Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1911, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1911, Side 7
XXV., 13.—14. Þjobvit.ji,nn 55 að rannsakað verði, hvað kosta myndi simalína frá Arngerðareyri í Nauteyrar- lireppi í Norðnr-ísafjarðarsýslu út á Snæ- fjallaströnd í sömu sýslu, sem og síma- lína þaðan norður í Grunnavíkurhrepp. Grerðardómur í brunabótamálum. I’rir þingmenn (Jón 01., Magnús Blön- dahl og Ben. Sveinsson) hafa í neðri deild borið fram frumvarp þess efnis, ao ágrein- ingur um það, hvort ePa að hve miklu leyti, og hve nær brunabótafélagi skuli skylt, að greiða brunabætur, skuli leggja i gerð ef vátryggjandi krefst þess, eða acrir, sem öðlast haíi rétt hansjtil brunabótafjársins. Grerðadómurinn skal háour í Beykja- vík, og kveður hvor málsaðila einn mann í dóminn: og landsyfirréttur þrjá. Rcttur kveDna til embættisnáms o. fl. I neðri deild hefir H. Hafstein borið frarn frumvarp þess efnis, að konur skuli hafa sama rétt, sem karlar, til embætt- isnáms, námsstyrks, og embætta. Vonandi, að frumvarp þetta nái fram að ganga, en mæti eigi mótspyrnu á þinginu. Póstferðir. Síra Kristinn Daníelsson hefir í efri deild borið fram þingsályktunartillögu þess efnis, að skora á íandstjórnina, að hlut- ast til um, að aukapóstur sé í hverri póst- ferð látinn ganga frá Mýrum í Dýrafírði að Hrauni á Ingjaldssandi. Nýtt læknishórað. Þingmenn Sunnmýlinga vilja, að nýtt læknishérað sé stofnað milli Seyðisfjarð- ar- og Beyðarfjarðarhéraðs,er nefnist Norð- fjarðarhérað, er nái yfir Norðfjarðar- og Mjóafjarðarhreppa, og verði læknissetur í Norðfirði. Hafa nefndir þingmenn borið fram frumvarp hér að lútandi í neðri deild. Lóggilding verzlunarstaða. Þm. Dalamanna (Bjarni frá Vogi) og þm. Norcur-Þingeyinga (Ben. Sveinsson) hafa í neðri deild borið fram frumvarp þess efnis, að löggiltir skuli verzlunar- starir: 1. Við Gunnarsstaðaey í Hvammsfirði í Ðalasýslu. 2. Við Hjálmarsvík í Þistilfirði í Nor?- ur-Þingeyj arsýslu. Lækningaleyfi. Þm. Vestmannaeyinga (Jón Magnús- son) hefir i nerri deild borið fram frum- varp um lækningaleyfi, og segir svo í fyrstu grein: »Bétt til ad fást við lækn- ingar hér á landi hafa þeir, er staðizt hafa próf á læknaskólanum í Beykjavík, e?a háskólanum í Kaupmannahöfn, enda hafi þeir — sé um það að ræða, að gera sér það að atvinnu, að hjálpa konum í barnsnauð — lokið námsskeiði í fæðinga- hrísi í Kaupmannahöfn, eða hér á landi, komist það á fót«. Enn fremur er ráðherra í frumvarp- inu heimilað að veita mönnum, er eigi hafa staðizt próf það, sem nefnt er í 1. gr., ótakmarkað eða takmarkað lækninga- leyfi, ef þeir sanna. a^ þeir hafi næga kunnáttu, og landlæknir mælir með. Nýtt læknishórað. Þingmenn Kangvellinga (síra Eggert Pálsson og Einar Jónsson) hafa í necri deild borið fram frumvarp þess efnis, að fjórir hreppar í Hangárvallasýslu, ásamt svo nefndum Baklcabæjum, séu gerðir að sérstöku læknishóraði, er nefnist Eyja- fjallahérað. Hreppar þessir eru: Austur-Eyjafjalla- hreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur, Aust- ur-Landeyjahreppur og Vestur-Landeyja- hreppur. Breyting fátækralaga. I neðri deild hefir 01. Briem borið fram frumvarp þess efnis, að ákvæði 63. gr. fátækralaga 10. nóv. 1905 um, að dval- arsveit eigi ekki heimtingu áendurgjaldi af hálfu framfærslusveitar á meira en tveim þriðju hlutum af styrk þeim, er dvalarsveit hefir veitt þurfalingi, skuli eigi gilda um kostnað við dvöl þurfa- linga á sjúkrahúsi, heldur sliuli fram- færslusveitin greiða allan legukostna'inn, enda, hafi læknir skipað, að flytja sjúkl- inginn á sjúkrahús. All sli erj a r i þ rótt a m ót. IJnginenníifélög íslands hafa áforniað, að halda allsherjar íþróttamót i Reykjavík 17.—25. júni næstk. líniðkvaddnr. Unglingspiltur, á fermingaraldri, sonur Kol- beinn hreppstjóra Jalcobsnonar í IJnaðsdal í Snre- fjaliahreppi í Norðhr-ísafjarðarsýslu, varð nýlega bráðkvaddur, fannst örendur í rúmi sínu að morgni. Hvalreki. Hvalkálfur, fitnmtán álnir milli skurða, rak ný skeð að Stóra-Fjarðarhorni i Strandasýslu. 101 „Getur það verið'?" mælti Hailur. „Það er áreiðanlegt; — þáð er allt annar maður!“ „Ed hvar er Ratray?“ „Hortinn!“ svaraði Kenwood. „Er hann horfinn?u „Já, horfinn, og veit engÍDn hvert!“ „Er hann þá morðiugi?" mælti Hallur. „Nei, ekki getur það verið, þar sem hanD var mjög veikurP „Já! Yeikur kvað bann hafa verið!“ mælti Kenwood. „Hver er þá maðurinn, sem myrtur hefur verið?“ Kenwood hugsar sig ögn um. „Jeg veit það ekki!“ mælti hann loks. „En komdu inn, og littu á hann!“ Þeir gengu nú þaDgað sem likið lá. Lögreglustjórinn, og blaðamaðurinn, voru þar inui, og voru að hvislast eittbvað á. Lögreglustjóiinn hélt á einhverju skínandi, og glamp- andi í bendinni. Það var rýtingur, og var blaðið lagandi í blóði. „Hefur hann skýrt yður frá því“, mælti lögreglu- stjórinn við Hall, „að myrti maðurinn er alls ebki Ratray?“ „Lítið á!“ mælti hann enn fremur. „Hérna er rýt- ingurinn!11 Hallur starði á haDn, en snerti hann ekki, og varð að styðja sig við Kenwood, til þess að détta ekki. Það var sami hnifurinn, sem hann hafði séð Con- ■tanse Raycourt nota, sem pappírshnif. Hinir urðu þess þó eigi varir, hve mjög honum hafði brugðið. „Lítið nú á manninn!“ mælti lögreglustjórinn. „Ef 98 Mallabar einblíndi á hÍDn bóginn stöðugt á Ken- wood, og sá þegar, að hann kannaðist við líkið. Hann varaðist þó, að spyrja hann nokkurs að svo kornnn I sama vetfangi kom iögreglnstjórinn. „Eruð þið nokkurs visari?“ mælti bann. .Nei!“ svaraði Mallabar, í naf'ni þeirra beggja. „Jeg hefi aldrei séð manDÍnn!“ mælti hann enn fremur. Lögreglustjórion skildi svarið, sem væri það fyrir þá báða. Kenwood þótti vænt uui, að spurningunni hafði eigi verið beint til hans, svo að hann þurfti eigi að segja ósatt. Hann langaði ekki til þess, að þurfa að gefa lög- reglumönnum skýrzlu um það, hvers vegna haDn hefði dvalið í Craneboro, og eigi sagt til fulls nafns. XIX Eleanor roðnar. Hallur hafði nú lokið erindi sínu í Hatherford, og krafðist Eleanor þass þá, að ekið yrði tafarlaust með sig til Craneboro. Frá Gregory fylgdi henni þangað. Halli þótii vænt um þetta, því að hann vildi ógjarna þurfa að aka einn með Eleanor tvær mílur vegar, og eiga að hughrey9ta hana í örvæntiogu hennar. Þau komu til hússins í Graneboro, er Kenwood og Maliabar voru ný gengnir út úr líkstofunni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.