Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Blaðsíða 1
Terð árgangsins (minnst 60 arlrir) 3 hr. 50 aur.; erlmdis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Btrgist fyrir júramán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. ■ . = [= TuTTUaASTI OG ÞEIÐJI ÁB8AN8UE. =1—— , =- M 22.-23. |l Eeykjavík, 1B. maí. Vppsögn skrifleg ogild nema komið se til útgeý- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sina fyrir hlaðið. 1909. Lög iiiri samband Danmerkur og íslancls. 1. gr. ísland er frjálet og fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er dönsk stjórn- arvöld fara með í umboði íslands samkvæmt sáttmála þessum. í heiti konungs komi eptir orðið: „Danmerkur“, orðin: „og íslands“. 2. gr. Skipun sú, er nú gildir í Danmörku um rikiserfðir, trúarbrögð konungs, myrdugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er sjúkur eða fjarst.addur, skal einnig gilda að því er til íslands kemur. Sé konungur ófullveðja, gilda einnig hin sömu ákvæði og nú'j’í Danmörku, þangað til löggjafarvald íslands gerir þar um aðra skipan. 3. gr. Þessi eru sambandsmál Danmerkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til konungsættarinnar. 2. Utanrikismálefni. Enginn þjóðarsamningur, er snertir íslenzk mál, skal gilda fyrir Ísland, nema rétt stjórnarvöld íslenzk eigi þátt í og leggi samþykki til. 3. Gæzla fiskiveiða í landhelgi íslands, að óskertum rétti íslands til að auka hana. Meðan Danir annast strandvarnirnar njóta þeir jafnréttis við íslendinga að því er til fiskiveiða í landhelgi íalands kemur, nema um annað endurgjald semji. 4. Peningaslátta. 5. Hæstiréttur, þangað til löggjafarvald íslands setur á stofn æðsta dóm í landinu sjálfu. Meðan sú breyting er eigi gjörð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekkingu á islenzkri löggjöf og kunn- ugur sé íslenzkum högum. 4. gr. Danir, heimilisfastir á íslandi, skulu njóta fulls jafnréttis við íslendinga, og íslendingar heimilisfasttr i Danraörku jafnréttis við Dani. Þó skul forréttindi islenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnar-háskóla óbreytt, nema réttum stjórn- arvöldum beggja ríkjanna semji um aðra skipan á því efni. 5. gr. I umboði íslands fara dönsk stjórnarvöld með mál þau, er talin eru í 3. gr., unz uppsögn fer fram af annari hvorri hálfu, samkvæmt fyrirmælura 7. gr. Að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum málum. 6. gr. Meðan ísland tekur ekki frekari þátt i meðferð sambandsmálanna en um getur í 3. gr., tekur það heldur ekki þátt í kostnaði við þau, nema hvað Island leggur fé á konungsborð og til borðfjár konungsættmenna hlutfallslega eptir tekjum Dan- merkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram um 10 ár í senn með konungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands undirskrifa, Ríkissjóður Danmerkur greiðir ríkissjóði íslands eitt skipti fyrir öll 1,600,000 kr., og eru þá jafn framt öll skulda- skipti, sem verið hafa að undanförnu milli Danmerkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. 7. gr. Með eins árs fyrirvara getur Ríkisþing Dana og Alþingi hvort um sig sagt upp sáttmála þessum að nokkru leyti eða öllu, þá er 2B ár eru liðin frá því, er hann gekk í gildi. Akvæði sáttmálans um konungssamband, eem og um borðfé til konungs og konungsættmenna, verður þó eigi sagt upp. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.