Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.05.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.05.1910, Blaðsíða 4
84 ÞjÓÐVIL.jIXN'. XXIV.. 21.-22. I annað, en að koma sér brolt úr borginni, og sendiherra þeirra þar leitaði sér hæl- is bjá sendiherra Frakka. í borginni Callao var ráðist á sölu- búðir, er Ecuadormenn áttu og varning- urinn brenndnr. Nú er þó mælt, að stjórn Bandamanna hafi tekizt á hendur, að reyna að miðla málum. — — — Japan. I marzmánuði fórust 50 skip við austurströndina á Japan, og drukkD- uðu þar 800 manna. írsiíðaskFá ieilsuhælisins. —o— Minningargjöfum er veitt. viðtaka í skrífstofu landlækDÍs á hverjum degi kl. 6-7. Hælinu hafa þegar borizt nokkrar minn- ÍDgargjafir. Viðtökuskírteinin eru nú fullgerð. Það eru stinn spjöld, gylit á röndum. Á aðra spjaidhliðina er markaður hvitur skjöldur, upphleyptur, á dökkbláum feldi. Skjöld- urinn er með sporöskjulagi. Á hann er ritað nafn hins látna og dánardægur og naío þess, er gjöf gefur, en gjöfin þvi að eins skráð á skjöldinn, ef þess er óskað. Allt er þetta gert í iíkingu við málm- skildi þá (silfurskildi) er tíðkast hafa að fornu fari hér á landi, áður en kransarn- ir komu til sögunnar. Þá er utanbæjarmenn sanda minning- argjafir, eru þeir beðoir að skrifa greini- lega fullt nafn hins látna, aldur, heimili, j stöðu, dánardægur og dauðamein; enn j fremur nafn sitt, heimili ogstöðu. Þeim i verður þá tafarlaust sent viðtökuskirteini. I Gjafirnar skal senda til Jón9 lækois Rós- enkranz, Reykjavík. O. Björnsson. Jitsíma-fregnir. —o— Þessar sím-fregnir hafa nýskeð borizt ! frá utlöndum: Roosevelt. Roosevelt, fyrverandi forseti Banda- j manna, hélt ný skeð fyrirlestur, að til- stuðlan Nobel-stofnunarinnar í Kristjaníu, og lagði það til, að gjörð yrðu alþjóða- samtök í þá átt, að hætta öllum herbúnaði. Frá Danmörku. 1 Ilögsbro, fyrverandi ráðherra er dáinn. (Högsbro var fæddur í Kaupmanna- ; höfn árið 1855, og sonur stjórnmálamanns- ins Högsbro, sem var forseti fólkiþingsins 1887 — 1901 (f 15. janúar 1902).— Hann var hæztaréttarraálfærslumaður, og fólks- þingsmaður, og varð ráðherra í ráðuneyti J. C. Christensens 14. janúar 1905.) Hafnarmál Reykjavíkur. Norskur hafnar-fræðingur, Oabríel Smith að nafni, er athugaði höfnina i Reykjavík árið 1905 hefur nýskeð sent borgarstjóranum tvær áætlanir, um kostnað við hafnargerð í Reykjavík. Gerir önnur áætlunin ráð fyrir 1,602 000 kr. kostnaði, en hin 852 þús. króna, eptir því hversu hafDargjörðinni verður háttað. Að þvi er dýrari höfnina snertir, ger- ! ir Smith ráð fyrir skjólgarði á grandm- um út í Orfirisey, 700 stikur að lengd, er kosti 257 þús kr., og öðrurn skjol- garði suðaustur af eynui, 480 stikur að lengd, er kosti 63 þús. Þriðji skjólgarðurinn er gert ráð fyr- ir, að o-angi frá flbattarfinu“, í norðveet- I ur, og sé 265 stikur á lengd, er kosti J 315 þús. króna. Hafnar-opið verður 180 stikur á langd. i Hafskipabryggja úr timbri vill Smith | að reist sé; vestanvert við steinbryggjuoa, I sem nú er, og sé hún 150 stikur á lengd ! eD 15 á breidd, og kosti 128 þús. króna. — Við bryggjuna ætlaat hann til, að fjögur gufuskip geti legið í senu. Skjólgarðana, sem fyr voru nefndir. telur hann gera höfnina örugga gegn öllurn vindum, og er ætla9t. tíl, að þeir séu 7 9tikur á hæð. Áll vill Smith, að grafinn séfráhafn- ar opinu inn að hafskipa brygaiunni, er hvergi sé grynnri en 5 stikur, og léðju- vél keypt, til þess að halda áinum ein- att jafo djúpum. — Gerir hann ráð fyr- ir, að þetta kosti hvorttveggja um 200 þús. króca. Báta- og þilskipa lægi vill hann, að haft sé vest.ast í höfninni, milli grand- nris og lands, er ko9ti 45 þús., og þilskipa- bryggja, sem áætlað er, að ko9ti 21 þús. króna. Smám sarnan mætti svo dýpka höfn- ina, er þörf krefur, og hlaða skipa-klöpp fram með skjólgarðinum á grandanum. Að því er til lægri áætlunarinnar kem- ur þá er þar og gert. ráð fyrir skjólgarði á grandanum fyrir 257 þús. króna. en 71 „Þau sárin gróa“, svaraði Barstone. flJeg kvong- ast þá ungfrú Carr, taki hún mér, og sleppum nú þessu tali, og minnumst á eitthvað annað“. „Jeg er þér eilíflega þakklátur“, svaraði Gilbert, „en bónorð mitt verður til einskis, því að Harley —“ Barstone sló selbita með fiDgrinum. „Harley er ekki mjög annt um dóttur sína, ogyrði því óefað feginD, að hún giptist. — En spyrni hann á móti, þá er að komast að leyndarmáli bans, og neyða hann, tii að gefa samþykki sitt“. _Eri heldurðu, að um leyndarmál sé að ræða“, mælti Gilbert. flÞað er eg viss um“, svaraði Barstone. „Drauga- sjgan or að eins uppspuni, tíl að leyna sannleikanum“ Peroy! Trúirðu því, að jeg hefi séð vofuna?“ flVitley9a!“ „Jú, taktu nú eptir“, rnælti Gilbert, og sagði hon- um, hvað gerzt hafði um nóttina. BarstODe hlýddi á, og kveikti sér í vindlingi, og sendi síðan langar reykjarstrokur frá sér. En er Tresharn hafði iokið sögu sinni, leit hann uPPi °o mælti, all-kýmileitur: flEr nú þetta allt og sumt?“ „Allt, sern vofuna snertir áttu við?“ „Sleppum vofunni alveg“, inælti Birstone. Þar býr aDnað undir! Hefurðu annað að segja mér?“ „Ekki sem eg m n“, 6varaði Gilbert. flEn hvað segirðu um það, 9em eg þegar hefi sagt þér?“ „Áður en eg get sagt nokkuð um það, verð eg að kynnast öllu, sem málið varðar. — Jeg veit, að þú hefir lllan bifur á Jasper. — Þú veizt þá eitthvað um hann“. 80 og hrökk við. „3vað vitið þór um þetta frú Archer?“ flAUs ekkert. — Skil ekkert í þessu. — Ef Jasper væri hér, gætí eg hugsað mór — það er að 9egja — jeg — nei, jeg get ekki sagt neítt“. Hún fleygði sér stól, grúfði andlitið í höndum sór og fór að gráta. Trosham og Barstone litu forviða hvor á annan, og ásetti Tresham sór, að nota nú tækifærið; og komast eptir, hvað hún vissi. flPrú Archer“, mælti hano, og tók höndurnar frá audlitinu á henni. flHvaða leyndarmál er það, sem stend- ur i sambandi ye8tur-álmuaa?“ Ráðskonan leit upp all-forviða. flEkki veit eg það“, svaraði hún stillilega. flHvað eigið þér við? Stendur nokkuð leyndarmál í sambandi við hana?“ „Það held eg áreiðanlega en hér er eigi um handaverkin hans Jaspers að, ræða þar sem hann er fjarverandi“. „Hatið þér nokkra hugmyod um, hver myrt befir Felix?“ „Alls enga hugmynd“. flHví kölluðuð þér Jasper morðingja?“ spurði Gil- bert alvarlega. „Af því að það var hann, sem kom þeirri flugu í, munn núsbónda síns, að hann hefði ástæðu til þesa, að vera hræddur um konuna sina fyrir kapt. Dexter. — En milli þeirra var að eins vinátta, en ekki ást“. „Jasper gerði hr. Harley svo afskaplega afbrýðis- samaD, að það flýtti fyrir dauða frú Harley“, mælti frú Archer ennfremur. flJeg kallaði hann morðingja, því að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.