Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.05.1910, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.05.1910, Blaðsíða 8
88 Þjóbviljtnn. XXIV., 21.-22. Hann var kvæntur Þorbjörgu Eirlksdóttur frá Áramótaseli í Norður-Múlasýslu, og bjuggu þau hjónin að Rangárlóni, og síðar að Lýtingsstöð- um i Vopnafirði. Árið 1875 fluttu þau hjónin til Ameriku, og l>Íuggu þar fimm ár i Nýja íslandi, en síðan í tslendinga-byggðinni í Norður-Dakota. Alls varð þeim fjögra barna auðið, og dóu þau öll i æsku. 14. febr. siðastl. andaðist i Ingólfsvíb i Mikl- ey — eyju í Winnipeg-vatninu i Manítoba — Stef- án Jónsson, aldraður maður, 77 ára að aldri, fæddur að Einarsstöðum í Reykjadal í Þingeyj- arsýslu. Hann bjó lengi að Hólum i ReykjadaJ, en síðar i Elatey á Skjálfanda-flóa, unz hann fluttist til Vesturheims árið 1878. Stefán sáiugi var kvæntur Björgu Kristjáns- dóttur, og bjuggu þau hjónin lengstum í Mikley. Alls varð þeim fimm barna auðið, og eru þrjár dætur þeirra á lífi, allar giptar í Vestur- heimi, en þessi tvö börn eru dáin: Kjartan skipherra (ý 1906), og Jónína (f 1909j. Stefán heitinn var smiður góður; bæði á tré og járn. Hann var uijög styðjandi kristilega safnaðar- starfsemi í Mikley, að þvi er blaðinu „Samein- ingin" segist frá. REYKJAVÍK 11 inaí 1910. Kuldar og norðan-nœðingar, að undanförnu, svo að vorgróðurinn byrjar i seinna lagi: „Botnía“ kom bingað frá útlöndum aðfara- nóttina 2. þ. m. Meðal farþegja voru: cand. phíl. Andrés Björns- son, Braun kaupmaður, Jón Laxdal, fyrrum verrl- unarstjóri, o. fi. Frá Vestmannaeyjum kom og Gunnar alþm. Ólafsson. Fyrir veiðirétt sinn í Elliða-ánum fær bæj- arfélag Reykjavíkur i ár 350 sterlingspund, eða um 6300 kr. „Pervie11 lagði af stað héðan 3. þ. m. í fvrstu ferð sína i ár meðfram suðurströnd landsins. Meðal farþegja, er héðan fóru með skipinu, var Daníel verzlunarmaður Thorsteinsson er verður bðkhaldari að Höfn í Hornafirði. ý Aðfaranóttina 28: f. m. andaðist hér í bæn- um ekkjufrú Karítas Markúsdóttir, 70 ára að aldri. Hún var ekkja síra ísleifs heitins Gislasona; í Arnarbæli. Af börnum þeirra hjóna eru þessi fimm á iífi: 1. Gisli sýslumaður ísleifsson á Blönduósi. 2. Guðrún, gipt Sigurði póstmeistara Briem, 3. Sigrún, ekkja Björns sáluga Olafssonar, augn- læknis. 4. Kristín, kona síra Gisla Skúlasonar á Stóra- Hrauni. 5. Ingibjörg, gipt Ólafi lækni Finsen á Akranesi. Frú Karítas sáluga dvaldi síðustu ár æfi sinn ar hjá Sigrúnu dóttur sinni,og Birni augnlækni Ólafssyni, en fékk heilablóðfall á síðastl. hausti, og komst eigi aptur til heilsu, en lá rúmföst megnið af vetrinum. Jarðarför hennar fór fram 7. þ. m. Frakkneska herskipið „Lavoisier11 kom hingað frá Frakklandi 1. þ. m., til þess að inna af hendi eptirlitsskyldu sína, að því er til frakkneskra fiskiskipa kemur. „Botnía“ lagði af stað héðan til útlanda 9: þ: m. Nokkrir menn hér i bænum komu saman í „Iðnó“ 30. f. m., til þess að fagna komu sum- arsins, sem þá var riðið í garð fyrir hálfri ann- ari vikn, þó að tíðarfarið hafi að vísu verið allt annað on sumarlegt. Ýmislegt var þar til skemmtunar haft. — Guðm. skáld Magnússon las upp sögu, óprent- aða, er hann hefur nýlega samið, Þorsteinn Erlingsson sagði draugasögur, Oscar Johansen lék á íiðlu, en G. Eiríksson á harmoníum. — Hjörtur Hansson brýndi söngröddina, átta dreng- ir glímdu, o. s. frv. Á uppstigningardaginn (5: þ. m.) minntist „Hjálpræðisherirn“ þess. að fimmtán ár voru íiðin. siðan hann hóf fyrst störf sin hér á landi. Það var i maímánuði 1895, er Chr: Eriksen og Þorsteinn Davíðsson byrjuðu hjálpræðishers- starfsemina. Fótknattafélag er hér í bænum, sem „Fram“ nefnist, og hefur það nýskeð fengið leyfi bæjar- stjórnar, til þess að hagnýta á komanda sumri fótknattasvæðið á Skildinganessmelunum. Námsmenn almenna menntaskólans, lærða skólans, sem fyr var nefndur, hafa nýskeð heitið 25 kr. verðlaunum fyrir fallegustu fyrirmyndina að íslenzkri stúdentahúfu, una eigi lengur við þá, sem notuð hefur verið. íslenzku botnvörpugufuskipin „Mars“ og „Jón forseti“ komu inn um mánaðarlokin síðustu, hið fyrnefnda með 21 þús fiska, en hið síðarnefnda með 61 þús. fiska. Frakkneska spítalaskipið, sem dvalið hefur á höfnum hér við land undanfarin ár, komhingað 2. þ. m. ý 5. þ. m. andaðist hér í bænum bæjarfó- geta-skrifari Ólafur Jónsson, |frá Mávahlíð, 58 ára að aldrí. Hann var'kvæntur Guðbjörgu Melchjörsdótt- ur og lifir hún hann. Þrír synir þeirra hjóna eru á lifi: l.Stud: med. & chir. Björgólfur Ólafsson í Kaup- mannahöfn. 2. Grímúlfur H. Ólafsson, útgefandi verzlunar- blaðsins, i Reykjavík. og 3. Melchjör, skipherra í San Francisco í Banda- ríkjunum, Ólafur heitinn Jónsson var á yngii árum skrifari hjá Skúla sýslumanni Magnússyni í Stykkishólmi, vann einnig i lyfjabúð hjá Möller lyfsaia ááama stað. Síðar stundaði hann búskap þar til hann fluttist til R.vikur og var upp frá því bæjarfógetaskrifari. Ólafur var áður hann missti hreysti sína með laglegustu mönnum, og aldrei var hans nema að góðu getið. Jarðarför hans fer fram 13. þ. m. Strandbáturinn „Austri“ kom hingað„úr fyrstU' strandferðinni í ár, 4. þ. m. Trúlofuð eru nýskeð ungfrú Svavn, dóttir Þórhalls biskups, og Halldórskólastjóri Vilhjálms- son á Hvanneyri. Þau eru bræðra-börn. Prentsmiðja Þjóðviljans. 75 HaDn skimaði í allar átt:r út í garðinD, en varð einskis visari. I snatii kastaði hann á sig nokkrum fötmn, og hijóp ofan stigann. til að leita að drengnum. Þegar hann kom út í garðinn, sá hann, að eitthvað hvítt lá i grasinu, niður við ána. Hann flýtti sér þangað, og sá, að það var Felix — Felix, í hvítum nærf'atnaði, liggjandi endilaDgur, og — dauður. XII. KAPÍTULI. Enginn má sköpum renna.. DagÍDn eptir gekk sú fregn, sem eldur í sídu, um allt Dágrennið. að morð hefði verið framið í klaustrinu. Ungi erfinginn, sem átti að erfa fagra herragarðÍDD, hafði, að sagt var, fundisít kæfður niður við ána. Þegar sagan gekk mann frá manni, var hún færð í stýlinn, ýkt æ meira og meira, og gjörðust menn því æ æstari og æstari. Fólk þyrptist af forvitni umhverfis klaustrið, sem og iögreglumeij u. Blaðasnápa, er stóðu með vasabókina sína, og blý- antinn i heDdinni, vantaði heldur ekki Allir vissu, að glæpur hafði verið framÍDn, en e nr- inn vis i, kvor morðinginn var, eða af hvaða hvöt’. m glæpurinn hafði verið framinn. Með því að hr Harley var fjarverandi, tók Tresham málið að sér, cnla var hanD einn karlrnanna heima. 76 Fay, sem þótti mjög vænt um bróður sinn, var ut- an við sig af sorg. Yinnufólkfð var og allt angurvært, og þvi hefði Treaham átt örðugt, ef frú Archer hefði eigi verið eins stillt, eins og hún átti að sér. Lík veslings drengsin9 var borið upp í berbergið hans, lögreglumenn tilkvaddir og Tresham sendi sím- skeyti til Hamborgar, til þess að biðja hr. Harley, að koma þegar heim. Heimiliskennaranum féll þessi sorgar-atburður mjög ílla, og honurn var óskiljanlegt, hvor liefði getað fengjð það af sér, að fremja þenna svívirðiloga glæp. í skýrslu þeirri, er hann gaf lögreglu-aðstoðarmann- inum, skýrði hann frá því, hversu atvikum var háttað, er haDn fann líkið, og hvernig á því stóð, að drengurinn var í garðinum um þennan tíma næturinnar. „Yeslings barnið gekk i svefni“, mælij hann, „og eg hefi opt orðið að fara á fætur að nóttu, til að ná i hann, er hann gekk í svefni“. Hvar funduð þér hann þá, er svo bar undir“? epurðt lögreglu-aðstoðarmaðurinn. „Já — þótt kynlegt sé, stóð . hann þá jafnan við einn af gluggunum í salnum, og reyndi að opna hann, tíl að komast út í garðinn“. „Hvað vildi hann þangað?“ „Já, hvað vildi hanD?“ mælti Gilbert. „Þegar eg innti hann eptir því morguninn eptir, mundi hann aldrei neitt, og gat því enga skýrslu gefið. — Líklega hefir hann dreymt eitthvað, og því einatt reynt, að komastút, úr húsinu“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.