Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Qupperneq 3
PjÓÐVILJIlNf'. 28 XXII 6. r.. 'Sira Jiiuus Jónssou, prófastur í Holti í Onundarfirdi, hefir sótt um lausn frá prestsembætti, sakir heilsulasleika. Barnalœrdómskver síra Valdimars, sem er I Ijóðum, hofir ráðhert-a, eptir tillögum biskups, löggilt til notkunar við uppfraeðslu barna, þar sem presti og sóknarmönnum kemur saman um það. Framan við Ijóðakverið er áskilið, að fræði Lítthers veiði prentuð. Viðey seld. Óðalsbóndi Eggeri Briem i Viðey hefir nýlega selt verzlunarfélaginu A. T. Möller & Co. í Kaup- mannahöfn nefnda eignarjörð sína, og var kaup- verðið 150 þús. króna. — Jörðin er seld með allri áhöfn, og tekur hr. Eggert Briem hana á leigu af félaginu í nœstu tvö ár. Trá ísafjarðardjúpi (úr Seyðisfirðinum) er „Þjóðv.“ ritað 8. janúar þ. á.: „Hóðan er að frótta góða veðráttu, óvenjulega lítil frost, og sífeldar eyður, af hvaða átt sem er. — Um miðj- an nóv. setti þó niður óvenjulega mikinn snjó í tvo daga, en hvarf jafn harðan. Síðasta viku- tírnann hefir þó verið haglaust hór í útfjörðunum. — Afli yfirleitt fremur góður, fiskitala rnikil, en fiskurinn mjög smár hér inni í Djúpinu. Smá-kvillasamt befir verið hér og hvar, og má heilsufar þó beita frernur gott. Skepnuhöld góð, og óvíða orðið vart við bráða, enda hefir fé víða verið bólusett hér í haust, en með því að bóluefnið var óreynt, drapst fyrst talsvert af bólusetningunni11. Úr Dýrafirði er „Þjóðv.“ ritað 26. jauúar þ. k. „Tíðarfar ‘befir mátt heita gott síðan á sólstöðum; fyrir jól sífelldar þýður, og optast auð jörð, um fullan þriggja vikna tíma, þar til þann 13., er brá apt- ur meira til vestanáttar; og hafa stundum ver- :ið snjókomur síðan, og rigningar þess á milli með hvassviðri og rosa veðrum; veður hafa nú • upp á síðkastið verið mjög óstöðug og hefir opt verið hellirigning annan daginn, og iannkoma hinn, og stundum hvortveggja sama daginn, og verða þá allar skepnur að standa inni í húsum. Skemmdir hafa víða orðið í hlöðum ogheystæð- um, af leka, því mjög miklum rigningum halda ekki torfþök, þar sem rista er ill, eins og hér er víða. Almenn veikindi hafa ætt hér yfir allt, eins og eldur í sinu. Mislingarnir munu nú vera búnir að vinna upp flesta bæi hér í Dýrafirði I og eru enn á mörgum stöðum, tvö ungmenni fyrir innan fermingu hafa dáið úr afleiðingum þeirra; en afleiðingarnar munu enn ekki vera allstaðar komnar í ljós. Megnt kvef hefir lagst á suma, sem elslri eru enn svo, að þeir hafi fengið mislingana, og mjög margir hafa fengið höfuðverk, og íllt í hálsinn. Margir hafa fengið niðurgang og vonda magaveiki, þannig hafa heyrst sífelldar kvartanir um margskyns leiðinda kvilla og ýms vanheilindi. — Læknir vor, hr. Sigur- mundur Sigurðsson. sem gegnir læknisstörfum í fjarveru hr. Andrésar Fjeldsted, — hefir verið alltaf á sífeldu ferðalagi, og reynist vel; en það er einskis manns færi, að gegna því starfi, svo að í nokkru lagi geti verið, þegar farsóttir ganga umallan Súgandafjörð, Önundarfjörð, Dýrafjörð og um norðurhluta Arnarfjarðar; og þótt tveir læknar væru á öllu því flæmi, þyrftu þeir eng- ar líðleskjur að vera, ef nokkur hjálp skyldi heita, og ílla var það ráðið ai' siðasta þingi, og þeim, sem því réðu, að synja Önfirðingum um að fá lækni á Flateyri; en ekki raun tjá að sak- ast um það að þessu sinni; on vera má, að nokkr- ir séu þoir menn, sem muna það og er til þess full ástæða. Ekki er það að lasta þótt sparnað- ur sé hafður á fé landsjóðs, ef það er gjört með skynsemd; en eitthvað er púkalegt við sparnað- inn þann, sem synjar um fjárframlög til lífs- nauðsynja, en eys út fé landsins á báðar hend- ur í vitleysu til þess, sem landsmenn hafa ekk- ert gagn af, ekki einusinni stundarhagnað, og er hægt að sanna, að svo er þó gjört; en ekki skal farið út í það að þessu sinni, enda hefir verið bent á suma þá gjaldliði í blöðunum, og þó ekki alla. Nó mun það ýóra all mjög áhugamál mjög margra, að fá að vita hvernig hin fyrh-hugað» millilandanefnd hagar störfum sínum, — nefnd- in, sem skipuð var þvert á móti ályktun Þing- vallafundarins, og vilja mikils meiri hlutaþjóð- arinnar. Sama fyrirlitningar sparkið framan i vilja og óskir alþjóðar, eins og ritsimafarganið stóra, sem aldrei fyrnist, undirskriptar lögbrotið, og margt fleira; — en nú er að bíða átekta hvern- ig millilandanefndin veynist. Flestir munu þeir vera meðal landsmanna, sem óska þess innilega, úr þvi sem komið er, að hinum útnefndu 7 sendi- herrum takist sem hamingjusamlegast fyrir þjóð- arinnar hönd og að þeir séu allir á eitt það sáttir, sem íslenzkaþjóðin heimtar nú eindregið: „Fullt /»-eísii/comíny8S(iTO&«M(ií“ogekkertannað.Ekkerthik á því og enginn annar stjórnflækjuvefur. Aðra samninga er ekki til neins að gera, nema þá að eins til að tendra það bál, sem aldrei slokknar, því þó til séu þeir menn nokkrir, sem varla vita hvað þeir vilja, þá er meiri hluti hinnar íslenzku þjóðar, karla og kvenna, svo vel vaknaður til sjálfstæðrar frelsiskröfu, að engum manni þarf að detta i hug að brjóta þá hreifingu á bak apt- ur, og eptir þvi, sem því er veitt meiri mót- spirna, eptii- því verður framsóknin harðari og illfengari. S. fír. B. Frá Ísaíjarðardjúpi (Inn-Djúpinu) er „Þjóðv.“ ritað 25. janúar þ. á.: „Vetrarfar mjög vægt, þó að nokkuð sé óstöðugt, síðan um þrettándann. — Jörð optast auð, og heyja-eyðsla, að líkindum, óvanalega lítil, enn sem komið er og kemur það sér vel, eptir sumarið siðasta. — Það var hér eins og víðar, afar-nytjarirt“. Unginennafélag stofnuðu nemondur gagníræðaskólans á Akur- eyri síðastl. haust, og er tala félagsmanna 55, að þvi er skýrt er frá í „Norðurlandi11. Mislingar á Eskifirði. „Austurland“, 14. janúar, segir mislingana hafa lagzt all-þungt á marga á Eskifirði, jafn vel á fullorðið fólk, og hafði einn maður dáið þar úr afleiðingum þeirra. 90 •vin ætti að setjast að á öðru lopti, hljóp þegar til föð- *ur síds. Lebrecbt Mascke varð sótsvartur í framaD, og fór :að gera sér hÍDar og þessar imyndanir. — Sannleikanum myndi hann alls ekki hafa trúað. Hann starði á dóttur sína, er færði honum þessi tíð- cindi, og greip dauðahaldi í stólinn, sem hann sat á. Svimaði hann, eða riðaði gólfið undir fótum honum. En er hann þagði, staropaði hún hamslaus fótunum i góifið. „Það var þá að eíns mont, og stærilæti, er þú sagðir, að Ulrich væri að eins, sem brúða í hendi þér! Hvað á þessi ieikaraskapur að þýða? Talaðu! Segðu, að þú þolir þetta ekki! Að þjófurinn Baldvin flytji aptur í Elysíum! Það má ekki þolast! Gættu að, hvað sagt verður!u Eaðir henuar benti henoi, skjálfandi, að þegja. „Láttu triig fá umhugsunartíma!u mæiti hann. Fregn þessi hafði lostið hann, sem eidÍDg. Dóttir hans fór nú út, mjög æst í skapi, og skelltí hurðinni á eptir sér, eÍDS og hún viidi hefna sín á föð- ur sinum. En er Lebreeht var orðinn einn, varð hann yfir- kominn af þreytu, og lét höfuðið hníga i greipar sér. 011 barátta hans var til einskis! Baldvin Brenkmann átti að flytja aptur i húsið! Þessu var hann að velta tyrir sér fram og aptur, uuz h inum datt í hug — myndiu! Hún vur enn í skrifborðinu haris, og gat komið upp Urn hann, er minnst varði. Hann varð að koma henni burt, áður en Baldvin kætmi! Það varð að gjörast i dag! Það mátti ekki dragast! 79 Benedikta greip höndum aptur fyrir bakið. „Til min! Þessi blómstur!“ mælti hún. „Frá hverjum? Það er ómögulegt! Ulrich yppti öxlum. „Sendimaður frá blómsaiabað að fá jungfrúnni blómin“, mælti haDn. „Annað vissi hann ekki, — eða átti ekki að segja!“ Elín spratt upp. „Nafnlaust?“ mælti hún. „Svei! Jeg myndi fyrirverða mig, væri eg i þínum sporum. Jeg skil ekki, hvernig nokkur getur gjörzt svo djarfur, að móðga þig svona, Benedikta!" „Hvaða sök á Benedikta á því, þó að einhver sýni henni ókurteisi?“ mælti Uirich. „En viljið þér ekki losa mig við blómin, Benedikta?“ Elín bandaði höndinni á móti. „Hún rná ekki taka á móti þeim“, mælti hún all-gröm. „Kastaðu þeim strax út um gluggann!“ Orð hennar höfðu þó gagnstæð áhrif. „Það dettur mér ekki í hug“, mælti Benedikta. „Hvers ættu blómin að gjalda?u Að svo mæltu tók hún við þeirn, og þefaði af þeim. En er hún var farin út úr herberginu, hnssti Elín höfuðið, sorgmædd. „Jeg er hrædd um, að hún viti, hver blómin sendir“, mælti hún. „Það er sorgiegt fyrir osb!“ „Benedikta segir ekki ósatt!u rnælti Ulrich. „Það er óefað rétt, að hún veit það ekki, fyrst hún segir það!“ Hann skiptist því næst nokkrmn orðum á við Le- brecht, og gekk siðari út úr herberginu, enda þótt EIíd mæitist mjög innilega til þess, að hann snæddi með þeim morgunverð. Eu er hann var farinn, kom annar svipur á and- titið á Elínu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.