Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Side 2
218
Þ JÓÐVIL j 1K N
XXI., 55.—5G
--------------------- ------ _-
Sá atburður gerðist ný skeð á gisti-
húsi i Kristjaniu, að dr. Chr. Nicolajsen,
kennari í efnafræði, og ung stúlka, sem
hafði komið þangað, ásamt honum,fyrir-
fóru sér.
Blaðamaður í Kristjaniu, jafnaðarmað-
ur, er Einar Lí nefnist, var nýlega dærnd-
ur i eins árs fangelsi, með því að hann
neitaði, að eiga þátt í herþjónustu. —
Honum var þó lofað, að hann þyrfti eigi
að byrja, að taka út hegninguna, fyr en
á ákveðnum degi, og ætiaði hann því
eitt kvöldið að halda ræðu á mannfundi,
er stofnað var til í því skyni, að and-
mæla hermennskunni; en áður, en til
þess kæmi, var hann fluttur í tangelsi,
gagnstætt því, er yfirvöldin höfðu heitið
honum.
Þetta atferli vakti, sem von var, all-
mikla gremju, og kvað svo rammt að,
að jafn vel blöð íhaldsmanna átöldu það;
en jafnaðarmenn gengu all-fjölmennir til
fangelsisins, og hrópuðu húrra f'yrir fó-
Jaga sinum, og báru fána, er á var letrað:
„Til vitis með allan hernaðar hégómann!“
Nýlega er byrjað að gefa út bréf skálds-
íds Alexanders L. Kjelland’s. — I þvi safni
eru ýms bréf hans til Brandesanna, og
til Björnson’s.
Uppskera hefir brugðizt mjög í Noregi,
að þvi er hafra, og aðrar fóðurtegundir,
SDertir, svo að Norðmenn verða að flytja
inn óvanalega mikið af fóðurbæti. — —
Svíþjóð. 11. nóv. b- á. var rænt 24
þús. króna (í peningum og póstávísunum)
úr járnbrautarvagni, sem var á leið til
Stokkhólms.
Verziunar-hlutafólagið Karl A. Malm-
herg & Co. i Stokkhólmi, er jafn framt
hafði skrífstofur í Hamborg og í Kaup-
mannahöfn, varð nýlega gjaldþrota, og
er mælt, að skuldir séu allt. að 10 millj.
króna. — Við gjaldþrot þetta bíða bank-
ar í Stokkholmi tnlsvert fjártjón. — Malm-
berg hefir verið hnepptur í varðhald.
Eimskip frá Gautaborg rakst ný skeð
á finnska seglskipið „Capeila“, er sökk.
— Drukknaði skipherrann, og þrír bá-
setar.
Stúdent nokkur, Berggrcen að nafni,
var nýlega tekinn fastur i Stokkhólmi.—
Hafði hann framið um 50 innbrotsþjófn-
aði. — Hann bjó hjá ekkju, er þótti mjög
vænt um, að hafa hann i híbýlum sin-
um, með því að hún var mjög hrædd við
innbrotsþjóía.
Stórkaupmaður í Stokkhólmi, er var
á leið til Parisar, slasaðist á Þýzkalandi,
með því að járnbrautinni hlekktist á. -
Lá bann um hríð veikur, og á með&n
andaðist viðskiptavinur hans í París, er
hann ætlaði að útkljá viðskipti við, er
skiptu mörgum millj. króna. — Hefir
hann nú höfðað mál gegn eigendum járn-
brautarinDar, og vill fá eina millj. rigs-
marka í sárabætur. — — —
Bretland. Eimskipið „Lusitanía“ var
nýlega sent frá Bretlandi til Bandaríkja,
fermt 44 millj. króna í gulli, og er það
talÍDn dýrasti farmurinn, er sendur hefir
Terið yfir Atlantshafið. Gullið var sumt
í stöngum, en sumt í peningum. — Það
var flutt í kistum, og voru 90 þús. króoa
í hverri. —• Vopnaðír monn héldu vörð
á skipinu dag og nótt, við dyrnar á her-
bergi því, er gullið var geymt í.
Líkneski af Victorín drottningu var
nýlega afhjúpað í Leith. — Bosehery
lávarður hélt ræðu við það tækifæri, og
nefndi haDa: „Victoríu góou“.
Dr. Francís Bourne, erkibiskup i West-
minster, fæddur 1861, er nýlega kjörinn
kardináli af Píusi páfa X.
Vilhjálmur, Þýzkalands keisari, og
drottning haDS, komu til Portsmouth 12.
dóv. á skipi keisarans „Hohenzollern“.
— Var þeim síðan haldin veglegasta veizla
í Guildhall í Lundúnum, og skipti maDn-
fjöldinn hundruðum þúsunda, er keisara-
hjónin óku gegn um göturnar i Lundúna-
borg.
Mælt er, að Vilhjálmur keisari muni
dvelja nokkrar vikur, sér til heilsubótar,
á eyjunni Wight.
Hvoiti, og brauð alls konar, hefir ný-
lega hækkað mjög í verði á Bretlandi.
Holland. Stjórnin hefir lagt fyrir þÍDg-
ið frumvarp, er veitir konum kosnÍDgar-
rétt, og kjörgengi, til þings.
Friðarfundinum í Haag var slitið 18. okt.
Það slys varð ný skeð í Hoogkerk, í
niðaþoku, að vagn datt ofan i skipaskurð,
og drukknuðu 4 menn, sem í vagninum
voru: ráðherrann Panhuys, borgmeistar-
inn i Leek, og konur þeirra beggja. —
Frakkland. Arnar Rliono og Loire
(frb: Loar) flóðu ný skeð yfir bakka sÍDa,
og ollu miklu eignatjóni i héruðum á
Suður-Frakklandi.
I borginni Rouen (fbr: Rúang) var
nýlega afhjúpað líkneski skáldsagnahöf-
undarins Gusiave Flaubert. — Af skáld-
sögum hans er skáldsagan „Frú Bovary“
einna nafnkunnust.
f I síðastl. okt. andaðist í París stjörnu-
fræðingurinn Maurice Locroy, 75 ára að
aldri, forstöðumaður stjömurannsóknar-
stöðvanna í París.
Idinn alkunni stjórnmálamaður Henrí
Rochefort, sem orðinn var 77 ára að aldri,
hefir nú hætt við ritstjórn blaðsins L’in-
trangeant“, og te’kið við ritstjórn blaðs-
ins „Patrie“. — Hann varð ráðherra, er
Napohon III. var hrundið frá keisaradómi,
en var síðan útlagi í nokkur ár, með þvi
að hann var riðinn við bæjarráðs-bylting-
una i París. — HanD kvað enn vera vel
ern, og rita fjörugar blaðagreÍDar, sem á
fyrri æfiárum sínum. — — —
Svissaraland. Nýlega var leit&ð at-
kvæða þjóðarinnar um það, hvort lengja
skyldi æfingartírna hermanna, og gera
meiri kröfur, en verið hefir, að þvi er
þekkingu liðsforinga snertir, og var það
samþykkt, með 826,102 atkv. gegn 264,183.
Mikil vatnsflóð voru ný skeð í Tessin.
— Stöðuvatnið „Lago magiore“ flóði yfir
bakka sina, svo að borgirnar Arona, Pall-
anza, Loeano o. fl. stóðu í vatni, hús
hrundu, og annað eignatjón varð. — —
Portugal. Þar gengu afskapleg óveð-
ur seint í okt., sainfara vatnsflóðuin, og
jarðskjálfta, og olli það viða miklu tjóni,
og búist við himgursneyð i sumum hér-
uðum landsins. — — —
ítalía. 28. okt gengu ákafar rigning-
ar, og vatnsflóð í borginni Neapel.
Yerkföll hafa verið í borgunum Mílano,
Turin og Bologna. — í Mílano varð ekki
kveikt i nokkur kvöld, og seDdí stjórnin
herlið þangað, til að gæta reglu.
Við jarðskjálftana i okt. er talið, að
um 800 manna hafa beðið bana, en að
1000 manna hafi hlotið meiðsli. — Sumar
sagnir telja þó manntjónið meira.
Þýzkaland. Jafnaðarmaðurinn dr. Lieb-
knecht hefir í okt. við ríkisréttinn í Leip-
zig verið dæmdur til 18 mánaða kastala-
vistar, út af pésa, er haDn hafði ritað'
gegn hermennskunni.
Þýzka stjórnin hefir lagt frumvarp
fyrir ríkisþingið, er bannar, að • talað sé
annað tungumál, en þýzka, á politískum
fundum, nema landstjó.rmn veiti sérstakt
leyfi til þess. — Líkar Dönum þetta ílla,
sem von er, sakir landa sinna í Norður-
Slésvik, enda er vonandi, að frjálslyndir
menn á þingi samþykki ekki slík kúg-
unarlög.
I nóv. sprakk gufuketillinn i heræf-
ingaskipinu „Blúcher“ í grennd við Flens-
borg, og slöngvuðust tré- og járnbútar í
ýmsar áttir. — Biðu 8 menn bana, en 22
urðu sárir.
22 ára gamail prentari í Berlin, Poul
Mínow að nafni, myrti nýlega 4 börn,
sem hann ginnti á afskektan stað.—Mað-
urinn var geðvoikur.
ý 31. okt aDdaðist Georg Engels, ninn
af frægustu leikendum á Þýzkalandi. -—
Austurríki. Aformað er, að mikil sýn-
ing verði haldin í borginni Prag á næstk.
ári.
Líkneski af Franz Karti, erkihertoga,
föður Franz Jöseps keisara, verður bráð—
lega reist i Vinarborg. — — —
Balkanskaginn. í Serbíu ber morð
Alexanders konungs, og Drógu drottning-
ar, enn opt á góma. I þingræðu kvað
foringi 8tjórnarandstæðinga, Pecistcli, ný-
lega svo að orði, að bendur innamíkis-
ráðherrans væru ataðar í blóði, og kall-
aði: „Niður með morðingjann!“, og tóku
stjórnarandstæðingar undir það einum
rómi.
Á þingi i Buigaríu fór Zanow, forÍDgi
stjórnarandstæðinga nýlega mjög hörðum
orðum um Ferdínand fursta, og lenti i
haodalögmáli meðal þÍDgmanna. — Að
lokum ályktaði þingið, að Zanow mætti
ekki mæta á næstu fimm þingfundum.
B,ussland. I grennd við keisarahöllina
Czarskoje Zeio vísaði veiðihundur veiði-
mönnum í okt. þ. á. á gryfju, sem rept
var yfir með staurum og torfi, og er að
var gáð, fundu þeir jarðgöng þar undir,
og voru tveir verkamenn að koma þar
fyrir vítisvéh — Menn þessir voru þeg-
ar teknir fastir, og fundust í vörzlum
þeirra skeyti frá félögum þeirra. — Sið-
an þetta gjörðist hafa all-margir Finn-
lendingar verið hnepptir i varðhald í Pét-
ursborg, og ætla menn, að það standi £
sambanrli við ofan greindan atburð.