Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Qupperneq 1
Verð árgangsim (minnst
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
i Amerííu doll.: 1.50.
Bwrgist iyrir júnimán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
• —[= Tuttuöasti oa þeibji áeoangue =1-. =—
*—S*o«|e= KITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =l»o»a—<-
I TJppsöíin skrifleg ðgild
nema komið se til útgeý-
anda fgrir 30. dag júrn-
mánaðar, og kaupandi
\ samhliða uppsögninni
I borgi skuld sína fyrir
\blaðið.
M 34.-35.
Reykjavík, 31. JÚLÍ.
1909.
Utlönd.
- -o—
Danmörk. I ráði er að Danir taki 40
millj. króna ríkislán. Stjórnin hefirþeg-
ar samið um lántökuna, að sjálfsögðu með
þeim fyrirvara, að ríkisþingið fallist á
hana. Það eru franskar peningastofnan-
ir sem lánið veita; vextirnir eru 31/,0/,,
af hundraði, og iánið má standa svo lengi,
sem lánþegi óskar. Lánið verður tekið
á þann hátt, að Frakkarnir kaupa dönsk
ríkisskuldabréf, og gefa 948/8 kr. fyrir
hverjar 100 kr. í ríkisskuldabréfunum.
Lántaka þessi hefir sætt þegar nokkrum
andmælum frá frjálslyndu flokkunum, og
vilja þeir að minnsta kosti lækka lánið
niður í 30 millj. kr., en fá þvi fráleitt
ráðið.
Kæran út af kosningunni í 8. kjör-
dæmi Kaupmannahafnar sem getið hefir
verið hér i blaðinu, hefir nú verið rann-
sökuð, og leggur kjörbréfanefndin til að
hún sé samþykkt, með þvi að sannað er,
að atkvæði þau, sem ólöglega kunna að
hafa verið greidd, geta ekki verið svo
mörg, að þau hafi getað ráðið úrslitum.
Noregur. Kirkjumálaráðherrann í ráða-
neyti Gunnar Knudsen’s hefir sagt af sér
sakir vanheilsu. í hans stað er settur
Knud Johannes Haugen, áður embættis-
maðurí kirkjuraálastjórnardeildinni Hinn
nýji ráðherra er fæddur í Kristjaníu, son-
ur yfirkennara þar, er var merkur stjórn-
málamaður. Sjálfur er hann sagður dug-
legur maður og fróður.
Norskt skip, „ErroD, sem gekk á
milli vesturstrandar Ameríku og New-
castle í Australíu strandaði 18. júní síð-
astliðinn. Þar voru 22 roenn um borð,
sem allir komust í bátana, en áður en
þeirn tókst að ná í gufuskip, er þeir loks
hittu, var skipstjórinn og kona hans á-
samt 4 börnum þeirra, sem og margir
menn af skipshöfninni dáið úr hungri.
Að eins 5 menn voru eDn með lífi, en
voru ekkert nema beinin fyrir hor, og
því nær gengnir af vitÍDU af sulti og þorsta.
í Þrándheimi var ófermd telpa ný-
lega tekin föst, sökuð um þjófnað og
erfðaskrárfölsun. Yið yfirheyrslumar hefir
hún játað að hún einnig hafi myrt frænku
sína, sem hún var hjá. Frænkan hafði
tekið eptir því, að telpan hafði breytt
erfðaskránni, og hafði hótað henni lög-
reglunDÍ, en þá tók telpa sig til og drap
fóstru sína á þann hátt að hún kæfði
hana undir sæng.
' Stórt norskt fólksflutningsskip „Ólafur
kyrri“ strandaði nýskeð á skeri við strÖDd
Noregs, allir menn björguðust, eD skipið
ónýttist með öllu.
Svíþjóð. Bússakeisari kom til Stokk-
hólms seint í júnímánuði. Rétt áður voru
8 menn teknir þar fastir, grunaðir um
að hafa í byggju að veita keisara bana-
tilræði. Við rannsóknina, er sagt, að það
hafi sannast, að þetta væru rússneskir
stjórDleysingjar, og höfu '1 af þeim búið
með Wang, þeirn er myrti herforingja
Beckman, sem frá var skýrt í eíðasta biaði.
Menn tóku eptir því að þessi 2. sem
annað var 18 ára stúlka, en hitt piltur
um tvítugt, veittu herbergjum þeim, er
keisara voru ætluð sérstaka eptirtekt, er
almenningi var gefinn kostur á að skoða
þau. Lögreglunni var bent á þetta, og
fylgdi hún þeim þá eptir næstu daga, og
komst við það að earoastað annara Rússa,
sem þau umgengust, og var svo allt tekið
fast ekömmu fyrir komu keisara, og enn
voru 3 teknir í viðbót seinna, en um 2
af þeim sannaðist, að það voru stúdentar
á skemmtiferð, sem þess vegna var sleppt
daginn eptir, leynilögreglan kvartaði um
að mjög erfitt væri að komast fram úr
málinu, og ekki var það sannað að ákveð-
ið hefði verið að veita keisara banatil-
ræði, en eigi að síður telur lögreglan
menn þessa bættule >a, og ieggur til að
þeim sé vísað úr landi, þar sem þeir eru
útlendingar.
Nýlega var með mikilli viðhöfn vigð
’árnbrautarferja, sem á að ganga á milli
Trelleborg í Svíþjóð og Sassnitz á Þýzka-
landi. Er það fyrsta beina samband af
þeirri tegund, sem komist befir á milli
Svíþjóðar og Þýzkalands.
England. I síðastliðnum júnímánuði
hefir töluvert meira verið bæði flutt út
úr landinu og inn i það, en á sama
tíma í fyrra, og þykir það beDda til, að
þar muni betra árferði í vændum, en ver-
ið hefir að undanförnu.
Shackleton heimskautafaranum fræga,
sem nær hefir komist Suður-heimsskaut-
inu en nokkur annar maður, var tekið
með miklum virtum, er hann kom til
Lundúna. Á fyrsta fyrirlestur hans hlust-
uðu 10000 mánna; sýndi hanD þar jafn-
framt myndir af staðháttum og dýralífi
í Suðurheimskautslöndunnm, og þótti
mönnum margt af því nýstárlegt. Að
ræðunni lokinni afhenti prinzinn af Wales
honum gullmedalíu landfræðingafélagsins
brezka.
Sagt er að Kitchener lávarður eigi að
verða forstöðumaður brezks herráðs, er
eigi að hafa það hlutverk með höndum
að koma skipulagi á allar varnir Breta-
veldis. Kitchener er stórfrægur maður af
framgöngu sinni, fyrst íNúbíu og síðan
í Búastríðinu.
Frakkland. Fyrveraodi frakkDeskur
þingmaður Bos gekk að fjármálaráðherran-
um, Caillaux, og rak honum snoppung. Or-
sökin til þ 'ssa var sú, að Caillaux hafði
sagt að Bos, sem þingmaður hefði gerst
talsmaður fyrir hagsmuni gufuskipafélags
nokkurs, er var að semja við ríkið; Bos
skoraði á Caillaux að taka þessi ummæli
aptur, en Caillaux vildi ekki, sökum þess
að honum þótti Bos setja kröfuna fram
með ókurteisum orðum.
Þýzkaland. Svo sem skýrt var frá i
símskeyti hér í síðasta blaði hafa orðið
kanzlaraskipti og Bethmann Hollweg
tekið við embættinu. Btilow hafði þegar
beiðst lausnar er meiri hiuti þings gekk
á móti honurn í skattamálinu, en keisari
vildi þá ekki veita honum haDa, og það
var fyrst eptir að þingi var slitið 14. þ.
m. að kaDzlaraskiptin urðu. Keisari
þakkaði Bti’ow starf hans og óskaði hon-
um heilla í framtiðinni. Hinn Lýi kanzl-
ari er sagður að vera prýðilega gáfaður
og menntaður maður, af gömlum höfð-
ÍDgjaættum, er lengi hafi rniklu ráðið, að
því er stjórnmál snertir; afi kanziarans
var t. d. ráðherra hjá Vilhjálmi keisara
hinum I Hann er 63 ára að aldri, komst
hanD fyrst í ráðaneytið 1905. Hollweg
er íhaldsmaður og líkur Btilow að skoð-
unum, hann hefir hingað til mest fengist
við innanríkismál, og er því ekki jafn
vel búinn undir starfann að því er utan-
ríkÍ9politíkina snertir, sem Btilow, er lengi
hafði við þau fengist, áður en hann varð
kanzlari.
Rússland. Keisarinn ætlar að ferðast
frá Pétursborg til Poltava (það eru nú
200 ár liðin síðan Pétur mikli vann
þar sigurinn á Karli 12) og er boðið
út hersveitum til þess að gæta járnbraut-
arinnar á þeirri leið, að hún sé ekkí
skemmd, og 3 lestir eiga að fara fráPét-
ursborg allar nákvæmlega eins með 10
minútna millibili og halda til Poltava,
og verður það ekki ákveðið fyr en rétt
áður en lagt er af stað, með hverri þeirra
keisarinn tekur sór far.
Burzew heitir stjórnleysingi einn, sem
í fyrra haust kom því upp, að lögreglu-
stjórinn í Pétursborg ásamt spæjara nokkr-
um hafði ginnt fjölda stjórnleysingja til
íllvirkja, til þess svo að geta hegnt þeim
á eptir. Nú hefir þessi sarni, Burzew
skýrt frá því, að yfirmaður leynilögregl-
unnar í París, Harting, sé sami maður-
inn sem 1890, undir nafninu Landesson,
var dæmdur til 5 ára fangelsisvistar fyr-
ir hluttöku í dýnamit-banatilræði, en dóm-
inum varð ekki fullnægt, því að hann
fiúði þá til Parísar, en þar tók bann þátt
í að undirbúa samsærið gegn Alexander
III., sem uppvíst varð um, áður til fram-
kvæmdanna kom; náðust samsærismenn
allir, nema Landesson, hann hvarf. Bur-
zew segir hann þá farið hafa til Rúss-