Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 4
68 ÞjÓÐYILJXNN. ófriðnum 1878, sem Tyrkir hafa til þessa dregið að borga, og spá því sumir, að Tyrkir muni nú leyfa Rússum frjálsa leið um Dardanellasund með herskip sín. Rússa-keisari staðfesti nýlega lög er þing Finna hafði samþykkt, og bættu að riiun kjör húsmanna, og tjáist keisari að eins gera það, af því að fátæklingar hafi átt hlut að máli, þótt hann sé annars þeirrar skoðuuar að frumvörp er þing hafi samið, er keisari hafi rofið, eigi ekki að staðfestast. — Efri málstofa finnska þingsins hefir mótmælt þessari skoðun keisara. Stolypín, forsætisráðherra, hefir um hríð verið hættulega veikur. — — Bandaríkin. I ríkinu Texas voru ný- lega ýmsir járnbrautarembættismenn tekn- ir fastir, með því að uppvíst varð, að þeir hefðu bjálpað til þess; að mörgum hundruð- um Kinverja hefði verið skotið inn í rik- ið á þann há.tt, að þeir voru fluttir í kössum, er letrað var á „vefnaðarvörur“. 23. marz lagði Roosevelt, fyrrum for- seti Bandamanna, af stað til Afríku, og ætlar að vera þar að dýraveiðum um hríð. — Fjöldi blaðamanna eltír hann á þessu ferðalagi hans, og kvað þeir vera honum í meira lagi hvimleiðir, eða svo er látið í veðri vaka. Fyrir nokkru voru þrír milljóna-eig- endur hnepptir í varðhald i Pennsylvaniu- ríki, sakaðir um, að hata gjörzt brotleg- ír gegn bankalöggjöfinni. — Stjórn rík- isins fókk þeim þann starfa í varðhaldinu, að endurskoða reikninga fangelsisins, með því að þeim hefir að líkindum verið sú vinna hentugri, en önnur. — Þótti þá takast skrítilega til, er glæpamenn þess- ir uppgötvuðu stórkostlega fjárpretti, er umsjónamaður fangelsisins hafði gjörzt sekur i, og leiddi sú uppgötvun þeirra til þess, að umsjónarmaður fangelsisins var tekinn fastur, ásamt mörgum öðrum. Kvennfólk í Bandarikjum vill losna við, að fylgja einatt Parísartizku, að því er til klæðaburðar kemur, og hefir frú Jaft, kona nýja forsetans, tjáði sig þeirri hreif- ingu hlynta, og er það kvennþjóðinni, sem beitist fyrir málinu, mjög mikill styrkur, þar sem fjöldi manna lætur það ráða skoðuu sinni, hverju þeirfylgja fram, sem í heldri röð eru. Venezuela. Nú er mælt, að Castro, fyrverandi forseti iýðveldisins, sem rek- inn var þar frá völdum, og dvalið hefir í norðurálfu um hríð, sé á leið til Vene- zuela, og telja allir víst, að hann eigi þar eigi góðum viðtökum að mæta, muni verða ákærður fyrir morð o. fl. — Það er því af ýmsum talin geðveiklunarvott- ur, að hann skuli hverfa aptur til Vene- zuela. Iregnip frá alþingi. — C03- IX. Samþykktir um kornforðabúr. Nefnd sú, er efri deild kaus, til að í- huga frumvarp, sem neðri deild hafði samþykkt, um heimild, til að gjöra sam- þykktir um kornforðabúr, segir í nefndar- áliti sínu: XXIII., 17.-18. „Hugmyndin um stofnun forðabúra til skepnufóðurs er sprottin á viðurkenndri þörf á þvi, að koma í veg fyrir fóðurskort. Því miður er ekki hægt að neita þvi, að slíkur fóðurskortur og af honum leiðandi skepnufellir hefir opt valdið tjóni hér á landi. Á þessu hefir þó borið miklu minna á síðari tímum, en til þess eru ýmsar ástæður. Búhyggindi manna hafa aukist og þeir hafa betur séð og kannast við en áður var, að góð meðferð á skepnum margborg- aði sig. Þetta hefir leitt til þess að setja betur og hyggilegar á vetur, en titt var áður fyrri. Þá hefir aukinn heyafli lands- manna og vaxandi mannúð stutt að hinu sama. Af þessum sökum hefir almennur fóð- urskortur smám saman orðið sjaldgæfari og sjaldgæfari. En á siðari árum hafa lika bættar samgöngur við útlönd gert bændum hægra fyrir að útvega sór korn til hjálparfóðurs, þegar ílla leit út með fóðurbirgðir, og með þeim útvegum koma í veg fyrir fóðurskort og felli. Nefndin vonar, að frainvegis muni þessar ástæður allar gera að almennur fóð- urskortur verði æ fágætari eptir því sem tímar líða. Hún vonar því og telur lík- legt, að þörfin á kornforðabúrum til skepnu- fóðurs verði ekki mikil né almenn úr þessu, en telur hún líka sjálfsagt, að sem sjaldnast ætti að þurfa að grípa til óvana- legrar korngjafar í jafn grassæln landi og ísland er. En þrátt fyrir þetta játar nefndin, að kornforðabúr til skepnufóðurs geti komið 142 „Segið mér, herra — nafn yðar þekki jeg ekki!“ mælti hún. „Frank Robertson!“ „Segið mér þá öllu öðru fremur, hr. Robertson; hvaða erindi þér áttuð um nóttina, er þér voruð fyrir utan giugg- ann minn?“ „Jeg þurfti að ganga úr skugga um, hvort sá grun- ur minn væri róttur, að tollsvikarar héldu samkomur sín- ar á heiinili föður yðar?“ Um leið og hann mælti þetta, horfði hann beint í augun á henni, og brá henni alls ekki. „Tollsvikarar?“ tók hún upp eptir honum. „Hvaða menn eru það?“ „Veiztu það ekki?“ mælti hann forviða, og eins og hann tryði henni ekki. „Það er ómögulegt!“ Hann fór að gruna, að hún lótist vera önnur, en hún var, og þá átti hann eigi, að sýna henni hreinskilni — Hann var bæði hryggur og reiður. En var það mögu- legt, að hún væri að ljúga? Maggy misskildi orð hans, og breytingar, sem á svip hans urðu. „Þér megið ekki reiðast fávizku minni!“ mælti hún feimnislega. „Jeg hefi aldrei komið út fyrir eyna, og er því óeUð miklu fávísari, en stúlkurnar á meginlandinu.— Þór verðið því, að sýna mér vorkunnsemi“. „tlafið þér aldrei verið í skóla?“ spurði Frank, trem- ur hvatskeytislega. „Nei, það er enginn skóli í Nagshead! Það litla, sem jeg kanu í lestri og skript, kenndi móðir mín mér, og það sem eg kann að öðru leyti, hefi eg numið af bókum“. 151 þeirra og barna!“ svaraði Frank. „En — minnumst eigi frekar á það núna —; jeg skýri þór betur frá því seinna — Svaraðu að eins einni spurningu minni. — Er þér ó- kunnugt um, að sjómenn í Nagshead valda opt skip- ströndum á þann hátt að vísa sjómönnum ranga leið, til þess að geta náð í farminn?“ „Það er ekki satt!“ mælti hún, all-gröm. „Það hefir aldrei borið við, síðan jeg fæddist!“ „Það hefir ef til vill eigi gjörzt eptir það, er þig rekur minni til; en amma þín hefir skýrt mér frá, að það hafi borðið við áður, og er eg hræddur urn, að frændi þinn hafi meira, en tollsvikin á samviskunni.“ Þetta fékk rnjög á Maggy, og þagði hún; en Frank hólt áfram rnáli sínu á þessa leið: „Hefir faðir þinn aldrei minnzt á Kötu, frænku þína við þig?“ „Hún hrapaði niður af klettinum, og drukknsði lÖDgu áður en eg fæddist!“ „Hvernig atvikaðist það?“ „Það veit eg ekki, Frank!“ svaraði Maggy! „Pabbi hefir aldrei minnzt á bað!“ „En amma þin hefir að líkindum sagtþérfrá því?“ „Amma befir opt minnst á Dan, frænda minn, er fórst aí skipinu „Mary Jane“, sern og á Kötu, er það hefir einatt verið svo ruglingslegt, og ósamanhangandi, að jeg hefi aldrei getað botnað í því, og bæði pabbi, og Zeke, segja, að hún sé ekki með öllum mjalla, og vaði opt á henni ails konar þvaður. - - En Zeko hlýtur að vita glögg deili á þessu, þar sem Kata var dóttir hans. — Hann hefir óefað saknað hennar, því að hann verður einatt reiður, þegar minnzt er á hana.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.