Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 3
XXIV, 3i —82. E’JÓÐVILJINN. 123 láts Oliickstadt’s, forstjóra landmandsbank- ans danska, og hefur nú Emil, sonur hans tekið við forstöðu bankans. Noregur. Hafnsögumenn í Noregi hafa hótað, að hefja verktall á komandi hausti, ef stórþingið breyti eigi kjörum þeirra í þá átt, sem þeir óska. Svíþjóð. Bankastjóri nokkur í Stokk- hólmi, Filén að nafni, skaut sig nýskeð til bana. — Hann var 61 árs aldri. Konsúll nokkur í Stokkhólmi, Carl Fríberg að nafni, varð nýskeð uppvís að 100 þús. króna fjárprettum, og strauk til Lundúna, en náðist þar. Bretland. Nú er mælt, að Charles Hardinge, lávarður, verði varakonungur á Indlandi. — Hann fylgdi Játvarði kon ungi opt á ferðuru hans, er hann fór á fund erlendra þjóðhöfðingja, og átti þátt í samræðum, eða samningum við þá. Neðri málstofa brezka þingsins hefir ný skeð samþykkt frumvarp, er veitir kosningarrétt konum í sjálfstæðri stöðu, er borga árlega 200 kr. í húsaleigu, og missa þær eigi kosningarréttinn, þótt þær giptist, ef eigi er félagsbú. — Karlmenn sem fjarverandi eru á kjördegi, geta og faiið konum sínum, að greiða atkvæði fyr- ír sig, t. d. sjómenn o. fl. Enda þótt frumvarp þetta só góð rétt- arbót, þegar litið er á ástandið sem er, sýnir það þó, hve skammt Bretar eru enn komnir i þvi efni, að viðurkenna, að kvennfólk eigi að sjálfsögðu að njóta að öllu sama réttar sam karlmenn, að því er til kosningarréttar kemur o. fl. — — Prakkland. Póstþjónar í borginni Mar- seille hafa ályktað, að gangast fyrir því, að póstþjónar úr ýmsum löndum haldi fund („alþjóða“-fund) næstk. ár (1911). Leynilögreglumenn í París hafa hótað, að hætta starfi sínu, með því að þeim hefir verið bannað, að etofna félag, mál- um sinum til stuðnings. — — — Ítalía. I stöðuvatninu Como fannst nýlega koffort, er í var lík amerískrar stúlku, Crittenden að nafni, og sáust sjö sár á likinu. Stúlka þessi var nýlega gipt amerísk- um manni, Porter Carlton að nafni, sem var meira en tíu árum yngri en hún. — Gizka sumir á, að hann hafi og verið myrtur, þó að lík hans hafi enn eigi fundizt. — — — Spánn. 16. júní þ. á. voru jarðskjálft- ar all-miklir í borginni Madríd, og víðar en þess þó eigi getið, að skaða hafi vald- ið. — — — Balkanskaginn. Tillaga var ný skeð borin fram á þingi Tyrkja þess efnis, að vísa öllum Grikkjum úr landi brott, og var talið víst, að tillagan yrði samþykkt. í Serhíu voru í f. m. (júní) afskapleg flóð, og óveður, sem miklu tjóni ollu. — Bærinn Hassan Kaleb eyðilagðist t. d., og nokkur hundruð manna hvað hafa drukkn- að, þar á meðal yfir þrjátiu börn. — Mik- ið af búpeningi kvað og hafa týnt lífi. Nú er mælt, að stórveldin hafi aukið herskipastól sinn, er stöðvar hefir í grennd við eyjuna Krit. Mælt er að Pichon, utanrikisráðherra Prakka, hafi vakið máls á því, að nauð- synlegt væri, að sendiherrar stórveldanna, ......*..11 T—”**" Jl sem í Lundúnum eru, töluðu sig saman um Kriteyjar-málið, og væri það gert í þvi skyni, að flýta fyrir því, að koma lyktum á málið. — — — Þýzkaland. Bæði í Mið- og á Suður- Þýzkalandi hafa hlaupið miklir vatna- vextir í ár. — Hafa, meðal annars, orðið mikil brögð að þessu í Eifeldalnum, og í héruðunum umhvertís ána Ahr, sem rennur í ána Rin, og er mælt, að eigi hafi hlaupið jafn mikill vöxtur í hana, siðan árið 1804. Gamlar steinbrýr hafa hrunið, hús farið um koll o. fl. — Eigi all-fáir menn hafa drukknað, og fleiri skað- ar orðið. Yfirleitt nemur skaðinn, sem flóð þessi i hafa valdið, bæði í Þýzkalandi, í Ung- verjalandi, og í Svissaralandi, mörgum milljónum króna. Hitar voru nýskeð afar-miklir í Berlín, og komst hitinn 1L júní siðastl. i skugg- anum upp í 26 stig (reaumur). Nokkur seglskip tóku þátt í kappsigl- ingu í grennd við borgina Kiel 12. júní þ. á., og bar enska jagtin „Correngía11 af öðrum skipum. — — — Finnland. Þar varð járnbrautarslys ný skeð, og biðu fjórir menn bana, en fjórtán urðu sárir. í borgunum Helsingborg og Yiborg voru ný skeð ýmsir menn teknir fastir, með því að þeir höfðu breitt út rit, sem bannað hafði verið að selja. — — — BandaríkÍD. Félag var nýlega stofnað, til að gæta hags alþýðu gegn stórgróða- félögunum („trusts14), og er Roosevelt, fyr- verandi forseti, formaður þess. 7 sem fagurt var. — Hann var ungur, og fríður sýnum, og var ástfanginn í konu nábúa síns — Elenu fögru, erf- ingja Montelupi’s —, og hún hafði ást á honum. En kvöld nokkurt, er hún laumast út um hliðardyr á höllinni — það eru dyrnar, sem eru undir bogahvelf- ingunni — gerði einhver manni hennar aðvart — dýrð- lingarnir mættu gjarna gleyma honum í gröf hans —, kl.tíma síðar ruddist hann inn í höll hertogans, og hamr- að á dyrnar á herbergi hans. En er hurðinni var lokið upp, var Elena fagra þar ekki, og sá hann hana hvergi, þó hann skimaði í allar áttir. Hann var hættur leitinni, og kominn út í dyr, er honum varð litið aptur. Kom hann þá auga á spegilinn, einmitt eama speg- ilinn, sem hér um ræðir, og sá þá andlit konu sinnar í honum. Hann hljóp þá ragnandi gegnum herbergið og rak sverðið í spegilinn, og af því stafar sprungan. Síðan æddi hann að bertoganum, og hertoginn að honum, og börðust þeir. Hann drap síðasta Mestre-hertogann, og með því að hann var alveg æðisgenginn, drap hann og konu sina, Elenu frá Montelopí — fegurstu stúlkuna í Venedigu. „En hvað varð um hann sjálfan?" spurði Crayshaw og brá kynlega. „Hann var tekirin, og hefur að líkindum veríð drekkt“. Það fór hrollur um Crayshaw allan, og duttu hon- am í hug orð Guiseppes: -Sjórinn gleypir allt“. Og nú skeði það, er olli gjörbreytingu á öllu lífi 126 „Eptir, það, er eg hafði komist á snoðir um þetta, gafst mér ekki tóm, til að spjalla við yður“, svaraði frú Archer. „En eg varð nú svo hrædd, að því er öryggi Fay’s snerti, að eg að kvöldi dags fékk hava til að fylgjast með mér til ungfrú Carr. Ungfrú Carr sagði henni allan sannleikann; og hver hætta yfir henni vofði, ef hún væri kyr í klaustrinu, og féllst hún þá á, að vera hiá ungfrú Carr, og þar er hún enn“. „En hvernig atvikaðist það, að minnstu munaði, að í nótt færi fyrir yður, sem systur yðar, og systursyni?“ „ Jeg stóð á hleri fyrir utan dyrnar á bókasafnsher- berginu, til þess að komast eptir, hvað Harley ætlaði fyrir sér, með því að jeg sá, að vitfirringsæðið var að koma yfir hann, þar sem hann var klæddur, sem hvít- munkur. „Jeg sá, að Jasper var að reyna, að fá hann til þess, að fylgjast með sér niður í kórhvelfinguna. En líklega hefur eitthvað heyrzt til mín, því að Har- ley kom hlaúpandi út, og tók að elta mig. Jeg flýði, — og hvað svo varð vitið þér.M „Það er vissulega voðalegt!“ „Svo hræðilegt“, svaraði frú Archer,“ að hárið á mér hefir gránað. — En guði sé lof að óarga dýrinu í mannsmynd verður komið á geðveikrahæli. XX. KAPÍTULI. Dagbók Iresham’s Hringt til brúðkaups. 10. OKTOBER. Síðan eg lauk síðast. upp dagbók- inni minni, hefur margt drifið á dagana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.