Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Síða 2
22
ÞjOeViLJiMN
XXII., 6. -7.
52=
Hið sanna er, að ehJcert þessara mála
he/ir verið ágreiningsmál milli þingjtokkanna,
nema ritsímamálið, þar sem stjórnarand-
Btæðingar héldu fram loptskeyta-aðferð-
inni, svo sem kunnugt er. — Að því er
landsdóminn snerti, vildi og allur þorri
stjórnarandstæðinga koma að tryggari á-
byrgðar-ákvæðum, en stjórnin, og flokks-
menn hennar, fylgdu fram; en um málið
sjálft var alls enginn ágreiningur.
Hvað kemur nú til þess, að ritstjóri
*íteykjavíkur“ leyfir sér að bera það á
borð fyrir almenning, að „flestum“ þess-
um málum hafi verið komið fram „þrátt
fyrir megna mótspyrnu mótflokksins“?
Eina hugsanlega afsökunin virðist vera
sú, að hann sé meðferð mála þessara á
þinginu gjörsamlega ókunnugur, og að ein-
hver kunningi hans hafi skrökvað þessu
að honum, og er það ljóta óþokkabragðið.
Oskandi, að hann varist þá þann dánu-
manninn eptirleiðis, og getur þessi vangá
hans þá orðið honum til góðs.
Að höfundur ofan greinds skáldskap-
ar hafi verið sér þess meðvitandi, að skrök-
saga þessi þætti ekki sem trúlegust, virð-
ist og mega ráða af því, að hann hnýtir
þó orðinu „flest“ framan við ósannindin
um mótflokkinn.
Þetta gerir undanhaldið auðveldara.
Manni dettur í hug, hvort fræðslan,
sem kjósendum verður boðin á undan
kosningunum, eigi að verða þessu lík?
Víst er um það, að eigi er ólaglega
á stað farið!
En hvernig eiga kjósendur að verjast
þvi, að slíkar aðfarir verði til tlls?
Það er einatt örðugt, að eiga í höggi
við ósannindin.
Lygin er hið djöfullega í manmnum,
og kemur mörgu til leiðar.
En til þess að gera sér grein fyrir ó-
sannindunum í ofan nefndri grein ,Reykja-
vikur*, gætu kjósendnr t. d. - - ef þeir
vildu svo mikið við hana hafa — látið
einn mann í hreppi sínum, er þeir vita
sannorðaD, kynna sér alþingistiðindin, því
að ekki er þess að vænta, að hver ein-
stakur þeirra hafi tök á því.***
En slæmt er það fyrir „Reykjavík14,
að hafa flutt þessa grein, því að það hlýt-
ur að leiða til þess, að menn fái íllan
þokka á blaðinu, og verði, það þvi mun
áhrifaminna, en ef það gerði sér allt far
um, að skýra rétt frá meðferð mála á þingi,
og ágreiningi þingflokkanna.
fc" 1......... "
Nýjar bækur,
------ í
Misvindi. — Þydingar, eptir Bjarna j
JOHSSOD frá Vogi. Rvík 40 bls. 12o-
í riti þessu eru þýðingar á kvæðum I
eptir Anders Hovden, v. Dyherrn, SchiUer, I
Ernst von der Iiecke, Heine, L. Uhland,
Óskar II. Svíakonung, Árna Oarhorg o. fl.
***) Það er sérstaklega ástæða, til að benda
á þetta, af því að greinurn úr Reykjavík11, er
þótt tiafa mergjaðar, hefur stundum verið stráð
sérprentuðum út meðal alm'ennings, og hver veit,
nema, þessi grein sé einmitt eitt kosningahragð-
ið, þótt ófögur sé?
Sem sýnishorn þýðinganna birtum vér
hér kvæðið: „Bregð nú svefni“, eptir
Oskar II. Svíakonung, sem er svolátandi:
„Bregð nú svefni! Sinn þú kröfum,
sem þér morgunroðinn ber.
Krapt til eyðslu ei vér höfum,
afl vort má ei slíta sér
út á kvíða, eða spilla.
Efann lát ei sýn þér villa.
Vak til söngva! Vek að stríði
vígasverðs og hörpu slög!
Styð hinn veika, vel svo hlýði,
ver þú mannréttindi og lög
fyrir ofsa og ásókn refa.
Alvaldur mun sigur gefa.
Ótal skyldur á þig kalla
ávaxta þú lífið skalt.
Heljar skuggar hljóta að falla,
himÍDborinn sigrar allt
andinn frjáls, og innan stundar
öruggt til síns heima skundar“.
I kvæðinu „Mannamunur“, eptir And-
ers Hovden, eru og þessar stökur, sem
lýsa því, er víða ber við í heiminum:
„Þeir hugumstórir menn,
sem hlífa ei sér,
á hólminn ganga,
og þaðan aldrei renna,
þeir mótgangs, háðs,
og haturs verða aðýkenna,
og hlutverk þeirra
Gi-rottistakið er.
En þegar unnin þung og löng er raunin,
þrælkynið geysist fram í sigurlaunin.
Ef stórt og djarflegt
þungatak er tekið,
og tápi og einurð
sigurinn er vís,
og karlmannlega
fyllsta róttar rekið,
þá ryðst fram,
8em til áts að steiktum grís
allt þrælakynið, og í sig rétti og ráð
það rífur, ávöxtinn af hinna dáð.
En þeim, sem dagsins
hita báru og byrði
þeir bægja öllum
starfalaunum frá.
Þeir njóta og hrifsa
allt, sem einskisvirði,
en örbyrgð
frömuðunum vakir hjá.
Því illþýðið vill atlsmunarins neyta,
og allt hið bezta af lífsins potti fleyta.
Og þeir, sem gleður
flesk, og annar feDgur,
þeir fagna, og segja:
„Hér er sældar bú.
Nú hugsjónum
eg uni ekki lengur;
við offrum hér
fyrir — fólkið, eg og þú.
Er fitan óx, varð þurrð á þeirra hjarna,
en þeirra brjóst nú prýðir kross og stjarnau.
Yfir höfuð er ýmislegt í „Misvindi4*,
sem margir munu hafa gaman af að kynna
sér. kveðandi lipur, og málið vandað.
Vér teljum því líklegt, að ýmsir kaupi
„Misvindi", og kynni sér það.
Loeknapróf.
I janúarmánuði þ. á. luku tveir námsmenn em-
bættisprófi á læknaskólanum í Reykjavík: Ólaf-
ur Þorsteinsson, járnsuiiðs Tómassonar í Reykja-
vík, er blaut aðra betri einkurm (1391/, stig;, og
Quðmundur Þorsteinsson, yfirfiskimatsmanns Guð-
mundssonar í Reykjavík, er hlaut aðra lakari
einkunn í"752/3 stig).
Miðpróf, sem svo er nefnt (þ. e. próf i líf-
færafræði, lifeðlisfræði, almennri sjúkdómsfræði
og heilbrigðisfræði) !uku: Guðm. Guðfinnsson og
Magnús Pétursson, er hlutu fvrstu einkunn, og
Gunnlögur Þorsteinsson (2 einkunn).
Upphafspróf (þ. e. próf í efnafræði, verklegt
og munnlegt) tóku: Olafur Lárusson og Pétur
Thoroddsen (sem eigi hefir þó lokið prófinu að
öllu leyti, sakir veikinda.)
Stýrimannapröl'.
Próf í stýrimannafræði við stýrimannaskólann
í Bogö í Danmörku tók nýskeð krni Gunnlögs-
son, frá Akranesi.
Vitskert stúlka fyrirfór ser
24. janúar síðastl. — Stúlka þessi hét Guðbjörg
Guðmundsdóttir, 29 ára að aldri, og var úv Njarð-
víkurhreppi f Gullbringusýslu. — Hefði henni
verið komið á geðveikrahælið á Kleppi á síðastl.
hausti, og hafði áður, nokkru eptir það, er hún
kom á spítalann, gert tilraun, til að fyrirfara sér,
hlaupið i sjóinn, en varð þó afstýrt. — En að
morgni 24. janúar þ, á., er vökukonan brá sór
út úr herberginu, til þess að gefa sjúklingi í
öðru herbergi að drekka, komst hún út úr her-
berginu og píðan út um glugga. — Stúlkunnar
var þegar leitað, þó að dimmt væri, og fannst
hún þá örend í flæðarmáli, fyrir innan geðveikra-
hælið, hafði steypt sér þar í sjóinn.
Lækkun bankavuxta.
28. janúar þ. á. fækkaði Islandsbanki útláns-
vexti úr 71/,, f 7°/0, enda hafði bankanum þann
dag borizt hraðskeyti frá danska þjóðbankanum:
þess efnis, að vextirnir væru þar komnir ofan
í 7°/o- __________
Akureyringar
héldu borgarafund 25. janúar þ. á., til þess að
ræða um hluttöku af íslendinga hálfu í íþrótta-
mótinu í Uundúnurn næstk. sumar. — Fundar-
menn voru samhuga um það, að íslendingar ættu
að taka sjáltslœðan þátt í þvi, og ályktuðu, að
safna skyldi fé i þessu skyni. — Sambandsstjórn
Ungmennafélaga Islands var falið á hendur. að
hafa framkvæmdirnar í þessu efni.
Formaður sambandsstjórnarinnar hefir og þeg-
ar farið þess á leit við forstöðunefnd iþróttamóts-
ins, að íslendingar fái að taka sjálfstæðan þátt
í því.
Mannskaðasainskotin.
Af mannskaðasamskotnnum, er efnt var til, út
af mannskaðanum mikla á Faxaflóa 7. april 1906,
hefir nú alls verið úthlntað 30,400 kr., en 4200
kr. hafa verið gefnar „Fiskimannasjóði Kjalar-
nesþings“, en þess þó jafn framt óskað, eða á-
skilið, að mælt er, að gripa megi til höfuðstóls-
ins, ef mikið manntjón beri að höndum á fiski-
veiðaflota Faxaflóa.
En hvaða heimild samskotanefndin hefir haft
til þessara ráðstöfunar, þar sem féð var gefið í
ákveðnu skyni, vitum vér eigi.
I’ólksfjöldi i Vestmanuaeyjttm.
Eptir skýrslu „Isafoldar11, eptir Þ. J. (Þorst.
héraðslæknir .Jónsson?), var fólksfjöldi á Yest-
mannaeyjum 1. janúnr 1908 alls 948, og hefir þá
eyjarskeggjum fjölgað um 108 á árinu, sem leið,
enda hafa undanfarin ár verið góð afla-ár.
Prófastur skipaður.
Síra Magnús Björnsson á Prestbakka er skip-
aður prófastur í Vestur-Skaptafellssýsluprófasts-
dæmi, í stað síra Bjarna Einarssonar á Mýrum,
sem fengið hefir lausn frá þeim starfa.
Um Stað i Steingrimslirði
sækir sira Böðvar Eyjólfsson, aðstoðarprestur
síra Eyjólfs í Árnesi. — Aðrir hafa ekki sótt.