Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Blaðsíða 2
198
TPjÓBVILJXJNN.
XXIIL, 50.-51.
J)jóðfiokkÍEn í Marocco til fulls, ef þeir
liefðu kært sig urn það; en fyrir þeim
vekti, að koma á fót nýlendu-ríki í norð-
vestanverðri Afríku, og því vildu þeir
fá átyliu til þess, að senda þangað æ
nýja og nýja herauka, og væri því kær-
komið, að svo virtist, sem þeir væru til
þess knóðir.
Nýlega hefir Weyler hershöfðingi ver-
ið skipaður landshöfðingi í Cataloniu, og
í Bareelona, og heimilað, að hafa þar
hervaldstjórn, með því að þar bryddir á
uppreisn öðru hvoru.
Liflát Ferrer’s, er fyr var getið, olli
því að Maura, og ráðaneyti hans, sieppti
vöidum, og heitir nýi forsætisráðherrann
Moret, aldraður maður, 69 ára gamali. —
Kveðst hann muni létta af ritskoðun,
veita pólitískum glæpamönnum uppgjöf
saka o. ii.
ítalía. I borginni Adría var biskup
nokkur nýlega særður, kastað í • hann
grjóti i einhverju uppþoti þar, og svaraði
páfinn þvi tiltæki á þann hátt að hann
setfi borgina í bann i L4 daga, bannaði
þar allar kirkjulegar athafnir, nema hvað
hann leyfði þó klerkum sínum, að fram-
kvæma svo nefnda „síðustu smurningu“.
Tyrkland. Mælt er, að Tyrkir hafi
nýlega lögleitt „hýðingarlög“, svipuð
„hýðingarlögunum“, er Albertí fékk lög-
leitt í Danmörku. — Kvað sendiherrar
stórveldanna hafa brýnt fyrir Tyrkjastjórn,
að slik löggjöf sé ósamboðin menningu
nútímans; en hvort það heíir nokkurn á-
rangur skal ósagt látið. — —
Sertaía. Þar urðu ráðherraskipti í okt.
og heitir sá Paistch, sem nó er þar for-
sætisráðherra. — — —
Grikkland. Þar gerðist það tíðinda
29. okt. síðastl., að kapteinn i sjóliðinu,
Typaldos að nafni, tók herskildi hergagna-
bórið í Salamis, og kvaðst eigi sleppa
því, nerna hann yrði skipaður flotamála-
ráðherra. — Hafði hann og í hótuoum,
að láta „torpedo“-báta þá, er hann réð
yfir, ráða á herskipaflotann, og var þá
skotið á tundurbátana frá kastalanum í
landi, og skemmdist einn þeirra. — Yarð
Typaldos að láta undan síga, og sleppa
hergagnabórinu.
Mælt er, að „liðsforingja-félagið“, sem
þykist til alls bóið, og vill í hvívetua
láta þingið fara að vilja sínum, vilji koma
því til leiðar, að Oeorg konungur sleppi
konungdómi, telji hann hafa verið þess
valdandi, sem þó mun tilhæfulaust, að
eyjan Krit hefir enn eigi sarneinazt Grikk-
landi, hafi ætlast til, að hón yrði sérstakt
konungsríki, og yrði Georg, sonur hans,
þá konungur þar.
Mikla óánægju hefir það og vakið, að
ofangreint „liðsforingja-félag“ hefir kom-
ið því til leiðar, að Maaromichalis hefir
vikið ýmsum liðsforingjum, er farnir voru
að eldast, ór hernum. — — —
Bósiland. í okt. þ. á. brá Nicolaj
keisari sér til Ítalíu, og hitti Victor Em-
anuel konung í borginni Rocconígi. —
Utanríkisráðherra Isvolsky var einn í föru-
neyti keisara, og ætla menn, að þá hafi
Kríteyjar-málið borið á góma.
Kólera hafði enn sýkt stöku menn i
Pétursborg, er síðast fróttist.
Stjórn Bós8a befir nýlega sent all-
rnikið af herliði til borgarinnar Helsing-
fors á Finnlandi, og er gizkað á, að það só
gert í því skyni, að fyrirbyggja óeyrðir,
er Russascjórn innlimar Yíborgarhérað í
róssneska ríkið, svo sem fyrirhugað kvað
vera. Er það gjörræði mesta, og brot á
stjórnarskrá, og landsréttindum, Fiunlend-
inga. En Róssa stjórn hefir þráfaldlega
sýnt, að hón virðir einskis orð né eiða
keisarans sjálís, er við þá er um að eiga,
sem roinní máttar ecu.
Nýlega kvað hafa orðið uppvíst um
samsæri gegn Nicolaj keisara meðal verk-
manna í vetrarhöll keisara. — — —
Bandaríkin. Nýlega var maður tek-
inn fastur, sem grunaður er um, að hafa
ætlað að myiða laft, forseta Bandamanna.
— Forseti var að aka, og þrengdi mað-
urinn sér að vagninura, lézt ætla að taka
mynd af forseta, en hafði skammbyssu,
og skotfæri í fórutn sinum
AmerÍ9kur auðmaður, Pallitzer að nafni,
skaut sig ný skeð, sakir ólæknandi sjók-
dóms, og er mælt, að gróðafó hans og
bróður hans, hafi verið 150 — 200 millj.
króna. — — —
Argentína. Þar verður þess minnzt
að ári, með sýningu, og ýmsum hátíða-
höldum, að þá eru hundrað ár liðin síðan
er Argéntína varð sjálfstætt lýðveldi. —
Afríka. Dáinn er nýskeð Jan Hofmeyr,
65 ára að aldri, sem verið hefir formaður
„afríkana“- eða „hollenzka“ flokksins í
Kaplandiuu.
Til viðbótar ofan skráðura fréttum,
skal þessara 9nn fremur getið:
Spánn. Spánverjar áttu ný skoð í
bardaga við Mára í grennd við borgina
Melilla í Maroeco, og fóll þar Vicario, hers-
höfðingi þeitra. — — —
Tyrkland. Mælt er, að Abdul Hamíd,
fyrrum Tyrkja soldán, sem háður er gæzlu,
að tilhlutan nóverandi stjórnar áTyrklandi,
hafi nýlega reynt að flýja. — Hann hafðí
fengið smið til að dytta að járnrómi, sem
hann sefur í, og hræddi hann til þf“>s, að
láta sig hafa fötin, sem hann var í. —
Soldán sverti sig síðan i framan, og gekk
ót í dularbóningi, en varðmennirnir þekktu
hann engu að síður, svo að flóttinn mis-
tókst að þessu sinni. — — —
Noregur. Þar gengu ákafar kafalds-
hríðir 26. okt. síðastl., og fórust þá skip
nokkur í grennd við vésturstrendur Nor-
egs. — Fregnir þó enn óljósar hér að
lótandi. — — —
Svíþjóð. Þar varð nýskeð götu-upp-
hlaup í höfuðborginni, er svo urðu mikíl
brögð að, wð herlið var til kvatt, til að
skakka leiku.n. — Tilefnið, að tólfverk-
manna fjölskyldur voru bornar ót ór hós-
um þeim, er þær bjuggu í.
f hare=félagssamningurinn.
—<*§>o—
Síðan kunnugt varð um samning þenna,
má heita, að andstæðingablöð stjórnarinn-
ar hafi varla á annað minnzt.
Allar umræður um önnur landsmál
látnar sitja algerlega á hakanum, að heita
má.
En þar sem samningurinn er gerður
til tíu ára, geta umræður um hann eigi
• leitt til þess, að því verði breytt, sem
1 miður þykir ráðið, enda tilgangurinn auð-
sjáanlega aðallega sá, að veikja traust al-
mennings til nóverandi stjórnar.
Að því er þá aðfinnslu snertir, að ráð-
herrann hefir veitt fólaginu 6 þós. króna
til póstflutninga árlega, verður því eigi
j neitað, er á fjárlögin er litið, aðtilslíkr-
S ar fjárveitingar brast ráðherra heimild, og
í leitar því að sjálfsögðu aukafjárveitingar
í á næstk. alþingi, og má telja víst, að hón
j fáist.
Á hinn bóginn má alþingi þó aldrei
! gle3’,mast, að hafa vakandi auga á því,
að hver stjórn, sern er, fylgi þeirri ófrávíkj-
anlegu reqlu, að víkja í engu frá fyrir-
mœlum fjárlaganna, því að só það gert,
þótt í smáu só, hvar verða þá takmörkin?
Þegar litið er á skipaferðirnar, sem
samningur þessi, sem og samningurinn
við „sameinaða gufuskipafélagið“, veita
oss, dylst eigi, að samgöngurnar verða
að ýmsu leyti mun hagfeldari, en verið
hafa að undanförnu.
Ekki sízt ættu ferðirnar til Hamborg-
ar að geta orðið landinu til hagnaðar, er
frá líður, og kaupmönnum lærist, að sækja
ýmsar vörur beina leið þangað, i stað þess
að nota kaupmannastéttina í Kaupmanna-
höfo, sem millilið.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.“
—o—
Kaupmannahöfn 8. nóv. 1909.
Frá DaDmörku.
Stjórnin ráðgerir, að ieggja fyrir þing-
ið frumvarp um nýja kjördæmaskipun,
og er talið líklegt; að það nái eigi fram
að ganga, og verði þing þá rofið.
Fyr er eigi bóist við þingrofi, nema
fólksþingið lýsi vautrausti á stjórninni.
Kaupmannahöfn 3. nóv. 1909.
Enn frá Danmörku.
Báðherrarnir nýju (Zahle-ráðaneytið)
hafa afsalað eér öllum rétti til titla, og
nafnbóta, og óskað þess, að þurfa eigi að
bera ráðherraeinkennisbóninga.
Símskeytið getur þess og, að þeir
vænti hins sama, að þvi er til Islands-
ráðherrans kemur.
Kaupmannahöfu 10. nóv. 1909.
Sambandsmálið.
Schack, fólksþingsmaður, hefir í þing-