Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Blaðsíða 6
102 ÞjÓBVILJTNN XXIV.. 25—26. Af hafís-hroða þessum stafar það óefað, að kalzi hefur verið í veðrinu að undanförnu. Vígslubiskupinn síra Valdimar Brietn á Stóra-Núpi verður eigi vígður hiskupsvígslu, fyr en seinni hluta sum- ars, og veldur þrí för Þörhalls hiskups norður, til þess að framkvæma biskupsvígsluna að Hólum. Skariatssótt. Skarlatssótt hefur nýskeð stungið sér niður á fjórum stöðum hér í bænum fReykjavík), og kvað læknarnir eigi vita, hvaðan hún er að komin: Óskandi, að tök verði á því, að stemma stigu fyrir úthreiðslu veikinnar. Þjóðkirkjan. Stjórnarráðið hefur nýlega úrskurðað, að úr- sögn úr þjóðkirkjusöfnuði skuli eptirleiðis miðuð við fardaga-árið, að því er til gjaldskyldunnar kemur: Þeir, sem segja sig úr þjóðkirkjusöfnuði, verða því að hafa gjört það fyrir fardagana, vilji þeir losna við gjöldin til þjóðkirkjunnar fardaga-árið, sem þá fer í hönd. Fjárfeilir. Blaðid „Norðurland" skýrir frá; að fregnir, að visu óglöggar, hafi borizt þess efnis, að nokkuð af fénaði hafi fallið i Fells- og Hofs-hreppum í Skagafjarðarsýslu, sakir fóðursskorts, og eru það mjög leið tiðindi, of sönn reynast. Slysfarir! 26. maí siðastL, er „Helgi kongur“ kom til Seyðisfjarðar, hrapaði einn farþegjanna ofan í lestina, og heið hana af: Maður þessi var frá Stokkseyri, og ætlaði að leita sér atvinnu á Austfjörðum. Annar maður, er sá slysfarir þessar, ætlaði þá að hregða sór ofan í lestina, hinum til hjálp- ar, en var svo óheppinn, að honum skrikaði fót- ur í efstu rim stigans, svo hann féll niður í j lestina, og gerði hvorttveggja, að handleggshrotna j og lærbrotna. i Hryðjuverk frainið. Norskur vélabátur lagði nýlega að landi á öndverðarnesi, og voru tveir menn í hátnum, er höfðu hyssu meðferðis. Menn úr landi sáu til ferða þeirra, og mun hafa grunað, að þeir ætluðu að skjóta fugla, og ræna eggjum, og kölluðu þvi til þeirra, er þeir héldu frá landi aptur, og skoruðu á þá, að nema j staðar. Norðmennirnir sinntu þessu alls eigi, og skaut þá einn íslendinga á hátinn, tveim skotum, og lenti önnur kúlan í hátnum, særði annan Norð- manninn í lærið, og molhraut vinstri upphand- legginn. Norðmennirnir komust síðan tii .Reykjavíkur og liggur særði maðurinn nú þungt haldinn á Landakotsspítalanum, undir læknishendi Guðm, hóraðslæknis Iíannessonar. Þetta tiltæki, að skjóta á hátinn, þótt Norð- ! mennirnir hefðu gjörzt sekir i eggjatöku. lýsir stökum fantaskap, ef eigi öðru verra. Frst ísafjarðardjúpi, Aflahrögð við Isafjarðardjúp hafa i vor verið með Jélegasta móti, og stafar það mest afbeitu vandrœðunum. Má heita, að síld hafi engin fengizt, nema j nokkuð af frysti síld, sem keypt var norður á j Akureyri. Aðal-heitan hefur þvi verið kúfiskur, og svo j nefnáa „ljósa heita“, þ. e( fiskur. — En kúfisk- inn er orðið^næsta örðugt að fá, enda mestmegn- is sóttur til Önundarfjarðar. Ef eigi hætist úr fyrir vorvertiðarlokin, sem óskandi er, að verði; verður vélaháta-útvegurinn mjög hart úti, og árabátarnir mun arðvænlegri. Oufuskip sokkið. Eimskipið „Uller“, sem verið hefur í förum milli Noregs og íslands, sökk nýskeð t'ytirutan mynnið á Stöðvarfirði. Skipverjar hjörguðust allir. Á Suæfjallaströndiuni í Norður-ísafjarðarsýslu hefur í vor verið svo hart, snjór þar ofan í sjó, að því er segir í „Vestra“ 4. júní síðasti., að fénaði hefur verið komið vestur yfir Djúpið, í Hestfjörð. Mannalát. — o— Látinn er nýskeð Pall bóndi Ólafsson á Akri í Húnavatnsí-ýslu, há-aldraður naaður, fæddur 9. sept. 1832. Foreldrar hans voru: Ólafur Jónsson á Gilsstöðum og Steinunn Pálsdóttir, prests á Undirfelli, Bjarnasonar. Páll heitinn var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, prests í Otrardal, Jónssonar, og eru synir þeírra hjóna: Síra Bjarni Pálsson í Steinnesi og Ólafur skrifstofu- stjóri Pálsson í Kaupmannahöfn. f 10. maí þ. á. andaðist að Möðru- völlum í Eyjafirði Stefán Stefánsson, er lengi bjó að Heiði í Grönguskörðum í Skagafjarðarsýslu. Stefán heitinn var fæddur 13. ág. 1829 og var því kominn yfir áttrætt, er hann andaðist. — Hann var kvæntur G-uðrúnu Sigurðardóttur (f 20. febr. 1902), og varð þeim hjónum alls sjö barna auðið, sem öll eru dáin, nema: síra Sigurður Stefáns- sod, alþm. í Vigur, og Stefáns skóla- stjóri Stefánsson, kkj. alþm. á Akureyri. Stefán sálugi Stefánsson var stakur dugnaáarmaður, og áhugamikill um ýms framfaramálefni, einkum á seinni hluta æfi sinnar. — Sérstaklega lót hann sér 97 „Nú skuluð þér fá að vita allan sannleikann“. irælti ungfrú Carr, og hneigði sig vingjarnlega, „þótt kynlegur kunni að þykja“. „Snertir hann nokkuð ungfrú Harley?“ gall Barstone fram i. „Já, hann snertir — UDgfrú Harley“. Hún nefndi nafnið svo einkennilega, að Tresham spurði kvíðafullur, hvað hún ætti við. „A við?“ tók ungfrú Carr upp eptir hoDum. „Jeg hefi umboð, tíl að segja yður, hvernig öllu er varið“. „Hvernig öllu er varið?“ „Já, allt, sern að bjúskap frú Harley lýtur“, svaraði ungfrú Carr. „Og hver hefir gefið yður umboð til þess?“ Ungfrú Carr þagði stundarkorn, en sagði svo að lok- um, al!-hreykin: „Dexter ofursti“. Gilbert kannaðist þegar við naÍDÍð, en Barstone ekki. „Er það kapt. Dexter, sem bendlaður var við hjú- skapar-hneixli frú Harley’s?“ „Já, einmitt“, svijraði ungfrú Carr. „Hann er nú ofursti, og jeg fór einmítt til útlanda, til að tala við haDD, yðar vegna“. „Hvers vegoa, mín vegna?“ spurði Tresham alvarlega. „Þetta er nú svona og svona, eptir allt ómakið“, mælti ungfrú Carr blátt, áfram. „Báðuð þér mig ekki að eegja yður það, sem eg vissi um Hariey-ættmenniri? Gáf- uð þér eigi jafn framt í skyD, að þér hefðuð grun um, að launungin, hvað vestur-álrcuDa snerti, stæði að einhverju leyti í sambandi við hjúsksp Harley9?“ „Jú — hafði eg rétt fyrir mér?“ „Fyllilega“, svaraði ungfrú Carr. „Jeg þekkti nokk- 102 að væri fólginnn í vestur-álmunni, að hann grunaði, hvern- ig í öllu lagi. Hann mæltist þá til þess, að ungf’rú Carr athugaði hvað gert yrði, til að frelsa veslings konuna. Erindi ungfrú Carr í dag var nú einmitt, að spjalla ura þetta við mig. „Nú tjáir ekki“; mælti hún að láta veslings aum- ingjann vera lengur í höndunum á Jasper og hr. Harloy.“ „En ber oss réttur til þess, að skerast í leikinn?“ spurði Barstone eptir nokkurt hik. „Auðvitað“, svaraði ungfrú Carr? Við verðum að fara á fund hr Harley’s, og knýja hann til þess“, ínælti jeg „þar sem oss brestur sannanir fyrir gruninum, — og hús EDglendingsins er kastali hans“. Felum lögreglumönnunum þá málið“, svaraði ung- frú Carr. „Ekki tel eg það hyggilegt“, mælti jeg. „Vér verðum umfram allt að forðast, að vekja hneixli, því að sé það rétt, að frú Harley hafi myrt son sinn, þá hefir hún bakað sór hegningu að lögum“. „Ekki hygg eg, að unnt sé, að láta hana sæta á- byrgð fyrir glæp, sem hún eigi er sór meðvitandi, að hún hafi framið“, greip Barstone fram i. „Nei liklega tæpast, fyrst hún er geðveik“, svaraði jeg. „Kæmi sannieikurinn í ljós, yrði hún að líkindum flutt á geðveikrahæli, og væri þá laus við misþyrming- ar. — En vegna Fay’s verðum vór að varast, að vekja hneixli, og að fara að öllu sem gætilegast“. „Jæja“, sagði Percy. „Málið er ögn að skýrast, þó margt sé oss enn óljóst. — Jeg get t. d. ekki skilið hvers vegna Jasper, þorpirinn, hefir þótzt vera mállaus árum saman2.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.