Alþýðublaðið - 29.06.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 29.06.1960, Side 2
jf ; Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúau I fltstjömar: Sigvaldi Iljálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: | BJÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: ií 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- | gata 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. dtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Verkefni fyrir bæinn RAUÐI KROSS ÍSLANDS skýrði frá því fyrir i nokkru, að ákveðið hefði verið að hefja rekstur i á nýju sumardvalarheimili í sumar fyrir stúlkur. i Hafði bæjarstjórn Reykjavíkur látið í Ijós áhuga j á því, að slík starfsemi yrði aukin og mun starf- j semin í hinu nýja sumardvalarheimili verða styrkt j eitthvað úr bæjarsjóði eins og sú starfsemi er áð- i ur hefur verið rekin en Reykjavíkurdeild Rauða I kross Islands hefur áður rekið tvö sumardvalar- j heimili fyrir börn, á Silungapolli og að Laugar- i ási í Biskupstungum. Ástæða er til þess að fagna i því, að þessi starfsemi er aukin. Og því ber einnig j að fagna, að kirkjan rekur nú ágætar sumarbúðir | fyrir drengi. Það hefur lengi verið mikið vanda- j mál, hvernig útvega mætti börnum og unglingum 1 góða sumardvöl í sveit og er það vandamál hvergi j nærri leyst til fulls, þó miðað hafi í rétta átt. Sannleikurinn er sá, að færri en vilja, geta komið börnum sínum í sveit. Aðsóknin að sumar- j dvalarheimilunum að Laugarási og Silungapolli ! varð svo mikil að þessu sinni, að stytta varð dval- | artímann hjá öllum börnunum á Silungapolli um } helming, þannig, að þar verða börnin nú aðeins 1 einn mánuð í stað tveggja áður og sömu ráðstöfun j varð að gera einnig að nokkru í Laugarási. Það er j sem sagt hvergi nærri unnt að fullnægja eftir- ] spurninni eftir sumardvöl sem þessari, enda þótt j boðin sé full greiðsla fyrir. En það er svo aftur I önnur hlið á þessu máli, er snertir kostnaðinn og 1 möguleika fólks til þess að kljúfa þann kostnað. 1 Það versta er, að láglaunafólk hefur alls ekki efni 1 á því að senda börn sín í sumardvöl eins og þá, er í hér hefur verið rætt um. Það kostar nú 220 kr. á ' viku fyrir barnið á Silungapolli eða í Laugarási 1 eða 1760 kr. fyrir þá 8 vikna dvöl, sem um er að ] ræða, en það verða 3520 kr. sé um tvö börn að j ræða, eins og algengt er. Verkamaður ræður ekki j við slíkt af lágum tekjum sínum og jafnvel ekki j þó einhver afsláttur fáist, eins og dæmi munu vera j um. Ljóst er því, að hér er þörf nýrra úrræða. j Bæjarfélagið þarf hér að grípa inn í með mun rót- ] tækari aðgerðum en gert hefur verið. Hvers vegna rekur bærinn ekki sjálfur nokk- 1 ur sumardvalarheimili, í fyrsta lagi til þess að út- j vega fleiri börnum sumardvöl en nú er unnt að •j gera og í öðru lagi, til þess að unnt verði að sjá 1 fyrir slíkri sumardvöl fyrir lægra verð en nú er unní? Með þessari tillögu er á engan hátt verið að • kasta rýrð á hina ágætu starfsemi Reykjavíkur- 1 deildar RKÍ. Sú starfsemi hefur vissulega verið j góð og hið sama er að segja um starfsemi Vor- ! boðans við Rauðhóla, þar sem einnig hefur verið 1 rekið sumardvalarheimili. En þessi starfsemi er 1 bara alls ekki næg og þess vegna þarf bæjarfé- ! lagið sjálft að koma til skjalanna. pið BRÉF VIÐ höfum nýlega haldið þjóðhátíð — 17. júní. Ég hef alltaf álitið, að sér- hver rétthugsandi íslending- ur hlyti að telja það alveg sjálfsagt, á slíkum hátíðis- degi þjóðarinnar, að efni það sem notað er, hvort heldur til hvatningar, uppbyggingar eða skemmtunar, sé íslenzkt, sam- ið eða gert af íslendingum sjálfum og flutt af þeim, — og þá að sjálfsögðu á íslenzku. Mér hefur virzt að öllum finnist sjálfsagt að ræðumenn séu íslenzkir, tali á íslenzku um íslenzkt efni og frá íslenzk um sjónarmiðum. Tónlist er og mikið notuð þennan dag, —■ sennilega eins mikið og hið talaða orð. Ég persónulega og margir fleiri líta þamjig á, að íslenzk tónlist, allra tegunda, eigi að sitja í fyrirrúmi hér hjá okk- ur hvern einasta dag ársins. En þó einhverjir kunni að líta öðru vísi á það, ætti þó öllum að koma saman um, að þennan íslenzkasta dag ársins, — þennan eina dag ársins — eigi aðeins að nota íslenzkt efni og íslenzk verk til hátíðahald- anna. Ég hef áður vakið máls hér á, á opinberum vettvangi, og í þetta sinn (17. júní s, 1.) var það áberandi, að því er tón- list-ina. snerti, hversu ríkisút- varpið sinnti þessum sjálf- sögðu kröfum á þakkarverðan hátt, að því er viðkom þeirri tónlist er það valdi sjálft. — Hið sáma er ekki að segja um þann hluta tónlistarinnar, sem fluttur var á vegum þjóð- hátíðarnefndar Reykjavíkur. Framan af degi virtist þó þessari skyldu við móðurmál- ið það er íslenzkt er, vera full nægt sæmilega, — ræðumenn íslenzkir, — töluðu á íslenzku, um íslenzkt efni, eins og öll- um hlýtur auðvitað að finn- ast sjálfsagt, — og hátíðaljóð, samin af íslendingi, voru flutt af íslendingi og á íslenzku eins og vera ber. Guðsþjón- ustan bauð hins vegar upp á eitthvað af erlendri tónlist, minnir mig, en hefði að sjálf- sögðu getað haft hana al-ís- lenzka. Þegar kom svo að barna- skemmtuninni kl. 4 s. d. fóru erlendu innrásirnar að gerast tíðari og öflugri. Þó lék lúðra hans Karls O. Runólfssonar alíslenzk lög (eftir íslenzka höfunda), en hins vegar ekki harmonikkuhljómsveit barn- anna, sem annar íslendingur stjórnaði. í skemmtiþættina þurfti endilega að klína ein- um dönskum, þó flestir væru búnir að heyra hann eða sjá. í söng karlakórsins þá um dag inn og einsöngvarans um kvöldið kenndi ekki ýkja mik- ið íslenzkra tónsmíða, eða var ekki svo? Svo komu danshljómsveit- irnar um kvöldið, og með þeim náði hið erlenda yfirtök- unum. Endaði þetta fagra há- tíðarkvöld því með undir- lægjuhætti þess sem íslenzkt gat talizt. Jafnvel íslenzk tunga átti í vök að verjast fyrir og eftir miðnætti, fvrir hinum erlendu hrognamálum. Þó var fjálglega talað um það þennan dag, aftur og aft- ur, að við ættum að vera stolt ir af því að vera íslendingar og stoltir af því sem íslenzkt er. Ég held að við þennan tón hafi jafnvel kveðið eftir að danslögunum var lokið. Fannst mönnum svo ekki að danshljómsveitirnar, — sumar hverjar að minnsta kosti — vera stoltar af því, sem íslenzkt er? Það hlýtur að vera réttmæt og sjálfsögð krafa frá þjóðhá- tíðarnefnd til hljómsveita, hljóðfæraleikara og söngvara, — líka danshljómsveitanna og söngvara þeirra, að þessir að- ilar séu sér úti um og leiki og syngi einvörðungu, ég endur- tek: einvörðungu íslenzk lög, eða tónsmíðar eftir íslenzka höfunda, þennan dag og þetta kvöld, og þá að sjálfsögðu með sómasamlegum íslenzk- um textum, en ekki þetta út- lenda þrugl, — og fái nægan tíma til undirbúnings og æf- inga. Það er til nóg af góðum ís- lenzkum tónsmíðum í heila stórhátíð og sömuleiðis ís- lenzkum danslögum í heila í grein, sem G.H.O. birti í Morgunblaðinu þann 14. þ. m. segir hann frá því að gamall sjómaður hafi að undanförnu verið með rætnar ádeilur á hend ur form. sjómannadagsráðs í dagbl. Vísi. Þetta er misskiln- ingur. Hinn gamli sjómaður gerði ekki annað en að bera fram fyrirspurnir til sjómdr. — sem G.H.O. virði'st nú vera að svara f.ih. ráðsins því hann á sæti í því. Hin fyrri fyrirspurn sjóm, var á þá leið hvort stætt væri á því, að sjómdr. gæti, án afskipta hins opinbera, sem veitti því leyfi til happdrættis- reksturs til að byggja elliheim- ili, asmþ. að verja 8 millj. kr. af ágóða happdr. til þess að reisa fyrir kvikmyndahús, á sama tíma sem fjöldi aldr. sjó- mianna biði' eftir hælisvist. Hin síðari fyrirspurn var um það, ihvort rétt væri, að form. sjó- mannadagsráðs hefði látið það asmþ 50 þús. kr. greiðslu til hans sjálfs vegna „umsjónar“ með bíóbyggingunni, árið 1959, en hann er, eins og kunnugt er, á góðum launum hjá S.V.F.Í. Þessu svarar G-H.O. þanni'g í grein sinni: „Jafnframt hefur sjómannadagsráð í aðalatriðum samiþykkt þessar framkvæmd- ir“. Þá vitum við það — og er bezt að almenningur dæmi sjálf ur um meðferð þessara manna á samskotafé. — O.J. slíka kvöldskemmtun, — Og miklu meira en það. Þess verður að krefjast fyr- ir hönd allrar þjóðarinnar, að þjóðhátíðarnefndir verði fram vegis skyldaðar til að sjá um, að þessir hátíðisdagar verði á allan hátt íslenzkir, -—• líka að því er snertir danslögin. Mér er tjáð, að bæjarráð og bæjarstjórn tilnefni 3 (þar a£ formann) af sjö í þjóðhátíð- arnefnd Reykjavíkur, en í- þróttahreyfingin hina 4. Iiáttvirt bæjarráð. Þetta verður að breytast í þá átt, sem hér er farið fram á. Þessi lítilsvirðing, eða tómlæti, er óþolandi. , Reykjavík, 26. júní 1960 Virðingarfyllst Freymóður Jóhannsson. GreinargerB minni hluta Menntamála- ráðs HÉR bii'tist greinargerð minnihluta Menntamálaráðs, Baldvins Tryggvasonar og Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, varðandí ágreiningsatriðið í sambandl við úthlutunarreglur ráðsins á námsstyrkjum og lánum: „Við úthlutun þá, sem nú hefur farið fram á námsstyrkj- um og námslánum, hefur verið fylgt sömu reglum og að und- anförnu, að því undanskildu, að meirihluti Menntamálaráðs he£ ur breytt reglunum um upp- hæð styrkja og lána til hinna einstöku námsmanna. Þessl breyting orsakar það, að sum- ir námsmenn fá upphæðir, sena nema fjögurra mánaða yfif- færslu. Þar sem með þessura reglum er verið að mismuna námsmönnum eftir því í hvaða landi þeir stunda nám, þá greiðum við ekki atkvæði með fyrrnefndri breytingu, enda hefur menntamálaráðherra lýst sig andvígan þessari breytingu. Þar sem einnig hefur verið samþykkt í Menntamálaráði að endurskoða allar úthlutunar reglurnar þá sjáum við ekki á- stæðu til að gera þessa einu I breytingu nú. þar sem líklegt I er, að öllum úthlutunarreglun- | um verði breytt síðar á þessU : ári“. ÍÞRÓTTI Bi Framh. af 11 síðu. sundmóti ásamt Ármenningun- ! um Ágústu Þorsteinsdóttur, Ein ! ari Kri'stinssyni og Pétri Krist'- j jánssyni. Þau héldu áleiðis til ] Rostock í morgun ásamt farar- stjóra sínum, Ragnari Vignir. í Osló keppir Guðmundur i 100 og 400 m skriðsundi og e. t. v. 100 m baksundi. Hrafnhildrvp keppir í 100 m skriðsundi og 200 m bringusundi og Sigurður í 200 m bringusundi. — Ekki eU að efa að íslenzka sundfólkið mun standa sig vel á móturm þessum og Íþróttasíðan óskar því góðrar ferðar. _J HÓÍ 2 29. júní 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.