Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 3
XXIII., 17.-18.
Þjóðyiljinn.
67
Frakkland. Ýmsir frakkneskir þing-
inenn ætla að bregða eér skemmtiför til
Noregs og Svíþjóðar á komandi sumri,
E.étt eptir miðjan marz gerðu póst- j
þjónar, og símritarar, verkfall mikið í j
París, og stafaði það af nýrri reglugjörð
um vinnutilhögun, sem póstmálaráðherr-
ann hafði gefið út. — Hafði fyrst verið
send nefnd á fund hans, til þess að fá
hann, til að kalla reglugjörðina aptur, en
hann þvertók fyrir það, og þá hófst verk-
fallið, og er mælt, að það hafi daglega
Hakað ríkinu um 10 þús. franka tjón þann
tímann er það stóð yfir, en einkum bak-
aði það þó kaupmannastéttinni stórtjón,
þar sem Paris er miðstöð peningamark-
aðs norðurálfunnar, en 5—6 millj. bréfa
söfnuðust fyrir, er eigi urðu send, og tugir
þúsunda af símskeytum.
Yerkfallið hætti loks 23. marz, og er
talið, að skaðinn, sem af þvi hlaust, liafi
numið einni millj. franka daglega.------
ítalía. Rússneskur maður, 7arasoiv
að nafni, er búið hafði í Rómaborg siðan
í febriíar þ. á., fannst nýlega myrtur í
herbergi sínu, og liki hans troðið ofan í
koffort. — Ætla ýmsir að rússneskir bylt-
ingamenn hafi ráðið honum bana, og hafi
hann ef til vill verið einn þeirra félaga.
Balkanskaginn. Krónprinz Serba, Georg
að nafni, særði nýlega þjón sinn, og dó
hann síðar af sárum. Mælt er, að krón-
prinzinn hafi reiðzt þvi, að þjónninn hafði
eigi gert honum aðvart um það, að hann
hafði, eptir ölæði, hlaupið út úr herbergi
sínu alklæddur að vísu, en þó á nærbux-
um einum.
Þetta tiltæki krónprinzins vakti mikla
óánægju, og er svo að sjá, sem stjórnin
hafi notað tækifærið, til að knýja krón- |
; pr nzinn til þess, að afsala sér dlkalli til
j ríkiserfða, og flýði hann land. — Sam-
þykkti ríkisþing Serba síðan erfða-afsal
hans með öllum atkvæðum gegn einu.
Nýi ríkiserfinginn heitir Alexander og
er fæddur 4. des. 1888.
Pétur kóngur hefir gefið ekkju þjóns-
ins 45 þús. franka.
Ýmsir búast við, að Georg krónprinz
muni kalla aptur ríkiserfða-afsal sitt, er
minnst vonum varir, þó að í skjalinu sé
kveðið svo að orði, að það sé óapturkall-
anlegt.
Þeim flokk manna í Serbíu, er vildu
fyrir hvern mun, að Austurríkismönnum
yrði sagt strið á hendur, líkar flótti krón-
prinzins mjög ílla, því að bann var frem-
ur i þeirra flokki.
Sumar fregnir úr Serbiu segja, að Pét-
ur koLungur sé orðinn svo leiður á kon-
ungdómi, að hann vilji segja honum af
sér, ef honum verði tryggð 250 þús. franka
árleg eptirlaun, og muni hann þá setjast
að í borginni Nizza á Frakklandi. — —
Þýzkaland. Vilhjátmur keisari hefir
nýlega skipað svo fyrir, að þýzkir liðs-
foringjar megi hvorki reykja í veitinga-
húsum, né annars staðar, þar sem kvenn-
menn séu viðstaddir, telur keisari liðs-
foringjum Þýzkalands vera slikt athæfi
ósamboðið
Nýlega hefir stjórnin lagt fyrir þingið
frumvarp um breytingu á ýmsum ákvæð-
um hegningarlaganna, og er þar meðal
annars ákveðið, að þeim, sem stelur ein-
hverju lítilræði af neyð, skuli því að eins
| hegnt, að sá krefjist þess, er misgjört er
við, enda geti kærandi, er um slíkan
þjófnað ræðir, kallað aptur kæru sína, er
hann óskar. — Hegningin er að eins
sektir, eða fangelsi, allt að 6 mánuðum.
Rússland. Taflmenn ýmsra þjóðerna
þreyttu taflraun í Pétursborg í marzmán-
uði, og gaf Nicolaj keisari 1000 rúblur,
og dýrindis blómker úr postulíni, til verð-
launa.
f 22. marz síðastl. andaðist Chilkow
fursti, fyrrum samgöngumálaráðherra, 75
ára að aldri, er sleppti völdum eptir ófrið
Rússa og Japana. Hann hafði orðið ör-
eigi, er þræla-ánauðinni var létt af bænd-
um í Rússlandi, og dvaldi siðan árum
saman í Ameriku, sem óbreyttur verk-
maður.
Rödiger, hermálaráðherra, hefir ný-
lega verið veitt lausn frá embætti, og
heitir nýi hermálaráðherrann Suchomlínow.
Vatnavextir hafa nýlega valdið stór-
tjóni víða í suðurhéruðum Rússlands, eyði-
lagt uppskeruhorfur, og týnt fjölda kvik-
fénaðar o. s. frv., og er mælt, að jafn vel
hundrað þúsund manna hafi misst aleigu
sína, og berji hungursneyð að dyrum.
A komanda sumri ætlar Rússastjórn að
látafloia-æfingarmiklar fara fram íEystra-
salti, til þess að sýna, að herskipastóllinn,
og herstjórnin, sé í góðu lagi, þó að ýms-
hafi viljað halda öðru á lopti.
Utanrikisráðherra Tyrkja hefir dvalið
nokkra daga í Pétursborg, til þess að
semja við Rússastjórn um berkostnað frá
152
Frank sá, að Maggy gat eigi gefið honum neinar
bendingar um það, sem hann hafði haft allan hugann við
síðann daginn fyrir.
rHvenær varð amma þín svona veik?u spurði hann
skömmu siðar.
rHún hefir vorið svona, frá því er eg man fyrst!“
svaraði Maggy. „Síðan jeg man fyrst til mín, hefir hún
einatt talað um Dan, og vænt heimkomu hans. — En hún
hefir ekki verið eins vanstillt seinni árin! — Fyrrum gekk
hún einatt ofan að sjó, er sjómenn reru, til þess að biðja
þá að taka Dan heim með sér, opt sat hún alla nóttina
úti, á stórum steini, til þess að bíða þess, að bátarnir
kæmu heim aptur að landi. — Einu sinni datt hún, og
fótbrotnaði, en nú er hún orðin of veik til þess, að geta
gengið til þorpsins. — En nú verð eg að fara, Frank,
þvi að amma er veik. — Jeg hafði alvega gleymt því og ef
eitthvað yrði að henni, meðan jeg er burt.u, myndi eg
aldrei fyrirgefa sjálfri mér það. — Þú ætlar þá ekki að
hafa aiveg eins slæmt álit á ættingjum mínum, eins og
þú hafðir?u
-Spjöllum eigi meira um það, Maggy!u svaraði hann
„Jeg vona; að gruDur minn sé ekki á rökum byggður.u
„Æ, þú ert góður, Frank, og gerir engum rangt“,
mælti Maggy. „Yertu sæll, bezti vinur jeg get ekki
verið hér lengui!“
„Vertu sæl, Maggy! Hvenær sjáumst við aptur?“
„Vertu hérna í fyrramálið!“
Hún ætlaði að fara, en hann hélt i hana.
„Og hvað ætlarðu að gera að því ©r föður þinn
anertii?-4
„Jeg veit það ekki, Frank“, svaraði hún; allt er
141
Frank fór að verða hræddur um, að hann myndi
eigi hitta Maggy; en þá sá hann hana skjótast fram milli
tveggja kletta.
Hún nam staðar, er hún sá hann, og beið, unz hann
kom til hennar.
Hún var föl, og alvörugefin, og áhyggjufull á svipinn.
Maggy rétti honum þegjandi höndina.
„Komdu!“ mælti hún, og gekk á undan honum.
Hann gekk nú á eptir henni, unz þau voru komin
milli sandhólanna.
Utan við brekku stóð þar grenitré, eitt sér, og skyggðu
greinar þess yfir dálitla grastó, og þarna nam unga stúlk-
an staðar.
„Þetta er nú skemmtigarðurinn minn að sumrinu!“
mælti hún brosandi. Hér er eg á hverjum morgni, og
hér kemur enginn, nema jeg.“
Að svo mæltu settist hún við rætur trésins, og hallað-
ist upp að því.
Frank settist á þúfu gagnvart hanni, og sátu þau
svo um hrið þegjandi, og horfðust í augu, og virtist
hvorugt þeirra vita, hvað segja skyldi.
„Jeg kom, til að efna orð mín!u tók Frank loks til
rnáls. „En ef til vill losið þér mig sjálf við skuldbind-
ingu mína?“
Maggy roðnaði, og hrissti höfuðið.
„Það get eg ekki“, mælti, hún. „Það gjörist svo
margt, sem mér er óráðÍD gáta, og bakar mér áhyggjur,
og verð eg að fá að vita, bversu því er varið!“
„Spyrjið mig þá, Maggy!“
nún dró þungt andanu.