Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Side 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Side 6
146 Þjóðviljinn. XXI., 36—37. Otto Monsted* danska smjörlíki er bezt. opnum bátum. — Stilltur maður, og greindur vel. Banamein hans var berklaveiki. 13. júli þ. á. andaðist enn íremur í Arnardal i Skutilsfirði Sœmundur formaður Katarínusson 34 ára að aldri, fæddur 13. maí 1878. — Foreldrar hans voru: Katarínus Sœmundsson, bóndn Árna- sonar í Fremri-Arnardal, og kona hans Ásta Kristjáns/lót.tir, og eru þau bjón enn bæði á lífi húsbjón í Arnardal, en bjuggu lengi á nokkrum hluta þoirrar jarðar. — Af 12 börnum þessara öldruðu bjóna eru nú að eins tvö á lffi: Guð- mundur Sigurgeir, bóndi í Fremri-Arnardal, og Kridjann Jóhanna, ógipt í foreldrarhúsum. Sæmundur heitinn Katarínusson vandist snemma á sjómennsku, og var mörg ár formað- ur, og fórst vel úr hendi, enda var hann laginn til allra algengra verka, mjög lagtækur við smíð- ar, og að mörgu vel gefinn. — Föður sínum, og móður, reyndist hann góður sonur í elli þeirra, og er þeim því að vonum mikil eptirsjá að hon- um, sem og öðrum, er hann þekktu. — Hann andaðist úr langvarandi brjóstveiki. Be8sastaðir 12. ágúst 1907. Sólskin og þurrviðri, hér syðra í þ. m., nema rigningarsuddi þjóðhátiðardaginn 2. þ. m. „La Cour“, skip frá sameinaða gufuskipafélag- ina, koin til Reykjavíkur 29. þ. m., og með því um 60 útlendir ferðamenn. „Laura“ kom úr hringferð kringum landið til Reykjavíkur aðfaranóttina 30. f. m. — Meðal farþegja var héraðslæknir Þórður Pálsson, sem var að flytja sig til læknishéraðs síns í Mýra- sýslu. „Sterling“ kom frá útlöndum, norðan og vest. an um land, 29. f. m. — Meðal farþegja voru: Thor E. Tulinius, frú hans, og 2 börn þeirra bjóna,ungfrúUnnur Thoroddsen, cand. jur.aSveinn Björnsson, og unnusta hans, ungfrú Hansen, frú Agnes Kjödt frá Kaupmannahöfn o. fl. — Enn fremur frá Akureyri konur Guðm. læknis Hannes- sonar, síra Geirs Sæmundssonar og Stefáns kenn- ara Stefánssonar. „Birma“ konungsskipið, lagði af stað frá Reykjavík til ísafjarðar aðfaranóttina 10 þ. m. Með konungsskipinu fóru og herskipin: „Geys- ir“, „Hekla“ og „Islands Falk“. — — Kvöldið áður hafði konungur ríkisþingsmenn, alþingismenn, konur þeirra og dætur, og ýmsa neldri menn úr Reykjavik í boði sínu. „Atlanta11, skipið, sem flutti dönsku ríkis- þingsmennina, lagði af stað frá Reykjavík til ísafjarðar aðfaranóttina 10. þ. m. „La Cour“, ferðamannaskipið, lagði einnig af stað frá Reykjavík aðfaranóttina 10. þ. m. — Með skipi þessu tók sér far til útlanda: Próf- essor Þorv. Thoroddsen, og frú hans. f Aðfaranóttina 7. þ. m. andaðist á Landa- kotsspítalanum etatsráð Köhler, byggingameist- ari i Kaupmannahöfn. — Hann hafði komið skemmtiferð hingað til landsins, en sýktist á Þingvöllum af lungnabólgu. — Lik hans hefir verið sent til Kaupmannahafnar. Danska lltipiex reiöhiólifl er fegursta, og sterkasta reiðhjólið, og rennur fljótast. — Það er skrautlegt, og einkar endingargott. — Bjöllu-stöðvarnar tvöfaldar, og úr haldbezta efni. — Nikkel- húðin beztu tegundar. — Hringirnir frá Schjörming og Arve, eða ósviknir, ensk- ir Dunlop hringir, — Mörg meðmæli. -*» árn sk rifleg ábyrgð, að því er reiðhjólið snertir, nema eins árs ábyrgð á hringjunum. Gætið þess vel, að blanda ekki danska Multiplex reiðhjóliuu saman við þýzka reiðhjólið, sem saujnenft, er. Ef óskað er, sendum vér lýsingu, með myndum, ókeypis, og burðargjalds- fritt. Útsölumanna er óskað, í hvaða stöðu sem þeir eru. lultiplGx fmpori iompagní, Jlutafélag. GI.Kongevejl.C. Kjöbenhavn, B, 48 gamla daga og söng hún lagið þá aptur á þann hátt, sem honum var hugþekkara. _Já, nú kannast jeg betur við það“, mælti hann. „En hvað þetta minnir mig á gamla daga! Jeg gæti i- myndað mér, að jeg væri orðin tólf árum yngri, og að þér væruð orðin, eins og þér voruð þáu. Að svo mæltu fann dr. Drysdale ástæðu t.il þess, að halda dálítinn, hjartnæman ræðustúf, um hverfulleik alls hins jarðneska, og komu þá tárin fram í augun á frú Fenton. „Æ, gæti eg að eins verið nógu góð!“ mælti hiin. „En það er nú hægra sagt, en gjört, þótt ásetninginn hafi eg til þp88u. Þegar frú Fenton kvaddi dr. Drysdale var hún enn með tárin í augunum, og mæltist hann þá til þess, að hún heimsækti sig bráðlega aptur. Á heimleiðinni var frú Fenton fremur hnuggin; en er hii.fi kom til járnbrautarstöðvanna í Lundúnum, hrissti hún sig alla. „Burt með þessa tilfinningasemiu, mælti hún. „Peningarnir eru mínir, enda sannast, að þeir eru rótin til alls ílls, að því er til karlmannanna kemur“. Sjöu.ni(li Isapituli. Hr. Breffit hafði sent Musgrave bréfspjald, til þess að láta hann vita um komu frænku hans, og fór síðan á fund hans. „Frænka yðar er allra yndislegasta stúlkau, mælti hann við Friðrik. flÞér fáið nú brátt sjálfnr að sjá hana, og getið þá dæmt um þettau. Friðrik fór að flissa. „Hvað ímyndið þér yður hr. 53 orðin, og virtist alls ekki gera sér neitt far um, að leyna tilfinningum sínum. Að því er gestina í veiÞ’ngahúsinu snerti, vildi hún vita, hvað manna hver þeirra var, og furðaði sig á þvi, að Friðrik skyldi eigi þekkja þá alla, þar sem hann ætti heima i Lundúnum. „Þegar jeg hefi verið einn mánuð í Lundúnum“, mælti hún, skal jeg þekkja hér hvern mann, og vita glögg deili á hverjum þeirra“. „Sjáið þér gamla, gráhærða manninn, sem situr þarna hjá digru konunni?u mælti hún enn fremur. Ef við vær- um í Australíu, myndi jeg álíta, að þetta væri landstjórinn, en hvað manna hann er í Englandi, veit eg ekki. — Ef til vill er hann þingmaður. — Hann er í íllu skapi, og kann því ef til vill miður að snæða á gistihúsi —Skyldi konan hans hafa neytt hann til þess? Hún hefir ef til vill öll ráðin. — Hana langar til að vita. hvort við er- um hjón. Hún er að gá að því, hvort jeg sé með trúlof- unarhring, en sýnist þér líklega vera svo kurteis við roig, að ólíklegt sé, að þér séuð eiginmaður minn. — En á jeg nú að gera henni grikk?u Að svo mæltu starði frú Fenton svo lengi á kjól kon- unnar, og í augnaráði hennar lýstu sér svo mikil undrun og meðaumkvun, að konan fór loks að ókyrrast á stóln- um og fór að reyna að líta yfir öxl sér. „Eruð þér að dáleiða veslings konuna?“ spurði Friðrik. „Fjarri fer því“, svaraði Laura, „en hún heldur, að kjóllinn sé í einhverju ólagi að aptan, og nú er hún að inna manninn sinn eptir því! _Rugl!“ segir hann, „það er ekkert athugavert við kjólinn þinnu;enhún biður hann þá, að gá betur að“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.