Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Side 4
164 ÞjÓÐYILJÍNN. XXIII., 41.—42. I fyreta lagi höfðu þeir ekki tekið nægilegt tillit til þese, hve ákveðin ejálf- etæðishreifingin var orðin hjá þjóðinni. í annan stað bar og þess að gæta, að Hafsteinska stjórnin var afar-óvinsæl meðal almennings — hafði áreiðanlega 3 síðustu árin verið í minni hluta. — Hún þurfti því að vinna eitthvert virki- legt afrekeverk, ætti hún að geta fengið meiri hiuta við kosningar, en að það væri ekkert afreksverk, að taka þvímeðþökk- um, sem Danir vildu bjóða, virtist liggja nokkurn veginn í augum uppi. 1 þriðja lagi höfðu þeir talið víst, að meginþorri stjórnarandstæðinga myndi fylgja þeim fulltrúum eínum, er frum- varpið höfðu aðhyllst, en það brást al- veg. Því lengra sem leið á kosningarbar- áttuna i fyrra sumar, þess meira þvarr fylgi Heimastjórnarmanna. og 10. sept- ember etóðu stjórnin að eins við 9. mann, en sjálfstæðismenn höfðu 24. Ósigur Heimastjórnarmanna var stór- kostlegur, stórkostlegri en flestir höfðu gert sór í hugarlund — íslenzka þjóðin var enn þá betur vakandi í sjálfstæðis- málinu, en jafn vel bjartsýnustu menn- irnir höfðu búist við. Auðvitað máttu frumvarpsmenn mikið kenna málstaðnum um ósigurinn, en nær er mér að halda, að bardagaaðferðin hafi átt i honum drjúgán þátt. Málið var sótt með elíkum ofsa og frekju frá þeirri hlið, að það hlaut út af fyrir sig að vekja tortryggni. Til dæmie var engin von að menn tryðu öðru eins og því, að ekki mætti vikja við orðalaginu hóldist efnið óbreytt — ‘ein- mitt þegar menn greindi stórkostlega á um skilningin á frumvarpinu, lá það í hlutarins eðli að orða þurfti það á þann hátt.. að það að eins yrði skilið á einn veg. í annan stað hlaut það að vekja grun- semdir að frumvarpsmenn höfðu á stund- um skýrt beinlínis rangt frá málavöxtum t. d. höfðu þeir sagt að skilja bæri á tveim stöðum danska textan i samræmi við þann íslenzka — það hefði verið samþykkt í nefndinni — í stað þess að það stóð svart á hvítu í „bláu bókinni“ að um þesei atriði bæri að fylgja danska textanum. En auðvitað var það sem baggamun- inn reið, að íslendingar voru innlimuninni algerlega mótfallnir — að íderzka þjöðin vildi halda áfram að vera til. Andstæðingarnir höfðu aldrei gert ráð fyrir eérstaklega næmri politískri sóma- tilfinningu bjá Heimastjórnarflokknum — en þó datt víst engum þeirra annað í hug en að hann eptir þessar hrakfarir myndi víkja frá völdum. Menn hötðu vitað að hann var innlimunarflokkur, en hitt datt engurn í hug að hann vildi brjóta niður þingræðið, jafn mikið og hann hafði af því gumað. En þar urðu menn fyrir vonbrigðum. Stjóroinni datt ekki í hug að hreifa sig. — Blöð hennar svöruðu jafn vel fúkyrð- um þegar að því var fundið, og bíræfnin gekk jafn vel svo langt, að þeir sögðu að það væri með öllu óvíst nema et jórnin hefði meiri hluta, enda þótt það lægu fyrir yfirlýsingar frá miklum meiri hluta þingmanna, er sýndu hið gagnstæða. i Stjórnin og flokkurinn gerði sig ótví- j ræðilega seka í broti á þingræði, og þess er vert að minnast. Og ekki nóg með það, heldur voru þær sögur bornar til Danmerkur að and- stæðingarnir væru þrískiptir, og ekki enn víst nema frumvarpið næði fram að ganga, að minnsta kosti ef á þvi væru gerðar lítilsháttar breytingar. Það gat anðvitað ekki haft annan ár- angur en að stappa stáliuu í Dani, að láta sig hvergi. Jafnvel þegar á þing var komið, og það hafði sýnt sig við kosningar á embættie- mönnum þingsins, að frumvarpsandstæð- ingar stóðu sem einn flokkur, hreifði stjórn- in sig eigi að síður ekki. Þá var gripið til síðasta úrræðisins, að gefa ráðherranum vantraustsyfirlýsingu og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluti atkvæða í neðri deild, og því auk þess lýst yfir að meiri hluti efri deildar væri henni samþykkur, og það hreif, ráðherrann sagði af sér, en varð þó að haldi embættinu þar til eptirmaður var skipaður, sem varð til marzlcka. Þessi þráseta Heimastjórnarinnar við völdin hafði, auk þess sem hún var hættu- legt fordæmi fyrir þingræði vort Ielend- inga, er enginn vonandi geriet svo bíræf- inn að fylgja, hin óheppilegusta áhrif á störf þingsins. Fyrir bragðið hatði meiri hlutinn ekki getað fengið mál sín undirbúin af stjórn, er houum var samdóma, svo honum varð miklu minna að verki, en ella hefði orðið. Og svo töfðust öll störf þingsins stór- 58 fram og aptur, glímdu, og gengu svo hart saman, að sand- urinn tróðst upp undan fótum þeirra; en allt gekk þetta þó svo hljóðalaust, að ekki heyrðiet stuna, eða hósti. Eins og jeg gat um, hélt smávaxni maðurinn um kverkar Muhamed’s, og sleppti eigi takinu, hvernig sem hann lét höggin ganga. Að lokum ultu þeir ura, og veltust á jörðinni, sem rakkar, sem eru að rífast, unz Muhamed þreifaði eptir huifnum sínum. Honum tóket og að ná í hann, og að koma tveim skinnsprettum á Englendinginn, en hann skeytti því engu, heldur hélt eine fast, eins og hann gat, um barkann á Muhamed, unz hann að lokum, lémagna og gapandi, lá hreyfingarlaus á jörðinni. Englendingurinn sleppti þó ekki takinu, fyr en hin- ir, sem vaknað höfðu, komu hlaupapdi, og drógu hann burt. Þeir létu gæta hans, en unnu honum ekkert mein, með því að þeir töldu hann guðinnbláeinn, og því heilagan. En er Muhamed hafði náð sér aptur, og var orðinn svo hress, að hann gat talað, hafði hann sögu að segja, sem var þees eðlis, að faðir Zuleimu varð harnslaus yfir vanvirðu þeirri, er ætt sinni væri gjörð, og veitti full-örð- ugt, að aptra þvi, að hann með eigin höndum réði dótt- ur sinni bana. Elztu menn þjóðflokksins komu þá saman á hátíðlega ráðstefnu, og þar varð niðurstaðan að lokum sú, að rétt- ast væri, að þau væru bæði af lífi tekin, með því að smán sú, er þau höfðu bakað ZaDaga-þjóðflokkinum, yrði eigi á aDnan hátt afþvegin. Ákveðið var, að aftaka beggja ekyldi fara fram að 67 hann sé sjálfur yfirvald, og dómari, og jeg vorkenni hon- um, og segi konunni minni, að varast, að feta nokkuru sinni í fótspor móður sinar! En — þokaðu nú úr vegi, góðan mín, og vertu nú sæl!“ Hóftök hestsins voru hætt að heyrast, er Jaquard gamla beygði sig að nýju, til að tína jurtirnar, sem hún var að safna, og tautaði hún þá við sjálfa sig: Hann Précorbín! Þekki eg hann rétt, þá er hann höggormur, sem levnir sér í grasinu, unz hann fær færi á, að bíta í fótinn á fjandmanni sinum!“ II. Dag einn í nóvembermánuði, er lygnt var, en þoku- slæða á fjallatindum, kom gömul kona á sölutorgið í Au- vergne, og hafði hún meðferðis epli, og heitar, steiktar kastaníur. Þjónar dómaranna þyrptust umhverfis hana. Gamla konan var há vexti, en eigi ófríð sýnum, þótt aldurhnígin væri. Hún talaði mállizku þá, er töluð er í Auvergne, svo að þjónarnir, sem voru frá París, hlógu dátt að henni, hæddust að henni, og reyndu að herma eptir henni; en hún lét það eigi á sér festi, og fóru þeir þá, eins og þeir áttu vanda til, að þvaðra um ýmislegt, er laut að störfum dómaranna. Rétt á eptir kom ungur maður, hár vexti til þeirra og inntu þeir hann þá eptir því, hvað réttarrannsóknunum liði. „Þeim er lokið“, mælti hann dræmt, „og dómurinn varð á þá leið, sem eg bjóst við, að hertogÍDn á að háls-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.