Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Blaðsíða 3
ÞjCBVir.JINN
87
XXIII., 22-23.
Kosningarréttur kvenna og Yinnuhjúa.
('Ági'ip úr þingrœðu Sk Th.)
—o—
. . „Síðasta alþingi veitti konum i Reykja-
vík, og í Hafnarfirði, kosningarrétt, og kjörgengi
í bæjarmálum, og þvi virðist það ekki hvað sízt
óeðlilegt, að konur annars staðar á landinu
njóta ekki sama réttar.
En auk þessa Jer þetta frumvarp fram á að
vinnuhjúum, jafnt til sveita, sem kaupstaða, sé
veittur sami réttur, og fer því að þessu leyti lengra
en ofan getin lög, enda alveg ástœðulaust, að gera
þeim lœgra undir höfði en óðrum.
Að vísu má kannske segja, að þar sem kosn-
ingarrétttur og kjörgengi í sveita- og bæja-
málum sé bundinn við gjald til sveitar, þá komi
þessi réttindi þeim eigi að notum, þar sem þau
gjaldi óvíða til sveitar.
En til þess er því að svara, að heimilt er að
lögum, að leggja útsvar á vinnuhjú, ogsú mun
tízkan i stöku sveitum að einhverju leyti, enda
tel eg víst, að mörg vinnuhjú vilji vinna það til
að gjalda eitthvað til sveitar, t. d. 50 aura til
krónu, eða ögn meira, gegn því að fá þessi sjálf-
sögðu réttindi11.
iregnir frá alþingi.
--000-
XIII.
Alþingi slitið.
Alþingi lauk störfuni sínum 8. maí, og
eagði ráðherra því þá, í nafni kcnungs,
slitið.
Þingmenn hrópuðu nífalt húrra fyrir
konungi, svo sem venjan er við slík
tækifæri.
Ýmsar þingfróttir
á „Þjóðv.u enn ófluttar lesendum sín- i
um, og verða þær tíndar til í þessu nr.
blaðsins; og ef til vill eitthvað í næsta
nr. þess.
En lög þau er alþingi samþykkti, og
enn er flestra ógetið, veiða birt smám
saman, eða helzta efnis þeirra getið, ept-
ir því sem rúm blaðsins og önnur at-
vik leyfa.
Forsetakosning í sameinuðu þingi.
Með því að nýi ráðherrann taldi sig,
stöðu sinnar vegna, eigi geta sinnt forseta-
störfum i sameinuðu þingi, beiddist hann
lausnar, og veitti þingið honum lausnina
i einu hljóði, taldi sem hann, forseta- og
ráðherrastöðuna eigi geta samrýmzt, enda
hafði vara-forseti gengt forsetastörfum á
þeim eina fundi, er haldinn hafði verið
síðan ráðherra kom úr utanförinni.
Ný forsetakosning fór því fram í sam-
einuðu þingi 6. mai, og var kosinn
Skúli Ihoroddsen með 24. atkv.,
en vara-forseti, í hans stað, var kosinn
Sigurður próf. Ounnarsson.
Forseti þakkaði kosninguna, svo sem
venjan býður.
Gœzlustjóri Landsbankans.
Efri deild endurkaus háyfirdómara
Kr. Jonsson í einu hljóði, sem gæzlustjóra
landsbankans.
Um eiðtökur.
Neðri deild samþykkti, eptir tillögu
dr. Jbns Þorlcelssonar og Ben. Sveinssonar
þingsályktun þess efnis, að skora á stjórn-
I ina að leggja fyrir n»sta þing frumvarp
til laga um eiðtökur, er fari í svipaða
stefnu og frumvarp, er neðri deild hafði
samþykkt, en fellt var í efri deild, og
hefir þess frumvarps áður verið getið i
blaði voru.
„Gjafasjóður Jóns Sigurðssonaru,
Úr nefndum sjóði höfðu engin verð-
laun verið greidd, síðan skýrsla um sjóð-
inn var birt á alþingi 1907, verðlauna-
nefndinni (B. M. Olsen, Birni Jónssyni
og Eir. Briem) engin ritgjörð borizt um
sögu ísland, eða stjórnháttu, né heldur
fundið ástæðu, til að veita verðlaun fyr-
ir neitt slikt rit.
í verðlaunanefnd voru á fundi sam-
einaðs alþingis kosnir:
Hannes Þorsteinsson, ritstjóri,
dr. Jón Þorkelsson, skjalavörður og
Björn M. Ólsen, prófessor.
Eign sjóðsins var við lok ársins 1908
orðin alls 16,496 kr. 60 a.
Endurskoðari landsbankareikninga
var á fundi sameinaðs alþingis 6. maí
kosinn
Ben. Sveinsson ritstjóri.
Ráðherra kýs hinn endurskoðunar-
manninn.
Nauðsynlegt væri, að gera þá breytingu,
þótt eigi kæmizt hún á á ný afstöðnu al-
þingi, að endurskoðunarmennirnir væru
þrir, kosnir af alþingi með hlutfallskosn-
ingu, svo að bæði meiri og minni bluti
á þingi vissi sem gleggst, hvað bankan-
um líður.
176
an eigi, hvað þeim leið, unz hann sá þeim skjóta upp apt-
ur milli klettanna.
Frank beindi kíkinum á þá. -- Þeir voru sex að
tölu, og gengu þeir til sjávar, fyrir sunnan Kitty-Hawk-
klettinn, og er Frank varð litið niður fyrir klettinn, sá
hann bátinn, sem þar var lentur.
Það var ekki róðrarbátur, heldur auðsjáanlega bátur
frá einhverju kaupfari.
Menn settu bátinn fram gegnum brimgarðinn, og
•einn þeirra var þegar kominn lít í hann, og seztur við
stýrið. — Og þegar báturinn var kominn á flot, stukku
þrír menn upp í hann, og settust að árum.
Báturinn stefndi siðan til hafs, en mennirnir, sem
eptir urðu í landi, horfðu um hríð á eptir honum, og
gengu síðan heim til þorpsins.
„Hvað ætli þetta eigi að þýða?“ hugsaði Frank, og
varð all-forviða.
Hann beindi nú kíkinum á bátinn, og sá hann þá,
að nokkrar mílur undan landi lá skip við atkeri. — Það
gat eigi verið annað skip en „Maurinn“, skip tollsvik-
aranna.
Honum varð nú allt ljóst. — Það hafði verið að á-
stæðulausu, er hann bjóst við áhlaupi á stöðvarhúsið. —
Það var koma „Maursins", er valdið hafði mannaferðinni
í þorpinu.
Sennilegt var, að ráðagerðin hefði tekið eins langan
•tíma, eins og raun hafði á orðið, með því að eigi var auð-
ið, að sfferma „Maurinn1*, vegna brimsins, enda stóðu
•róðrarbátar sjómanna allir á landi.
Meðan Frank var að kikja á bátinn, og baupfarið,
165
— Var faðir hennar farin út? Hafði hann farið með út-
drátt úr bréfinu? Og hvað varð um sjálft bréfið, sem var
til Frauk’s, og áríðandi, að því er hún fékk ráðið i.
Ef Twysten léti hann eigi fá það, eða þá eigi, fyr
en seint og síðar meir, er það var orðið honum gagns-
laust, hvernig fór þá? Og hvaða leyndarmál var í bréfinuu.
Einhver óskiljanleg hræðsla greip Maggy, og fór
hún nú til ömmu sinnar, og laut ofan að henni.
Glarala konan hreifði sig eigi, þrátt fyrir það sem
gakk á i veðrinu, en virtist vera í fasta svefni.
Maggy sá, að amma hennar þarfnaðist engrar að-
stoðar hennar í svipinn, og gekk því inn í gestaherbergið.
Faðir hennar var farinn, og þar var enginn nema
Bob, sem sat við borðið, mjög glaðlegur á svipinn, og
var að bæta í glasið sitt.
„Hvað er, sem fyrir augum ber? Friða Maggy?tt
mælti Bob, er leit upp frá glasinu. „Mér er það ósegjan-
l*g Énægja að sjá yður! Það er einmitt. gaman að sjá
það, sem fagurt er og yndislegtF
Að svo mæltu fór Bob að hræra með teskeiðinni
í glasi sínu, og sá Maggy, að hann var orðinn talsvert
hreifur, og rauður í andliti.
Enda þótt Maggy myndi glöggt, hvernig skildi með
þeim siðast, er Bob ætlaði að ræna hana kossi með valdi
neyddi hún sig þó til þess, að vera vingjarnleg við hann.
Henai var áriðandi, að ná í bréfið, hvað sem tautaði.
„Jeg heyrði, að faðir minn gekk útu, mælti hún,
hálf-hikandi, „og þvi var erindi mitt, að spyrja, hvort
yður vantaði ekkert.
Bob leit upp forviða, brosti, og strauk höndinni
ura hárið.