Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Blaðsíða 7
XXIII.. 17.—18
JÞjóðv ji.jin n
71
Sá, er hús hans keypti, er hann flutti frá
Isafirði, — varð og yfirfiskimatsmaður.
Og þegar hann nú selur hús sitt í Reykja-
vik — þá flytur ráðherra í þaö.
Það er þvi, eins og einhver ósegjanleg hless-
un stafi af því, að eiga húsakaup við manninn
þann.
Mannalát.
Látinn er i Seyðisfjarðarkaupstad 8. april þ-
á. Jalíob Sigurðsson, útvegsmaður. — Hann var
kvæntur Önnu Magnúsdóttur. snikkara Árnason-
ar i Reykjavik, og lifir hún mann sinn.
Nýlega er og látinn að Brekku á Langadals-
strönd í Norður-lsafjarðarsýslu Ouðni Magnússon,
er lengi var bóndi að Brekku. — Væntir „Þjóðv.“
þess, að geta síðar getið belztu æfiatriða hans.
Þá er enn fremur fyrir skömmu dáinn Magn-
ús Jónsson, er lengi bjó að Breiðabóli i Ytri-
Skálavik i Hóishreppi í Norður-ísafjarðarsýslu,
og verður hans síðar minnzt nánar íblaðivoru.
29. marz þ. á, andaðist i ísafjarðarkaupstað
gömul kona, Þuríður Hákonardóttir að nafni,
komin á niræðisaldur.
Maður varð úti.
Aðfaranóttina 27. rrarz þ. á. varð maður úti
á Óshlið í Norður-lsafjarðarsýslu, milii Seljalands
og Bolungarvíkur.
— Maður þessi hét Ingvar Magnússon.
Ycrðlaun fjrrlr i'iskverkun.
Á sýningunni i Þrándheimi í Noregi síðastl.
áv hlaut kaupmaður Th. Thorsteinsson í Reykja-
vik heiðurspening úr gnlli, sem verðlaun fyrir
vandaða verkun á saltfiski.
Bœjarfðgetafulltrúi í Reykjavik.
Oand. jur. Sigurjón Markússon er orðinn full-
trúi bæjarfógetans í Reykjavík.
Aflabrögð við Djúp.
Fyrir páska var lítið um afla í verstöðunum
við utanvert ísafjarðardjúp, en afli fremur góð-
ur í Mið-Djúpinu.
Barnaveiki
enn ail-víða. í Isafjarðarkaupstað,ersíðast fréttist.
Afli isi. botnvörpunga.
Frá nýári til marzloka aflaði „Jón forseti11
111 þús. af þorski, en „Marz“ 81 þús, og seldi
auk þess nýjan fisk fyrir nálega 3 þús. ki-óna.
Húsbruni.
Stúlka brenriur inni.
Aðfaranóttina páskadagsins (11 aprílj brann til
kaldra kola íveruhús Samúels trésmiðs Jönssonar
á Skólavörðustíg í Reykjavík, stórt hÚB, nýtt að
kalla, og er ætlað, að eldurinn hafi borizt frá
iampa á kvistherbergi, er skilið var við logandi,
og kviknaði í gluggatjöldunum, því að gömul
kona, er vaknaði, og fyrst varð vör við eldinn,
sá, að borð, er stóð þar við gluggann, stóð i
ijósum loga. — Vakti bún, og dóttir hennar
þegar trésmíðanema, er sváfu á sama lopti í
húsinu, sem þær, og síðan var fólkið, sem svaf
niðri i húsinu, vakið og komust allir iífs af,
nema fyr greind dóttir gömlu konunnar, Elín
Einarsdóttir að nafni. — Hafði hún, er þær
mæðgurnar höfðu vakið trésmiðanemana, farið
aptur inn i herbergi þeirra mæðgna, til að ná
þar einhverju, en þá að iíkindum allt orðið þar
fullt af reyk, svo að hún hefir kaínað, og brunn-
ið inni.
Af lausafjármunum varð all-miklu bjargað af
eigum SamúeU Jónssonar og Þorsteins verzlun-
armanns Siggeirssonar, en Helgi úrsmiður Hannes-
son missti húsgögn sín o. fl. — Trésmíðanem-
arnir, og móðir Elínar sálugu, misstu og eig-
ur sínar.
Af lausafé, er inni brann, kvað allt hafa ver-
ið óvátryggt, nema lausafé Helga úrsmiðs Hannes-
sonar.
Húsið var að sjálfsögðu í eldsvoðaábyrgð;
svo sem öil hús i Reykjavík eru.
REYKJAVlK 20. april 1909.
Siðan blað vort var síðast á ferðinni, hefir
haldizt sama ágastis tíðin, sem að undanförnu.
„Sterling11 kom frá útlöndum 11. þ. m. (á
páskadagekvöldið). — Meðal farþegja voru: ráð-
herra Björn Jónsson, og deildarforsetarnir (Hann-
es Þorsteinsson og Kr. Jónsson), ogmargtann-
ara farþegja: Kaupmenuirnir Jón Brynjólfsson,
Tb. Thorsteinsson, Hannes S. Hanson, og Þór-
hallur Danielsson, cand. jur. Bogi Brynjólfsson,
stud. mag. Gunnar Egilsson, og unnusta hans
ungfrú Guðrún Thorsteinsson, frú Valgerður
Benediktsson, frú Sigríður Jakobsen, yfirdóms-
málfærzlumaður Magnús Sigurðsson og frú hans,
cand. mag. Hörring, verzlunarmaður Finnur Ól-
afsson o. fl.
Frá Vestmannaeyjum komu með skipinu Egg-
ert bóndi Briem i Viðey, og kaupmaður P. J.
Thorsteinsson, er þangað hafði komið frá útlönd-
ura með „Hólum“.
Frá Bretlandi kom með „Sterling" kolanámu-
stjóri, sem Hannes S. Hanson kaupmaður hefir
fengið, til að lita á kolanámu þá, or fundist hof-
ir i Dufansdal í Barðastrandarsýslu.
,,Barden“, flutningsskip H. Ellefsen’s, hval-
veiðamanns á Mjóafirði, kom hingað i vikunni
sem ieið, með við í berklaveikishælið, og hefur
hann gefið flutning á viðnum frá Noregi
Meðal farþegja er komu með skipinu frá Aust-
fjörðum, voru: sýslumaður Axol V. Tulinius, og
frú hans, Benedikt Sveinsson, bóksali áBorgar-
eyri í Mjóafirði, síra Jóhann L. Sveinbjarnarson
á Hólmum í Reyðarfirði o. fl.
Eptir skýrslu, sem birt er í „ísafold11 10. þ.
m., hefir meðal-afli 23 þilskipa orðið nálega 7
þús. áskip, en fiskurinn er sagður fremur vænn.
Minnstur. afli 2 þús., en hæðstur 13 '/„ þús.
148
Hann rétti henni höndina, til að friða hana, og mælti
hún þá, all-æst:
„Snertu mig ekki!“ — þú hefir svikið mig —; þú
hefir rænt hjarta mínu, er þú varst að hugsa um, að koma
upp um föður minn! Hvernig gaztu gert þetta, ef þér
þykir vænt um mig!“
„Vertu stillt, Maggy!“ mælti hann i bænaróm. „Þú
ert alveg utan við þig!“
„Nei, nei! Jeg hlusta ekki á þig, fyr en þú hefir
lofað mér þvi, að gera ættingjum mínum ekkert íllt!“
„Þá erum við skilin fyrir fullt og allt!“ mælti Frank
„Skyldu minni má eg ekki bregðast; — eigi eg að halda
heiðri raínum öskerðum, verð eg að gegna skyldu minni,
þó að jeg verði þeirra hluta vegna, að missa þín!“
„Frank!“ mælti hún. „Áttu gott með að velja?“
„ Jeg á um ekkert að velja!“ svaraði hann, og veitti
örðugt, að sigrast á geðsbræringu sinni. „Þó að glæpa-
maðurinn væri faðir minn, gæti eg ekki bjargað honum
Hún stóð fá ein augnablik fyrir framan hann, en
sneri sér síðan þegjandi við, og ætlaði brott.
Frank kenndi biturs sárauka. — Honum varð nú
fyllilega ljóst, hve mjög hann unni Maggy, og hve 6-
bærilegt honum væri, að vera án hennar.
„Maggy!“ æpti hann, all-örvæntingarfullur.
Hún sneri við í hægðum sínum horfði í augun á
honum, og varpaði sér snöktandi um háls honu.m.
„Frank! Frank!“ mælti hún. „Jeg get ekki skilið
við þig!“
Hann hélt utan um hana, unz hún hætti að gráta,
strauk síðan höndinni þýðlega um hárið á henni og kyssti
hana.
145
Starf sitt fann hann sér þö skjdt að rækja engu að síður.
„Frank!“ sagði Maggy, hálf-feimin. „Nú máttu
eigi leyna mig neinu! Nú á jeg heimtingu á, að fá að
vita allt!“
„Vertu stillt, barn“, svaraði Frank, alvarlega; „þú
skalt fá að vita meira, en þú hirðir um! Nú má jeg,
ajálfs míns vegna, eigi leyna þig neinu! Við verðum að
þekkja hvort annað sem bezt, svo að mér sé ljóst, hvað
©g á að gjöra!“
„Ekki skal eg aptra þér, Frank!“ svaraði Maggy;
„þú gerir eigi annað, en rétt er. — Jeg hefi aldrei torið
betra traust til neins manns en þin, og það frá því augna-
bliki, er eg sá þig fyrst. — Og þó þekki eg þig í raun
og veru alls ekki enn þá. — Talaðu, og skal eg gera tnér
allt far um, að skilja þig“.
„Hlustaðu þá á mig, Maggy!“ mælti hann, og dró
hana nær sér. „í landi voru er lýðveldisstjórn, og þjóðin
stjórnar sér sjálf, kýs fulltrúa, er hún sendir til þingsins
1 Wsshington það, sem þingið álAktar er því vilji
þjóðarinnar, og sá, sem breytir gegn ályktunum þess,
gerir samborgurum sínum, og alheildinni, tjón. — Skil-
urðu það?“
„Já, mjög vel!“ svaraði húo.
„Stórt ríki“, mælti Frank enn fremur, „þarf á miklu
fé að halda, til að reisa borgir, til að verja landið, sem
og til skóla- og lögreglustjórnar, og yfir höfuð til ýmsra
stofnana til almennings nota, og verða allir borgarar rik-
isins að leggja fram fé í því skyni, eptir efnum og á-
stæðura. ,
En í stað þess, að láta menn greiða beina skatta