Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1907, Blaðsíða 5
XXI., 51.-52.
Þjóbviljinn.
205
Lítið bættu sýslubátsferðirnar hér úr sam-
göngunum í sumar. — Báturinn hefir optast
komið hingað eina ferð á sumri,' fram og aptur,
«n nú varð ferðin ekki, nema hálf, að eins ein
liér norður, og er oss lítil bót að slíkum sam-
göngumu.
Frá ísafirði
er „Þjóðv.“ ritað 31. okt. þ. á.: „Síðan fyrir
miðjan okt. hafa sjógæftir verið góðar, en frem-
ur tregt um afla, og eru þó hæztu hlutir í Bol-
•ungarvík, siðan í öndverðum okt., orðnir 80—90
kr.; en megnið af afianum er smáfiskur, og ísa,
•og verðið á íiskinum flöttum, en ósöltuðum, 7
aur.j fyrir pd. af þorski'fsmáum, sem stórum), en
-5 aur. fyrir pd. af ísunni“.
Talsiininn til Hafnarfjarðar.
Á fundi, sem eigendur nefnds talsíma héldu
fyrir skömmu, var samþykkt, að selja . hlutafé-
laginu P. J. TluyrsteinKSon & Co. talsímann milíi
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, fyrir 3 þús. króna^
sem er ákvæðisverð hlutabréfanna.
IDrukknun.
2. nóv. þ. á. vildi það slys til, að maður datt
útbyrðis af gufuskipinu „Eljan“, er lá
við bryggju á Oddeyri, og varð honum ekki
bjai-gað. — Maður þessi hót Hálfdnn Halldórsson
■og var úr Fáskrúðsfirði.
Drukknun.
28. okt. síðastl. bvolfdi báti í grennd við Eng-
■ey, og drukknaði annar maðurinn, FAvar Ein-
arsson að nafni, unglingsmaður frá Háholti, bróð-
ursonur Quðm. sál. j^inarssonar í Nesi á Seltjarn-
arnesi. — Tveir menn voru á bátnum, og voru
á fuglaveiðum, en höfðu stígið báðir út í sama
borðið, svo að bátnum hvolfdi. — Hinum mann-
inum, sem hólt sér við bátinn, bjargaði Brynjúlf-
ur bóndi Bjarnason í Engey.
Maðurinn, sem bjargað var, hafði og haldið
hinum á floti við bátinn, en hann var örendur,
er hjálpin kom.
Dönsk flskivciðaútgerð.
Lauritzen, konsúll í Esbjærg í Danmörku, hef-
ir nýlega keypt íshús að Sandgerði í Gullbringu-
sýslu. sem var eign Konráðs kaupmanns Hjálm-
arssonar, ásamt lóð þeirri, er því fylgdi, og kvað
ætla að reisa þar hús, og hafa þaðan útgerð.
Matthías skipstjóra Þörðarson hefir hann ráð-
ið til þess að vera umsjónarmaður fiskiveiðaút-
gerðarinnar.
Ægissiðu-síminn.
Á fundi 29. okt. síðastl. hafnaði sýslunefnd
Árnesinga í einu hljóð’ að leggja fram 12 þús.
króna til símalagningar frá Reykjavík austur á
Ægissíðu. — Sýslunefnd Rangvellingasamþykkti,
á hinn bóginn, með eins atkvæðis mun, að leggja
fram áskilið 8 þús. króna tillag til símans.
Eptir þessum úrslitum getur ekkert orðið úr
símalagningunni, þar sem fjárveiting alþingis
var bundin því skylyrði, að áskilin tillög frá
sýslufélögunum fengjust.
Frá Bíldudai (i Arnarfirði)
eru helztu tíðindin 2. nóv. þ. á.: Mislingar
bárust til Bíldudals með skipinu „Jón forseti11,
er kom frá Roykjavík í öndverðum okt. — Var
einn þeirra manna, er með skipinu voru, xnisl-
ingaveikur, og voru mislingar komnir í fiest hús
á Bíldudal um mánaðamótin okt.—nóv. — Enn
fremur eru og mislingarnir komnir í Patreks-
fjarðarverzlunarstað, og á nokkra bæi í Arnar-
firði vestanverðum.
Haustafli varð fremur óverulegur, í Arnar-
firði, beggja mogin fjarðarins.
Maður drukknar.
Báti hvolfdi á Stöðvarfirði 20. okt. þ. á., og
drukknaði annar maðurinn, sem á bátnum var,
Jón Daníelsson að nafni, ungur maður, ókvænt-
ur. Hinum manninum, Páli Skarphóðinssyni frá
Hvalsnesi, var bjargað af kili.
Misllngai'nir á Akureyri.
Mislingarnir bárust til Akureyrar með stúlku,
er kom þangað frá Reykjavfk 22. sept. síðastl.,
og hafa síðan bieiðzt þar út.
Fundinn örendur.
Maður frá Litia-Árskógssandi, Júlíus Jónsson
að nafni, fannst örendur neðan til við Hafnar-
stræti á Akureyri, 10. okt. síðastl., og telur
„Norðri“ sennilogt, að hann hafi dottið fram af,
og í sjóinn, sem fellur þar upp að:
Briíðkvaddur.
Maður nokkur, Narfi Sveinsson að nafni, varð
bráðkvaddur á Eskifirði 26. okt. þ. á. —- Hann
var kominn undir sjötugt.
IVtannalát.
25. ágúst síðastl. andaðizt í Búð 1
Hoifsdal ekkjan Margrét Knstjánsdöttir,
69 ára að aldri.
Hún var fædd að Melgraseyri á Langa-
dalsströnd 10. júlí 1838, og voru foreldr-
ar hennar merkishjónin Kristján dbrm.
Ebenezersson, er siðar bjó í Reykjarfirði í
Norður-Isafjarðarsýslu, og kona hans Krist-
ín Pálsdóttir, systir GuSm. bÓDda Pálssonar
í Arnardal, og Maríu, er var móðir As-
geirs eldra Asgeirssonar kaupmánns á Isa-
firði, en Ebenezer faðir Kvistjáns, var
GuSmundsson, ng bjó í Ármúla, og var
albróðir Kristjáns bónda Guðmundssonar
í Vigur, er kvæntur var Önnu Krist-
inu Ebenezersdóttur, sýslumanns, systur
Ingibjargar, konu KristjáDS kammerráðs
á Skarði.
Margrét ólst upp hjá foreldrum sín-
um, og dvaldi hjá þeirn, uuz hún árið
1864 gekk að eiga SigurS bónda HaU-
dórsson á Bjarnastöðum í Vatnsfjarðarsveit,
nokkru eptir lát Helgu Þorsteinsdóttur,
fyrri konu hans. — Bjuggu þau hjón
síðan að Bjarnastöðum, unz Sigurður and-
aðist í febr. 1894, og hafði hann þá verið
blindur í nokkur ár.
12
Hann hélt sinni hendinni um hvora stöngina, og
'virtist stara beint út í myrkrið fram undan sér.
Virtist mér það óþarfi af houum, að hafa opin augun,
þar sem engir lampar voru í vagninum, og ebkert ljós
nema það, sem lagði frá eldstaeðinu, sem var aptan til í
vagninum.
Mér brá mjög, er eg sá manDÍnn sleppa haldi af
stöngunum, og fara að moka kolum í eldinn.
Jeg hélt niðri í mér andanum, því að jeg bjóst við,
að vagninn myndi þá og þegar steypast út af veginum
En það var ekki þvílíkt! Bifreiðin þaut beint eptir
miðjum veginum; og virtist auðsætt., að eigi þurfti að
stjórna vélinni.
, Jeg þreif í haDdlegginn á lávarðinum, og vakti at-
bygli hans á þessu. — Hann fór að hlæja. „Taktu eptir
reyknum“, mælti hann. „Hann er lika einkeDnilegur“.
„Er hann ekki eins og anDar reykur?“ rnælti jeg.
„Jeg get ekki séð betur“.
„Finnið þér nokkra lykt af honum?“ mælti hann.
Jeg þefaði, og gat þá enga reykjarlykt fundið, þó
að við sætum inni í reykjarmekkinum, sem þaðan lagði.
Mér fór að þykja þetta kynlegt. — Þetta blaut að
vera eitthvað óeðlilegt, og fór mér þvi að þykja meir en
nóg komið.
„Er nú ekki réttast, að við snúum við, Beden lá-
varður?“ mælti jeg vingjarnlega, og rétti fram hÖDdina
til þess að stöðva vélina.
„Ef þér ætlið að snúa við, Scott, varðar það Hfi
yðar“. mælti hann stillilega. Ef þér blandið yður í það,
■.sem mig varðar. þá erum við ílla farnir. — Hraðinn er
inú tíu mílur á kl. tímanium, og ef þér leiðið huga minn
5
Molluhiti hafði verið um daginn, og það var að eins
hreifing á bifreiðinni, er olli andvaranum, er lagði fram-
an í okkur.
Við beygðum siðan inn á veginn, er liggur til Ox-
minster, og er hann beinn mílu vegar, en gengur siðan
í bugðum upp Oxbourne-brekkurnar, og svo inn í stór-
an skóg.
„Hvert er ferðinni heitið?“ spurði jeg, og hagræddi
mér betur í sætinu.
„Til Oxminster“, svaraði hann stuttlega. „Gerið mér
þann greiða, að hafa opin augun, og segja mér, ef þér
sjáið eitthvað á veginum“.
Að svo mæltu jók hann að mun hraðann á bifreið-
inni, svo að jeg hefði hrokkið aptur á bak úr sæti mínu,
hefði eg eigi verið við þessu búinn.
Trjám og runnum sást nú að eins bregða fyrir, sem
örskoti, og rykið þyrlaðist upp í tunglskininu, sem smá-
silfuragnir.'
Að fimm minútum liðnum komum við að brekk-
unni, og þutum upp eptir henni með voðalegum hraða.
Oðar en varði, þutum við inn i skóginn, og naut
tunglskinsins þá eigi, sakir þess, hve laufið var þétt, og
lagði að eins ljósbjarma af lömpunum í bifreiðinni.
Brattinn gjörðist nú brátt svo mikill, að við fórum
að eins 2 milur á kl.stundinni.
Beden lávarður hafði eigi mælt orð frá munni, sið-
an hann sagði mér, hvert. ferðinni væri heitið.
Mér féll þessi þögn hans ílla, sem og myrkrið, og
sannast að ségja fór eg að efast um, hvort lávarðurinn
væri með fullu viti.
Timglskinið myndaði ýrasar kynlegar skuggamynd-