Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Blaðsíða 8
68 Þjóðviljíínn XXV. 16.—17. ForskriY selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse Enhver kan faa tilsentlt, nortofrit, mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt eort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet fin- itIcIs Itlse<ie til en elegant, solid Kjole eller Spadaerdragt for kun ÍO lir. (2,50 pr. Meter). Eller 31/, 13£» Ctm. l>r*eclt sort, morkeblaa og graanÍ9tret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for* kun 14 lír*. 50 0re. Store svære uldno Sove- og Rejsetæpper 5 Kr. Store svære uldne Hestedækkener 4 Kr. 50 0re. F!r Varerne ikke efter 0nske tagés de tilbage Aarhus Klædevæveri, Áarhus, DanmarK. Hásbriiui. Aðfaranóttina 21. þ. m. (marz) kviknaði i mannlausum steinkofa á Grimstaðaholti í Reykja- vík, og hrann hann, nema auðvitað veggirnir. Enginn vafi, að bruninn hefir stafað af manna- Völdum. Botnverpingar handsamaðir. Danska varðskipið hefir alls handsamað sjö j botnverpinga, síðan það tók til staría í ár. Nýlega fór það með einn til Yestmannaeyja og strauk hann aptur til hafs, er inn á höfn var komið, svo að varðskipið varð að fara að eltast við hann að nýju, og varð að skjóta á eptir honum nokkrum skotum, áður en hann náðist. — Kvað hann þá hafa fengið 1000 kr. sekt fyrir vikið, en hefði ella sloppið mun hetur. Lansn frá prestskap. Sira Jóhann Þorsteinsson í Stafholtí hefir ný skeð fengið lausn frá prestskap. Hann hefir í vetur dvalið í Reykjavik. „lsafoId“. Hr. Björn Jónsson, fyrverandi ráðherra, ernú orðinnstjórnmálaritstjórj,og áhyrgðarmaður hlaðs- ins „ísafold11. Hr. Ólafur Björnsson er meðritstjóri, og út- gefandi hlaðsins. Wathne-félagið. Wathne-félagið er nú tekið tii starfa að nýju og er Tönnes Wathne framkvæmdarstjóri þess, en félagið heitir nú „Den norske Isiandsrute11. Skipum félagsins mun ætiað að verða í ferð- um til austur- og norðurlandsins, sem að und- anförnu. LandsyflrdómurJnn. Þar er yfirdómari Jón Jensson settur háyfir- dómari, en skrifstofustjóri Eggert Briem settur til þess, að gegna yfirdómarastörfum. Alþ jða-fyrirlestur (um hrezka þingið) flutti Guðhrandur Jónsson, dr. Þorkelssonar, 19. f. m. Frá Isalirði. Um roánaðamótin síðustu (febrúar—marz) var allmikill hafís-hroði á reki í ísafjarðardjúpi, svo að „Mjölnir11 átti fullt i faugi með, að komast inn til ísafjarðar. — Hafíshroðinn hvarfþóhrátt aptur. Aflahrögð hafa um hríð verið lítil, en fer nú vonandi að lifna, er dregur nær vorvertíðarhyrj- uninni þar (á páskum). Sýnd hafa í vetur verið þrjú leikrit á leik- sviðinu á ísafirði: „Æfintýri á gönguför11, „Apa- kötturinn11, og „Setti eiginmaðurinn“. Ungmennafélög Yestfjarða héldu sambandsþing á ísafirði 2ó. fehruar þ. á. — Var þar ákveðið, að balda næsta sambandB- þing i Bolungar vík, sem og að taka þátt í í- þróttamótinu í Reykjavík, og að koma í ár á íþróttasýningu, ef föng yrðu á. Samþykkt var og að stuðla að því, að aldar- minning Jóns Sigurðssonar yrði seui veglegust. Formaður var kosinn Kristján Jónsson á Garð- stöðum, heitins Einarssonar, útvegshónda á Garð- stöðum. REYKJAVÍK 4. apríl 1911. Tíðin mjög hagstæð að undanförnu, stillur og þýðviðri. „Botnia“ lagði af stað héðan til útlanda 25. f. m. (marz). Meðal þeirra, er tóku sér far með skipinu, voru: Emil bankastjóri Schou, og frú hans, og Einar sýslumaður Benediktsson. Arlegu skólahátiðina héldu nemendur almenna menntaskólans á hótei Reykjavík að kvöldi 24. f. m., — höfðu þar dans-skemmtun. „Vesta“ kom hingað norðan og vestan um land að morgni 25. f. m. Með henni komu: Bœrentzen (kaupmaður á Skagaströnd), Helgi banka-úthússtjóri Sveinsson á ísafirði, Magnús bæjarfógeti Torfason á ísa- firði, Möller (verzlunar-agent) o. fl. Barnaveiki varð vart við hér í hænum i f. m. (á Laugaveginum og í Grjótaþorpinu). „Vesta“ lagði af stað héðan til útlanda 25. f. m. — sama daginn, sem hún kom hingað. Meðal farþegja, er tóku sér far héðan til út- landa, voru: Gunnar Hafstein (bankastjóri í Fær- eyjum), Pótur kaupmaður Olafsson á Patreks- firði, Torfi agent Tómasson o. fl. Prentsmiðja Þjóðvijlans. 115 „T. d. nafn mannsine, sem myrtur var!“ „Það var merkilegt! Þekkti Kenwood hann?“ „Já!“ svaraði M.allabar. „Og konuntt hans?“ „Hanu er ókvæntur!“ greip Kenwood frrm í- „Er það áreiðan)egt!“ „A)veg!“ „Hmj“ „Þekkið þér þá konuna hans?“ spurði Mallabar. „Já!“ svaraði lögreglustjórinn. „Hún er nú í varð, haldi“. „Hvað segið þér?“ „Það eru tveir kl. tímar, síðan hún var tekin föst og þess vegna kom eg hingað, til þess að leita upplýs- inga!“ „Jæja þá!“ „En að trúa blaðamanni, sem likir eru hljóðberan- um, getur verið bættulegt!“ mælti lögreglustjórinn. „Jeg hefi aldrei brugðizt yður í því eÍDÍ“, mælti Mallabar. „Að sönnu ekki!“ mælti lögreglustjórinn. „En þó fýsir mig að vita, hvort þér hafið nóg efni í blaðið, þó að þér sleppið því, sem eg ætla að segja yður?“ „Það hefur enn eigi verið látið í blaðið allt, sem eg veit“, mælti blaðamaðurÍDD. „En hafi konan verið sett í varðhald, þá er það ekkert leyndarmál!“ „Það er nú minnst af tíðindunum!“ „Hefur kvennmaðurinn, sem þér hafið tekið fastar, inyrt manninn?“ „Það má guð vita!“ Ed minnstu skiptir utn hana 116 Jeg varð að taka hana fasta! En málið er að verða um- fangsmeira! Lofið þér að þegja?" „J*!“ „Og ábyrgist Kenwood?“ „Já já!“ „Það er gott! mælti lögreglustjórinn. Sá, sem myrtur var, heitir Raycourt “ „Mallabar brosti. „Hann hefur eigi skort nöfnin: Fyrst hét hann Townsend, síðan Roach — nei, jeg ætl- aði að segja Spicer —, og nú heitir hann Raycourt! Látum það gott heita!“ „Þér megið eigi grípa fram í fyrir mér!“ mælti lögreglustjórinn. „Fyrirgefið!“ „Eins og eg sagði“, mælti 'lögreglustjórinn „hét hann Raycourt, og hanD, eða öllu heldur konan hans, átti heima í gistihúsinu: „Krónan“ í Merstham. Hann var þar ekki opt heima, en kom, og fór apt- ur, sem væri hann sífellt á ferðalagi. VeitingamaðurinD, kona hans, og fimm af heima- fólkinu þar, hafði séð líkið, og þekkt það. VÍDnufólk Raycourts sjálfs, og kvennmaður, aem var ættingi hans, eða konunnar hans, hefur og þekkthann“. „En konan hans?“ „Hún þverneitar, að gefa okkur upplýsingar. Hún er giæsileg, lágvaxín kona, tuttugu árum yngri, en hann, svarteyg, og og blóðrik, og má trúa henni til alls“. „Er það þá hún, sem hefar myrt hann?“ „Jeg kem nú að efniuu! Þér þekkkið Hall Glregory?“ „Já, það geri eg!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.