hve
lengi bróðursonur á að syrgja lát föðurbróður síns, og
verður það því að fara eptir tilfinningu hvers um sig.
Friðrik sá nú að vísu mjög eptir föðurbróður sín-
um, en þótti þó eigi ástæða til þess, að neita sér