Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.07.1911, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.07.1911, Side 2
118 Þjóðviljinn XXV. 30.—31 hafði eg þá engan tíma til þess, að koma henni í annað blað, þar sem eg var þá alferðbúinn til Islands. Greinin — sem frakkneski konsúllinn er nn beðinn að gera frakkneskn þjóðinni kunna, þótt hún birtist og ef til vill síðar í útlendu blaði, eða blöðum — er svo hljóðandi: Til frakknesku þjóðarinnar. Sem forseti Alþingis Islendinga, leyfi eg mór hér með, að tjá hátíðanefnd- inni í Rouen, sem og frakknesku þjóðinni yfirleitt, þakkir fyrir það, að hafa gefið mér, sem forseta þingsins, kost á því, að heimsækja yður við ný nefnt tækifæri. Þykist eg mega fullyrða, að íslenzku þjóðinni hafi verið þetta kært, eigi að eins vegna skyldleikans — þar sem Hrollaugur, bróðir Göngu-Hrólfs, nam land á Islandi, og af honum er þar mikil ætt komin*) — heldur og engu síður vegna hins, að Island hefir, eins og fjölda margar þjóðir á jörðinni notið góðs af því, að meðal frakknesku þjóðarinnar hafa lifað karlar og konur, sem fundið hafa ríkt til þess, að iiið ílla, og djöfullega á eigi að þolast, hvort sem framið er í skjóli laga, yfirvaidsskipana, eða á annan hátt, — fundið, að gegn öllu slíku er öllum skylt að hefjast handa, og að svífast jafn vel alls einskis, er mestu varðar. Jeg á hér við byltingarnar þrjár, er einnig leiddu vekjandi strauma til ýmsra annara landa jarðarinnar. En það er því miður enn afar-margt, er viðgengst hér og hvar á jörðu vorri, som enginn á að þola, og það því síður, sem lengur hefir gengið, og get eg því — við þtísund ára tímamótin í sögu Normandísins — eigi óskað frakknesku þjóðinni, og þá um leið íbúum jarðarinnar í heild sinni, annars betra og nauðsyn- legra, en þess, að henni auðnist, að eiga jafnan sem allra flesta, karia -og konur, sem að þvi leyti feta í fótspor frakknesku byltingarmannanna, að þola eigi hið siðfræðilega ranga, hvar eða við hvern, sem beitt er, né undir hvaða yfirskini sem er. An þess að fara í þessu efni um of út í einstakleg atriði, vil eg í þessu leyfa mér að benda á: I. Að öllum íbúum jarðarinnar, hverir og hvar, sem eru, er í sameiningu skylt að sjá nm, að hvergi séu önnur lög látin þolast, en þau sem siðfræðilega rétt eru, t. d.: að hvergi séu leyfðar hegningar í kvölum, hve skamma hrið, sem um ræðir, og það þótt að eins væri um augnablikið að ræða, að hvergi sé látið viðgangast, að nokkrum manni sé þröngvað til þess, eða leyft, að fara í stríð, nema um al-óhjákvæmilega sjálfsvörn sé að ræða, sem reyndar á aldrei að geta komið til, þar sem öllum er skylt, hverrar þjóðar sem eru, að hepta slíka árás, að hvergi sé leyft, að sjálfstæði nokkurs þjóðernis só traðkað, eða að traðkað sé jafnrétti kvenna og karla í þjóðmálum, eða á annan hátt, eður að sjiikum eða bágstöddum, só eigi hvívetna jafnt hjálpað, hvar á jörðu sem eru, eða hverrar þjóðar, eða að allir eigi ekki jafnan og greiðan aðgang að því, að ná rétti sínum, að afia sér þekkingar, yfirirleitt njóta unaðar af listum og vísindum, þæginda hraðskeytasambandsins, beztu samgöngubóta o. fi. o. fi. Yér megum eigi gleyma því, sem hingað til hefir um of viljað við brenna, að alþjóðlega h]álparskyldan, og þá jafn framt siðfræðilega ábyrgðin, sem á öllum hvílir, er einmitt enn ríkari, þar sem í hlut eiga hinir afskekktu, fá- mennari eða fátækari. II. Að til þess að kippa öllu þessu í rétt horf, ættu allir íbúar jarðarinnar, hverrar þjóðar, sem eru, og hvar sem eru, að greiða árlega alþjóðlega skatta, og allt hið framan greinda að vera háð alþjóðlegu eptirliti. Oskandi þess, að frakknesku þjóðinni megi auðnast, að eiga sem flesta ötula forgöngumenn, er fyrir ný nefndum skyldum mannkynsins berjast, leyfi eg mér að færa henni hlýjustu heilla-óskir íslenzku þjóðarinnar. A heimleið frá Eouen-hátíðahöldunum p. t. Leith á Skotlandi 17. júní 1911. Skúli Thoroddsen • AlþingÍBforseti íslendinga. Vona eg, að Islendingum, sem öðrum, þyki greinin orð í tíma talað, og læt svo úttalað um þettta mál. Reykjavík 4/7 1911. Slcúli Ihoroddsen. Mér þykir le.tt, að hafa hitt á ritstjóra, sem eigi átti gö/ngri hugsunnrluilt, en svar yðar bendir á Stóra-Bretlandi get eg eigi óskað marga yðar lika. Með virðingu. SIcúli Thoroddsen. (Einnig blaðstjíri.) *). Ættfróður maður á íslandi (dr. Jón Þorkelsson) sagði rn/r, að eg væri í þrítugasta lið kominn af Hrollaugi. Utlönd. —o— Leith 17. júní 1911, Hslztu tíðindin frá útlöndum ern, sem hór segir: Bretland. Hitar all-miklir á Englandi og á Skot- Undi, seint í mai, og i öndverðum júní, og sýktust nokkrir menn svo af hitanum, að þeir biðu bana af. Banki í Lundúnum, Birkbeck-bankinn svo nefndi, varð nýskeð að hætta störfum, og var þá mikill aðsugur að bankanum af hálfu þeirra manna, er þar áttu fé inni, og sýktust nokkrir í troðninginum, eem varð, enda höfðu etaðið matarlausir í all-marga kl.tíma. Húebruni varð í grennd við Liverpool 12. þ. in. (júní), og tókst þar svo sorg- lega til, að inni brunnu fjögur börn og tvennt íullorðið, — en mun þó, sem bet- ur fór, hafa kafnsð aí reykjarsvælu, áður en eldurinn náði því. Nítján hestar fórust og í eldsvoða í "Willesden 7. júni þ. á. Maður nokkur í Galway skaut nýskeð tengdamóður sÍDa og særði tvö börn. SjómeBn hófu nýskeð verkfall í ým*- um boigum á Bretlandi, vilja fá hærri laun, eigi ráðast í siglingar, nema þeln fái að minnsti kosti 99 kr. í mánaðar-t kaup, og 1C8 kr., só um stærri skipin, að rseða. Verkfall þetta hefir og breiðzt út, tilj Hollands og Belgíu. Fundur friðarvina hófst í Edinborg um miðjan þ. m. (júni). — Carnegie, amer- íska auðmanninum, hafði verið boðið á fundiun, en gat eigi mætt, — sendi í þess stað ávarp, — þar sein hann, — sem rétt er — telur ófrið glæpsamlegt athæfi og gerir eér von um, að sá tími eé í nánd, er hann «ó úr sögunni meðal aiðaðra þjóðau, en hann á alls eigi aðþolast nokkurs staðar, og er óskandi, að sá tími eigi he'dur eigi langt í land, þó að Carnegie hafi eigi vogað, að kveða ríkar að orði, en fyr segir. Gizkað er á, að um 750 þú«. áhorf- enda verði við staddir, er krýning Georgs, konungs, og drottnÍDgar hans, fer fram ý Lundúnum i þ. ro. Frakkland. 7. þ. m. andaðist Rouvier, einn hinna nafnkunnari stjórnmálamanna Frakka. — Hafði fyrir nokkrurn árum verið forsæt-. isráðherra. Portugal. Fremur hefir brytt á þvi, að þar séu, enn ým9i’r, er koma vilja á konungsstjóm að nýju, og voru nýskeð gerðir upptækir tveir vsgnar með vopnum og öðrum skot-u færum, er faia áttu til konungs-liða. Austurriki. Stormar afsknplegir í Triest um miðj- an þ. m. (júni), og ollu þeir talsverðum, skipströndum, og manrtjóoi, qokkru, —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.