Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1909, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1909, Qupperneq 2
122 Þjóbvíljinn XXffl, 31. son hóf umræður um aðskilnað ríkis og kirkju, og cand. theol. Sigurbjörn A. Grísla- son um „flálgæzluu, Sigurður P. Sivert- sen um „kirkjuþing“. Á Btefnu þessari voru þessar tillögur samþykktar: Um kirkjuþingsmálið var gerð svo hljóðandi eamþykkt með 26 samhijóða at- kvæðum: Prestafundurinn álítur, að vor kirkju- legu mein stafi ekki af því, að kirkjan er í sambandi við ríkið, heldur af öðr- um orsökum, meðal annars af því, að sambandi ríkis og kirkju er óhagan- lega fyrir komið, og að kirkjan hefir ekki nægilegt frelsi til þess að ráða sinum eigin málum. Fundurinn skor- ar því á alþingi, að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóð- kirkju, er komi saman annað hvort ár, sé skipað prestum og leikmÖDnum, hafi fullt samþykktarvald í sínum eigin innri málum og tillögurétt í öllum þeim almennum löggjafarmálum, er snerta kirkjuna, og só kostað af lands- sjóði. í skiloaðarmálið var sett nefnd, hún samdi nefndarálit og lagði til: að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja i sam- bandi við ríkið. Að öðru leyti leggjum vér til (segir nefnin) að prestastefnan lýsi því yfir, að hún só algert mótfallin skilnaði ríkis og kirkju, en ef skilnaður reynist óhjákvæmi- legur, þá verði hann þó að eins fram- kvæmdur með þeim skilyrðum, er hér greÍDÍr: 1. Áð skilnaðurinn sé borinn undir at- kvæði þjóðarinnar, þar sem öllum 15 ára að aldri sé gefinn kostur á að greiða atkvæði, s/5 hlutar greiddra atkvæða samþykki skilnaðinn. 2. Að skilnaðarmálið sé undirbúið af kirkju- þingi. 3. Að öllum eignum kirkjunnar sé varið til viðhalds og styrktar kristnum trú- arfélögum í landinu eptir ákveðinni tiltölu. Þar var og tilrætt um, hvort leyfa ætti söfnuðurn að segja upp prestum sín- um, gætist þeim ekki að þeim, og í sam- bandi við það samþykkt svo hljóðandi tillaga, er biskup bar upp: Prestastefnan telur nauðsynlegt, að biskup beitist fyrir því að fá prest leystan frá embætti, þar sem þorri safnaðar af réttmætum ástæðum vill losna við bann og ítrekaðar tilraunir til að bæta samkomulagið hafa reynzt árangurslausar. Um kenningarfrelsið var gerð svo lát- andi ályktuD: I tilefni af fyrirlesti lektors Jóns Helgasonar (Prestarnir og játningar- ritin) skorar prestastefnan á biskup í samráði við handbókarnefndina að und- irbúa breytingu á prestaheitinu og leggja fyrir Dæstu prestastefnu. Um undirbúningsmenntun presta voru samþykktai þessar tillögur: 1. Þar sem fundurinn lítur svo á, að af- nám grískukennslunnar sé til mikils hnekkis fyrir guðfræðisnámið, skorar hann á landsstjórnina að hlutast til um það, að frjálsri grískukenuslu verði hald- ið uppi að minnsta kosti i efsta bekk menntaskólans, þannig lagaðri að nem- endur byrjuðu þegar á að lesa Nýja Testamentið með málfræðinni. 2. Fundurinn skorar á alþingi að veita guðfræðiskandídötum ríflegan styrk í eitt ár til dvalar erlendis, þeim til full- komnunar í mennt sinni. 3. Prestastefnan telur það mjög æakilegt, að komið yrði á prestaskólann i sum- arleyfiDU stuttu vísindalegu námsskeiði fyr:r presta með fyrirlestrum og sam- ræðum, og væntir fjárframlaga til dval- arkostnaðar prestanna. Að loknum umræðum um kristindóms- fræðsluna var samþykkt þessi tillaga: Fundurinn lýsir sig hlynntan stefn- unni í fyrirlestri síra Magnúsar Helga- sonar, og skorar á biskup að annast um, að út verði gefnar bibliusögur við hæfi yngri barna, og síðar stærri bibl- iusögur, ætlaðar þroskaðri börnum. En þessi voru aðal-atriðin í fyrirlestri sira Magnúsar Helgasonar, þauerpresta- stefnan lýsti sig hlynta: 1. í staðþessað hingað til hefir kverið verið eiua fastákveðna nómsefnið í kristnum fræðum undir fermingu, þá verði það hér eptir biblíusögur, trúarjátningin og nokkrir valdir sálmar. 2. NámseÍDÍð só jafnan útlistað fyrir börn- unum áður en þeim er sett fyrir að læra það. Orðrétt nám sé að eins heimt- að á trúarjátningunni, völdum ritoing- arstöðum og ljóðum. 3. Að öðru leyti verði prestum alveg frjálst, hvernig þeir haga undirbúningi barna undir fermingu. 4. Ef kver er notað til kennslunnar, séu yngri börn en 12 ára alls eigi látin læra það. Þá voru og þessar tillögur samþykktar: Prestastefnan treystir áfram fylgi hinnar íslenzku prestastéttar við bind- indismálið og aðflutningsbannið. Fyrri hlutinn (bindindið) samþykktur með 20 atkv. en sá síðari („og aðflutn- ingsbannið“) með 17 atkv. ; 4. Prestastefnan lýsir fyllsta samhug með jafnréttiskröfum kvenna. Fleiri tillögur voru samþykktar og yrði of langt mál að telja þær allar upp, að lokum skýrði biskup frá því, að hann teldi æskilegt, að prestastefnan næsta ár yrði baldin að Hólum í Hjaltadal, og yrði þá vígslubiskup fyrir Hólabiskupsdæmi jafn framt vígður þar, og var prestastefn- an samþykk þeirri færslu í það skipti. Prestastefnunni barst heillaóskaskeyti frá kirkjuþingi landa vorra í Vesturheimi, sem háð var seinast í jÚDÍmánuði. Hún þakkaði kveðjuna og órnaði Vestur-Islend- ingum blessuDar. l’róf í forspjallavísindura við prestaskólann tók 29. f. m. Sigurður Sig- urðsson frá Vigur, og hlaut einkunnina dável Hann gat ekki tekið próf þetta á sama tíma og aðrir sakir veikinda. Jtýir stúdentar. Úr hinum almenna menntasfcóla útskrifuðusfc 80. f. m.: Jónas Jónasson .... I. Sveinbj. Theódór Jakobsson. ág. eink. I. 106 stig 103 — Halldór Kristjánsson . . . I. 102 — Kristján Ólafur Björnsson . I. 97 — Bjarni Snæhjörnsson . . . I. 93 — Þórður R. A. Þorgrimsson . I. 87 — Halldór J. Þorsteinsson . . I. 87 — Halldór Kristinsson . . . . II. 82 — Simon J. Þórðarsson . . . . II. 78 — Eiríkur Einarsson . . . . . II. 78 — Vigfús I, Sigurðsson . . . . II. 73 — U tanskólanemendur: Guðmundur Ásmundsson . . . II. 78 — Jón Jóhannesson II. 77 — Marten A. Th. Bartels . . . II. 72 — Jónas Stephensen . . . . . III. 62 — Þetta er í síðasta skipti, sem prófinu er hag- að eptir gömlu reglugerðinni. Fyrri hluta lagnprðfs við Kaupmannahafnarháskóla hefir Sigfús M. Johnsen tekið með I. einkunn. Aðstoðarprestur hjá Jens prófasti Pálssyni í Görðum er cand. theol. Þorsteinn Briem frá Alfgeirsvöllum orð- inn. riann hefir dvalið erlendis síðastliðinn vet- ur og verið um tíma á prestaskóla í Kaupmanna- höfn (Pastoralsominariet). Fyrri hluta læknaprófs við læknaskólann hór í Reykjavík hafa ný- lega tekið Magnús Júliusson með I. einkunn (65 stig) og Hindrik Erlendsson rneð II. einkunn (35 stig). Inntökuprúf við hinn almenna menntaskóla var haldið síð- ustu dagana í júnímánuði. Undir það gengu alls 19, þar af stóðust 16 prófið. 9 piltar og 7 stúlkur. Settur licknir. Magnús Júlíusson stud. med. & chir. er sett- ur til að þjóna Strandalæknishóraði. Guðnmndur T. Hallgriinsson læknir fór með „Vestu“ til Siglufjarðar og ætl- ar að dvelja þar i sumar og fást við lækningar meðan sildarveiðin stendur yfir og margt er þar um manninn. Heiðursinerki. Matthias Einarsson læknir við franska spítal- ann hér í Reykjavík og Halldór Gunnlögsson héraðslæknir í Vestmannaeyjum hafa nýlega ver- ið sæmdir frönsku heiðursmerki (officier d’aca- demie). Prestskosning. Síra Einar Jónsson í Kirkjuhæ í Norður-Múla- sýslu, er kosinn prestur að Desjamýri. llær brennur 6. júní síðastliðinn hrann bærinn í Kálfavík í Skötufirði i Norður-ísafjarðarsýslu til kaldra kola, en lausafjármunum varð hjargað að mestu leyti, Ahúandinn, Jón Hjaltason, var nýbúinn að kaupa jörðina, og hefir hann orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, þar sem allt var óvátryggt, og hann að sögn efnalítill ómagamaður. Iþróttamót var haldið á Akureyri 17. f. m. í samhandi við ís- landsheltisglimuna. Var fyrst gengið i skrúðgöngu frá hafnarbryggjunni til hátíðasvæðisins á Odd- „ yri. Þá sotti Guðlaugur Guðmunlsson hátíð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.