Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Qupperneq 1
Yerð árgangsins (minnst f>0 arkir) 3 kr. 50 aur.; rrlendÍ8 4 kr. 50 aur.,'og í Ameriku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnlmán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. . .-j= TuTTUGASTI 0» ANNAR ÁRGANGTJR. ==1—. ==- -4—S*H= RITST JÓR'I: SHÚLI TH0R0DDSEN. =|m«—>— I Vppsögn skrifleg, ðgild I nema komið sé til útgef- \ anda f'yrir 30. dagjúní- máriaðar. og kaupandi samhliða uppsögninní borqi skuld sína tvrir blaðið. M 4.—5. íi Bf.ssastöðum, 31. JAN. 1908. Utlönö. Helztu tíðindi, er borizt hafa í er- lendum blöðum, eru þessi: Danmörk. 7. janúar fóru fram bæjar- fulltrúakosningar á Friðriksbergí, og hlutu fulltrúaefni jafnaðarmanua, og frjálslynd- ari vinstrimanna, kosningu, með um 700 atkvæða meiri hluta, og hafa þeir því afl atkvæða i bæjarstjórninni, sem að und- anförna. f 22. des. síðastl. andaðist Schaclc, hæztaréttardómari, fæddur 7. okt. 1850. Klitgaard, stórkaupmaður i Nörresund- by, einn af ötulustu hestasölum í Dan- mörku, varð nýlega gjaldþrota, og eru skuldir hans taidar um 300 þús., en eign- ir að eius um 100 þús. króna. Verzlunarfélagið „Storm og Hirseh“ í Kaupmannahöín, er verzlaði með korn og skepnufóður, varð og nýskeð gjald- þrota, og eru skuldir þess taldar 200— 300 þús. króna, en eignir að eins um 50. þús. Sýna gjaldþrot þessi, hve djarft ýms- ir menn tefla, og baka öðrum þannig stór tjón. t 6. janúar þ. á. andaðist í Kaup- rnannahöfn JölmJce, aðmíráll, fyrrum sjó- liðsráðherra í Deuntzers-ráðaneytinu, 70 ára að aldri. 4. janúar lagði AJexandríne, krónprins- essa, af stað fra Kaupmannahöfn suður til St. Moritz, ásamt tveim börnum þeirra hjóna, og ætlar að dvelja þar um hríð, sér til heilsubótar. Verksmiðja brann i Lyngby í des. f. á., og er skaðinn metinn 70 þús. króna. t 1. janúar þ. á. andaðist í Kaup- mannaböfn stórkaupmaður Andreas Holm- hlad, á fertugsaldri. - Kannast ýmsir við hann hér á landi, sakir spilanna, sem voru ein af helztu vörutegundum, sem hann verzlaði með. 30. des. f. á. voru 25 ár liðin, síðan P. Knudsen, fólksþingsmaður, varð einn af aðal-leiðtogum jafnaðarmanna, og héldu jafnaðarmenn honum veizlu, til minning- ar um þarft starf, og létu einn af helztu málurum Dana mála mynd af honum. t Fr. Lange, yfirlæknir við geðveikra- spitala í Middelfart, varð bráðkvaddur í hægindastól sínum 29. des. f. á. — Hann var 65 ára að aldri, og mikils virður. Danskt eimskip „Dora“ strandaði i í janúar við Runö í Ríga-flóanum, en menn björguðust allir. — — — Noregur. Þar hafa orðið nokkrir brun- ar, síðan um áramótin, bæði til sveita, og í kaupstöðum, og er getið tveggja gam- almenna, er brunnið hafi inni, sitt við hvorn brunann; nautgripir, og alifénaður, brann og inni á nokkrum stöðum. 22. des. síðastl. voru hundrað ár liðin, síðan norska skáldið Johan WeJhaven (t 1873) fæddist í Bergen. Hann átti, sem kunnugt er, í all-hörðum ritdeilum við norska skáldið Werr/eland, og er talið, að sn ritdeila hafi haft all-rnikla þýðingu fyrir bókmenntalíf Norðmanna. —------- Svíþjóð. Gustaf, Svía-konungur, hefir nú áformað, að láta ekki krýna sig til konungs, þykir það óþarfa kostnaðarauki, og mælist þessi élyktun konungs mjög vel fyrir hjá almenningi. — Drottning hans hefir lengi verið mjög heilsutæp, þolir eigi loptslagið í Svíþjóð á vetrum, og dvelur því í Suðurlöndum. — í vetur j er konungaskiptin urðu, brá hún sér þó heim til Svíþjóðar, en nú horfin til Suð- urlanda aptur. Sven Hedin, sænski landkönnunarmað- urinn, hefir fundið uppsprettur fljótsins j Bramaputra, sem eru í iökli i norðanverð- | um Himalayafjöllum. —Þegar vorar, ætl- ar hann til Indlands, eða ef til vill til Peking í Kína. — — — Bretland. írskur þingmaður, Lawrence Ginnell að nafni, var nýlega dæmdur i 6 mánaða fangelsi fyrir æsingaræður, talið, að hann hafi eggjað Ira til ólöghlýðni. 2. janúar þ. á. kviknaði í „patrónu“- birgðum í City í Lundúnum, og beið einn maður bana, en nokkrir urðu sárir. — Kviknaði og í ýmsum vörugeymsluhúsum í grenndinni. Arið 1907 hefir í Lundúnaborg verið skotið saman alls 140 millj. króna til .' líknar bágstöddu fólki, og er það meira, en nokkuru sinni fyr. Lögreglustjórinn í borginni Cork á Irlandi, ásamt hundrað lögregluþjónum, fór til bóndabýlis nokkurs, til þess að framkvæma fjárnám, til lúkningar ógreiddu jarðarafgjaldi, og söfnuðust þá bændur úr nágrenninu saman, og réðu á lögreglu- menn, með bareflum, svo að þeir urðu frá að hverfa, án þess að fá fjárnáminu fullnægt. Sakir hins háa kolaverðs, sem nú er á Bretlandi, er mælt, nð ýmsum botn- vörpungum verði eigi haldið úti frá Hull °g Crimsby. — Sagt er og, að ýms fiutn- ingagufuskip á Bretlandi verði af sömu ástæðu látin standa á landi, og að brezka herskipaflotanum séu ætlaðar minni her- æfingar, en vant hefir verið. , Sakir kola-hækkunarinnar er sagt, að stóru eimskipin, sem yfir Atlantshafið fara, eyði 18 þús. krónum meira i kol fyrir hverja ferð. — — — Belgía. Forsætisráðherrann í Belgíu, y. de Irooz að nafni, er nýlega látinn. Frakkland. Mælt er, að Fallíeres, for- seti lj’ðveldisins, bregði sér til Norður- landa á næstk. sumri, og komi þá við í Kaupmannahöfn, Stokkhólrni og í Christj- aníu. f 31. des. síðastl. andaðist Guyot-Dessa- igue, dómsmálaráðherra Frakka, 74 f ra að aldri, fæddur 25. des. 1833. — Hana varð bráðkvaddur, en hafði gengið &ð þingstörfum fyrri hluta dags. — Á síð- ustu tuttugu árUm hefir enginn ráðherra dáið á Frakklandi, meðan er hann gengdi embætti. f Látinn er enn fremur I. Cornéiy, nafnkunnur blaðamaður. Drude, herforingi Frakka í Marocco, hefir nýlega sleppt herstjórn, og er hún nú falin D'Amade, hérshöfðingja. t— Sagt er, að Frakkar muni enn þurfa að eiga um hríð í ófriði í Marocco, með því að ýmsir þjóðflokkar þar í landi láti all-ó- friðlega. t í síðastl. des. andaðist í Parí> próf- essor Janssen, forstöðumaður stjörnurann- sóknarstöðvanna, 83 ára. að aldri. — Lang- feðgar hans voru danskir. — Árið 1871, er Þjóðverjar sátu um París, fór hann þaðan í loptfari, til þess að missa eigi af þvi, að geta athugað sólmyrkva í Algier. Spánn. Á gamla-ársdag sprakk tund- urvél á götu i Barcelona, og beið einn lögregluþjónn bana, en tveir menn urðu sárir. — — — Fortugal. Nú er mælt, að Carlos kon- ungur sjái sér eigi annað fært, en að láta undan, og Verði því þingkosningar látn- ar fara fram i næstk. aprílmánuði. — Eigna sumir þetta tillögum Játvarðar, Breta-konungs. — Drott.ningin í Portu- gal keimsótti nýlega brezku konungs- hjónin, og kvað hún hafa flutt manni sinum bréf frá Játvarði konungi, er hún kom heim aptur, og hafi hann þar ráðið Carlos til þess, að gera sem fyrst endá á stjórnarólaginu, og tefla eigi konungsiign sinni i voða. Mælt er og, að Franco, forsætisráðherra, sé farinn að leita sam- komulags við helztu menn þjóðmálaflokk- anna. — — — Italía. 19. des. f. á. sprakk „dynamítu í vopnaverzlun í borginni Palermo, og hrundi húsið. — Biðu tiu menn bana, en sextiu urðu sárir. — — — Tyrkland., Látinn er nýskeð Musurus pascha, sem verið hefir séndiherra Tyrkja í Lundúnum, 67 ára að aldri. — Þegar óstandið var sem mest í Makedoníu, fyrir fám árum, þótti hann eltki of sðell af því, að eiga að verja aðgerðir Tyrkja þar; en hann var hygginn maður, og stilltur. — Þýzkaland. I öndverðum janúar var 30 stiga frost í Múnchen og Thuringen, og víðar á Suður-Þýzkalandi, en 10 stiga frost i Berlín. — Urðu þá fimm menn úti í Miinchen, en sox í Thúring' n. 7. janúar gekk voða-veður, og hláka,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.