Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1910, Blaðsíða 3
XXIV., 46.-47. Þjóðviljinn. 183 Spánn. Spanskt eimskip, ,.Marlos“ að nafni, fórst nýskéd i grennd við Afríku strendur og atvikaðist það á þann hátt, að annað gufuskip rakst á það, svo að það sökk þegar. — Mælt er, að þar hafi farizt nær fjórir tugir manna. Vatnavextir hafa í síðastl, ágústmán- uði valdið talsverðu tjóni, um fjögur þúsund hús sögð hafa eyðilagzt, fjöldi manna beðið bana. Bandaríki n. Við skógabrunana miklu, sem nýskeð bafa valdið afskaplegu tjóni í Montana og í Idaho, sem talið er að valdið hafi tuga milljóna dollara skaða, kvaðallsum tvö hundruð manDa hafa látið lífið. Kina. Kínverjar gera sér um þessar mundir 'mjög far um, að koma samskonar skipu- lagi á ber sinn, sem norðurálfu-þjóðirnar hafa, svo sem bent hefur nýskeð verið á í blaði voru. Tvö herskip eru þeir að láta smíða handa sér á Bretlandi um þessar mundir. Japan. Vatnavexiir hafa nýlega valdið miklu tjóni, fjöidi húsa sópast burt, og um tólf hundruð manna beðið bana. Að öðru leyti eru fregnir um atburði þessa mjög óljósar. Serbía. Þar eru nýskéð fundnar auðugar gull- námur í greDnd við Almasarfljótið, í dal- verpi nokkru, og er mælt, að þangað streymi þegar fjöldi fólks. Næsti bærinn er Nertshinsk (íbúar um sjö þúsundir), í hóraðinu Transbaikalien í Austur-Serbíu. Verzlunarfréttir. —o— Samkvæmt skýrslu, dags. í Kaup- mannahöfn 16. sept. þ. á., eru söluhorfur, að því er íslenzkar afurðir snertir, sem hér segir: SALTFISKUR. — Málfiskur, beztu tegundar, á 65—70 kr. sk//. — Smáfisk- ur á 58—61 kr. skM — Isaáb'2—55 kr. Langa á 68 kr. sk/Ó — Keila á 45— 48 kr., og upsi á 32 kr. Hnakkakýldur fiskur, stór á 75—80 kr., en millifiskur á 65—70 kr. sk$5. — BARÐFISKUR, nýr á 90 kr. sk$. LYSI. Hákarls- og þorskalýsi ljóst á 30 - 33 kr., en dökkt. á 28 kr. — Með- alalýsi á 60 kr. Verðið miðað við 210 pd. — SÍLD. Stór síld, nýveidd, ekki yfir 14—15 kr. tuDDan. — SUNDMAGAR á 65 aura pd. — PRJÓNLES. Eptirspurn er nijög lít- il, og talsvert enn óseit frá f. á. Sjóvetlingar ganga betur út en sokkar. Aætlað verð: alsokkar 70 aur., hálf- sokkar 45 aur., og sjóvetlingar 35 aur. parið. — VORULL, sem eigi var seld fyrir fram, snemma i vor, liggur öll óseld. Um verð er enn eigi hægt að segja með vissu, en ef menn vildu selja eins og nú stendur, myndi ef til vill fást fyrir beztu norðlenzku ull 85 aur., en fyrir „secunda“, þ. e. lakari tegund (en svo er ullin úr Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum talin) 80 aur., og sunnlenzka og vestfirzka 75 aur. En fyrir þetta verð vilja menn ekki selja að svo stöddu, þar sem menn gera sér von um, að verðið kunni að hækka rneð haustinu. Likur ti! þess, að verðið fari lækk- andi eru að vísu eigi, en þó engin vissa um það að svo stöddu, að verðið fari hækkandi. Tatsvert af mislitri ull hefir verið selt á 60 aura. HAUSTULL. Um verð á óþveginni haustull verður eigi sagt með vissu, eD likur til þess, að verðið kunni að verða um 55 aura. GrÆRUR. Um verðið á hertum og söltuðum gærum verður eigi sagt að svo stöddu. — SALTKET. Fyrir saltket, verkað, sem almennt gerist. fást 48 —50 kr. fyrir tunnuna (224 pd.) Gott, linsaltað dilkaket selst á 56 kr. tunnan. Berist að mun meira af keti á mark- aðinn, en venjulegt er, getur skeð, að verið lækki nokkuð. — RtJLLUPYLSUR. Liklegt er að verðið verði um 38 aur. pd. 12 « Mér varð litið á hanD. Því varð ekki neitað, að hann var likastur manni, er orðinn væri mörg hundruð ára”gamall. Jane Grey, eða Jðbanna Gray, sem hún og nefnist, var fœdd árið 1537, og var riki ráðandi drottning í EDglandi i níu daga árið 1553, er hún afsalaði sér ríkinu í hendur Mariu drottn- ingar, er kölluð var siðan Blóð-Maria (Englandsdrottning 1552— 1558), og fórst henni svo illa við hana, að hún lét taka hana|af lifi ásamt manni hennar, föður og tengdaföður, með því að Maria ótt- aðist, að mótmælenda-flokkurinn myndi styðja hana til ríkis að nýju. MIND ÁBBOT’S (Lauslega þýt.t). A málverkasýningu, sem haldin var í París árið 1890 vakti eitt af málverkunum öðrum fremur eptirtekt, og hét sá, er málað hafði James Abbot. Jeg þekkti málara þenna mjög vel, með því að við höfðum, fyrir nokkrum árum, verið báðir í Rómaborg í senn, og málað ýmsar landlagsmyndir, í grennd við sól- sæla Neapel-flóann. Það var þó einkum jeg, sem landlagsmyndirnar mál- aði, en Abbot fremur myndir af mönnum o. fl., er að dag- lega lífinu laut. Jeg þóttist því hafa ástæðu, til að ætla, að eg þekkti Abbot svo vel, að mér kæmi ekkert á óvænt; en í þessu efni hafði mér þó skjátlazt, og mér varð, sem öðrum, mjög btarsýnt á málverkið Það var höfuð ungrar stúlku, 17—18 ára, er blasti við áhorfendunum, og voru augun stór, en óskýr. Enginn litur, eða roði, sást í andlitinu, og væri vel að gáð, sást, að óskýrleikÍDn, eða hulan, sem hvíldi yfir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.