Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 5
XXIII., 17.—18. Þjóbvjl j inn 69 að miklum notum í sumum héruðum lands- ins, þegar svo ber undir að harðindis vet- ur með hafísum kemur eptir grasleysis- sumar, og nefndin telur enn fremur lík- legt að kornforðinn gefi í ísárum verið mikilsverður að grípa til hans tii mann- eldis, þegar aðflutningar eru teptir. I nefndinni voru: Flygenring, Jósep Björnsson og Kr. Daníelsson. Bókasafn ísafjarðarkaupstaðar. Efri deild hefir, samkvæmt tillögum síra Sig. Stefánssonar, samþykkt frum- varp þess efnis, að bókasafni Isafjarðar- kaupstaðar verði veittur sami réttur, sem önnur bókasöfn laDdsins hafa, sbr. lög 22. nóv. 1907 (að það fái ókeypis eitt eintak af öllu, sem prentað er hér á landi). Skipting ísafjarðarlæknishéraðs. Nefnd sú, er neðri deild kaus, til að i- huga frumvarp um ofan greint efni, varð ei á eitt mál sátt. Meiri hlutinn (Sk. Th„ Jón Sigurðs- son og Þorleifur Jónsson) lætur það álit í ljósi, að [þrátt fyrir breytingu þá, er gjörð var á læknaskipuninni 16. nóv. 1907, bresti þó enD nokkuð á, að læknaskipun- in sé í sumum héruðum landsins komin i|það horf, að við|megi una til langframa, og telur þær óskir landsmanna, er lúta að því, að þeim sé eigi gert það ókleift, eða því sem næst, að verða aðnjótandi læknishjálpar, flestum kröfum réttmætari, og þinginu því skylt, að bæta um þeim smámsaman, þótt fjárhagsástand landsins I og iækDafæðin leyfi eigi, að fullnægt sé allra óskum í senn. Að því er skiptingu Isafjarðarlæknis- héraðs snertir, telur meiri hlutinn um afar-brýna þörf að ræða, og leggur því með þvi, að Nauteyrarlæknishérað, sem fyr var, sé að nýju sett á stofn. Minni hlutiun (Jón Magnússon og Pét- ur Jónsson) er á hinn bóginn mótfallinn allri fjölgun læknishéraða að sinni. Styrktarsjóður barnakennara. Nefnd sú, er efri deild fal, að ihuga nefnt málefni, leggur til að 2. gr. frum- varpsins orðist svo: „Hver sá kenDari, sem ráðinn er til kennslustarfa samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóvember 1907 greiðir í sjóð- inn á ári hverju l°/0 af kennaralaunum sinum, séu þau ekki hærri en 500 kr., ix/2°/o s^u Þau y®r 500 kr. °§ allt a^ 1000 kr. og 2°/0 ef þau eru yfir 1000 kr.u Mat jarðabóta á Vesturlandi. Skúli Thoroddsen ber fram þingsálykt- un þess efnis, að skora á landstjórnina, að hlutast til um, að á Vesturlandi, norð- an Gilsfjarðar, sé lagt þriðjungi minna af jarðabótum í dagsverkið, en í öðrum héruðum landsins, er um styrk úr lands- sjóði til búnaðarfélaga ræðir. Prestssetrið Húsavík. Steingr. Jónsson ber fram frv. i þá átt, að heimild sé veitt, til að selja prests- setrið Húsavík, að undan skildu túni og húsum, en með kirkjujörðinni Þorvalds- staðir, og sé verðið ákveðið af dómkvödd- um möunum, en þó eigi lægro, en 24 þús. Lending í Bolungarvíkurverzlunarstað. Um þetta efni ber Sk. Th. fram svo látandi þingsályktunartillögu í neðri deild alþingis: Neðri deiid alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina, að hlutast til um, að verkfræðingur verði sem fyrst, á kostnað landssjóðs, iátinn skoða og gera tillögur um, á hvern hátt nauðsynlegar umbætur verði gerðar sem kostnaðarminnst á lend- ingunni í Bolungarvíkurverzlunarstað í Norður ísafjarðarsýslu. Svarað stutt ósvífnis-aðdröttun. —o— í „Lögréttu11 var því fyrir skömmu varpað fram, að ritstjóri „Þjóðv.“ hefði gert ágreinings- atkvœðið i millilanda-nefndinni — af eintómri valdafíkn. Það er ekki ný saga, að þeir, sem haga breytni sinni í hvívetna eptir því einu, sem bezt hentar hagsmunum, eða hégómagirni, sjálfra þeirra, ætla jafnan, að aðrir séu, eins og þeir, að gera ekkert, sem gott er, eða þjóðræknislegt, nema runmð sé af íllum rótum. En í þetta skipti hefði ritstjóri „Lögróttu þó átt að gœta þess, er hann varpaði fram ofan greindrijósvífnis-aðdróttun sinni, að hann skáldaði allt of lygilega. Þegar ritstjóri „Þjóðv.“ gerði ágreining sinn i millilandanefndiuni, voru líkurnar til þess, að skoðun hans yrði ofan á við kosningarnar, sann- arlega nauða litlar, og eigi höfðu hinir íslend- ingarnir i nefndinni þá trú á þvf, að það væri vegurinn til vegs og gengis, að fylgja ekki þeirra 150 þá, því sð það er betra, að beita mildi, en hörku, náist takmarkið engu að síður, enda ertu ekki sendur hingað, til að eltast við tollsvikaraDa, heldur til að vernda stöð- ina gegn árásum“. „En náist takmarkið því að eins að tollsvikurun- um sé hegnt?“ „Það getur náðst á annan hátt, Frank!“ mælti hún. „Allir hlýða frænda mínum; skipi hanD svo fyrir að eigi megi ráða á stöðina, þá er henni óhætt. — Jeg skal tala við hann. „Það er ekki til neins. — Jeg hefi hegar talað við hann.“ „llann fer að orðum mínum; hann verður að gera það !u mælti Maggy. „Honum þykir vænt um mig, og hann hefir aldrei synjað mér neinnar bænaru. Frank brissti höfuðið, all-efablandinn. „Þér skjátlast, Maggy!„ svaraði Frank. „Jeg er hræddur um, að hann verði ósveigjanlegur, að því er þetta snertir, enda þótt hann megi sín svo mikils, að hann geti haldið sjómönnunum í skefjum. — Hann er eigi að eins foringi tollsvikaranna, heldur hefir hann og, sem fyrirliöi strendrænÍDgjflnna, enn gildari ástæður, til að óska þess, að stöðin sé eyðilögð.u „Strandræningjar?1* mælti hún, og brá mjög, því að hún vissi eigi, hvað átt var við. „Sdgirðu mér eigi sjálf, að faðir þinn kæmi opt heim með strandmuni?“ _Er það ó!öglegt?u spurði Maggy. „Það, sem sjór- inn skolar á land, hlýtur að vera eign, þess er bjargar! Því það skllur hver maður! Ættu menn eigi að hirða það. „Eigur veslÍDgs skipsbrotsmannanna eru eign ekkna 143 „Af bókum?" „Já, jeg á nokkrar bækur!“ svaraði hún, fremur roggin. „Það eru opt bækur í kössum, sem pabbi kem- ur heim með, er hann sækir strandmuni, og fæ jeg þær einatt hjá honum, því að ekki hefir hann neitt við þær að gera. — Jeg hefi lesið þær svo opt, að jeg kann þær nálega utan bókar. — En þar er þess ekki getið, hvaða menn tollsvikarar eru.“ „Jeg hefi numið ýmislegtu, mæíti hún enn fremur, „sem eg hefi engin not af; en um ýmislegt, sem mig langar, t.il að vita, fæ jeg enga fræðslu; en um það get eg sjálfsagt fræðst af yður, þvi að þér berið líklega skyn á allt upphugsaDlegt". Orð þessi, sem hún talaði blátt áfram, og þó hálf feimnislega, höfðu mikil áhrif á Frank, og fannst hon- um hann verða að afsaka sig við hana, þar sem honum hafði orðið það á, að fá íllan grun á henni. Hann stóð óejálfrátt upp, settist hjá henni, þreif í hönd hennar, og þrýsti hana innilega. „Maggyu, mælti liann alúðlega. „Jeg skal sagja yður allt, sem þér viljið fá að vita! En þér verðið að heita mér því, að reiðast mér ekki, ef orð mtn kynnu að baka yður sorg! — Sannleikurinn er opt beiskur!“ „Það skiptir engu!“ svaraði hún í hálfum hljóðum. „Jeg fæ, hvort sem er, einhvern tíma að vita það, og mér finnst mér falla betur, að þér sogið mér frá því! Eru ekki tollsvikarar Blæmir menn?u Frank átti bágt með að ovara þegar. — Hann kenndi innilega í brjósti um ungu stúlkuna, og gladdist yfir sak- leysi hannar. — Hann fann, að hönd hennar titraði, og þegar hún lypti upp höíðinu, og horfði á hann, hálf biðj-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.