Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Blaðsíða 2
122 Þjóðviljinm. XXI., 31-32. Björnsson, Árni Þorkelsson frá Greit.a- skarði, Guðm. Finnbooason, Ágúst Jóns- son í Höskuldarkoti, síra Þórður Olafs- son, próí’astur Jens Pálsson, Eyjólfur Gubmundsson, Guðm. Fridjónsson og Lár- us Helgason. Nokkrar breytingartillögur yiðtillögu nefndarinnar, er fram voru bornar, með- an er á umræðunum stóð, voru teknar aptur, áður en til atkvæða var gengið, svo að tillögur nefndarinnar voru sam- þykktar í einu hljóði, og þær eru svo látandi: 1. a. Fundurinn krefst þess, að væntan- legur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna só gerður á þeim grund- velli einum, að ísland sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrótti og fullu valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. — Fundurinn mótmælir allri sáttmálsgerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir voru. b. Furdurinn telur sjálfsagt, að ísland I hafl. sérstakan fána og fellst á til- lögu Stúdentafólagsins um gerð hans. c. Fundurinn krefst þess, að þegnrótt- ur vor verði íslonzkur. 2. Sökum þess, að alþingi var eigi rof- ið, þegar afráðið var að skipa samn- inganefnd í sjálfstæðismálinu, skor- ar fundurinn á alþingi og stjórn að sjá um, að nefndin verði eigi skip- uð fyr af islands hálfu en kosið heflr verið til alþingis af nýju. Snemma dags, áður en fundurinn, hóf9t, hafði fjöldi fundarmanna gengið til Lög- bergs, og hélt cand. mag. Bjarm Jóns- son þar ræðu um íslenzka fánann, sem nefnd var fánavígsla. Að fundarlokum sungu fundarmenn ýms ættjarðarljóð, og síðan skemmtu nienn sér við söng, og lúðrablástur, fram eptir kvöldinu. Auk hinna kjörnu Þingvallafulltrúa höfðu ýmsir brugðið sér til Þingvalla svo að talið er, að alls hafi verið þar 400— 500 manna. Veður var fagurt fundardaginn, og gerir það slíka mannfundi einatt mun skemmtilegri. HJlþingi sett. Mánudaginn 1. júlí var olþingi sett, eptir að guðsþjónusta hafði farið fram í dómkirkjunDÍ. Sira Friðrilc Friðrilcsson prédikaði i kirkjunni. Ráðherrann las upp boðskap konungs til alþingis, og olzti þingmaðurinn Tnjgrjvi bankastjóri Gunnarsson. gekk síðan til forsetasætis, eptirað þingmenn höfðu, sem venja er, hrópað DÍfalt húrra f'yrir kon- unginum. Kjörbréf nýja konungkjörna þingmannsins, Steinrjríms sýslumanns Jbns- sonar, var síðan rannsakað, ogsamþykkt. • Þá var kosinn Jorseti sameinaðs alþing- is og fóru kosningar svo, að kosinn var: Eiríkur Briem, er hlaut 23 atkvæði. Gekk síra Eiríkur siðan til forseta- sætis, og minntist með nokkrum orðum hins látna konungs vors, Cliristjáns IX. Stjórnarandstæðingar greiddu Joh. bæjar- fógeta Joliannessyni atkvæði, sein forseta sameinaðs þÍDgs, og hlaut hann ellefu atkvæði. Varaforseti sameinaðs þings var kosinn: Lárus sýslum.Bjarnason, með 23 atkv. Á hinn bóginn greiddu stjómarand- stæðingar Stefáni kennara Stejánssyni at- kvæði, og hlaut hann alls 12 atkv. Skrifarar í sameinuðu atþinrji voru sið- an kosnir: Hannes ritstj. Þorsteinsson, með 21 atkv. og Guðm. læknir Björnsson „ 20 „ Af stjórnarandstæðingum hlutu síra Sig. Stefánsson 13 atkv. og síra Sig. Jens- son 12 atkv. í kjörhréfanefnd voru kosnir: Skúli Ihoroddsen, með 25 atkv, Steingr. Jónsson, „ 24 -„- Guðl. Guðmur.dsson, „ 23 -„- Lárus Bjarnason „ 23 -„- og Olafur Briem, „ 18 -„- Þá gengu þingmenn efri deildar inn | í fundarsa! þeirrar deildar, og deiidirnar tóku til þingstarfa. í neðri deild stýrði aldursforseti deild- arinnar. Iryggvi bankastjóri Gunnarsson, forsetakosningunni, og var kosinn: Magnus Stephensen, er hlaut 16 atkv. Næstur honum hlaut síra Magnús And- résson 6 atkvæði. Þá voru kosnir varaforsetar neðri deildar: síra Maqnús Andrésson, með 16 atkv., og Iryggvi Gunnarsson, „ 16 „ Stjórnarandstæðingar greiddu Sk. Ihor- oddsen og Olafi Briem atkvæði og hlaut hvor þeirra 6 atkvæði. Skrifarar í neðri deild voru kosDÍr: sira Árni Jónsson, með 16 atkv., og Jón Magnússon, „ 16 „ Síra ól. ólafsson og Björn Kristjánsson ! hlutu, hinn fyr nefndi 6 atkv., og hinn j siðar nefndi 5 atkv. í efri deild stýrði amtmaður Jidíus I Havsteen, sem aldursforseti, forseta-kjör- inu, og var forseti kosinn: Jidíits Havsteen, með 7 atkv. Dr. Valtyr Guðmundsson hlaut 5 atkv. Þá fór fram kosning varaforseta, og voru kosnir: Jón Jakobsson, er hlaut 7 atkv., og Guðjón Guðlaugsson, með 7 atkv. Næst þeim hlutu atkvæði: dr. Yaltyr 4 og síra Sig. Stefánsson 3 atkv. Skrifarar deildarinnar voru, mrð hlut- fallskosningn, kjörnir: BjÖrn Olsen og sira Sig. Jensson. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannahöfn 21. júni 1907. Frá Frakklandi. Óej’rðir í vÍDyrkjuhéruðunum á Frakk- landi vaxa dag frá degi. — Daglega bar- izt á götum í Narbonne, Montpellier og Beziéres. Þrjú hundruð hermaDna hafa gert sam- blástur gegn yfirmönDUin sínum. (Ritsímaskeyti 25. júni segir óspekt- irnar í vínyrkjuhéruðunum farnar að sef- ast, og hermanna-samblásturinn bældan niður). Frá Danmörku. Dómur íslenzka yfirdómsins, er sýkn- aði Jón Einarsson, sem sakaður var um víxilfölsun, hefir verið staðfestur í hæzta- rótti. Hæztaréttardómari Nyholin hefir verið skipaður dómstjóri i hæztarétti, í stað Koch’s. Kaupmannahöfn 25. júní 1907. Frá Kína. Uppreisnin í Kína hefir verið bælÆ niður. Frá Bretlandi. Brezki ráðaneytisforsetinn, Campbell- Bannermann, lagði i gær (24. júni) f'rum- varp tyrir þingið, er fer í þá átt, að laga- frumvörp skuli öðlast lagagildi, þótt lá- varðadeildin hafni þeim, hafi þau þríveg- is verið samþykkt í neðri málstofunni. Frá Þýzklandi. Vilhjálmur keisari ráðgerir að heim- sækja Játvarð, Breta konimg, á komanda hausti. Kaupmannahöfn 27. júni 1907. Konungsförin til íslands. I för með konungi til Dlands á „Birma14' verða Richelieu, aðiniráll, sem er forstjóri „sameinaða gufuskipatclagsins“, N.Ander- sen, forstjóri Austur-Asiufélagsins, Frede- rikseD, forstjóri Ritzau-fregnskeytastof-- unnar, og sagnfræðingurinn Troels-Lundi prófessor. RíkisþÍDgsmennirnir koma á skipinu „Atlanta", sem Austur-Asiufélagið hefir keypt. Frá Russlandi. í gær (26. júni) var átta sprengikúl-- um varpað á flutningslest i Tíflis, er hafðú peninga meðferðis, og var alls rænt 341 þús. rúblna. — Tveir menn biðu bana, eri 50 hlutu sár. K.höfn 2; júlí 1907. Frá Danmörku. í íslandsförina hófir konungur boðið' með sér Lucher, sæmyndamálara, og Laur- itzien, fiskikaupmanni í Esbjærg. Konungurinn frá Siam hefir verið í kynnisför hjá Friðriki konungi, og fer i kvöld. Dómsmálaráðherrann hefir vísað frá kærunni gegn A. T. Möller. Vilhjálmur keisari væntanlegur til Kaup- mannahafnar 3: júlí. Frá Noregi. Norska stórþingið hefir veitt erfingj- um Whathne’s- 10 þús. kr. ársstyrk til ís- landsferða, og sömuleiðis veitt fé, til að’ fá veðurfregDaskeyti frá íslandi. Frá Frakklandi. 620 heirnenn, sem gert höfðu sam— blástur í vínyrkjuhéruðunum, hafa verið sendir suður t'l Tunis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.