Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Blaðsíða 5
XXIII., 50.—51. Þjóbviljinn 201 ■úfclendu vörunni pptir þvi, sem aðallega við gengsfc hjá kaupmönnunum á þeim og þeim staðnum“, en þessu veitir örð- ngfc, að koma við, þar sem fyrir flestum kaupfélagsmönnum vakir aðallega, að vör- urnar séu í félögunum seldar með sem allra lægstu verði. Þá vekur höfundurinn máls á því, að það rnyndi reynast stór gróði, að hafa sam- eiginlegan erindsreka, er annaðist um inn- kaup á vörum, er þeim við kemur, og launa honum sæmilega frá sjálfum sér. Þá er og um hagskýrshir samvinnufé- laga, skýrslur um útflutt smjör 1908, um sláturhúsið í Borgarnesi, ýmislegt þýfct úr útlendum samvinnufélagsritum, og loks er ritgjörð um islenzkan samvinmifélags- skap. TJ tlönd. Ito, fursti i Japun, myrtur. Símskeyti barst frá Kaupmannahöfn 27. okt. síðastl. þess efnis, að Híróbumí Ito, japanskur stjórnmálamaður, hefði ný- lega verið myrtur. Yíg'ð vann maður nokkur frá Koreu, er fundið mun hafa eárt til þess, hversu Japanar hafa traðk- að réttindum Koreumanna á allar lundir Ito var fæddur árið 1840, og lagði á uppvaxtarárunum mjög sfcund á erlend tungumál, einkum ensku, og hollenzku, og dvaldi í Englandi árin 1861—’63, og síðan um tíma í Bandaríkjunum. — Átti hann mikinn þátt í því, að fyrsta járn- brautin komst á fót í Japan. Hann stuðlaði og mjög ad því, að frjáls- leg stjórnarskipun komst á í Japan, og Fór í þvi skyni til Berlínar árið 1882, fcil þess að kynna sér stjórnarskipun Prússa, hlaut greifatign 1885, og var forsætis- ráðherra Japana 1886—’88; en nokkru áður hafði hann verið innanríkisráðherra. — Porsætisráðherra var hann og í ann- að skipti 1892—’94. í ófriðinum við Kína 1894—’95 var hann aðmiráll, og eyðilagði þá flutninga- skip Kinverja í grennd við mynni Jalu- fljótsins, og náði eíðan kastalanum, Yei-haí-vei, enda voru Japanar miklum mun betur vopnum búnir, en Kínverjar, og frægðin því í raun og veru fjarska lítil. — Að ófriðnum loknum var hann af Japana hálfu, við friðargjörðina í Sím- j onosekí, og enda þótt stórveldunum í ! Norður-álfu tækist þá að hræða Japana, til að láta af hendi Líaotung-skagann, sern Kínverjar höfðu sleppt tilkalli til, tókst Ito þó, að fá eyjuna Pormosa. Árið 1900 —1901 veitti hann enn ráða- neyti Japana forstöðu, og eptir það, ei Japanar 1904 höfðu hrifsað til sín yfir- ráðin yfir keisaradæminu Kórea, var Ito falið að skipa þar öllu, sem Japánar vildu vera láta, og hefir það, sem von var bakað hoDum megna óvild í Kóreu, og að lokum orðið vaidandi dauða hans. Nýju flönsltii ráðherrarnir. I síðasta nr. blaðs vors var getið nýju dönsku ráðherranna, og skal nú minnzt nokkuð á hina helztu þeirra. C. Tll, Z3MB, forsætisráðherrann, sem jafn- framt er dómsmálaráðherra, er fæddur í Hróarskeldu 1855, og var faðir hans skó- smiður. — Zahle er Iögfræðingur, og hef- ir lengi verið yfirdómsmálfærslumaður í Kauproannahöfn, en nokkurn tíma hafði hann þó á hendi ritstjórn blaðs í Árós- um á Jótlandi. Zahle hefir verið þingmaður, siðan 1895, og formaður frjálslyndari vinstrimanna, síðan 1904, er flokkur vinstrimanna klofn- aði á þingi. — Eins og getið var í síð- asta nr. blaðs vors, er flokkur Zahle's i mjög tilfinnanlegum minni hluta, eigi að eins í landsþinginu (efri málstofunni), hefur og í fólksþinginu, en lik'ega býst hann við fylgi frá jafnaðarmönnum, og ef til vill einhverjum hinna þingflokk- anna. — ClirÍStODlier KraMe, seru nú er hermálaráð- herra, og lengi hefir verið héraðsfógeti, er fæddur á Falstri 20. juii 1833, og er því orðinn há-aldraður maður, en enn vel ern í sjón. — Hann hefir og á yngri árum verið um hríð blaðstjóri, en þing- maður varð hann fyrst 1864, og sat þá á þingi, unz hann lét af þingmennsku árið 1883. — Árið 1895 gjörðist hann þingmaður af nýju, og hefir verið það siðan. Formaður fólksþingsins var hann 1870 { —1883, og síðar um hrið vara-formaður, og hefir notið all-mikils álits í flokki vinstrimanna. Hann var einn í sambandslaganefnd- j inni; og þar einn hinna tilhliðrunarsöm- , ustu í garð vor íslendinga. — 29 á borðinu! Setjist nú niður, og komið yður sem hæg- indalegast iýrir". Schatherton kveikti nú á öllum ljósunum, nema þeim sem næst voru gimsteininum. Tcward settist í ruggustól í miðju herberginu, og Schatherton settist gegnt honum, milli hans og skrif- borðsins. Hann var að hugsa um, hve innilega hann hataði þenna mann. En hann vissi, að þó að honum tækist, að koma því svo fyrir, að hann yrði myrtur, þá var Aliee Magor þó eigi unnin. Hann var þó eigi i vafa um, að það hlyti að lánast. ..Það er satt“, mælti Teward, „við minntumst um daginn á nersneska hjátrú. — Hafið þér aldrei heyrt minnzt á „Khorbeyanu-girosteininn?“ Schatherton brá mjög i svip, en stillti sig þó, og svaraði: „Jú, jeg þekki hann vel! Hann hefir verið í gamla musterinu í B .. . í meira en tvö þúsund ár, og íbúarnir þar í grenndinni, hafa þá trú, að líði svo meira, en ár, að hann sé ekki á sinum vana-stað í musterÍDU, þá muni heimurinn farast árið eptir sama vikudaginn, sem hann hvarf. Það er og trú þeirra, að sá, sem taki hann, muni deyja vofeiflegum dauðau. „Alveg rétt! En yður er að likindum ókunnugt um það, að gimsteinninn er horfinn fyrir meira, en sjö mán- uðum“. „Guð minn góður! Nei, það vissi eg ekki!u svaraði Schatherton, all-forviða, Jog einbiíndi um leið framsn í gest sinn. „Hvernig fara prestarnir nú að?“ 22 tii þessa hafði hnn eigi sinnt piltuuum að neinu, er séð yrði, nema ef vera skyldi frænda sinum Donald Teward, sem var nýkominn heim frá Teheran, en þar gengdi liann embætti í brezku sendiherrasveitinni. Að því er Schatherton snerti, duldist honum eigi‘ að hann var orðinn feykilega ástfanginn. Sunnudag einn, síðari hluta dags, komu þrír menn gangandi á sléttunni, sem náði upp að höllinni (skraut- hýsinu.) Menn þessir voru: Dulverton lávarður, Grraham ofursti, og Montgomery, og er þeir nálguðust höllina, sáu þeir ungfrú Magor og Schatherton koma út, og ganga niður að vatninu, sem lá í þeim hluta skemmtigarðsins, er lengst. var frá höllinni. „Litið á“, mælti Dulverton lávarður. „Þarna fara Alice og Schatherton! Þau ætla líklega að fara að horfa á fiskana! Skyldi verða alvara úr því, sem milli þeirra er? Schatherton er duglegasti maður, og laus við allt raup“. „Alveg rétt“, mælti ofurstinn, „En hafið þér ekki veitt því eptirtekt, DuIvertoD, að það er farið að votta fyrir einhverjum kala þar annað veifið?“ „Kala?“ mælti Dulverton, mjög forviða. „Hvað eig- ið þér við?“ „Auðvitað milli ungu stúlkunnar, sem vér sáum áðan, og Schatherton’s og Teward’s! Sjáið þér ekki að Schatherton er afskaplega ástfanginn? Hafið þér ekki séð, hversu hann dregur sig ept.ir henni, þó að hann hafi. aldrei áður litið við kvennmanni?u „Jáu,greip Montgomery fram í.. „En svo má ekki gleyma Teward, sem er eini maðurÍDn, sem hún virðisfc

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.