Alþýðublaðið - 29.06.1960, Síða 13
M9NNINGAR0RÐ
c' SÍÐASTLIÐINN föstudag.
var tekið fyrir mál Pólverj-
ans Jan Boczewski, sem er
norskur ríkisborgari frá 1957.
Hann er ákærður fyrir njósn-
ir í þágu erlends ríkis. Ekkert
bendir til, að hann hafi kom-
izt yfir sárlega mikilsverðar
upplýsingar um varnarkerfi
Norðmanna að því er Arbeid-
erbladet segir. En starf hans
varpar Ijósi yfir víðtækt
njnsnakerfi f Noregi.
Enginn hefur látið sér detta
í hug hve þetta net er um-
fangsmikið fyrr en mál Pól-
verjans komst upp í vetur.
Það eru einstakir sendiherrar
og sendiráð í Osló,- sem staðið
hafa fyrir njósnunum og hafa
fengið norska ríkisborgara tii
þess að afla upplýsinga. Eink-
um eru njósnirnar umfangs-
miklar í þeim bæjum, sem
skip frá löndum Austur-Evr-
ópu koma oft til.
Boczev/ski gaf sig sjálfur
fram við lögregluna í janúar
í vetur. Ástæðuna sagði hann
vera þá, að hann óttaðist að
„vinnuveitendur“ sínir hefðu
á sér illan bifur.
Það var 1957, að hann var
kallaður á fund pólska sendi-
herrans í Osló, Marceli Szym-
kiewiecz, og tók að sér að
njósna um flugvelli, skipa-
lægi, rannsóknarstöð herslns
og eldflaugastöðvar við Osló.
Hann reyndi að fá landa sína
í Noregi sér til aðstoðar og
1958 fór hann til Varsjár og
tók þátt í námskeiði fyrir
njósnara.
Réttarhöldin fara fram fvr-
ir lokuðum dy-rum enda er
rætt um mörg leyndarmál
hersins þar.
Boczewski er fertugur að
aldri. Hann kom til Noregs í
stríðinu sem stríðsfangi og
eftir stríð fékk hann dvalar-
leyfi sem flóttamaður. Ríkis-
borgararétt fékk hann 1957.
Hann kveðst ekki hafa fengið
Boezewski.
neitt fyrir nósnastörf sín
nema tóbak og brennivín.
FYRIR nokkrum dögum
skýrðu blöð og fréttastofur í
Þýzkalandi frá því, að sættir
hefðu tekizt með Adenauer
kanzlara og Erhard efnahags-
málaráðherra. Þessir tveir á-
hrifamestu menn Bonnstjórn-
arinnar hafa loksins rétt hvor
öðrum hendi til sátta og bund
ið flokk Kristilegra Demó-
ári síðan hafði nær því klof-
•i(S iflokk Kjistilegra Demó-
krata. Sættirnar voru inn-
siglaðar er Erhard hitti Ad-
enauer í sumarbústað hans
við Comovatn á Ítalíu og þeir
höfðu ræðst við í einrúmi í
fjóra klukkutíma. Strax á
eftir hélt Erahrd til Bonn.
Nokkrum dögum seinna sagði
hann vlið iblaáamenn: „Þið
getið verið vissir um, að all-
ar deilur milli mín og kanzl-
arans eru úr sögunni. Að öðr-
um kosti væri óhugsandi fyr-
ir Kr.istilaga Demókrata', að
vinna þingkosningarnar árið
1961.“
Það kemur mörgum vafa-
laust á óvart, að Adenauer og
Erhard hafa ekki ræðst við í
einrúmi í heilt ár. Þeir hafa
horft tortryggnislega hvor á
annan á fundum* Kristilegra
Demókrata. Þessi spenna milli
hinna tveggja sterku í Bonn-
stjórninni náði hámarki í sam
bandi við forsetakasningarn-
ar í Vestur-Þýzkalandi í fyrra
sumar. Tveim mánuðum eftir
áð Adenauer hafði tilkynnt,
að hann byði sig fram við for-
setakosningarnar kúvendi
hann og ákvað að vera kanzl-
ari áfram, þrátt fyrir það, að
þingflokkur Kristiíegra Demó-
krata hafði samþykkt að Er-
hard skyldi taka við því emb-
ætti. Þrátt fyrir margra ára
samstarf í ríkisstjórn, lýsti
Adenauer því yfir, að hann
teldi ekki Erhard hæfan til
þess að faka að sér stjórnar-
forystuna. Erhard varð rasandi
og sagði: „Okkar samstarfi er
lokið.“ Tilraunir kanzlarans til
þess að grafa undan áliti Er-
hards höfðu nær því klofið
flokkinn.
Þær sættir, er nú hafa tekizt,
eru nauðsynlegar vegna kom-
andi kosninga. Kristilegir De-
mókratar óttast stóraukið fylgi
jafnaðarmanna, einkum vegna
þess að búizt er við, að þeir velji
Framhald á 14. síðu.
HELGA ÞORGRÍMSDÓTTIR
HINN 14. júní s. 1. var til
grafar borin á Húsavík ekkjan
Helga Þorgrímsdóttir frá
Hlöðum s. st. að viðstöddu
miklu fjölmenni. Þessi háaldr-
aða merkiskona var svo sér-
stæð um margt, að hún verður
ógleymanleg þeim, sem kynnt-
ust henni nokkuð að ráði. Hér
verður aðeins talið fátt af því
sem um hana mætti segja, því
það gæti fyllt stóra bók.
Helga Þorgrímsdóttir var
fædd að Hraunkoti í Aðaldal
10. sept. 1871. Foreldrar henn-
ar voru Þorgrímur Halldórsson
•bóndi á Hraunkoti og kona
hans Guðrún Jónsdóttir. Stóðu
að Helgu merkar og fjölmenn-
ar ættir hér um Suður-Þingeyj-
arsýslu, oft kenndar við Hraun
kot og Hólmavað. Verða ættir
þessar ekki raktar hér, en
geta má þess, að móðir nú-
verandi forsetafrúar, Valgerður
cg Helga voru bræðradætur.
Helga ólst upp hjá foreldrum
sír.um fyrstu árin í Hraun-
koti og fluttist síðan með þeim
að Stórutungri í Bárðardal. —
Árið áður en Helga var fermd
fluttu foreldrar hennar að
Ingjaldsstöðurn í Reykjadal,
en hún réðist þá til vistar hjá
' hjónunum Haraldi og Ásrúnu
á Einarsstöðum í sömu sveit.
Efnahagur foreldra Helgu mun
hafa vei'ið þröngur og ómegð
mikil, börnin 7 að tölu, svo
þau urðu að fara að heiman
til að vinna fyrir sér jafnharð-
an og þau komust á legg. Á
Einarsstöðum var Helga nokk-
ur ár. Ilún minntist jafnan
veru sinnar þar með gleði. —
Heimilið var stórt, mannmargt
og mikil glaðværð þar, enda
húsbændurnir ágætir. Allir
voru henni góðir á heimilinu
og mér skildist að öll vera
hennar á þessu heimili hefðu
verið sannkallaðir sólskinsdag-
ar. 'Veit ég af reynd, að Helga
hefur sjálf átt sinn þátt í að
gera þá svo ánægjulega. Þeg-
ar hún fór frá Einarsstöðum,
var hún um skeið á vegum
bróður síns, sem þá var farinn
að búa. Þaðan fluttist hún svo
til Séyðisfjarðar og dvaldist á
Austurlandi um þriggja ára
skeið, af þeim tíma vann hún
tvo vetur á saumastofu við
, karlmannafatasaum.
i En nú höfðu örlög hennar
i ráðist. Árið 1896 kom hún
heim til foreldra sinna, sem
þá voru aftur komnir í Hraun-
kot, og var þá heitbundin Mar-
kúsi Benediktssyni útvegs-
bónda á Húsavík, hinum á-
gætasta manni. Og 10. okt.
1896 voru þau gefin saman í
Húsavíkurkirkju. Það er tákn-
rænt fyrir líf manna á þessum
tímum, að á brúðkaupsdaginn
fór brúðurinn fótgangandi frá
Hraunkoti til Húsavíkur, en
það er um 20 km. og fór yfir
Laxá á ísi, því engip var brú-
in þá. í Húsavík átti Helga
heimili upp frá því til dánar-
dægurs. Þau hjónin bjuggu
fyrstu árin í Þröskuldi, elzta
húsi, sem nú er uppistandandi —
í Húsavík að sögn. 1904 reistu
þau timburhúsið Hlaðir, — og
bjuggu þar til æviloka.
Þau hjónin eignuðust sex
sonu. Þann elzta, Benedikt,
misstu þau í æsku, en hinir 5
ei'u allir á lífi og hinir mestu
atgervismenn og dugnaðar.
Nöfn þeirra eru Héðinn, Þrá-
inn, Þorgrímur, Gunnar og
Hákon. Allir eru þeir bræður
búsettir hér í Húsavík. Helga
andaðist í sjúkrahúsi Húsa-
víkur hinn 5. júní sl. eftir
fárra vikna legu þar.
Þetta er í fám dráttum hinn
ytri rammi um ævi þessarar
gagnmerku konu, en með þeim
dráttum er lítið sagt, og verð-
ur hér reynt að bæta það
nokkuð upp.
Helga var meðalkona á vöxt
og ekki sterklega byggð, hafði
ekki af meiri manni að má
en almennt gerist, en hún var
skörp til allrar vinnu og heim-
ilisstörfin léku í höndum henn
ar. Heimili hennar varð brátt
annasamt. Það þarf mikils
með, þar sem 5 drengir eru að
alast upp. Bóndi hennar stund
aði sjávarútveg og landbúnað
jöfnum höndum og hvort
tveggja af kappi. Því var ekki
alltaf sofið mikið eða matast
reglulega, þegar annirnar köll-
uðu að, stundum af sjó og
landi samtímis. Þá varð oft að
hafa snör handtök. En Helga
lét sinn hlut sem húsfreyja og
móðir þar hvergi eftir liggja,
og þrátt fyrir stórt heimili og
miklar annar, tókst henqi að
eiga margar frístundir tll að
siúna hugðarefnum sínurft, en
þau voru einkum bóklestur og
félagsstörf, eins og síðar mun
að vikið. Hún var ástúðleg og
skilningsrík bæði sem eigin-
kona og móðir. Hjónabandið
varð því hið farsælasta allt til
enda. Hjónin unnust heitt og
mátu hvort annað að verðleik-
um. Samheldni þeirra hjóna
orkaði svo á syni þeirra, að
morg ár eftir að þeir höfðu
stofnað sitt eigið heimili,
höfðu þeir samvinnu á ýmsan
hátt um búskap og sjómennsku
og var heimili foreldranna
löngum miðstöð þeirrar sam-
vinnu. Hefi ég hvergi kynnzt
slíkri samvinnu milli stórrar
fjölskyldu sem þar. Sýnir
þetta meðal annars, hvernig
Helga rækti móðurhlutverk
sitt.
Vegna frábærrar hagsýni
og dugnaðar þeirra hjóna, voru
þau jafnan í sæmilegum efnum
eða betri en almennt gerizt
um þá, er sams konar störf
stunduðu hér um og eftir alda-
mót. Synirnir komu líka fljótt
til gagns er þeir uxu úr grasi
og léttu undir með foreldrun-
um, enda allir starfsfúsir í
bezta lagi. Heimilið varð ein1
órofa heild, þar sem hver hönd
in studdi aðra, meðan æskan
var að ná fullum þroska.
Eins og áður er að vikið,
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaðið — 29. júní 1960 |3